Bændablaðið - 07.07.2016, Side 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016
Árið 1926 fæddist í Delí á
Indlandi stúlka sem fékk
nafnið Shanti Davi. Móðir
hennar fór snemma að hafa
áhyggjur af dóttur sinni því
framkoma hennar þótti ein-
kennileg.
Shanti fór mikið einförum og
talaði við sjálfa sig eins og hún
væri umkringd fólki sem hún ein
sá. Þegar Shanti var sjö ára töldu
foreldrar hennar víst að hún væri
ekki andlega heilbrigð. Um svip-
að leyti byrjaði hún að segja for-
eldrum sínum að hún hefði lifað
áður og átt heima í þorpi sem hét
Muttra og lýsti nákvæmlega fyrir
þeim húsinu sem hún bjó í.
Foreldrar Shanti voru ákaflega
áhyggjufullir og fóru með telpuna
til geðlæknis og hún sagði honum
sömu sögu. Læknirinn spurði
hana margvíslegra spurninga og
komst að þeirri niðurstöðu að
Shanti væri ekki geðveik. Hún
hélt staðfastlega við söguna og
breytti henni aldrei. Foreldrarnir
voru þess aftur á móti fullvissir
að dóttir þeirra væri rugluð þegar
hún sagðist hafa heitið Ludgi,
verið gift og átt þrjú börn.
Þegar Shanti var níu ára var
barið að dyrum heima hjá henni
og hún fór til dyra. Ókunnugur
maður stóð við dyrnar. Shanti
starði stórum augum á hann
og hrópaði: „Mamma, þetta er
frændi mannsins míns. Hann
átti heima í nágrenni við okkur í
Muttra.“ Shanti hafði rétt fyrir sér
því maðurinn átti heima í Muttra
en var staddur í Delí til að ræða
viðskipti við föður Shanti. Hann
sagðist eiga frænda í Muttra sem
hefði misst konu sína, Ludgi, er
hún lést af barnsförum að þriðja
barni þeirra hjóna. Hann bauðst
til að koma með frænda sinn í
heimsókn svo að þau gætu gengið
úr skugga um hvort Shanti þekkti
hann.
Foreldrarnir tóku boði hans en
öllu haldið vandlega leyndu fyrir
Shanti. Um leið og hún sá mann-
inn kastaði hún sér í fang hans og
grét, kallaði hann manninn sinn
og talaði um að loksins væri hann
kominn aftur til hennar. Hún var
í ákafri geðshræringu.
Maðurinn, sem Shanti kall-
aði eiginmann sinn, fór með for-
eldrum hennar til stjórnvalda og
sögðu söguna og stjórnin skipaði
nefnd vísindamanna til að komast
til botns í málinu.
Farið var með Shanti til Muttra
og þar benti hún strax á móður og
bróður „mannsins síns“, þar sem
þau stóðu innan um fjölda fólks,
og hún ræddi við þau á mállýsku
sem foreldrar hennar höfðu aldrei
heyrt.
Vísindamennirnir voru furðu
lostnir. Þeir bundu fyrir augu
hennar og settu hana upp í vagn.
Shanti sagði ökumanninum hik-
laust og ákveðið hvert hann ætti
að aka og meðan á ferðinni stóð
lýsti hún kennileitum.
Þegar þau komu að þröngum
stíg skipaði hún ökumanninum
að stansa og sagði: „Hér átti
ég heima.“ Þegar tekið var frá
augum hennar sá hún gamlan
mann og sagði: „Þessi maður
var tengdafaðir minn.“ Gamli
maðurinn hafði verið tengdafaðir
Ludgi.
Hún þekkti strax tvö eldri
börnin en ekki það sem kostaði
Ludgi lífið.
Í blaðaviðtali árið1958
sagði Shanti að sér hefði tekist
að aðlaga sig kringumstæðum
sínum og sætta sig við tilveru
sína og vinna bug á söknuði
sínum og þrá eftir sínu fyrra lífi.
/VH
Var stelpan
geggjuð?
STEKKUR
Norðlenska slátrar 19 þúsund fjár á Höfn:
Ekki svigrúm fyrir heimamenn að
taka við rekstrinum að svo stöddu
Í vor gaf Norðlenska út þá yfirlýs-
ingu að það hygðist hætta rekstri
sláturhússins á Höfn í Hornafirði.
Töluverð óvissa greip um sig
meðal heimamanna, sem skoðuðu
möguleikann á að taka sjálfir við
rekstrinum. Í nýlegri tilkynningu
frá Norðlenska kemur hins vegar
fram að fallið var frá fyrri áform-
um og nú hefur verið ákveðið að
slátra um 19 þúsund fjár á vegum
Norðlenska á Höfn á komandi
sláturtíð. Um 34 þúsund fjár var
slátrað á Höfn í síðustu sláturtíð.
Í tilkynningunni frá Norðlenska
segir að sauðfjárslátrun á vegum fyr-
irtækisins verði með eilítið breyttu
sniði frá því sem verið hefur undan-
farin ár. „Dregið verður úr slátrun á
Höfn og hún aukin á Húsavík á móti.
Eru þetta viðbrögð við versnandi
afkomu í sauðfjárslátrun sem kynnt
var á bændafundum Norðlenska og
Búsældar á vormánuðum,“ segir í
tilkynningunni.
Í vor sagði Ágúst Torfi Hauksson,
framkvæmdastjóri Norðlenska, í
viðtali við Bændablaðið að slátrun
á Höfn hafi verið um 50 prósent dýr-
ari en slátrun í sláturhúsi félagsins
á Húsavík.
Áætlað er að slátrun hefjist mið-
vikudaginn 21. september á Höfn
og sláturtíðarlok eru áætluð föstu-
daginn 4. nóvember. Á Húsavík er
hins vegar áætlað að sláturtíð hefjist
1. september og að henni ljúki 28.
október. Áætlað er að slátrað verði 95
þúsund fjár á Húsavík, en 19 þúsund
á Höfn, eins og fyrr segir.
Í tilkynningu Norðlenska kemur
fram, að til að unnt sé að veita sem
besta þjónustu og draga úr kostn-
aði sé mikilvægt að samvinna
Norðlenska og innleggjenda sé góð.
Óskar Norðlenska því eftir slátur-
fjárloforðum frá innleggjendum,
núverandi og nýjum, sem fyrst og
eigi síðar en 10. ágúst 2016.
Óvissa meðal sauðfjárbænda
Sigurbjörn Karlsson, sauðfjárbóndi
á Smyrlabjörgum, segir að það sé
nokkur óvissa meðal sauðfjárbænda
á svæðinu. „Þetta hefur ekki verið
útfært nákvæmlega og nú nálgast
sláturtíðin, þannig að við erum orðnir
nokkuð órólegir. Í sjálfu sér skiptir
ekki öllu máli hvar slátrað er, aðalat-
riðið er að það sé hægt að gera það á
þeim tíma sem menn kjósa. Það þýðir
til dæmis ekki að ætla að bíða með
þetta fram í nóvember. Menn þyrftu
þá að búa sig undir það og því fylgir
líka einhver aukakostnaður. Mér
finnst að það þurfti að liggja mjög
fljótlega fyrir af hálfu Norðlenska
hvernig staðið verður nákvæmlega
að hlutunum,“ segir Sigurbjörn.
Erum ósáttir en niðurstaðan þó
betri en menn bjuggust við
Eiríkur Egilsson, formaður
stjórnar sláturfélagsins Búa
og Búnaðarsambands Austur-
Skaftafellssýslu, segir að eftir
því sem hann komist næst hafi
Norðlenska ekki ætlað að byrja að
slátra fyrr en í október á Höfn. „En
vegna þess hversu miklir þurrkar
hafa verið hér og ákveðin óvissa
með heyfeng þá hefur slátrun verið
flýtt, eða það spilað inn í. Við erum
auðvitað ekki sáttir við að ekki sé
fleira fé slátrað hér á Höfn. En þegar
allt kemur til alls er þessi sláturfjöldi
þó betri niðurstaða en menn bjuggust
við. Í vor var tekin ákvörðun um að
loka sláturhúsinu, sem nú hefur verið
horfið frá – og það í sjálfu sér er gott.
Eftir að Norðlenska tilkynnti um
það síðastliðið vor, að það myndi
hætta sauðfjárslátrun á Höfn, lögðu
heimamenn á ráðin um að taka sjálf-
ir við rekstrinum. Eiríkur segir að
eftir nokkra yfirlegu hafi niðurstað-
an verið sú að ekki væri svigrúm til
þess að svo stöddu. „Þegar ljóst var
að Norðlenska vildi halda áfram og
slátra 19 þúsund fjár núna í haust,
lögðum við okkar hugmyndir til
hliðar.“
Engin ákvörðun verið tekin með
sláturtíðina 2017
Ágúst Torfi segir að á bændafundum
í vor, hafi verið farið yfir hugmyndir
Norðlenska um það hvernig flutning-
um til Húsavíkur yrði háttað. „Það
hefur ekki breyst að neinu leyti en
því að við vorum að kynna það fyrir
skemmstu að við ætlum að slátra enn
meira en við ákváðum í fyrstu. Það
er gert ráð fyrir að allir bændur í
Austur-Skaftafellssýslu fari með fé
sitt á Höfn. Síðan verður bara tekið
landfræðilegt mið af því, með hvaða
fé verður keyrt norður. Það sem er
nær Húsavík fer þá þangað. Það sem
er á svæðinu í kringum Höfn, fer lík-
lega bæði norður og á Höfn.
Flutningskostnaður fellur ekki á
bóndann þó þurfi að fara með féð
norður – hann fellur á okkur, segir
Ágúst. Hann vill ekkert segja til um
hver framtíðin verði með sláturhúsið
á Höfn að þessari sláturtíð lokinni.
„Það liggur bara ekkert fyrir um það.
Við erum ekkert hættir að slátra á
Höfn. Við erum þar með stórgripa-
slátrun til að mynda og það hefur
ekki verið tekin ákvörðun um það
hvernig sláturtíðin á næsta ári verð-
ur. Við ætlum bara að taka stöðuna
með heimamönnum upp úr miðjum
nóvember þegar ljóst verður hvernig
til tókst.“
Í tilkynningu Norðlenska kemur
fram að heimtaka í sauðfjárslátur-
tíð verði með þeim hætti að heila
ófrosna skrokka skal sækja daginn
eftir slátrun en frosið og sagað eigi
síðar en þrem dögum eftir slátrun ef
náð er í kjötið í sláturhús félagsins
á Húsavík og Höfn. „Kjöt verður
einnig afhent, samkvæmt venju,
frosið á Egilsstöðum og Akureyri
fyrir innleggjendur á þeim svæðum.
Það heimtökukjöt frá innleggjend-
um í nágrenni við Höfn sem berst til
Húsavíkur fæst afhent í sláturhúsinu
á Höfn fimm til sex dögum eftir slátr-
un,“ segir í tilkynningunni.
Varðandi stórgripaslátrun á Höfn
í Hornafirði þá verður stórgripum
ekki slátrað á Höfn þegar sauðfjár-
sláturtíð stendur yfir í húsinu, frá 21.
september til 4.nóvember, en verður
með hefðbundnu sniði fyrir og eftir
sláturtíð.
/smh
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið:
Lífhagkerfisstefna fyrir Ísland
Lífhagkerfisstefnan hefur verið í
undirbúningi um nokkurt skeið
og hefur víðtækt samráð átt sér
stað við hagsmunaaðila. Þessi
vinna hefur verið leidd af Matís í
umboði sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra.
Á heimasíðu atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytis segir að
birting stefnunnar á heimasíðu
ráðuneytisins sé hluti af mikilvægu
samráðsferli. Allir sem vilja láta sig
þetta mikilvæga málefni varða eru
hvattir til að kynna sér stefnudrög-
in og senda inn athugasemdir eða
ábendingar, eigi síðar en 20. ágúst
2016.
Markmið lífhagkerfisstefnu fyrir
Ísland eru að styðja sjálfbæra þróun
og uppbyggingu atvinnulífs sem
byggir á nýtingu lífauðlinda, þvert
á hinar svonefndu hefðbundnu
atvinnugreinar, landbúnað, sjáv-
arútveg og matvælavinnslu. Við
þessa vinnu hefur verið leitast við að
fjalla um tækifæri til aukinnar verð-
mætasköpunar innan þessara greina
atvinnulífsins og hvernig styðja megi
við uppbyggingu nýrra greina til
framtíðar, hvernig bæta megi nýtingu
og minnka sóun, auk þess sem horft
er til nýtingar vannýttra auðlinda.
Við stefnumörkunina er sér-
staklega horft til sérstöðu Íslands,
m.a tækifæra sem byggja á nýtingu
einstakra erfðaauðlinda, sérstöðu
sem rekja má til legu landsins, haf-
svæðisins í kringum okkur og þess
árangurs sem náðst hefur í íslenskum
sjávarútvegi. Sá árangur í samhengi
við ábyrga stefnumörkun á sviði líf-
hagkerfisins gefur mikil tækifæri til
að verða leiðandi í málefnum hafsins
á alþjóðavettvangi auk þess að nýtast
með beinum hætti við markaðssetn-
ingu á vöru og þjónustu.
Mörkun lífhagkerfisstefnu á sér
fyrirmyndir í öðrum norrænum ríkj-
um og hefur reynsla annarra landa
af stefnumörkun á þessu sviði verið
höfð til hliðsjónar við vinnuna, auk
þess að taka mið af þeirri þekk-
ingu og reynslu sem hefur orðið til
með formennskuverkefni Íslands í
Norrænu ráðherranefndinni 2014–
2016, NordBio. Jafnframt er tekið
mið af margs konar stefnumótun
á innlendum vettvangi, s.s. stefnu
Vísinda-og tækniráðs.
Vinna við undirbúning lífhag-
kerfisstefnunnar hefur verið í hönd-
um sérstaks starfshóps, sem sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra
skipaði 2015 og hefur Matís ohf.
farið með framkvæmd vinnunnar.
Víðtækt samráð hefur verið haft
við stofnanir, önnur ráðuneyti og
atvinnulífið, einkum samtök og fyr-
irtæki í sjávarútvegi og landbúnaði,
matvælavinnslu og líftækni.