Bændablaðið - 07.07.2016, Page 19

Bændablaðið - 07.07.2016, Page 19
19Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016 www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is kranar & talíur Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna í þess að bregðast við eftir á. Gott dæmi um slíkt er „One Health“ – sem hefur verið skilgreint sem „þverfaglegt samstarfsátak þar sem unnið er heima í héraði, á landsvísu og á heimsvísu að því markmiði að tryggja bestu mögulegu heilsu fyrir fólk, dýr og umhverfið“ (AVMA, 2008). Verði slíkri aðferð beitt við að tryggja matvælaöryggi gæti það gefið fyrirheit um að hægt verði að beisla og samtengja sérfræði- þekkingu og úrræði fjölbreyttra heilbrigðissviða, þ.á m. samfélags lækna, dýralækna og plöntumeina- fræðinga ásamt sérfræðingum á sviði villtrar náttúru, sjávardýra og vistfræði. Heimildir: Improving Food Safety Through a One Health Approach, Workshop Summary, Institute of Medicine (US). Washington (DC): National Academies Press (US); 2012. Þó að samkvæmt kenningunni megi fyrirbyggja megnið af mat- vælasýkingum hafa framleiðend- ur ferskra afurða ekki enn úræði til að útrýma þeirri áhættu, segir David Gombas, talsmaður sam- taka grænmetisframleiðenda í Bandaríkjunum (enska: United Fresh Produce Association). Talið er að dagleg neysla þar í landi sé einn milljarður skammta af ferskum landbúnaðarafurðum – flokkur sem felur í sér fleiri en 300 ólíkar fæðutegundir. Þessi matvæli koma frá fleiri en 100 þúsund býlum í Bandaríkjunum og margfalt fleiri býlum erlendis og stærstu framleið- endurnir leggja til meirihlutann af öllum ferskum afurðum sem seljast. H e l s t a ö r y g g i s t æ k i matvælaframleiðenda er forvarnir, segir Gombas. „Það er ekkert eitt þrep sem hægt er að stíga til að fjarlægja alla sjúkdómsvalda úr afurðum þannig að þær haldist ferskar. Við kunnum vel að losna við 90 til 99 prósent þeirrar mengunar sem kann að leynast í ferskum afurðum en alltaf verða einhverjar örverur eftir sem geta falið sig,“ sagði hann. „Þess vegna reynum við í hverjum hlekk birgðakeðjunnar að fyrirbyggja mengun en það tekst ekki alltaf.” Oft erfitt að greina orsakir Þegar forvarnir bregðast og faraldur brýst út af völdum mengaðra afurða er oft erfitt að greina orsökina – og þar með að forðast að slíkt endurtaki sig, segir Gombas. Til dæmis, nefndi hann, hafa öll tilfelli Listeríu til þessa verið tengd matvælavinnslu, þrátt fyrir að heimkynni sjúkdómsvaldsins séu á akrinum. Hann dró einnig í efa þá túlkun nýlegra rannsókna að salmónellusmit megi rekja til paprikuafbrigða og papajaávaxta og að E.coli O157:H7 hafi tengst jarðarberjum, og sérstaklega það að útbreiðsla E.coli O157:H7 árið 2006 hafi tengst pökkuðu spínati, sem er kenning sem King, Tauxe og Doyle lögðu fram. „Þegar upp er staðið vitum við í raun ekki hvað gerðist í þessu tilfelli og í mörgum öðrum tilfellum liggur nákvæm atburðarás ekki heldur fyrir,“ segir David Gombas. Líklegustu orsakir matvælasýkinga Samkvæmt Gombas eru líklegstu orsakir og atburðarásir í afurðamengun eftirtaldar, eins og fram kemur í viðmiðum Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (Food and Drug Administration), (FDA, 1998). • vatn (í öllum sínum myndum) • starfsmenn • snerting við yfirborðsfleti (t.d. búnað, ílát, áhöld) • dýr (húsdýr og villt dýr) • jarðvegsbreytingar • fyrri landnotkun • starfsemi á aðliggjandi landi • krossmengun Þessir þættir eru þekktir í matvælaframleiðslu og tekið er sérstakt tillit til þeirra, bætti hann við. Að bæta þessa almennu nálgun krefst þess að borin verði kennsl á raunverulega áhættuþætti á hverju stigi afurðaræktunar og vinnslu. Þekkingu skortir á sumum sviðum Einkum, sagði hann, skortir þekkingu á áhættuþáttum vegna mengunar áður en til uppskeru kemur – þætti sem tengjast vatni, dýrum, jarðvegsbreytingum og landnýtingu. Gombas hefur rennt stoðum undir þetta með langri röð ósvaraðra spurninga um raunverulega áhættuþætti og samanburð á ýmsum starfsaðferðum sem viðgangast í landbúnaði. Er hægt að nota búfjáráburð í moltu með öruggum hætti? Er óhætt að nota mykju og skít sem áburð í ræktun? Hvaða villtu dýr er líklegast að beri með sér matvælasýkingar? „Mikið er vitað um áhættuþætti vegna sjúkdóma sem berast með mat en afar lítið er vitað um hvað er í raun öruggt,“ segir David Gombas. Sjónarhorn matvælaiðnaðarins: Ferskar búvörur og heilbrigði Hvernig má fyrirbyggja matvælasýkingar? David Gombas, talsmaður samtaka grænmetisframleiðenda í Bandaríkjunum. COOL - LITE SÓLVARNARGLER ispan@ispan.is • ispan.is M ynd: Josefine Unterhauser

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.