Bændablaðið - 07.07.2016, Page 20

Bændablaðið - 07.07.2016, Page 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016 Aðildarríki Evrópusambandsins áttu að taka afstöðu til leyfis- endurnýjunar á eiturefninu glýfósat fyrir fund sambands ins þann 18. og 19. maí. Evrópu- sambandið frestaði því hins vegar í annað sinn þann 19. maí að greiða atkvæði um að staðfesta bann við notkun þess innan ESB sem taka á gildi 30. júní. Glýfosat (Glyphosate) eða N-(phosphonomethyl)glycine, er eitt þeirra virku efna, m.a. í illgres- iseyðinum Roundup, sem um ræðir. Það er mikið notað í landbún- aði víða um lönd. Þó efni sem innihalda glýfósat séu ekki notuð við framleiðslu matvæla í gróðurhúsum á Íslandi, né við framleiðslu fóðurs fyrir skepnur á túnum, þá er engin rannsókn fyrirliggjandi um hvað getur leynst í innfluttum matvælum og fóðri. Vaxandi áhyggjur eru af því að gróðureyðingarefni sem og skordýraeitur berist í fólk sem neytir matjurtanna sem þannig eru ræktaðar. Einnig að efnin séu í kjöti af dýrum sem alin eru á fóðri sem ræktað er með aðstoð slíkra efna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreindi glýfósat á síð- asta ári sem mögulega krabbameins- valdandi efni. Einnig eru læknar farnir að leiða líkum að því að orsak- ir aukinnar tíðni ýmissa sjúkdóma kunni að vera að finna í tilvist m.a. glýfósats í matvælum. Í apríl var kunngerð rannsókn á þvagsýnum sjálfboðaliða meðal þingmanna Evrópusambandsins. Var rannsóknin gerð að undirlagi Græningja á Evrópuþinginu. Alls tóku 48 þingmenn frá 13 ESB- löndum þátt og lögðu fram þvagsýni. Flestir þingmannanna voru þó frá Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi. Í öllum sýnunum sem skoðuð voru hjá Biocheck Laboratory í Þýskalandi fannst eiturefnið glýfósat. Gríðarlegir peningahagsmunir eru í húfi og ljóst að fram- leiðendur efnanna leggja mikið á sig til að tryggja áfram haldandi notkun. Roundup, sem inniheldur glýfósat, er mest notaða plöntueitur í land búnaði Evrópu og uppspretta um eins þriðja af tekjum framleið andans Monsanto í álfunni. Efnið er talsvert notað hér á landi, en eink- um af opinberum aðilum og einstaklingum. Úttekt Courrier International í Frakklandi Fjallað var um mögu lega tilvist eiturefna í mat- vælum í franska blaðinu Courrier International þann 11. maí síðast liðinn. Þar var m.a. vísað í rannsókn sem þýska vikublaðið Die Zeit í Hamborg, eða Tíminn, gerði á þessari leiðandi Monsanto-afurð sem vekur mikinn áhuga bæði lobbýista og ríkisstjórna. Varpað var fram þeirri spurningu hvort ástæða sé til að óttast þennan illgresiseyði sem leynist í meirihluta mat- væla okkar. Útdráttur úr Die Zeit – frásögn bónda nærri Hamborg Þróunin var hæg frá fyrstu ein- kennum þar til hann áttaði sig á stöðunni og sagði við sjálfan sig: „Sven, það er eitthvað að hjörðinni þinni.“ Sven Krey, 34 ára, rjóður í kinn- um og kringluleitur, situr í eldhús- inu sínu. Dauft ljós kemur inn um gluggann en hann fær gæsahúð þegar hann rifjar upp hvernig hryllingurinn tók sér bólfestu á bæ hans nálægt Norðursjó [í Þýskalandi]. Sælureitur þar sem orðið hryllingur virðist alls ekki eiga við. Kreyhjónin þrífa heimkeyrsluna svo vandlega að börnin þeirra tvö fara út í gripahúsin á inniskóm. Um þessa sömu heimkeyrslu hafa farið síðustu fimm árin dýralæknar, búfræðingar og sérfræðingar í naut- griparækt. Sven Krey segir svo frá að til að byrja með hafi nytjar kúnna hans 150 farið þverrandi. Þar næst tóku þær að missa þyngd, um 30 og 40 kíló. Loks kom niðurgangur, lófa- stór fleiður á júgrið og fótalömun. Árið 2014 var svartast. Sex grip- um var slátrað í neyð. Ástandið á þeim peningi, sem eftir lifði, var svo slæmt að bóndinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Sven Krey reyn- ir að koma orðum að öllum þeim tilfinningum sem sótt hafa á hann. Stórkostleg örvænting. En líka léttir þegar einhver kom loks með mögulega skýringu á ástandinu. Of stór skammtur af glýfósat Fyrir rúmu ári kemur Achim Gerlach, dýralæknir hjá sveitarfélaginu Burg í Slésvík-Holtsetalandi, í fyrsta sinn á bæ Kreyhjónanna. Hann greinir einkenni langvarandi eitrunar í kúm þeirra: Vefjadrep á júgri, hala, eyrum, vandamál í maga og klaufum. Upp á síðkastið rekst dr. Gerlach oft á þessi einkenni. Eitthvað í fæði kúnna virðist valda þessum veikindum. Dýralæknirinn lætur rannsaka þvag þeirra. Í öllum sýnum finnast miklar leifar eins efnis: glýfósats. Glýfósat er mest notaði plágu- eyðir í veröldinni. Það var sett á markað 1974 í Bandaríkjunum af amerísku landbúnaðariðnaðarsam- steypunni Monsanto undir nafninu Roundup og er nú notað um allan hnöttinn. Amerískir maísframleið- endur, indverskir baðmullarræktend- ur, argentískir sojabarónar og þýskir kornræktendur, allir úða glýfósati á akra sína. Efni sem drepur nær allar tegundir illgresis í veröldinni. Og stundum ekki bara illgresið. Glýfósat drepur! Langt er síðan tók að heyrast að glýfósat væri líka skaðlegt mönnum og skepnum. Og þessi hugsanlega hætta leysti úr læðingi hugmynda- fræðilegt stríð. – Glýfósat drepur! – Þarf að banna tafarlaust! Þetta endurtaka umhverfis verndarsinnar. Forsvarsmenn bænda og sam- tök iðnfyrirtækja í landbúnaði sögðu aftur á móti: Glýfósat bjargar mannslífum! „Glýfósat bjargar mannslífum, það eykur landbúnaðarfram- leiðslu og fæðir heimsbyggðina.“ Í þessu stríði umhverfis- verndarsinna og fulltrúa hefð- bundins landbúnaðar hefur lengi skort á að vísindalegur aðili kæmi fram sem gæti gefið álit laust við allan áróður. Glýfósat líklega krabbameinsvaldandi! Dag einn í mars 2015 sendi hin Alþjóð lega krabba meins rannsókna- stofnun (IARC) Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) frá sér álit. Eftir ítar- lega skoðun á þeim vísindalegu rannsóknum sem fyrir lágu komst hún að þeirri niður- stöðu að glýfósat væri „líklega krabbameinsvaldandi“. Glýfósat líklega ekki krabbameinsvaldandi! Eftir úrskurð WHO virtist sem örlög glýfósats væru ráðin. En ekki var allt sem sýndist. Skömmu síðar kom þveröfug melding frá Berlín. Þar gaf Þýska áhættumatsstofnunin (Bundesinstitut für Risiko bewertung) út sitt álit: Glýfósat er „ekki krabbameins- valdandi“. Um miðjan nóvember lagðist Evrópska fæðuöryggisstofnunin (Efsa), sem situr í Parma á Ítalíu, á sveif með sama úrskurði: Glýfósat væri „líklega ekki krabbameinsvaldandi“. Franska blaðið Courrier International fjallaði fyrir skömmu um notkun eiturefna við matvælaframleiðslu og spurði: Er eitur á diskunum okkar? Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Fréttaskýring Myndaserían Litir, sem prýðir greinina í franska blaðinu Courrier International, var gerð af ítalska ljósmyndaranum Giorgio Cravero. Listamaðurinn, sem fékk appelsína). www. giorgiocravero.com. 1974 – Glýfósat er fyrst sett á markað af fyrirtækinu Monsanto undir vöruheitinu Roundup. 2002 rennur út sem gerir öðrum fyrirtækjum kleift að framleiða efnið. 13. apríl 2016 – Evrópuþingið samþykkir þingsályktun um að fara þess á leit við Framkvæmda- fyrir glýfósat um sjö ár en þó með ströngum takmörkunum. 18.-19. maí 2016 – Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins sendir fyrir glýfósat til atkvæðagreiðslu aðildarríkjanna.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.