Bændablaðið - 07.07.2016, Síða 22

Bændablaðið - 07.07.2016, Síða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016 „Við sáum fyrirtækið auglýst til sölu í Bændablaðinu og veltum því fyrir okkur í framhaldinu hvort þarna væri hugsanlega eitt- hvað fyrir okkur, hvort ekki væri upplagt að bæta því við okkar starfsemi og fylla þannig upp í vinnuárið. Yfir vetrarmánuðina kemur fyrir að skapist eyður, það eru minni umsvif og því kjörið að hafa eitthvað að grípa í á þeim tíma,“ segir Rúnar Jóhannsson en hann og eiginkona hans, Sesselja Guðmundsdóttir, keyptu fyrirtæk- ið Helluskeifur á liðnu ári. Félagið hafði árin á undan verið starfrækt í Stykkishólmi, en þau Rúnar og Sesselja fluttu það í heilu lagi til heimabæjar síns, Skagastrandar, og komu því þar fyrir. Rúnar er Skagfirðingur, fæddur á Giljum í Vesturdal í gamla Lýtingsstaðahreppi, en Sesselja er frá Geitafelli á Vatnsnesi. Hún er leikskólakennari og starfar á leikskólanum á Skagaströnd. Rúnar hefur undanfarna tvo áratugi verið sjálfstætt starfandi verktaki og víða komið við. Hann hefur starfað við steypusögun, kjarnaborun, framleiðslu á túnþökum, sinnt landbúnaðarstörfum og einnig hefur hann flutt ull frá bændum fyrir Ístex á Blönduósi. Leist vel á og keyptu Þau Rúnar og Sesselja óku til Stykkishólms haustið 2014 og skoðuðu fyrirtækið Helluskeifur, sem þeim leist mæta vel á. Því var farið að huga að fjármögnun kaupanna og var búið að tryggja hana í febrúar í fyrra. Aftur var ekið frá Skagaströnd í Hólminn um vorið, „og við fengum líkt og í fyrri heimsókn mjög góðar móttökur, prófuðum að smíða nokkr- ar skeifur og fundum að þetta gæti vel hentað okkur,“ segir Rúnar. Það dróst hins vegar ýmissa hluta vegna að ganga endanlega frá kaupum á félaginu og varð að samkomulagi við fyrri eiganda að bíða með að handsala samninginn fram á haust svo ekki kæmi til þess að viðskiptavinir yrðu fyrir töfum á afhendingu þegar mest væri að gera. Fyrstu skeifurnar framleiddar um jólin Það var svo um miðjan desember í fyrra sem þau hjónin fóru og gengu frá kaupum og fluttu fyrirtækið til Skagastrandar. Tækjum var komið fyrir í húsnæði á Hafnarlóð 6, gömlu mjölskemmunni í þorpinu, sem er feiknastórt hús og var á sínum tíma stúkað niður og selt í bitum. Rúnar og Sesselja eiga þar hlut og komu tækjum og tólum sem tilheyra skeifuframleiðslunni fyrir í um 100 fermetrum. „Við útbjuggum ágætis vinnslu- rými þarna inni fyrir vélar og tæki og það fer prýðilega um okkur þarna,“ segir Rúnar. Tækin voru komin á Skagaströnd 16. desember 2015, „og mátti ekki seinna vera því næsta dag var komin norðaustan stórhríð,“ segir hann. Síðasta vélin var tengd á Þorláksmessu og annan dag jóla hófust þau handa og framleiddu fyrstu 200 skeifurnar og segir hann að á ýmsu hafi gengið. Enginn síðasti söludagur Fyrirkomulag á smíðinni er með þeim hætti að bæði eru þau við framleiðsluna, þ.e. að smíða úr hitanum, en það er einna fljótlegasta verkið í ferlinu og verður að gerast í einni törn. Þegar því verki er lokið getur einn maður tekið við keflinu og sinnt því sem eftir er, að stinga niður úr fjaðragötum, lokka úr og snitta fyrir skafla, potta ef þess er óskað sem og að sinna öðrum frágangi. „Ætlun okkar er að vinna upp lager að vetrinum sem við svo getum afgreitt úr með skömmum fyrirvara þegar pantanir berast, því framleiðsla á skeifum er með þeim hætti að á henni er enginn síðasti söludagur,“ segir Rúnar. Skeifurnar eru seldar beint frá framleiðenda og dreifing fer fram með Póstinum. Rúnar segir að kaupi menn 10 ganga eða meira taki framleiðendur á sig flutningskostnað. Þá hafa tvær verslanir á Suðurlandi Helluskeifur til sölu, Baldvin og Þorvaldur og einnig Landsstólpi. Markaðsátak norðan heiða Helluskeifur eiga upphaf sitt að rekja til Suðurlands, framleiðslan hófst á Hellu, en fluttist þaðan í Stykkishólm. „Helsta markaðssvæði fyrir- tækisins hefur frá upphafi verið á Suðurlandi þar sem það var upp- haflega staðsett og það náði svo líka ágætis fótfestu á Suðvestur- og Vesturlandi. Stærstu viðskiptavinir félagsins eru fyrirtæki í hestatengdri þjónustu, eins og Eldhestar í Ölfusi, Hestaleigan Laxnes í Mosfellsdal og Ferðir Arinbjörns í Brekkulæk í Miðfirði, en þessir aðilar segjast solt- ir bjóða upp á hestaferðir með sína viðskiptavini og noti íslenskar skeif- ur undir sína hesta,“ segir Rúnar. Helluskeifur fengu nýverið styrk frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, til frek- ari markaðssetningar á norðanverðu landinu og segir Rúnar að félagið sé nú um þessar mundir að koma sér á framfæri norðan heiða. „Ég álít að það sé heilmikill markað- ur hér um slóðir, en honum hefur ekki verið sinnt neitt sérstaklega. Við hyggj umst kynna okkar vöru í fjórðungnum með öflugum hætti á næstu mánuðum,“ segir hann. Meiri ending á erfiðum reiðvegum Rúnar segir að kostir Helluskeifa séu margvíslegir, „fyrir það fyrsta er um íslenska framleiðslu að ræða og það hlýtur að teljast einhvers virði í sjálfu sér, að framleiðslan fari fram innanlands og skapi þar atvinnu. Það má líka benda á að erlendir framleiðendur hafa nefnt sína framleiðslu „Íslandsskeifur,“ svo einhvers virði er tengingin við landið.“ Rúnar nefnir einnig að kaupendur hafi nefnt við sig að íslenska framleiðslan hafi meiri endingu á erfiðum reiðvegum en sú erlenda og að hófar fari ekki illa þótt hestur tapi skeifu. Þá sé í flestum tilvikum hægt að koma skeifu á hófinn þótt ekki séu önnur verkfæri en hóffjaðrir og steinn. „Eins og gamalt máltæki segir: Allt er betra en best þegar langt er í byggð.“ Metnaður til að gera vel Rúnar og Sesselja kunna nýja starfinu sínu vel og horfa bjartsýn til fram- tíðar, „sem auðvitað eins og ætíð er óljós í þessu eins og öðru, en okkar markmið er að þjónusta af kostgæfni þá ágætu viðskiptavini sem fyrir eru og veita þeim góða þjónustu. Vonandi náum við einnig því markmiði okkar að eignast fleiri. Við erum rétt að fara af stað með þessa framleiðslu, höfum gaman af verkefninu og metnað til að gera vel. Eftirspurn eftir okkar fram- leiðsluvöru mun svo ráða hvort fyrir hendi eru möguleikar á stækkkun,“ segir Rúnar. „Við leggjum áherslu á að um íslenska framleiðslu er að ræða og hún byggir á áratuga reynslu. Helluskeifur eru sérsmíðaðar fyrir íslenska hesta og íslenskar aðstæður,“ segir Rúnar. /MÞÞ Framleiða Helluskeifur í óða önn á Skagaströnd: Horfa til markaðar norðan heiða – Rúnar Jóhannsson og Sesselja Guðmundsdóttir keyptu fyrirtækið Helluskeifur og starfrækja það á Skagaströnd „Ætlun okkar er að vinna upp lager að vetrinum sem við svo getum afgreitt úr með skömmum fyrirvara þegar pantanir berast, því framleiðsla á skeifum er með þeim hætti að á henni er enginn síðasti söludagur,“ segir Rúnar. Myndir / Árni Geir Ingvarsson Rúnar Jóhannsson og Stefán Kristjánsson á Grýtubakka í Grýtubakkahreppi skoða Helluskeifur á hlaðinu hjá Stefáni, en hann ásamt eiginkonu sinni rekur hestaþjónustufyrirtækið Pólarhesta. „Gneistar af stáli glampar á grjót, glymur í bergi á fjöllum. Hræðumst ekki hraunholtin ljót, Helluskeifur á öllum.“ Hér er Rúnar á vinnusvæði sínu á Stefán er að líkindum með síð ustu mönnum hér á landi til að nota ávísanir, hann dró upp hefti sitt til að greiða Rúnari fyrir skeifurnar. Stefán ánægður með Helluskeifurnar.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.