Bændablaðið - 07.07.2016, Page 23

Bændablaðið - 07.07.2016, Page 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016 Þurrkun á hvönn á Suðurlandi Vantar þurrkunaraðstöðu fyrir hvönn á tímabilinu 15. júlí – 15. ágúst. Helst sem næst Vík í Mýrdal. Vinsamlega hafið samband ef þið getið aðstoðað mig með þetta. Haukur gsm 8200 864, haukur@avaxtabillinn.is Teg. 00045 Litir: Hvítt Str. 35-42 Verð 13.900 Teg. 25340 Litir: Svartur Str. 36-42 Verð 10 500 Teg. 51143 Litir: Hvítt/Sva Str. 35-46 Verð 16.900 Ábyrgjumst gæði Sígildir klossar 10% staðgreiðsluafsláttur af öllum skóm 3ja laga Softshell fyrir dömur og herr Verð 21.900 rt 25290 - Parma Litir: Svart, hvít blátt og rautt Str. 36-42 Verð 12.600 a í 5 litum t, Teg. 25090 Litir: Svart/Hvítt/Blá Str. 36-42 Verð 14.990 tt TILBOÐ 19.900 . Bonito ehf. | Faxafen 10 | 108 Reykjavík | Sími 568 2878 Til leigu jörðin Þorbrandsstaðir í Vopnafirði Vopnafjarðarhreppur auglýsir til leigu jörðina Þorbrandsstaði í Hofsárdal í Vopnafjarðarhreppi. Leigusamningur verður ótímabundinn. Miðað er við að leigu- samningur sé frá 1. september 2016. Íbúðarhúsið er um 242 m2 í góðu ásigkomulagi. Jörðinni Þorbrandsstaðir fylgir um 30 ha. ræktað land. Hluti af leigu felur í sér umsjón og viðhald girðinga. Hvorki framleiðsluréttur né hlunnindi fylgja jörðinni. Útihús fylgja jörðinni sem nýta má til búskapar. Umsóknum um jörðina Þorbrandsstaði skal skila til skrifstofu Vopnafjarðarhrepps Hamrahlíð 15, 690 Vopnafjörður eða á net- fangið skrifstofa@vopnafjardarhreppur.is fyrir 20. júlí nk. Ólafur Áki Ragnarsson sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Miklar sólbrunaskemmdir eru í túnum í Álftaveri: Um 20–35% túna skemmd – Búist við lélegri uppskeru og slökum heyjum Miklar sólbrunaskemmdir eru í túnum í Álftaveri í Vestur- Skaftafellssýslu og bendir allt til að heyfengur verði af þeim sökum mjög slakur. Úr þessu er ekki útlit fyrir að staðan breytist til batnað- ar. Lítið sem ekkert hefur rignt á þessum slóðum frá því síðla vetrar, eða í kringum 20. mars síðastliðinn. Kristján Bjarndal Jónsson, jarð- ræktarráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Suðurlands, fór um svæðið og skoðaði tún um miðjan júní. Hann segir að þó svo að rignt hafi lítil- lega síðan hann var á ferð í Álftaveri skipti það ekki sköpum, skaðinn er þegar orðinn. Kristján segir um 20 til 35% túna í Álftaveri skemmd af völdum sólbruna og þurrka. Besta leiðin er að bera meira á „Ég ráðlagði bændum að bera meira á, það er besta leiðin og ódýrari en til dæmis að leigja tún annars stað- ar, slíkt hefur umtalsverðan kostnað í för með sér og fyrirhöfn,“ segir Kristján. Sólbruninn jafnar sig yfirleitt þegar sólmagnið minnkar og vatnsbúskapur kemst í jafnvægi og segir Kristján að þótt rótarkerfi plantnanna verði fyrir þurrkskaða geti þær náð þeim styrk að plant- an lifi. Þess séu þó dæmi að sól- bruni geti jafnast á við versta kal með þeim afleiðingum að plantan deyr,“ segir Kristján. Nauðsynlegt sé einnig að auka fósfór því hann hefur afgerandi áhrif á rótarkerfið. Kalíð sé einnig til bóta, það getur varið plöntuna fyrir meiri skaða næsta vetur. Óttast að hey verði í slakara lagi Kristján segir að nautgripabændur hafi af því verulegar áhyggjur að ná ekki kúgæfum heyjum. Líkur séu á að eitthvað náist eftir sumarið af meðalheyi í aðra gripi að magni, en fyrir mjólkurkýr og eldisgripi. „Þar þarf að gera meiri kröfur en almennt er gert í íslenskum land- búnaði, margir bændur leggja ekki nægilega áherslu á gæði heyja. Ætli bændur sér að halda góða gripi og fá góðar afurðir þarf heyið að vera ágætt. Þetta á við um bæði kúa- og sauðfjárbúskap, það er til að mynda nauðsynlegt að gefa ánum gott hey fyrir og eftir burð og þar til þær komast út í gróandann,“ segir hann. Mikið kal á svæðinu í fyrravor Ljóst er að bændur í Álftaveri muni í töluverðum mæli leita eftir styrkj- um úr Bjargráðasjóði. Kristján segir að mikið kal hafi verið í túnum í Álftaveri í fyrravor og uppskera því með minna móti eftir sumarið. Uppskera var fyrir vikið mun minni en vanalega og því alls ekki hægt að miða hana við uppskeru þessa árs. Nokkrir bændur á svæðinu eru byrjaðir að heyja og er uppskera með rýrara móti. Nefnir Kristján dæmi af bændum í Holti sem fengu 43 rúllur af 4 ha stykki fyrir fjórum árum, þær urðu 43 árið á eftir, 20 í fyrrasumar og nú í sumar feng- ust 16 rúllur af þessum 4 ha. „Mér sýnist að uppskera sé með svipuðu móti annars staðar á svæðinu,“ segir Kristján. /MÞÞ Miklar sólbrunaskemmdir eru í túnum í Álftaveri í Vestur-Skaftafellssýslu. Þessi mynd var tekin fyrir þremur vikum í Norðurhjáleigu. Þar þurfti að endurrækta 4 ha tún sem var 70-80% brunnið. Mynd / Sæunn Káradóttir Í Holti í Álftaveri eru tún illa leikin af þurrki. Mynd tekin í byrjun júní. Allt bendir til þess að heyfengur verði mjög slakur. Mynd / Svana Sigurjónsdóttir

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.