Bændablaðið - 07.07.2016, Síða 24

Bændablaðið - 07.07.2016, Síða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016 „Lífrænt er framtíðin“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, ráðgjafi hjá Krónunni: Krónan veðjar á lífrænar matvörur – Verslunin hefur tryggt sér allt lífrænt lambakjöt sem er í boði hjá sláturleyfishöfum Stjórnendur matvöruverslana Krónunnar hafa mótað mark- vissa stefnu um að auka framboð á lífrænt ræktuðum vörum. Að sama skapi verður lögð áhersla á hollar matvörur, dýravelferð og umhverfisvernd. Það vantar tilf- innanlega fjölbreyttara úrval af lífrænum innlendum búvörum að mati verslunarinnar sem biðlar til bænda um að setja aukinn kraft í lífræna ræktun. Oddný Anna Björnsdóttir, ráð- gjafi hjá Krónunni, segir að það sé siðferðislega rétt að fara þessa leið. Þróunin á dagvörumarkaðnum sé hröð og eftirspurn mikil eftir vörum sem uppfylla vaxandi kröfur neyt- enda. „Neytendur eru að kalla eftir hollari valkostum, aukinni dýravel- ferð og umhverfisvernd. Allt þetta er sameinað í lífrænt vottuðum vörum,“ segir Oddný Anna, sem hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri heildsölunnar Yggdrasils og setið í framkvæmdanefnd Samtaka líf- rænna neytenda. Hún bendir á að lífsstílssjúkdómar séu ein mesta heilbrigðisógn okkar tíma og kostn- aðurinn við að meðhöndla þá sé mik- ill. Almenningur er farinn að átta sig betur á aðbúnaði búfjár í nútímabú- skap og þeirri mengun sem kemur frá landbúnaði, einna helst af völdum þrengslabúskapar, eiturefna og tilbú- ins áburðar. „Allir þurfa að leggjast á eitt við að snúa þessari þróun við og geta matvöruverslanir haft mikil jákvæð áhrif. Krónan ætlar sér að vera í fararbroddi; bæði hvað varðar framboð á lífrænt vottuðum vörum og hollustu almennt.“ Sælgætið víkur fyrir hollustunni „Fyrir utan að stórauka úrvalið af líf- -rænum vörum höfum við sem dæmi stigið þau skref að fjarlægja allt sæl- gæti af kassasvæði, hafa ávaxta- og grænmetisdeildina fremst í versl- unum ásamt því að stækka hana, setja fyrir framan sykrað gos og stórar á skýrari og aðgengilegri hátt,“ segir Oddný Anna. Viðbrögð neytenda eru góð „Við höfum séð tugprósenta árlegan vöxt í lífrænum vörum enda aukið úrvalið verulega sem og það pláss og sýnileika sem vörurnar fá. Á sama tíma hefur verðið lækkað og hefur mest- ur árangur náðst með vörumerkinu okk ar Grön Balance sem kemur frá Danmörku. Verðið á þeirri vörulínu er svipað eða örlítið hærra en á „ólíf- rænu“ merkjunum. Söluhæstu lífrænu vörurnar í dag eru jurtamjólk, safar, hnetur og fræ, olíur, baunir, kornmeti, gos og súkkulaði. Úrvalið og vöxturinn hefur fyrst og fremst verið í hinum svokallaða „þurrvöruflokki“ sem ofantaldar vörur falla inn í, þar sem úrvalið af ferskvörunni (kjöt og fiskur, ávextir og grænmeti, mjólkurvörur og brauð- meti) er því miður enn takmarkað en þær eru um tveir þriðju hlutar verðmætis meðal matarkörfunnar á Íslandi enda grunnurinn í neyslu landsmanna.“ Þurfum að auka við ferskvöruna Oddný Anna segir að hlutfall lífrænna matvæla af neyslu landsmanna verði aldrei verulegt fyrr en úrvalið aukist í ferskvörunni, en þar liggur helsta hindrunin að hennar mati. „Það er ástæðan fyrir því að Krónan réði mig sem ráðgjafa. Mitt hlutverk er að að- leiðir til að auka verulega framboð og sölu á lífrænum ferskvörum.“ Hún segir einfaldara að flytja inn þurrvöruna en ferskvöruna þar sem verulegar hömlur séu á innflutningi vegna tolla. „Þótt enginn vottaður lífrænn kjúklingur, nauta- eða svínakjöt sé framleitt á Íslandi þá eru verndartollar lagðir á innflutt lífrænt kjöt sem hækkar innflutningsverðið um tugi, jafnvel hundruð prósenta. Sama á við um kartöflur sem dæmi. Þótt verslanir geti ekki nálgast lífrænar kartöflur innanlands þá bera þær innfluttu háa verndartolla,“ segir hún. Lífrænt lambakjöt, egg og mjólkurvörur Í dag er lambakjöt eina lífrænt vottaða kjötið sem til er og býður Krónan upp á það í stóru verslununum sínum í Lind- um, á Granda, í Mosfellsbæ, í Flata- hrauni og á Selfossi. Í haust verður það enn aðgengilegra í sláturtíðinni en kjötkaupmenn Krónunnar hafa tryggt sér eins mikið magn og kostur var á. Oddný Anna fagnar auknu úrvali af innlendum lífrænum búvörum en fleiri bændur þurfa að fara út í lífræna fram- leiðslu að hennar mati. „Í febrúar komu fyrstu lífrænu eggin á markað sem var stórt og afar jákvætt skref sem ber að þakka Nesbú-eggjum fyrir að taka. Það er ánægjulegt að segja frá því að nú, innan við fjórum mánuðum síðar, er hlutfall þeirra af heildarsölu eggja orðið verulegt í verslunum Krónunnar – í raun langt umfram væntingar.“ Hún segir lífrænu mjólkurvörurnar frá BioBú hafa selst vel um langa hríð og þar hafi úrvalið aukist en fyrirtækið anni vart eftirspurn. Grunnvörurnar vanti tilfinnanlega í lífrænu mjólkur- vörunum; mjólk, ost, smjör og rjóma. Þurfa að stórauka innflutning á lífrænu grænmeti „Íslenska lífræna grænmetið selst alltaf upp og er ekki fáanlegt árið um kring og úrvalið einnig afar takmarkað. Þess vegna höfum við því að bjóða upp á lífrænan valkost á samkeppnishæfu verði í sem skrefum að því. Mesta úrvalið í dag lífrænum ávöxtum og grænmeti, að stærstum hluta undir merkjum Grön Balance frá Danmörku. Það er mikil synd að ekki sé hægt að nálgast það hér á landi því við höfum allt sem þarf til að geta orðið að mestu sjálfbær í grænmeti,“ segir Oddný Anna. Sala á lífrænum vörum mest á höfuðborgarsvæðinu Sala á lífrænum matvörum er enn sem komið er mun meiri á höfuð- borgarsvæðinu og í stærri bæjum úti á landi þar sem stórar lágvöru- verðsverslanir eru. Oddný Anna telur að skýringarnar á því megi meðal - inu keyrir í þær verslanir til að gera stórinnkaup og kaupir þá frekar líf- rænu vörurnar þar, þar sem þær eru í meira úrvali og á lægra verði en í litlum verslunum. Oddný Anna segir að rannsóknir á kauphegðun íslenskra neytenda sem vilja lífrænar vörur hafi ekki verið gerðar á seinni árum. „Erlendar rannsóknir hafa sýnt að nýbakaðir foreldrar, þá sérstaklega mæður, sé stærsti hópurinn. Oft er það ekki fyrr en við byrjum að eignast börn að við förum að skoða virkilega hvað við látum ofan í okkur og þá sérstaklega ofan í þennan nýja ofurviðkvæma einstakling sem við viljum að sjálfsögðu að fái allt það besta og hreinasta. Það leiðir fólk að lífrænum vörum og hefur lífræni barnamaturinn algera sérstöðu en þrír fjórðu hlutar sölu barnamatar eru lífrænt vottaðar vörur. Þegar fólk er svo komið á bragðið fer það að auka hlutfall lífrænna vara í eigin neyslu og neyslu allrar fjölskyldunnar,“ segir hún. Hvaðan koma lífrænu vörurnar? Lífrænu þurrvörurnar sem Krónan selur koma einna helst frá Danmörku, Þýskalandi og Hollandi en töluvert framboð er einnig af vörum frá Bret- löndum. „Ferskvörurnar eru mestmegnis íslenskar en það á eftir að breytast. Við getum ekki bara setið og beðið eftir að framboðið aukist hér á landi og munum því auka verulega inn- flutning á lífrænum ferskvörum, þ.m.t. grænmeti og ávöxtum, kjöti og mjólkurvörum. Við munum þó ávallt leggja mesta áherslu á lífrænar íslenskar ferskvörur og fögnum þeim nýjungum sem koma á markaðinn. Sem betur fer er gróska og gerjun á markaðinum og við erum vongóð um að geta, í samstarfi við íslenska bændur og framleiðendur, bætt framboðið verulega á næstu misserum,“ segir Oddný Anna. Lífrænt er framtíðin Íslenskir bændur hafa sumir hverjir farið út í lífræna ræktun og fram- leiðslu en betur má ef duga skal. Hvaða skilaboð hefur verslunin til þeirra bænda sem gætu hugsað sér að fara út í lífræna ræktun? „Lífrænt er framtíðin. Þangað er markaðurinn að þróast þrátt fyrir að sterkir hagsmunaaðilar um allan heim reyni hvað þeir geta til að standa í vegi fyrir því. Danir hafa mótað sér þá stefnu að verða 100% lífrænt land og ætla að tvöfalda framleiðsluna sem þegar er sú hæsta í Evrópu fyrir árið 2020. Þeir hafa lengi verið á þeirri vegferð og hafa stjórnvöld stutt dyggi- lega við lífræna geirann sem hefur skilað miklum árangri. Að verða 100% lífræn þjóð er að auki svar þeirra við því að þeir finna að landbúnaðarvörurnar þeirra séu ekki samkeppnishæfar í verði við landbúnaðarvörurnar frá stóru land- búnaðarþjóðunum sem hafa tiltölu- lega nýlega fengið aðgang að innri markaði ESB. Einnig fá þeir jákvæða ímynd og gæðastimpil á sinn land- búnað. Með þessu skapa þeir sér sér- stöðu og fara inn á markað þar sem eftirspurnin er sífellt að aukast og er mun meiri en framboðið. Væri ekki upplagt að taka frænd- ur okkar Dani til fyrirmyndar? Það myndi sannarlega bæta ímynd Íslands, styrkja ferðamannaiðnaðinn og vera góð leið til að auka umhverfismiðaðan árangur og sjálfbærni í landbúnaði almennt,“ segir Oddný Anna. Fá bændur betur borgað fyrir lífrænar vörur? Oddný Anna segir það ólíkt eftir vöru- merkjum og vöruflokkum hver verð- munurinn sé en gott sé að miða við að lífræni valkosturinn sé ekki meira en 20–25% dýrari en sá „hefðbundni“ til að ná til breiðs hóps neytenda. „Sem dæmi er munurinn á mjólkurvörum í Danmörku í kringum 20%. Það er því það álag sem bændur ættu að reyna að miða við þegar þeir eru að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að fara út í lífræna ræktun. Munurinn hér á landi hefur þó sannarlega verið og er í sumum tilfellum umtalsvert meiri, en einnig minni og jafnvel enginn eins og á sumum vörum í Grön Balance-línunni okkar.“ Hún leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að bera saman vörur af sambærilegum gæðum, með sambærilegt hráefna- innihald þegar verðsamanburður er gerður. „Það má ekki taka ódýrasta valkostinn sem inniheldur jafnvel umtalsvert magn af ódýrum fylling- arefnum við hágæða lífrænan valkost án fyllingarefna,“ segir Oddný Anna. Bættur aðbúnaður og upprunamerkingar skila árangri „Mikilvægasta skrefið í búfjárrækt- inni er bættur aðbúnaður og fögnum við hverju því skrefi sem tekið er í þá átt, samanber hvað Matfugl og Litla gula hænan eru að gera með sínum „velferðarkjúklingum“ sem dæmi. Það er afskaplega jákvætt að sjá að lífrænu eggin ásamt eggjun- um frá lausagönguhænum séu búin að taka fram úr búrhænueggjum í sölu,“ segir Oddný Anna og bætir því við að krafan um upprunamerkingar búvara sé einnig hávær. „Neytendur vilja vita hvaðan kjötið kemur og geta verið vissir um að það komi ekki frá bæjum þar sem skepnurn- ar eru illa hirtar. Grænmetisbændur hafa svarað því kalli mjög vel og það skref sem Fjallalamb á Kópaskeri var að taka er aðdáunarvert varðandi upprunamerkingar á lambakjöti.“ Oddný Anna nefnir í lokin ánægju sína með þau skref sem voru stigin í viðræðum um nýja búvörusamninga. „Þar eru 335 milljónir eyrna- merktar markmiðinu að auka vægi lífrænnar framleiðslu á tímabilinu eða um 32–35 milljónir króna á ári. Fjármunirnir eru ætlaðir til að styðja við aðlögun að lífrænum framleiðsluháttum, þ.e. aðstoða framleiðendur við að uppfylla þær kröfur sem lífræn búvöruframleiðsla hefur í för með sér og auka fram- boð slíkra vara á markaði. Vonandi hvetur þetta bændur til að taka þetta jákvæða skref!“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, ráðgjafi hjá Krónunni. /TB Myndir / TB

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.