Bændablaðið - 07.07.2016, Qupperneq 26

Bændablaðið - 07.07.2016, Qupperneq 26
26 Það er hægt að grilla mat á ótal vegu: Læknirinn tekur sér stöðu við grillið Ragnar Freyr Ingvarsson, „læknirinn í eldhúsinu“, gaf nýlega út matreiðslubók þar sem grillmatur er í aðalhlutverki Að grilla er í raun og veru afar einföld leið í eldamennsku og hefur nútíma- maðurinn til þess ýmsar aðferðir. Við getum notað kol, eldivið eða gas. Mér finnst skemmtilegast að grilla yfir kolum. Ég held því fram að bragðið verði ívið betra. Það munar þó ósköp litlu og vissulega nota ég líka gasgrill – þau eru eins og gefur að skilja afar hentug. Þau eru fljót að hitna og miklu auðveldara er að stýra hitanum en á kolagrilli. Það er meira að segja hægt að bæta bleyttum viðarspæni í boxi á gasgrillið til að kalla fram reykbragðið! Óháð því hvaða grill verður fyrir valinu skiptir höfuðmáli hvernig það er notað. Með hæfilegri einföldun má segja að til séu tvær aðferðir við að grilla: Annars vegar bein aðferð þar sem hráefnið er sett beint ofan á hitagjafann. Hins vegar er hægt að beita óbeinni eldunaraðferð þar sem hitagjafinn er fjarri hráefninu. Og síðan má blanda þessum aðferðum saman. Bein aðferð Bein aðferð er notuð fyrir steikur eins og t.d. nautalundir þar sem hug- myndin er að elda kjötið yfir miklum hita í skamman tíma. Þá er hráefnið sett beint yfir hitagjafann. Óbein aðferð Óbeinni aðferð er beitt þegar til stendur að elda t.d. lambaframpart í lengri tíma, jafnvel margar klukkustundir. Þá er hráefninu komið þannig fyrir að hitinn er ekki beint undir því heldur stendur hráefnið til hliðar við sjálfan hitagjafann. Blönduð aðferð Í blandaðri aðferð er notaður bæði beinn og óbeinn hitagjafi. Hér má nefna kjúklingabita sem eru eldaðir í gegn á óbeinum hita þannig að húðin brenni ekki en svo er eldunin kláruð yfir beinum hita til að gera húðina stökka. Langeldun á grillinu – snákurinn Það eru líka til snjallar aðferðir við óbeina eldun. Til dæmis þegar verið er að gera sundrað svín eða „pulled pork“. Þá þarf að elda kjötið í fimm til átta klukkustundir og þannig umbreyta seigum bita í meyra og mjúka dásemd. Auðvitað er hægt að elda það við lágan hita (130°C) á óbeinum hita á gasgrilli, en til að fá reykbragð- ið er best að gera það á kolagrilli með því að byggja „snák“ úr kol- unum. Það er gert með því að raða steinkolum (brickets) upp í tvær hæðir, hvora með tveimur kolum á breiddina. Svo er viðarbitum (eða spæni) dreift ofan á kolin til að tryggja að kjötið verði baðað í reyk alla eldunina. Snákur sem nær meðfram hálfu grillinu ætti að endast í 8-10 klukkustundir – og þótt ótrúlegt sé heldur hann stöðugum 130°C hita (sem er fullkominn til langeldunar) tímunum saman. Teinn Af öllum aðferðum við að grilla skilar eldun á teini sennilega hvað bestum árangri fyrir margvísleg hráefni. Hvort sem um er að ræða lamb, grís eða kjúkling verður niðurstaðan óviðjafnanleg. Með því að láta kjötið snúast í hægum takti yfir eldinum tryggj- um við að kjötsafinn renni yfir það aftur og aftur og skili lungamjúkum kjötbita með stökku og ákaflega bragðmjúku skinni. Í þessari bók er að finna hugmyndir um hvernig má grilla kjúkling og lambalæri á teini, sem og heilar skepnur, bæði lamb og grís! Og ég lofa að enginn verður svikinn. Þegar unnið er með stóra bita, jafnvel heila skrokka, þarf ákveðinn viðbúnað. Við þurfum alvöru tein, sem er drifinn með handafli eða mótor. Á netinu er að finna margar góðar lausnir. Ég fjár- festi í mótordrifnum teini sem ég set yfir opinn eld og tryggi þannig kynngimagnaða matarveislu – prófið bara! Að elda heila skrokka yfir opnum eldi gefur heldur betur tóninn fyrir matarveisluna, tryggir skemmtilega og áhuga- verða umræðu um matinn og færir okkur jafnframt nær skepnunum sem við slátrum okkur til matar. Það er mikilvægt að vita hvað við leggjum okkur til munns og það er vissulega sjónræn skemmtun að sjá heilan skrokk snúast yfir opnum eldi. Dásamleg upplifun! Hinn geðþekki læknir Ragnar Freyr Ingvars- son er iðinn við kolann þegar kemur að ritun matreiðslu bóka. Meðfram læknisstarfinu hefur hann sinnt þessu aðaláhugamáli sínu af kost- gæfni. Nú er læknirinn kominn út úr eldhúsinu og búinn að kveikja upp í grillinu. Við grípum niður í nýju bókinni þar sem Ragnar fer yfir helstu ráð við útigrillið. Ragnar Freyr Ingvarsson með rauðvínsglas í hendi eins og fylgir gjarnan embætti grillmeistara. Myndir / Sögur útgáfa og RFI ELDVARNIR BORGA SIG Yfirvöld setja ákveðnar reglur um bruna- varnir og slökkvibúnað í byggingum. Til dæmis eru kröfur um reykskynjara og slökkvibúnað í íbúðarhúsnæði. Hvað getur þú gert sem bóndi til þess að lágmarka áhættu af sökum elds á þínu býli? ER ÞITT BÚ ÖRUGGUR OG GÓÐUR VINNUSTAÐUR? PO RT h ön nu n Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.