Bændablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016 Hafnarstjóri og þjóðmenningarbóndi: Hið smáa og staðbundna Elín Agla Briem, hafnarstjóri í Norðurfirði og þjóðmenningar- bóndi, eins og hún kýs að kalla sig, er með ýmsar hugmyndir um hvað hægt sé að gera í Árneshreppi til að lífga upp mannlífið og auka við atvinnulífið í Árneshreppi. „Hugmyndir mínar snúa í raun um mig en eru ekki hugsaðar fyrir alla. Og það er í sjálfu sér ágætt því það eykur á fjölbreytni í atvinnulíf- inu hér. Minn draumur er að vera með lítið býli með tuttugu til þrjátíu kindum og heimavinnslu á afurðum sam- hliða námskeiðahaldi fyrir fólk sem hefur til dæmis áhuga á byggðum eins og eru í Árneshreppi. Ég er að tala um fólk sem hefur áhuga á að skoða hvers vegna samfélög eins og Árneshreppur eiga undir högg að sækja og horfast í augu við þann harm sem slíkt veldur og hugsa í sameiningu um hvernig við getum brugðist við því. Það sem á sér stað í Árneshreppi á sér stað úti um allan hinn vestræna heim. Árneshreppur er ekki einsdæmi og mörg sveitar- félög í heiminum í svipaðri stöðu og málstaður hins smáa verður ekki aðskilinn frá hinu stóra,“ segir Elín Agla. Draumurinn tekur á sig mynd „Námskeiðin sem ég er að tala um eru óhefðbundin og að fyrirmynd skóla sem ég hef sótt í Kanada sem heitir Orphan Wisdom School. Meginþema skólans er að skoða í sagnfræðilegu ljósi og sem manneskjur það sem er að gerast í jaðarbyggðum um allan heim og reyna að sjá hvað veldur. Í raun má segja að stefna skólans sé að skoða hið smáa og staðbundna sem viðheldur lifandi ættlegg menn- ingarinnar. Drauminn er farinn að taka á sig mynd því dóttir mín á tvær kindur og fjögur lömb sem er góð byrjun á bústofni. Fyrir skömmu var fyrsta lota, eða námskeiðið, á mínum vegum í Trékyllisvík. Á námskeiðinu var þorpsvitundin skoðuð sérstak- lega og skinn sútuð til að rifja upp tengsl fólks við dýr og að þessu sinni sauðkindina.“ Þjóðmenningarbóndi „Ég titla mig þjóðmenningarbónda en það hefur ekki með Ísland eitt og sér að gera, það snýst frekar um að yrkja menningarættlegginn á staðn- um sem þú býrð á. Þannig að hér er ekki um þjóðernishyggju að ræða heldur mikla ást á landinu og fólki sem það byggir.“ Elín Agla segist ekki eiga neinar ættir að rekja í Árneshrepp né eigi þar jarðnæði. „Spurningin sem ég spyr mig, bókstaflega, er því hvernig get ég flutt á svona stað? Hvernig samlagast ég samfélaginu og tek við sögunni í hversdagslífinu?“ Hér vantar störf „Í mínum huga er það brýnasta sem þarf að gera til að bæta at- vinnumöguleika í Árneshreppi að sex væri nóg til að byrja með og bylting fyrir samfélagið. Ég er að tala um störf sem hugsanlega losna í einhverri stofnun og er hægt að vinna í gegnum tölvur eða einhvers konar smáframleiðsla. Ég er ekki að störf sem myndu henta íbúunum sem eru hér fyrir eða fólki sem vill /VH Á námskeiði sem Elín Agla stóð fyrir í Trékyllisvík fyrir skömmu var þorpsvitundin skoðuð sérstaklega og skinn sútuð til að rifja upp tengsl fólks við dýr og að þessu sinni sauð- kindina. Myndir / VH Veðurathugunarstöðin í Litlu-Ávík: Skráir hitastigið fimm sinnum á sólarhring Þeir sem leggja í vana sinn að hlusta á veðurlýsingar þekkja vel til Litlu-Ávíkur á Ströndum. Jón Guðbjörn Guðjónsson er veður- athugunarmaður í Árneshreppi. Jón býr í húsi sem kallast Litli-Hjalli og er í Litlu-Ávík í Árneshreppi. „Ég er búin að sjá um veðurathug- unarstöðina hér frá 12. ágúst 1995. Auk þess að sjá um veðurathugunar- stöðina sé ég um póstinn.“ Fimm sinnum á sólarhring - arhring. Klukkan sex á morgnana, klukkan níu, tólf á hádegi, aftur sex síðdegis og síðast klukkan níu á kvöldin.“ Jón segir að með ár- veðurglögg ur en geri lítið af því að spá fyrir um veðrið. „Á veturna getur suðvestanáttin hér orðið gífurlega slæm og ef það er svell á hlaðinu getur verið vandasamt að komast að veðurstöðinni og skrá hitann og annað sem tengist veðrinu vegna vindhviða sem slá sér niður. Sem betur fer hefur það gengið slysa- laust fyrir sig fram til þessa enda fer ég alltaf varlega.“ Litli-Hjalli Jón hefur verið óformlegur frétta- ritari fyrir Morgunblaðið og Ríkisút- varpið eins og hann orðar það. Hann hélt í nokkur ár úti heimasíðu sem hét Litlihjalli þar sem hann birti fréttir úr Árneshreppi. „Heimasíðan byrjaði sem bloggsíða en þróaðist út í frétta- síðu um hreppinn. Síðan var vinsæl annarra sem þekkja til í hreppnum.“ Jón hætti með síðuna um síðustu ára- mót, að minnsta kosti tímabundið, að eigin sögn. „Mér fannst ég allt af vera að segja sömu fréttirnar og ákvað tíma.“ /VH Myndir / VH síðustu áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.