Bændablaðið - 07.07.2016, Qupperneq 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016
Munaðarnes við Ingólfsfjörð:
Rekinn hrannast upp og
skelfilegt að geta ekki nýtt hann
Guðmundur og Sólveig verja
öllum sumrum í Munaðarnesi í
Ingólfsfirði þrátt fyrir að hafa
brugðið búi fyrir ellefu árum.
Þeim finnst hvergi betra að vera.
Verst þykir þeim að geta ekki nýtt
rekann sem er að fylla allar fjör-
ur.
„Við hættum búskap 2005 en
komum hingað og erum hér nánast
allt sumarið. Rætur okkar eru hér og
erfitt að slíta þær upp.“ Guðmundur
segir að þau hafi verið með hátt í
200 kindur síðasta árið sem þau
bjuggu auk þess sem hann átti trillu
sem hann reri til fiskjar. „Ég seldi
trilluna þegar við hættum búskap og
satt best að segja fæ ég alltaf smá
sting þegar ég sé hana og sakna þess
enn að fara á sjóinn.“
Guðmundur og Sólveig búa á
Stykkishólmi á veturna og segjast
una hag sínum vel en vildu gjarnan
hafa meira að gera.
Sólveig aðstoðar íbúa á dvalar-
heimilinu við hannyrðir en Guð-
mundur stokkar upp línur annað
slagið milli þess sem hann les bækur.
Sala á girðingastaurum úr
rekavið dottin niður
„Fyrstu árin eftir að við hættum með
kindurnar var ég talsvert í að vinna
rekavið í girðingastaura en sala á
þeim hefur dottið niður vegna inn-
flutnings á staurum.
Við eigum helling af staurum úti
í fjárhúsum sem eru orðnir lauflétt-
ir og fínir en við losnum bara ekki
við þá.
Ég og bræður mínir höfum lengi
gælt við þá hugsun að kaupa okkur
almennilega sög til að geta sagað
rekann í borðvið en ekkert orðið úr
því enn og líklega erum við búin
að draga það of lengi. Á sama tíma
hrannast reki upp hér úti á nesinu og
fjaran full af honum og skelfilegt að
geta ekki nýtt hann. Ég á orðið haug
af sparivið, eða það sem er kallað
rauðaviður, af því að ég hef ekki tímt
að nota hann í staura og þrátt fyrir að
það hafi dregið mikið úr reka síðustu
árin var ég að bjarga góðum bol upp
í fjöru fyrir nokkrum dögum,“ segir
Guðmundur.
Sólveig segir leiðinlegt að sjá
fjörurnar fulla af við og horfa á verð-
mætin í honum grotna niður. „Það
litla sem við notum af viðnum fer í
að kynda húsið en það sér ekki högg
á vatni þrátt fyrir að Guðmundur eyði
drjúgum tíma í að kljúfa við í eldinn
og að okkur sé aldrei kalt. Það er
orðið erfitt að ganga fjörurnar víða
og hreinlega hættulegt á köflum þar
sem mest er af honum nema maður
haldi sig alveg í flæðamálinu.“ /VH
Hjónin Guðmundur Gísli Jónsson og Sólveig Stefanía Jónsdóttir frá Mun-
aðar nesi við Ingólfsfjörð.
Krossneslaug:
Sundlaugin í fjörunni
Sundlaugin á Krossnesi er staðsett
niðri í fjöru, rétt við brimgarðinn
og í stórviðrum gengur aldan yfir
laugina. Hún er alltaf opin og einn
heitasti staðurinn í Árneshreppi.
Við laugina er heitur pottur sem
íbúar hreppsins sækja mikið á veturna
til að slappa af og horfa á stjörnurnar
og norðurljósin sem eru engu síður
töfrandi en að horfa á miðnætursól-
ina kyssa hafsbrúnina norður við
Selskersvita á sumarsólstöðum.
Byggð 1954
Krossneslaug var byggð fyrir rúmum
sextíu árum, árið 1954, af ungmenna-
börn lærðu að synda í Árneshreppi,
gistu þau í sundlaugarhúsinu í eina
til tvær vikur meðan þau lærðu að
synda. Sundlaugin er 12 x 6 metrar
að stærð.
Laugin var gerð upp fyrir allmörg-
um árum og hefur verið vel haldið við
síðan þá og smám saman er verið að
bæta aðstöðuna. Það er kominn heitur
pottur og búningsaðstaðan er góð.
Hjónin Sigrún Sverrisdóttir og
Davíð Már Bjarnason eru umsjónar-
menn sundlaugarinnar í Krossnesi.
Ein magnaðasta sundlaug
landsins
Davíð segir að sundlaugin á Kross-
nesi sé án efa ein magnaðasta laugin á
landinu þegar kemur að staðsetningu
og útsýni. „Ég held að ég sé ekkert að
ýkja þegar ég segi að sundlaugin sé
hún sé orðin heimsfræg. Flestir sem
heimsækja hreppinn koma í sund og
okkur taldist til að á tveggja mánaða
sex þúsund manns í laugina og þar
af 320 á einum degi. Að meðaltali
komu hingað um 100 manns á dag.
Hingað koma líka margir útlending-
um sem eru á ferðalagi sem þeir kalla
pool hopping og felst í því að fara
milli sundlauga. Ég man eftir einum
sem var hingað kominn frá Ástralíu
til að fara í sund.“ /VH
Þrjátíudalastapi er í fjörunni skammt
frá sundlauginni í Krossnesi. Sam-
kvæmt þjóðsögunni eru þrjátíu ríkis-
dalir faldir í stapanum.
- með þér alla leið -
569 7000 Lágmúla 4 www.miklaborg.is
Nánari upplýsingar veitir
Jón Rafn Valdimarsson
löggiltur fasteignasali
sími: 695 5520
jon@miklaborg.is
Sala jarða og fasteigna
Skoða og verðmet jarðir og aðrar eignir um allt land
• Fagleg þjónusta löggilts fasteignasala
• Góð kynning á eignum í vefmiðlum og dagblöðum
• Vönduð ljósmyndataka af eignum, m.a. loftmyndir
Einkunnarorð Mikluborgar eru gæði, fagmennska og árangur í starfi, en mikil
áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð starfsmanna og gagnkvæman ávinning
allra hlutaðeigandi í viðskiptunum.
Hjá okkur geta eigendur fasteigna verið öryggir um að eign þeirra fái
hámarkskynningu og einstaka þjónustu. Við leggjum mikla áherslu á
að vera áberandi í störfum okkar með auglýsingum í blöðum og á netinu.
Sundlaugin á Krossnesi er staðsett
niðri í fjöru og rétt við brimgarðinn.