Bændablaðið - 07.07.2016, Page 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016
ur og njóta þess.“
Á Losætra getur almenningur
leigt sér aðgang, eins konar skóla-
garða-fyrirkomulag og þar má
einnig finna býflugnabú og krydd-
jurtagarð.
„Við erum á stað þar sem ætti
í raun ekki að vera hægt að rækta
nokkurn skapaðan hlut og hér er
að sjálfsögðu töluverð hljóðmeng-
un. Stofnun fyrir lífræna ræktun
(NIBIO) rannsakaði svæðið í nokk-
ur ár áður en verkefnið hófst og er
með í því áfram. Það sýnir sig að
það eru góð gæði á þeim matvælum
sem við framleiðum hér. Plönturnar
taka vissulega í sig CO2 og svifryk-
ið fer ekki í burtu svo það er gott
að skola grænmetið áður en það er
borðað en að sama skapi sýna mæl-
ingar að maturinn er vel nothæfur
þrátt fyrir staðsetningu svæðisins.“
Verkefnið vindur upp á sig
Andreas segist ekki geta kvartað
yfir félagslega þætti verkefnisins en
hann hefur varla átt stund einn með
sjálfum sér síðan verkefnið hófst,
svo mikill er áhugi fyrir því og allir
tilbúnir að leggja sitt af mörkum.
„Skólagarðafyrirkomulagið
er ekki nýtt af nálinni og er þetta
fimmta árið sem það er í boði. Um
100 manns eru með skika hér og
nokkrir leikskólar eru líka með og
rækta sitt eigið grænmeti. Það er
í raun einfalt að rækta og maður
þarf ekki svo mikið til að ná því
góðu sem maður er að gera,“ segir
Andreas og bendir á sem dæmi
að hann rækti kartöflur í fötum á
svæðinu.
Fyrir stuttu hófu samtökin
Futurefarmers Flatbread Society
byggingu á bökunarhúsi í skúlpt-
úrlíki og gróðurhúsi þar sem bakað
verður brauð með hráefni af korn-
akrinum á Losætra.
„Fólki finnst það skemmtilegt
og spennandi að við notum kon-
unglega kúamykju sem áburð sem
kemur frá sveitabæ konungshjón-
anna. Einnig getum við státað af að
nota korg frá Kaffibrennslunni hér
nálægt okkur og matarúrgang sem
kokkar með Michelin-stjörnur hafa
handleikið. Allir þessir litlu þættir
eru með í að vekja athygli á verk-
efninu sem ég og allir aðstandendur
þessarar vinnu erum afar ánægð
með hvernig til hefur tekist hingað
til.“
/ehg
Almenningur hefur tekið verkefninu
afar vel og hefur Andreas nóg að
gera við að leiðbeina fólki við sveita-
Skóla- og leikskólabörn frá svæðinu
eru dugleg að koma í „sveitina“ á
Losætra og rækta jafnvel sitt eigið
Skógardagurinn mikli var haldinn
í blíðskaparveðri á Hallormsstað
nýverið og nú í tólfta sinn.
Sú breyting var gerð að þessu
sinni að sauðfjárbændur á Héraði
og Fjörðum tóku þátt í sjálfum
Skógardeginum en fram að þessu
hafa þeir grillað lambakjöt ofan
í gesti skógarins kvöldið áður. Að
sjálfsögðu var heilgrillaða nautið líka
á sínum stað og pylsur í hundraðavís
Ólafur Árni Mikaelsson hreppti
Íslandsmeistaratitilinn í skógarhöggi
sem jafnan er efnt til á Skógardeginum.
Í öðru sæti lenti Bjarki Sigurðsson
og Kristján Már Magnússon í því
þriðja. Í skógarhlaupinu kom Hjalti
Þórhallsson fyrstur í mark í karla-
flokki og Meredith Cricco í kvenna-
flokki.
Margt fleira var á dagskránni,
m.a bauð Ólafur Oddsson, fræðslu-
fulltrúi Skógræktarinnar, upp á leið-
sögn í tálgun og reyndu um 300–400
manns fyrir sér í þeirri list. Norski
keðjusagarlistamaðurinn Arne
Askeland lék listir sínar, Ketilkaffið
og lummurnar runnu ljúflega niður
og einnig fengu krakkar deig á prik
og grilluðu sér ormabrauð yfir eldi.
Sömuleiðis var teymt undir börnum
og ýmiss konar skemmtiatriði á palli.
Verði landsviðburður
Skógardagurinn mikli hefur fyrir
löngu fest sig í sessi á Hallormsstað.
Hin nýja stofnun, Skógræktin, stefnir
að því að slíkur dagur verði haldinn í
öllum landshlutum á komandi árum,
jafnvel að þegar næsta sumar verði
Skógardagurinn mikli landsviðburð-
ur sem haldin verði samtímis um allt
land.
Skógardagurinn mikli í sól
og blíðu á Hallormsstað
Hlauparar á öllum aldri taka þátt í skógarhlaupinu á Skógardeginum mikla