Bændablaðið - 07.07.2016, Page 46

Bændablaðið - 07.07.2016, Page 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016 Í apríl síðastliðnum, þegar ég prófaði Korando-jepplinginn frá Bílabúð Benna, sagði sölumaður- inn mér frá því að væntanlegur væri enn smærri fjórhjóladrifinn bíll frá SsangYong sem nefnist Tivoli. Fyrir skömmu var mér boðið að prófa þennan nýja bíl. Eina vandamálið sem ég sit uppi með er að setja Tivoli-bílinn í flokk með öðrum bílum, en fyrir mér er hann smæsti jepplingur- inn en í augum sumra er Tivoli fjórhjóladrifinn fólksbíll. Þægilegur í akstri og erfitt að stoppa Ég hafði hugsað mér að prófa bein- skipta bílinn (sem er ódýrastur og kostar frá 3.790.000 kr.), en stuttu áður en ég kom til að sækja bílinn seldist hann. Í staðinn prófaði ég sjálfskiptan Tivoli DLX - AWD sem er með 1,6 lítra dísilvél sem skilar 115 hestöflum. Sá kostar 4.390.000 kr. Þegar ég byrjaði prufuaksturinn hafði ég hugsað mér að taka stuttan bíltúr upp í Kjósina, en þar sem mér leið vel undir stýri á þessum bíl endaði stutti bíltúrinn í yfir 300 km akstri. Það var einfaldlega svo gott að keyra þennan bíl að erfitt var að stoppa. Hvar liggja mörkin? Oft hef ég velt fyrir mér hvar mörkin liggja á milli jepplings og fjórhjóladrifins fólksbíls, en fyrir nokkru fékk ég ágætis ábendingu hvernig mætti flokka þetta miðað við íslenskar aðstæð- ur. Hjólbarðarnir sem bílar koma á eru merktir með þriggja talna röð og ef miðjutalan er undir 65 þá er viðkomandi bíll fólksbíll fyrir íslenskar aðstæður. Tivoli kemur á hjólbörðum sem eru 205/60/16 og samkvæmt ofangreindri flokkun er bíllinn þá fjórhjóladrifinn fólksbíll. Tivoli hefur vissulega útlit og burði til að flokkast sem jepplingur, en það er frekar stutt í lægsta punkt þannig að á vegslóðum þarf að gæta varúðar. Góður kraftur og fín fjöðrun Þyngd Tivoli er innan við 1500 kg. 1,6 lítra vélin sem skilar 115 hestöflum virkar vel í svona léttum bíl, snerpan er góð og á augnabliki er bíllinn komin á umferðarhraða. Togkraftur er hins vegar ekki mikill enda ekki við því að búast af vél sem er ekki nema 1600cc. Þrátt fyrir að vera með litla vél er upp- gefin dráttargeta bílsins 1500 kg vagn með bremsubúnaði. Á hol- óttum vegi er fjöðrunin að vinna vel og er bíllinn ágætlega mjúkur á hraðahindrunum. Á malarvegi nýtur fjórhjóladrifið sín vel. Það var sama hvað ég reyndi að láta bílinn renna til í lausamöl að þá tókst mér það einfaldlega ekki. Gripið á lausamöl- inni var fullkomið. Lítið farangursrými og eyðslan í hærri kantinum Olnbogarými er gott fram í bílnum og fótarými líka. Hins vegar er fulllítið olnbogarými í aftursætinu ef þrír fullorðnir eru þar. Sætin í Tivoli eru mjög góð, bæði fremri og aftari, en í Tivoli eins og í Korando er hægt að stilla aftursætin (40/60). Farangursrýmið er frekar lítið. Eini mínusinn sem ég sé að bílnum miðað við íslenskt vegakerfi er að varadekkið er það sem ég kalla „aumingi“. Í mælaborðinu er hægt að kalla fram ýmsar upplýsingar, s.s. loftþrýsting í hverju dekki fyrir sig, eyðslu og hvað er langt í kílómetrum eftir af eldsneyti á tankinum. Í mínum prufuakstri var bíllinn að eyða 5,8 lítrum á hundraðið (meirihlutinn var langkeyrsla. Eftir fyrstu 20 km innanbæjar og ég að kynnast bílnum var hann í 9,1 lítra eyðslu. Eftir það minnkaði eyðslan eftir því sem ég kynntist bílnum betur. Uppgefin meðaleyðsla samkvæmt bæklingi er 5,9 lítrar í blönduðum akstri. Lokaniðurstaða Góður bíll í flokki smærri bíla á mjög hagstæðu verði. Hægt er að fræðast meira um SsangYong bíla á vefsíðunni www.benni.is. SsangYong Tivoli. Myndir / HLJ Þyngd 1.480 kg Hæð 1.590 mm Breidd 1.798 mm Lengd 4.202 mm Helstu mál og upplýsingar Vélabásinn liklegur@internet.is Hjörtur L. Jónsson Spurning um að stækka dekk undir bílnum svo hærra verði undir lægsta punkt.Farangursrýmið er ekki stórt, en í samræmi við lítinn bíl. Eini mínusinn er að þetta varadekk kalla ég „aumingja“.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.