Bændablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 07.07.2016, Blaðsíða 49
49 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016 Sandstormur frá DROPS Design HANNYRÐAHORNIÐ Gallery Spuni Þegar sumarið kemur fattar maður ansi oft að í fataskápnum eru oft- ast bara vetrarföt og vantar oft eitthvað létt og kósí svona yfir herðarnar á hlýjum og góðum dögum. Hér er uppskrift að peysu sem er æðislegt að eiga í skápnum þegar fer að hlýna í veðri og ég tala nú ekki um ef þú ert á leið í sólina einhvers staðar þar sem hún er aðeins hlýrri. Hekluð ermalaus DROPS peysa úr „Cotton Light“. Stærð S – XXXL DROPS Extra 0-918 DROPS Design: Mynstur nr cl-021 Garnflokkur B Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL. Efni : DROPS COTTON LIGHT frá Garnstudio 500-550-600-700-750-800 gr litur nr 22, brúnn. DROPS HEKLUNÁL NR 5 – eða sú stærð sem þarf til að 14 l og 8 umf með mynstri með áferð verði 10 x 10 cm. DROPS PERLUTALA NR 540: 3 stk. HEKLLEIÐBEININGAR: Fyrsta fl í hverri umf með fl er skipt út fyrir 1 ll. Fyrsti tbst í hverri umf með tbst er skipt út fyrir 4 ll. MYNSTUR MEÐ ÁFERÐ: UMFERÐ 1 (= ranga): Heklið 1 fl í hvern tbst. UMFERÐ 2 (= rétta): Heklið 1 tbst í hverja fl. Endurtakið umf 1og 2. 2 FL HEKLAÐAR SAMAN: Stingið heklunálinni í einn tbst, sækið þráðinn, stingið heklunálinni í næsta tbst, sækið þráðinn, bregðið þræðinum utan um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum 3 lykkjur á heklunálinni. PEYSA: Fyrst er hægra framstykki heklað og aukið út fyrir ermi, síðan er vinstra framstykki heklað á sama hátt. Síðan eru bæði stykkin hekluð saman niður bakstykki. HÆGRA FRAMSTYKKI + ERMI: Heklið 38-42-46-50-55-60 lausar ll með heklunál nr 5 með Cotton Light. Heklið nú 1 fl í 2. ll frá heklunálinni og síðan 1 fl í hverja og eina af næstu 6-4-2-6-5-4 ll, * hoppið yfir 1 ll, 1 fl í hverja og eina af næstu 5 ll *, endurtakið frá *-* út umf 33-36-39-43-47-51 fl (fyrsta fl = 1 fl). LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Snúið við og heklið 1 tbst í hverja fl til baka. Haldið áfram með MYNSTUR MEÐ ÁFERÐ – sjá skýringu að ofan! ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! ÚRTAKA Á HLIÐUM: Þegar stykkið mælist ca 10 cm, fellið af 1 l á hlið – fellið af í byrjun 1 umf með fl með því að hekla 2 næst síðustu fl saman – sjá 2 FL HEKLAÐAR SAMAN að ofan! Endurtakið úrtöku með ca 10 cm millibili 3 sinnum til viðbótar = 29-32-35-39-43-47 l í umf. LESIÐ BÆÐI ÚRTAKA FYRIR HÁLSMÁLI OG ERMI ÁÐUR EN HEKLAÐ ER ÁFRAM! ÚRTAKA FYRIR HÁLSMÁLI: Þegar stykkið mælist ca 42-44-45-47-49-50 cm, fellið af 1 l við miðju að framan – fellið af í lok 1 umf með fl með því að hekla 2 næst síðustu fl saman við miðju að framan. Endurtakið úrtöku í hverri umf með fl 6-6- 6-7-7-8 sinnum til viðbótar. ERMI: Þegar stykkið mælist ca 44-45-46-47-48-49 cm, heklið 38-36-34-31-28-25 lausar ll (færri l í stærri stærðum vegna breiðari axla) í lok umf á hlið – passið uppá að þessi umf er hekluð frá réttu með tbst. Snúið við og heklið til baka þannig: Heklið 1 fl í 2. ll frá heklunálinni, 1 fl í hverja og eina af þeim 6-4-2-5-2-5 næstu fl, * hoppið yfir 1 ll, 1 fl í hverja og eina af 5 næstu ll *, endurtakið frá *-* yfir allar ll (= 33-31-29-27-24-22 fl), heklið nú fl út umf. Haldið áfram með mynstur með áferð eins og áður yfir allar l. Eftir að fitjað hefur verið upp fyrir ermi og öllum l hefur verið fækkað við hálsmáli eru 55-56-57-58-59-60 l í umf. Heklið áfram þar til stykkið mælist alls 70-72-74- 76-78-80 cm, setjið 1 prjónamerki = miðja á öxl. Heklið ca 2 cm, endið eftir 1 umf með tbst, geymið stykkið. VINSTRA FRAMSTYKKI + ERMI: Heklið eins og hægra framstykki nema spegilmynd. Þ.e.a.s. þegar fitjað er upp fyrir ermi, verður að klippa þráðinn frá eftir 1 umf með fl þegar stykkið mælist ca 44-45-46-47-48-49 cm. Síðan er byrjað að hekla 38-36-34-31-28-25 lausar ll, til þess að hekla tbst yfir l á framstykki, snúið við og heklið fl til baka og yfir ll-umf á ermi er heklað þannig: * Heklið 1 fl í hverja og eina af 5 fyrstu ll, hoppið yfir 1 fl *, endurtakið frá *-* þar til 8-6-4-7-4-7 ll eru eftir, heklið 1 fl í hverja og eina af þessum = 33-31-29-27-24-22 fl yfir ermi. Haldið áfram með mynstur með áferð og fellið af fyrir hálsmáli eins og á hægri hlið þar til stykkið er jafn langt og hægra framstykki – teljið svo að heklað hefur verið jafn margar umf á báðum framstykkjum. BAKSTYKKI: UMFERÐ 1 (= ranga): Heklið fl yfir 55-56-57-58- 59-60 tbst á hægra framstykki, heklið nú 14-14-14- 16-16-18 lausar ll (= aftan við hnakka), áður en fl eru heklaðar yfir 55-56-57-58-59-60 tbst á vinstra framstykki. Snúið við og heklið 1 tbst í hverja fl og hverja ll við hnakka = 124-126-128-132-134-138 tbst alls í umf. Heklið nú mynstur með áferð eins og áður. Þegar stykkið mælist ca 25-26-27-28-29-30 cm frá prjónamerki á öxl, klippið frá. Nú hafa ermar verið heklaðar og ekki er lengur heklað yfir 33-31-29-27- 24-22 l á hvorri hlið. Haldið áfram eins og áður yfir miðju 58-64-70-78-86-94 l. Nú hafa verið heklaðir ca 5-6-7-8-9-10 cm eftir úrtöku á ermum, aukið út 1 l á hvorri hlið með því að hekla 2 l í næst síðustu l á hvorri hlið. Endurtakið útaukningu með 10 cm millibili alls 3 sinnum til viðbótar = 66-72-78-86-94-102 l. Þegar stykkið mælist ca 70-72-74-76-78-80 cm – endið eftir 1 umf með fl – klippið frá. VASI: Heklið 24-24-24-26-26-26 lausar ll með heklunál nr 5. Snúið við og heklið 1 fl í 2. ll frá heklunálinni, haldið áfram með 1 fl í hverja ll. Haldið áfram með fl fram og til baka í öllum umf þar til vasinn mælist 16-16-16-17-17-17 cm, klippið frá. Heklið 2 alveg eins vasa. FRÁGANGUR: Brjótið stykkið við prjónamerki á öxl, saumið hliðar- og ermasauma kant í kant yst í lykkjubogann. Heklið 2 umf með fl meðfram kanti og í kringum háls (heklið ca 3 fl meðfram hverjum tbst og 1 fl í hverja fl, þ.e.a.s. ca 16 fl á 10 cm). Saumið vasann ca 5-6 cm frá neðri brún og ca 5-6 cm frá miðju að framan. Saumið efstu töluna á vinstri lista að framan í þeirri umf sem úrtaka fyrir hálsmáli byrjar – saumið í fyrstu umf sem hekluð var með fl meðfram kanti. Saumið neðstu töluna aðeins fyrir ofan efri brún á vasanum og staðsetjið miðju töluna mitt á milli talnanna beggja. Hneppið í gegnum l á hægri hlið. Prjónakveðja fjölskyldan Gallery Spuna Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 8 2 9 7 4 1 9 1 3 6 8 1 4 6 6 3 9 2 5 7 1 9 3 3 4 5 1 9 7 3 7 9 5 1 4 6 8 2 4 5 7 Þyngst 9 2 8 3 6 4 5 6 9 3 9 7 4 3 9 1 6 7 8 1 8 5 2 7 1 5 2 4 1 3 5 3 9 7 8 1 2 6 4 8 9 3 9 6 7 1 5 1 6 5 2 2 9 7 7 3 5 5 4 7 8 1 3 1 7 9 4 8 4 3 5 8 2 8 2 5 4 1 7 9 3 5 6 5 7 9 6 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Uppáhaldsdýrið er kanína og uppáhaldsmatur lax Konráð Björn er nýkominn heim frá Tenerife og ætlar í Vatnaskóg og norður á Akureyri síðar í sumar. Nafn: Konráð Björn Ketilsson. Aldur: 10 ára. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Kópavogur. Skóli: Lindaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skól- anum? Íþróttir og myndmennt. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kanína. Uppáhaldsmatur: Lax. Uppáhaldshljómsveit: Pharrell Williams. Uppáhaldskvikmynd: Captain America: Civil War. Fyrsta minning þín? Mamma mín. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð- færi? Já, körfubolta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Fyrirtækjaeigandi. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fór í geggjaða vatnsrenni- braut í Siam park á Tenerife í júní. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Já, ég er búinn að fara til Tenerife, svo fer ég í Vatnaskóg og til Akureyrar. Næst » Konráð Björn skorar á systur sína að svara næst. www.galleryspuni.is Belle, Bomull-Lin, Cotton-Light, Cotton Viscose, Muskat, Paris og Safran 30%afslátturaf bómullargarni Vantar þig íslenskan lopa? Álafosslopi - Plötulopi - Léttlopi - Einband - Bulkylopi - Kambgarn Heimasíðan gefjun.is býður upp á lopa frá Ístex á lægsta fáanlega verði ! Sendum um allt land!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.