Bændablaðið - 07.07.2016, Page 49

Bændablaðið - 07.07.2016, Page 49
49 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júlí 2016 Sandstormur frá DROPS Design HANNYRÐAHORNIÐ Gallery Spuni Þegar sumarið kemur fattar maður ansi oft að í fataskápnum eru oft- ast bara vetrarföt og vantar oft eitthvað létt og kósí svona yfir herðarnar á hlýjum og góðum dögum. Hér er uppskrift að peysu sem er æðislegt að eiga í skápnum þegar fer að hlýna í veðri og ég tala nú ekki um ef þú ert á leið í sólina einhvers staðar þar sem hún er aðeins hlýrri. Hekluð ermalaus DROPS peysa úr „Cotton Light“. Stærð S – XXXL DROPS Extra 0-918 DROPS Design: Mynstur nr cl-021 Garnflokkur B Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL. Efni : DROPS COTTON LIGHT frá Garnstudio 500-550-600-700-750-800 gr litur nr 22, brúnn. DROPS HEKLUNÁL NR 5 – eða sú stærð sem þarf til að 14 l og 8 umf með mynstri með áferð verði 10 x 10 cm. DROPS PERLUTALA NR 540: 3 stk. HEKLLEIÐBEININGAR: Fyrsta fl í hverri umf með fl er skipt út fyrir 1 ll. Fyrsti tbst í hverri umf með tbst er skipt út fyrir 4 ll. MYNSTUR MEÐ ÁFERÐ: UMFERÐ 1 (= ranga): Heklið 1 fl í hvern tbst. UMFERÐ 2 (= rétta): Heklið 1 tbst í hverja fl. Endurtakið umf 1og 2. 2 FL HEKLAÐAR SAMAN: Stingið heklunálinni í einn tbst, sækið þráðinn, stingið heklunálinni í næsta tbst, sækið þráðinn, bregðið þræðinum utan um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum 3 lykkjur á heklunálinni. PEYSA: Fyrst er hægra framstykki heklað og aukið út fyrir ermi, síðan er vinstra framstykki heklað á sama hátt. Síðan eru bæði stykkin hekluð saman niður bakstykki. HÆGRA FRAMSTYKKI + ERMI: Heklið 38-42-46-50-55-60 lausar ll með heklunál nr 5 með Cotton Light. Heklið nú 1 fl í 2. ll frá heklunálinni og síðan 1 fl í hverja og eina af næstu 6-4-2-6-5-4 ll, * hoppið yfir 1 ll, 1 fl í hverja og eina af næstu 5 ll *, endurtakið frá *-* út umf 33-36-39-43-47-51 fl (fyrsta fl = 1 fl). LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! Snúið við og heklið 1 tbst í hverja fl til baka. Haldið áfram með MYNSTUR MEÐ ÁFERÐ – sjá skýringu að ofan! ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! ÚRTAKA Á HLIÐUM: Þegar stykkið mælist ca 10 cm, fellið af 1 l á hlið – fellið af í byrjun 1 umf með fl með því að hekla 2 næst síðustu fl saman – sjá 2 FL HEKLAÐAR SAMAN að ofan! Endurtakið úrtöku með ca 10 cm millibili 3 sinnum til viðbótar = 29-32-35-39-43-47 l í umf. LESIÐ BÆÐI ÚRTAKA FYRIR HÁLSMÁLI OG ERMI ÁÐUR EN HEKLAÐ ER ÁFRAM! ÚRTAKA FYRIR HÁLSMÁLI: Þegar stykkið mælist ca 42-44-45-47-49-50 cm, fellið af 1 l við miðju að framan – fellið af í lok 1 umf með fl með því að hekla 2 næst síðustu fl saman við miðju að framan. Endurtakið úrtöku í hverri umf með fl 6-6- 6-7-7-8 sinnum til viðbótar. ERMI: Þegar stykkið mælist ca 44-45-46-47-48-49 cm, heklið 38-36-34-31-28-25 lausar ll (færri l í stærri stærðum vegna breiðari axla) í lok umf á hlið – passið uppá að þessi umf er hekluð frá réttu með tbst. Snúið við og heklið til baka þannig: Heklið 1 fl í 2. ll frá heklunálinni, 1 fl í hverja og eina af þeim 6-4-2-5-2-5 næstu fl, * hoppið yfir 1 ll, 1 fl í hverja og eina af 5 næstu ll *, endurtakið frá *-* yfir allar ll (= 33-31-29-27-24-22 fl), heklið nú fl út umf. Haldið áfram með mynstur með áferð eins og áður yfir allar l. Eftir að fitjað hefur verið upp fyrir ermi og öllum l hefur verið fækkað við hálsmáli eru 55-56-57-58-59-60 l í umf. Heklið áfram þar til stykkið mælist alls 70-72-74- 76-78-80 cm, setjið 1 prjónamerki = miðja á öxl. Heklið ca 2 cm, endið eftir 1 umf með tbst, geymið stykkið. VINSTRA FRAMSTYKKI + ERMI: Heklið eins og hægra framstykki nema spegilmynd. Þ.e.a.s. þegar fitjað er upp fyrir ermi, verður að klippa þráðinn frá eftir 1 umf með fl þegar stykkið mælist ca 44-45-46-47-48-49 cm. Síðan er byrjað að hekla 38-36-34-31-28-25 lausar ll, til þess að hekla tbst yfir l á framstykki, snúið við og heklið fl til baka og yfir ll-umf á ermi er heklað þannig: * Heklið 1 fl í hverja og eina af 5 fyrstu ll, hoppið yfir 1 fl *, endurtakið frá *-* þar til 8-6-4-7-4-7 ll eru eftir, heklið 1 fl í hverja og eina af þessum = 33-31-29-27-24-22 fl yfir ermi. Haldið áfram með mynstur með áferð og fellið af fyrir hálsmáli eins og á hægri hlið þar til stykkið er jafn langt og hægra framstykki – teljið svo að heklað hefur verið jafn margar umf á báðum framstykkjum. BAKSTYKKI: UMFERÐ 1 (= ranga): Heklið fl yfir 55-56-57-58- 59-60 tbst á hægra framstykki, heklið nú 14-14-14- 16-16-18 lausar ll (= aftan við hnakka), áður en fl eru heklaðar yfir 55-56-57-58-59-60 tbst á vinstra framstykki. Snúið við og heklið 1 tbst í hverja fl og hverja ll við hnakka = 124-126-128-132-134-138 tbst alls í umf. Heklið nú mynstur með áferð eins og áður. Þegar stykkið mælist ca 25-26-27-28-29-30 cm frá prjónamerki á öxl, klippið frá. Nú hafa ermar verið heklaðar og ekki er lengur heklað yfir 33-31-29-27- 24-22 l á hvorri hlið. Haldið áfram eins og áður yfir miðju 58-64-70-78-86-94 l. Nú hafa verið heklaðir ca 5-6-7-8-9-10 cm eftir úrtöku á ermum, aukið út 1 l á hvorri hlið með því að hekla 2 l í næst síðustu l á hvorri hlið. Endurtakið útaukningu með 10 cm millibili alls 3 sinnum til viðbótar = 66-72-78-86-94-102 l. Þegar stykkið mælist ca 70-72-74-76-78-80 cm – endið eftir 1 umf með fl – klippið frá. VASI: Heklið 24-24-24-26-26-26 lausar ll með heklunál nr 5. Snúið við og heklið 1 fl í 2. ll frá heklunálinni, haldið áfram með 1 fl í hverja ll. Haldið áfram með fl fram og til baka í öllum umf þar til vasinn mælist 16-16-16-17-17-17 cm, klippið frá. Heklið 2 alveg eins vasa. FRÁGANGUR: Brjótið stykkið við prjónamerki á öxl, saumið hliðar- og ermasauma kant í kant yst í lykkjubogann. Heklið 2 umf með fl meðfram kanti og í kringum háls (heklið ca 3 fl meðfram hverjum tbst og 1 fl í hverja fl, þ.e.a.s. ca 16 fl á 10 cm). Saumið vasann ca 5-6 cm frá neðri brún og ca 5-6 cm frá miðju að framan. Saumið efstu töluna á vinstri lista að framan í þeirri umf sem úrtaka fyrir hálsmáli byrjar – saumið í fyrstu umf sem hekluð var með fl meðfram kanti. Saumið neðstu töluna aðeins fyrir ofan efri brún á vasanum og staðsetjið miðju töluna mitt á milli talnanna beggja. Hneppið í gegnum l á hægri hlið. Prjónakveðja fjölskyldan Gallery Spuna Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 8 2 9 7 4 1 9 1 3 6 8 1 4 6 6 3 9 2 5 7 1 9 3 3 4 5 1 9 7 3 7 9 5 1 4 6 8 2 4 5 7 Þyngst 9 2 8 3 6 4 5 6 9 3 9 7 4 3 9 1 6 7 8 1 8 5 2 7 1 5 2 4 1 3 5 3 9 7 8 1 2 6 4 8 9 3 9 6 7 1 5 1 6 5 2 2 9 7 7 3 5 5 4 7 8 1 3 1 7 9 4 8 4 3 5 8 2 8 2 5 4 1 7 9 3 5 6 5 7 9 6 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Uppáhaldsdýrið er kanína og uppáhaldsmatur lax Konráð Björn er nýkominn heim frá Tenerife og ætlar í Vatnaskóg og norður á Akureyri síðar í sumar. Nafn: Konráð Björn Ketilsson. Aldur: 10 ára. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Kópavogur. Skóli: Lindaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skól- anum? Íþróttir og myndmennt. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kanína. Uppáhaldsmatur: Lax. Uppáhaldshljómsveit: Pharrell Williams. Uppáhaldskvikmynd: Captain America: Civil War. Fyrsta minning þín? Mamma mín. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð- færi? Já, körfubolta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Fyrirtækjaeigandi. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fór í geggjaða vatnsrenni- braut í Siam park á Tenerife í júní. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Já, ég er búinn að fara til Tenerife, svo fer ég í Vatnaskóg og til Akureyrar. Næst » Konráð Björn skorar á systur sína að svara næst. www.galleryspuni.is Belle, Bomull-Lin, Cotton-Light, Cotton Viscose, Muskat, Paris og Safran 30%afslátturaf bómullargarni Vantar þig íslenskan lopa? Álafosslopi - Plötulopi - Léttlopi - Einband - Bulkylopi - Kambgarn Heimasíðan gefjun.is býður upp á lopa frá Ístex á lægsta fáanlega verði ! Sendum um allt land!

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.