Bændablaðið - 26.01.2017, Síða 6

Bændablaðið - 26.01.2017, Síða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 5.100 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Bjarni Benediktsson forsætisráðherra nefndi það í eldhúsdagsræðu sinni í fyrradag að Ísland þyrfti að tvöfalda útflutningstekjur sínar á næstu 15 árum. Hann taldi varasamt að reyna að ná þessu markmiði með því einu að sækja meira sjávarfang eða bræða meira af málmum heldur þyrfti að skjóta fleiri stoðum undir útflutninginn og bæta verðmætasköpun þess sem við höfum úr að spila. Tækifærin liggja í nýsköpun og þróun. Þarna sperrti ég eyrun og leiddi hug- ann að því hvað landbúnaðurinn geti lagt af mörkum. Ég er einn af þeim sem trúi því að bændur geti aukið tekjur sínar umtalsvert á næstu árum með tækni og þekkingu að leiðarljósi. Í blaðinu er viðtal við kúabændurna í Smjördölum í Flóa. Það er gott dæmi um bú sem hefur gengið í gegnum mikl- ar breytingar, bæði hvað varðar tækni og nýtísku aðbúnað fyrir bústofn og starfsfólk. Nýtt fjós búið mjaltaþjóni og öðrum tækja- búnaði ásamt góðri þekkingu bændanna hefur stóraukið afurðir búsins síðustu tvö ár. Þetta er frábært og skapar aukna hagsæld. Bjarni talaði líka um umhverfismálin og þá ógn sem steðjar að vegna hlýnunar jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda. Nefndi hann þar aðgerðaráætlun í tengslum við Parísarsamkomulagið og áform ríkis- stjórnarinnar að setja fleiri græna hvata í hagkerfið. Meðal annars að hvetja til skóg- ræktar og landgræðslu og orkuskipta í sam- göngum. Það er gott að forsætisráðherra tekur þessi mál upp í stefnuræðu sinni og vonandi munu orðum fylgja efndir. Hann nefndi líka velgengni ferðaþjón- ustunnar sem byggist á þrotlausri vinnu og markaðsstarfi. Landbúnaðurinn tengist ferðaþjónustunni traustum böndum eins og sést best á næstu síðu þar sem ferða- þjónustuaðilar af landsbyggðinni komu til Reykjavíkur á Mannamót. Bændur voru þar áberandi við að kynna sína þjónustu. Krafturinn í ferðaþjónustunni seytlar um allt samfélagið og ekki síst um landsbyggð- ina þar sem verðmætin felast í óspilltri nátt- úrunni og gróskumiklu mannlífi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fær nú það verkefni að leiða landbúnaðarmálin í nýju ríkisstjórninni. Hún getur sett mark sitt á þróun atvinnugreinarinnar og vonandi verða verk hennar gæfurík. Margir bændur telja að þeir sem nú stjórni ráðuneytinu hafi það að markmiði að auka innflutning á búvörum og veikja þá skipan mála sem við búum við í dag. Það getur varla verið það sem Viðreisn hefur í huga, a.m.k. segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður flokksins, í þessu blaði að flokkurinn beri hag bænda fyrir brjósti. Greinilegt er þó að Benedikt Jóhannessyni, formanni flokksins, er umhugað um að liðka fyrir innflutningi á erlendum matvörum eins og kom fram í hans eldhúsdagsræðu í fyrradag. Til að lina áhyggjur manna má benda á að stjórnar- meirihlutinn byggir á minnsta mögulega þingmannafjölda. Kollsteypur í þessum málaflokki verða ekki gerðar nema þing- menn allra stjórnarflokkanna leggist á eitt. Lykillinn að því að allt fari vel er að fólk tali saman og sýni skilning á hug- myndum hvað annars. Síðan þarf að vega og meta, með öll tiltæk rök og gögn fyrir framan sig, hvaða skref er skynsamlegt að stíga. Markmiðin eru að auka hagsæld og hamingju okkar allra. Það getum við verið sammála um. Hvað sem segja má um stefnu Viðreisnar í landbúnaðarmálum þá er fagnaðarefni að í fyrsta sinn ræður kona ríkjum í ráðu- neytinu. Kannski hefur hinn karllægi bún- aðarheimur gott af því að fá konu við stýrið til tilbreytingar? /TB Eiga bændur sér viðreisnar von? Ísland er land þitt Bíldudalur á sér langa og merka sögu, þar var meðal annars einn af verslunarstöðum einokunarverslunarinnar. Fljótlega eftir að verslun var Péturskrónur. Á þeim tíma sem Pétur var útgerðarmaður fjölgaði íbúum og tók að myndast allstórt þorp á staðnum. Mynd / HKr. Stjórnarmenn og starfsfólk Bænda- samtakanna hafa nýlokið 15 funda ferð um allt land til að ræða við félagsmenn og ríflega 700 manns komu til fundar við okkur. Tilgangur ferðarinnar var annars vegar að fjalla um helstu atriði nýju búvöru- samninganna eins og þau birtast í reglu- gerðum sem settar voru undir áramótin til að útfæra þá nánar. Hins vegar var efnið að fara yfir fyrirkomu- lag nýrra félagsgjalda Bændasamtakanna sem farið verður að inn- heimta í næsta mánuði. Óneitanlega hafði hin pólitíska þróun áhrif á umræðuna. Nýja rík- isstjórnin var mynduð meðan á ferðinni stóð og vitanlega veltu bændur (og gera enn) fyrir sér hvern- ig hún hygðist framkvæma landbúnaðarstefnu sína. Það á eftir að koma í ljós, en ég hef átt einn fund með nýjum ráðherra til að inna eftir nánari skýringum á fyrirætlunum hennar og ríkisstjórnarinnar. Það var kurteislegur fundur, þar sem henni var bæði boðið að heimsækja Bændasamtökin til að kynnast starfseminni og einnig að ávarpa ársfund Bændasamtakanna sem fram fer á Akureyri þann 3. mars nk. Það er ótímabært að draga víðtækar ályktanir af fundinum að svo stöddu, enda ráðherra nýtekinn við og útfærsla á hugmyndum ríkisstjórnarinnar lá ekki fyrir. Endurskoðun búvörusamninga 2019 Það lá alltaf fyrir að það yrði komin ný rík- isstjórn þegar kæmi að endurskoðun búvöru- samninga árið 2019 og beinlínis um það samið að hún færi fram á þann hátt að stjórnvöld hvers tíma gætu komið áherslum sínum að. Sama gildir síðan um seinni endurskoðunina árið 2023. Bændur leggja þunga áherslu á að endurskoðunin gangi fram eins og um var samið. Við endurskoðunina þarf að fara yfir markmið samninganna og meta hvernig gengið hefur að framkvæma þau. Í samningunum er auk þess kveðið á um ýmis atriði sem skoða á sérstaklega við endurskoðunina. Þar er stærst ákvörðun um hvort hverfa eigi frá kvótakerfi í mjólkurframleiðslu, en einnig hvort að hægja eigi á breytingum á greiðslu- markskerfinu í sauðfjárrækt. Þá á einnig að meta hvort draga eigi frekar úr tollvernd útiræktaðs grænmetis gegn aukningu bein- greiðslna á móti. Þá er einnig mikilvægt að fara vel yfir þau atriði sem atvinnuveganefnd Alþingis dró fram við afgreiðslu þingsins. Í nefndaráliti meirihlutans er meðal annars vikið að upplýsingagjöf til neytenda, frekari greiningu á sérstöðu íslensks landbúnaðar, greiningu á afkomu bænda, samkeppnisum- hverfið og fleira. Allt þetta er mikilvægt að endurskoðunarnefndin skoði vel. Þá er einnig þýðingarmikið að fara vel yfir umhverfismál og landbúnað, einkum lofts- lagsmálin. Þessi mál komu fram í umræðun- um á bændafundunum og undirstrika enn frekar nauðsyn þess að samtök bænda vinni að frekari stefnumótun í þessum málaflokki. Bændur, eins og þjóðin öll, þurfa að setja sér skýr og metnaðarfull markmið á sviði loftslagsmála. Þar er ekki annað í boði. Ráðherra hefur sagt opinberlega að hún vilji breyta skipan nefndar sem forveri henn- ar skipaði til að vinna að endurskoðuninni. Á hvern hátt liggur ekki fyrir. Það er skiljanlegt að nýr ráðherra vilji koma sínum áherslum að hvað varðar fulltrúa ráðuneytisins sjálfs, en það væri skrítið ef aðilar sem hafa enga hagsmuni af því að efla íslenskan landbúnað yrðu kallaðir til við að móta starfsumhverfi hans. Nú reynir á samstöðu bænda Hitt meginefni fundanna voru félagsgjöldin eins og að framan greinir. Bændur hafa um árabil greitt fyrir sameiginleg verkefni, meðal annars starfsemi hagsmuna- samtaka sinna, með sjóðagjöldum sem lögð hafa verið á framleiðsl- una, síðustu 18 ár með búnaðargjaldi. En nú eru að renna upp nýir tímar. Það reynir nú á samstöðu bænda því að nú þarf að fjármagna samtökin með félagsgjöldum sem inn- heimt verða sérstaklega en verða ekki dregin af innlögðum afurð- um. Á fundunum kom fram mjög jákvætt viðhorf til starfs samtakanna og margir höfðu orð á nauðsyn þess að samtök bænda yrðu áfram öflug, ekki síst við núverandi aðstæður. Skoðanakönnun meðal félags- manna sem gerð var í desember leiðir einnig í ljós að mikill meirihluti telur starf samtak- anna mjög mikilvægt fyrir landbúnaðinn. Hagsmunabaráttan hefur mesta þýðingu í hugum félagsmanna og hana vilja þeir áfram efla auk annarra helstu verkefna, eins og Bændablaðið og almenn kynningarmál. Það gera menn einmitt best með víðtækri og almennri þátttöku þegar innheimta félags- gjalda hefst í næsta mánuði. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands sindri@bondi.is Fundað með bændum Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is og Tjörvi Bjarnason – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefsíða blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Prentsnið – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Bændafundur á Egilsstöðum. Mynd / Guðbjörg Jónsdóttir

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.