Bændablaðið - 26.01.2017, Qupperneq 8

Bændablaðið - 26.01.2017, Qupperneq 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017 Fréttir Nýlokið er bændafundaferð þar sem Bændasamtökin héldu 15 fundi með bændum um allt land. Tólf fundir voru haldnir 9.-11. jan- úar en þremur varð að fresta vegna veðurs, en þeir voru svo haldnir 16. og 19. janúar. Fundargestir voru alls rúmlega 700 talsins og var aðsókn undantekningalaust góð. Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri BÍ, sagði að ekki væru tök á að fara á alla staði nú en úr því yrði bætt síðar. Sigurður sagði meginefni fund- anna tvíþætt. „Í fyrsta lagi var rætt um áhrif nýju búvörusamninganna sem tóku gildi um nýliðin áramót, einkum þó reglugerðirnar sem þeim fylgja en þar eru einstök verkefni samninganna útfærð. Í öðru lagi voru breytingar á starfsemi BÍ til umræðu en eins og greint hefur verið frá munu samtökin taka upp félagsgjöld á þessu ári þar sem bún- aðargjalds nýtur ekki lengur við.“ Breytingar fylgja nýju samningunum Margvíslegar breytingar fylgja nýju samningunum að sögn Sigurðar. „Eðlilega var mest rætt um nýju eða verulega breyttu verkefnin, svo sem jarðræktarstuðning, landgreiðslur, nýliðunarstyrki og fjárfestingastyrki í nautgriparækt sem hefjast á þessu ári. Fjárfestingastyrkir í sauðfjár- rækt hefjast 2018 og þar var meðal annars nefnt hvort nýta mætti þá til að endurnýja frauðplastseinangrun í gripahúsum sem því miður er enn víða að finna.“ Á fundunum komu fram miklar áhyggjur af stöðunni í sauðfjárrækt- inni í ljósi þess að afurðaverð lækkaði um 10% í fyrrahaust. Innanlandssala var góð í fyrra en smásöluverð stóð í stað á milli áranna 2015 og 2016. Á sama tíma eru útflutningsmarkaðir erfiðir vegna sterks gengis krónunn- ar og viðskiptabanns Rússa. Greiðslumark í mjólk og umhverfismálin á dagskrá „Í nautgriparæktinni var heilmik- ið rætt um fjárfestingastuðning en einnig um fyrirkomulag innlausnar á greiðslumarki. Kvótamarkaður lagðist af um áramótin en í staðinn kom innlausn á föstu verði sem verð- ur 138 kr/ltr á árinu 2017. Innleyst greiðslumark verður síðan boðið til sölu á sama verði. Þar af gefst for- gangshópum kostur á að kaupa allt að helminginn, en það eru annars vegar nýliðar og hins vegar þeir sem framleiddu 10% eða meira umfram greiðslumark árin 2013-15, þegar kallað var eftir meiri framleiðslu,“ sagði Sigurður. Hann sagði að tals- vert hefði verið rætt um umhverfis- mál, einkum þó kolefnisfótspor land- búnaðarins, mögulegar aðgerðir og tækifæri landbúnaðarins til að marka sér sérstöðu á því sviði. Þar skipti máli að samtök bænda mörkuðu sér skýrari stefnu á því sviði. Félagsgjöld hjá BÍ Eins og kunnugt er þá féllu lög um búnaðargjald úr gildi um áramótin og á þessu ári fara samtökin að inn- heimta félagsgjald. Á fundunum var farið yfir rökstuðninginn að baki þeim gjöldum sem innheimt verða í ár sem verða 42.000 kr. á hvert bú, en því fylgir full aðild fyrir tvo einstak- linga. „Það var farið yfir starfsemi og þjónustu samtakanna og á fundun- um kom vel fram að menn töldu afar mikilvægt að Bændasamtökin yrðu áfram öflug, en einnig var rætt um nánari útfærslur á þjónustu við félagsmenn svo sem verðmun á skýrslu haldsforritum og öðru því sem félagsmönnum stendur til boða. Í febrúar mega félagsmenn eiga von á ítarlegu kynningarbréfi þar sem farið verður yfir þau mál,“ sagði Sigurður. Nýja ríkisstjórnin til umræðu Umræður á fundunum mörkuðust nokkuð af nýrri ríkisstjórn sem tók við stjórnartaumunum um sama leyti og fundirnir voru haldnir. „Menn veltu fyrir sér mögulegum fyrirætlunum hennar, en myndun hennar var einmitt að ljúka meðan á fundunum stóð. Enn fremur kom fram að ganga þyrfti harðar fram í að svara fyrir landbúnaðinn, ekki síst í ljósi þeirrar óvægnu umræðu sem hann býr löngum við,“ sagði Sigurður Eyþórsson. /TB Rúmlega 700 bændur mættu til bændafunda: Bændur ræddu breytingar sem fylgja búvöru- samningunum og félagsgjöld BÍ Bændablaðið kemur vel út úr lestrarkönnun Gallup: Þriðjungur karlmanna og rúmur fjórðungur kvenna les Bændablaðið Bændablaðið heldur sjó í nýrri lesendakönnun Gallup á meðan Fréttablaðið og Fréttatíminn falla um rúm fjögur prósentustig í lestri á milli áranna 2015 og 2016. Alls 29,6% landsmanna lesa Bændablaðið. Lestrartölur Morgunblaðsins standa í 26,6%, Fréttablaðið er með 45,3% lestur og Fréttatíminn 32,3%. Viðskiptablaðið er með 11,7% og DV er með 9% lestur. Þetta kemur fram í mælingu Gallup á lestri prentmiðla á síðustu þremur mánuðum ársins 2016. Mest lesið á landsbyggðinni Mikill munur er á lestri dagblaða á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggð- inni. Í höfuðborginni er Bændablaðið með 21,7% lestur en 43,8% á lands- byggðinni. Það ber höfuð og herðar yfir aðra prentmiðla utan höfuðborgar- svæðisins en Fréttablaðið er næst mest lesið með 28,6% meðallestur á landsbyggðinni. Þá Morgunblaðið með 25,3% og loks Fréttatíminn með 11,9% lestur. Athygli vekur að lestur DV á landsbyggðinni hefur aukist frá fyrra ári, var 7,1% en fer í 10,8%. Þegar lesturinn á Bændablaðinu er skoðaður með tilliti til kynjanna sést að þriðjungur íslenskra karlmanna les Bændablaðið að staðaldri. Rúmlega fjórðungur kvenfólks í landinu les Bændablaðið, eða 26,4%. Karlar á landsbyggðinni eru sér- staklega dyggir lesendur en 46,3% þeirra lesa Bændablaðið reglulega. 40,7% kvenna á landsbyggðinni lesa Bændablaðið. Um helmingi upplags er dreift á höfuðborgarsvæðinu Bændablaðið er prentað í 32 þús- und eintökum og dreift út um allt land. Um 15 þúsund eintökum er dreift innan höfuðborgarsvæðisins, allir bændur fá blaðið sent heim til sín auk þess sem blaðið liggur frammi víða á landsbyggðinni í verslunum, söluskálum, bensín- stöðvum, sundstöðum og víðar. Gallup mælir lestur á fjölmiðla með samfelldum hætti með því að safna saman svörum fólks á hverj- um degi um lestur þeirra á prent- miðlum. Í úrtakinu eru Íslendingar á aldrinum 12–80 ára á landinu öllu. /TB Tvö námskeið um íslensku land- námshænuna verða haldin í febr- úar, hið fyrra að Reykjum í Ölfusi þann 11. febrúar og hið síðara á Hvanneyri 25. febrúar. Fjöldi fyrirspurna hefur borist um að halda námskeiðið víðar á landinu og er til skoðunar að efna einnig til þeirra norðan heiða, í Skagafirði og á Akureyri. Endurmenntun Landbúnaðar- háskóla Íslands stendur fyrir nám- skeiðunum en kennari er Júlíus Már Baldursson, bóndi og rækt- andi í Þykkvabæ. Hann er eigandi Landnámshænsna ehf. sem rekur Landnámshænsnasetur Íslands. Námskeiðið er ætlað þeim sem eiga íslenskar hænur eða hyggjast hefja ræktun á þeim, hvort heldur er í sveit eða þéttbýli. Vinsæl námskeið Júlíus Már hefur haldið slík námskeið áður á vegum Endurmenntunar LbhÍ, en nokkuð er um liðið frá því þau voru síðast í boði, eða á árinu 2014. „Það var orðin þó nokkur eftirspurn eftir þessum námskeiðum núna, það líður vart sá dagur að ég fái ekki fyrirspurnir af ýmsu tagi varðandi hænsnahald, menn eru að spyrja um alls konar hluti sem því viðkemur, fóðrun, húsnæði og hvaðeina. Það er vaxandi áhugi fyrir því meðal bæði fólks í sveit og þéttbýli að halda nokkrar hænur sér til gagns og gamans. Námskeiðin hafa verið vinsæl og vel sótt og greinilegt að fólk fýsir í að afla sér þekkingar á þessu sviði. Við erum því að fara af stað á ný og eftir því sem ég best veit eru undirtektir góðar,“ segir hann. Stefna norður Þau námskeið sem haldin hafa verið voru iðulega fullsetin og á Júlíus Már ekki von á öðru en svo verði einnig nú. „Við byrjum á þessum tveimur námskeiðum, á Reykjum í Ölfusi og Hvanneyri, en höfum einnig í hyggju að bjóða þau fyrir norðan, þaðan hafa komið fyrirspurnir og ef allt geng- ur upp er líklegt að námskeið verði í Skagafirði og á Akureyri síðar,“ segir hann. Námskeiðin standa yfir í 8 klukkutíma og farið er yfir allt sem viðkemur hænum og hænsnahaldi. Kennslugögn eru innifalin í nám- skeiðsgjaldinu sem og veitingar yfir daginn. Flest verkalýðsfélög styrkja þá félagsmenn sína sem sækja nám- skeiðið. /MÞÞ Námskeið um íslensku landnámshænuna: Vaxandi áhugi fyrir hænsnahaldi Veðurstofa Íslands heiðrar Jónatan Hermannsson – Hefur tekið veðrið óslitið í 30 ár Jónatan Hermannsson lét af störfum við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) sem tilraunastjóri á Korpu um síðastliðin áramót. Hann hefur starfað í 38 ár á Rannsóknastofnun landbúnað- arins og LbhÍ, þar af gegnt stöðu tilraunastjóra í jarðrækt og sinnt korntilraunum undanfarin 30 ár. Jónatan hefur tekið veðrið fyrir Veðurstofu Íslands síðustu 30 árin á Korpu og hefur ekki misst dag úr. Til að þakka honum dygga þjónustu afhenti Óðinn Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Veðurstofu Íslands, honum gjöf að skilnaði. /smh Mynd 1. Bændablaðið er mest lesið af öllum prentmiðlum á landsbyggðinni. Mynd 2. Óðinn Þórarinsson afhendir Jónatan gjöf Veðurstofu Íslands. Mynd / smh Júlíus Már Baldursson. Sigurður Eyþórsson, framkvæmda- stjóri BÍ. Mynd / TB Álag á göngustígum við Skógafoss hefur verið gríðarlegt í vetur vegna mikils ferðamannastraums. Hlýindi og vætutíð hafa gert það að verkum að göngustígar hafa vað- ist upp í leðju og hætta hefur verið á verulegum skemmdum á viðkvæmri náttúru svæðisins. Umhverfisstofnun lokaði göngustígnum á Skógaheiði þann 9. desember síðastliðinn tímabundið fyrir ferðamönnum með það að markmiði að vinna að viðeigandi verndarráðstöfunum t.d. með því að byggja þar upp malar- göngustíg. Ljóst er að framkvæmdir á Skógaheiði munu taka tíma og spilar veðráttan þar stórt hlutverk. Umhverfisstofnun hefur ákveðið að göngustígurinn verði lokaður næstu vikurnar, til 17. mars, eða þar til verndarráðstöfunum er lokið og óhætt verður að hleypa umferð fólks aftur inn á svæðið. /MÞÞ Tímabundin lokun göngustígs á Skógaheiði við Skógafoss

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.