Bændablaðið - 26.01.2017, Page 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017
Ráðherrum í ríkisstjórn er heim-
ilt að ráða sér aðstoðarmenn að
eigin vali án auglýsingar. Þeir
vinna náið með ráðherrunum
og sinna margvíslegum störfum
fyrir þá.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra hefur ráðið Pál
Rafnar Þorsteinsson sem sinn
aðstoðarmann. Páll Rafnar er
með doktorspróf í heimspeki frá
Cambridge háskóla í Englandi.
Rannsóknarsvið Páls Rafnars hefur
aðallega snúið að hugmyndum,
bæði klassískum og nútímaleg-
um, um sanngirni, siðvit og rétt-
læti, segir á vef ráðuneytisins. Páll
Rafnar er auk þess með meistara-
gráðu í stjórnmálaheimspeki frá
London School of Economics og
BA-gráðu í heimspeki og grísku
frá Háskóla Íslands. Páll Rafnar
starfaði áður sem forseti félags-
vísindadeildar Háskólans á Bifröst.
Þar áður vann Páll sem ráðgjafi hjá
almannatengslafyrirtækinu KOM.
Tveir ráðnir í umhverfismálin
Þórunn Pétursdóttir og Steinar
Kaldal eru nýir aðstoðarmenn
Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og
auðlindaráðherra.
Þórunn hefur víðtæka reynslu
á sviði umhverfis- og náttúru-
verndarmála. Hún sat um árabil í
stjórn Landverndar og var í fyrstu
stjórn Vatnajökulsþjóðgarðar. Hún
hefur starfað hjá Landgræðslu rík-
isins frá árinu 2003 og sinnt þar
fjölbreyttum verkefnum, fyrst
sem héraðsfulltrúi á Vesturlandi
en síðar sem sérfræðingur, m.a.
á sviði sjálfbærni og vistheimtar.
Þórunn nam umhverfisfræði við
Garðyrkjuskóla ríkisins og land-
fræði við Háskóla Íslands. Hún
lauk meistaragráðu í landgræðslu-
vistfræði frá Landbúnaðarháskóla
Íslands og er að ljúka doktorsgráðu
í landgræðsluvistfræði frá sama
skóla.
Steinar Kaldal hefur unnið sem
verkefnisstjóri hálendisverkefnis
Náttúruverndarsamtaka Íslands
og Landverndar sem er samvinnu-
verkefni náttúruverndarsamtaka,
útivistarsamtaka og Samtaka
ferðaþjónustunnar og snýr að
vernd miðhálendisins. Steinar er
jafnframt formaður FUMÍ, félags
umhverfisfræðinga á Íslandi. Hann
er með BA-próf í stjórnmálafræði
með atvinnulífsfræði sem auka-
grein frá Háskóla Íslands og
meistaragráðu í umhverfisstjórnun
og stefnumótun frá háskólanum í
Lundi í Svíþjóð. /TB
Fréttir
Aðstoðarmenn ráðherra komnir til starfa
− reynsla af heimspekirannsóknum, umhverfismálum og fjölbreyttu félagsstarfi
Þórunn Pétursdóttir, aðstoðarmaður
Viktor Örn Andrésson mat-
reiðslumeistari lenti í Frakklandi
á fimmtudaginn síðastliðinn ásamt
teymi sínu, með eitt og hálft tonn í
farteskinu af útbúnaði og hráefni
frá Íslandi. Hann keppir í mat-
reiðslukeppninni Bocuse d‘Or
í Lyon dagana 24. og 25. janúar
– sem af mörgum er talin vera
óopinber heimsmeistarakeppni
matreiðslumeistara.
Viktor tryggði sér þátttöku
í þessari lokakeppni með góðri
frammistöðu í Evrópuforkeppni
Bocuse d‘Or sem var haldin í maí
– en þá náði hann 5. sæti og fékk
fiskréttur hans gullverðlaun. Hann
var útnefndur matreiðslumaður
Norðurlanda árið 2014.
Vegan-forréttur
Það vekur athygli að forrétturinn
sem allir keppendur verða að skila
er svokallaður vegan-réttur – sem
er að öllu leyti án dýraafurða. Viktor
segir að slík matreiðsla leggist vel í
sig. „Við tökum mikið með okkur
út af hráefni, en við megum aðeins
taka tvö hráefni með okkur heiman
frá fyrir forréttinn – annars verðum
við að kaupa allt í hann hérna úti á
markaðnum degi fyrir keppni. Við
höfðum íslenska gúrku og piparrót
með okkur fyrir þennan vegan-for-
rétt. Það fer vel á því að fara með
íslenska agúrku þar sem hún er eitt
af því fáa sem við erum alveg sjálf-
bær með á Íslandi allt árið og svo
er piparrótin mjög norræn. Ég hef
alveg prófað vegan-eldamennsku
á þeim veitingastöðum sem ég hef
unnið á og í veiðihúsum þar sem
ég hef eldað. Það eru alltaf fleiri og
fleiri sem biðja um þetta. Þetta er
bara skemmtileg tilbreyting og opnar
keppnina mikið.“
Bresse-kjúklingakynið
Skylduhráefni fyrir aðalréttinn er hið
fræga Bresse-kjúklingakyn og skel-
fiskur. Keppendur þurfa að sameina
þessi tvö hráefni ásamt meðlæti á fat
fyrir 14 manns. Bresse-kjúklingurinn
og skelfiskur var einmitt aðalhrá-
efnið í fyrstu Bocuse d´Or keppn-
inni árið 1987, en keppnin fagnar
30 ára afmæli í ár. „Við getum valið
úr ýmsum tegundum skelfisks og ég
valdi humartegundina langoustine
eða leturhumar eins og hann heit-
ir á íslensku. Sá sem ég er með er
reyndar skoskur. Svo er ég líka með
risahumar, eða blue lobster, sem
þekktur er í Evrópu,“ segir Viktor.
Stefnt á efstu þrjú sætin
Æfingatímabilið hjá Viktori hefur
verið langt og í raun nokkuð samfellt
frá því í janúar í fyrra þegar æft var
fyrir forkeppnina. „Þegar hún var
afstaðin fórum við fljótlega að hugsa
um aðalkeppnina, en ætli megi ekki
segja að sá undirbúningur hafi farið á
fullt í september. Þá erum við að tala
um sex daga vinnuviku eingöngu
í þessu. Þetta eru sömu dómarar
mikið til og dæmdu í forkeppninni
og maður verður að reyna að heilla
þá með nýrri nálgun.
Það er alltaf pressa á íslenskum
keppendum í þessari keppni enda
hefur gengið verið gott frá því að
Sturla Birgisson, fyrsti íslenski
keppandinn, tók þátt í henni árið
1999. Hann náði þá fimmta sæti og
síðan hafa íslensku þátttakendurnir
alltaf náð inn á topp tíu. „Maður
verður í versta falli að ná þangað,“
segir Viktor spurður um væntingarn-
ar. „Markmiðið er þó mun hærra en
það. Fyrir forkeppnina vildum við
vera meðal fimm efstu en reyna svo
að komast í þrjú efstu sætin í aðal-
keppninni. Þetta er háleitt markmið
en við teljum þau alls ekki óraun-
hæf.“
Í teymi Viktors eru matreiðslu-
meistarar frá Grillinu á Hótel Sögu;
Hinrik Örn Lárusson, aðstoðarmað-
ur Viktors, og Sigurður Helgason,
þjálfari og fyrrv. keppandi í Bocuse
d‘Or. Þá er Sturla Birgisson dómari
í keppninni og teyminu til aðstoðar,
auk þeirra Sölva Más Davíðssonar,
Rúnars Pierre Heriveaux og
Michaels Péturssonar.
Viktor tók síðustu æfinguna sína
fyrir keppnina föstudaginn 13. jan-
úar fyrir opnum tjöldum, í sérútbúnu
æfingaeldhúsi í Fastus, Síðumúla 16.
Meðfylgjandi myndir eru frá henni.
/smh
Viktor Örn Andrésson keppir við fremstu matreiðslumeistarana í Bocuse d‘Or:
Íslenska agúrkan fer til Frakklands
Landlæknir – heilsuhegðun Norðurlandabúa:
Mest sykurneysla en minnst
borðað af grænmeti á Íslandi
Mynd / Karl Petersson
Embætti landlæknis hefur staðið
fyrir norrænni könnun á matar-
æði, hreyfingu og holdafari hér
á landi í samstarfi við rannsak-
endur frá Danmörku, Noregi,
Finnlandi og Svíþjóð. Meira er
borðað af sykurríkum vörum hér
en á hinum Norðurlöndunum og
minnst er neysla á grænmeti og
ávöxtum á Íslandi.
Í skýrslu vegna könnunarinnar
kemur fram að fleiri fullorðnir á
Norðurlöndunum borða óhollan mat
samkvæmt könnuninni 2014 miðað
við 2011. Hlutfall Norðurlandabúa
sem borða óhollan mat hefur aukist
úr 18% árið 2011 í 22% árið 2014.
Ef eingöngu eru skoðaðar tölur fyrir
Ísland þá er aukningin meiri hér á
landi, fer úr 19% í 25%.
Íslendingar borða minnst af
grænmeti
Á Íslandi er meira borðað af sykur-
ríkum matvörum, súkkulaði, sæl-
gæti, kökum og gosdrykkjum, en á
hinum Norðurlöndunum.
Íslendingar borða minnst af
grænmeti og ávöxtum miðað við hin
Norðurlöndin og hefur neyslan hér
ekki breyst á tímabilinu. Sömuleiðis
borða Íslendingar minnst af heil-
kornabrauði og hefur neyslan minnk-
að milli ára. Fiskneysla er aftur á
móti mest á Íslandi.
Fullorðnir Íslendingar feitastir
Fleiri fullorðnir flokkast of feitir á
Norðurlöndunum 2014 en 2011. Á
Íslandi er hærra hlutfall fullorðinna
sem teljast of feitir en á hinum
Norðurlöndunum.
Jákvæð þróun í mataræði barna
Niðurstöður varðandi mataræði barna
á Norðurlöndunum eru jákvæðari en
hjá fullorðnum. Tæplega 15% nor-
rænna barna flokkast með mataræði
sem telst óhollt. Hlutfallið á Íslandi
er sambærilegt við hin Norðurlöndin.
Félagslegur ójöfnuður í matar-
æði hefur þó aukist meðal barna á
Norðurlöndum. Þannig teljast tvö-
falt fleiri börn foreldra með minnstu
menntun borða óhollt.
Börn hreyfir sig of lítið
Sex af hverjum tíu norrænum börn-
um hreyfa sig ekki í samræmi við
ráðleggingar um hreyfingu árið
2014 líkt og 2011. Finnsk og íslensk
börn hreyfa sig helst í samræmi við
ráðleggingarnar. Norrænar stúlkur
uppfylla síður ráðleggingarnar en
drengir.
Íslensk og finnsk börn borða
mest af sykurríkum fæðutegundum.
Íslensk og norsk börn borða aftur á
móti minnst af grænmeti og ávöxt-
um miðað við hin Norðurlöndin og
íslensk og sænsk börn borða minnst
af heilkornabrauði og minnkaði
neysla á heilkornabrauði hér á landi
á tímabilinu. Íslensk börn borða aftur
á móti mest af fiski.
Fullorðnir hreyfa sig lítið
Að meðaltali hreyfa um einn
af hverjum þremur fullorðnum
Norðurlandabúum sig ekki í samræmi
við ráðleggingar um lágmarkshreyf-
ingu árið 2014 líkt og 2011 og á það
einnig við um Ísland. Hlutfall þeirra
sem hreyfa sig ekkert er hæst í Noregi
og á Íslandi árið 2014 og hefur aukist
hér á landi úr 14% í 17% á tímabilinu.
Athygli vekur að hlutfall 18 til 24
ára Norðurlandabúa sem hreyfa sig
ekkert hefur nær tvöfaldast.
Hvað kyrrsetu varðar verja 30%
Norðurlandabúa fjórum klukku-
stundum eða meira við skjá í frítíma
2014 og hefur það aukist lítillega frá
2011. Þetta hlutfall er lægst meðal
Svía og Íslendinga. /VH
Á sama tíma og bændum fækk-
ar í Noregi eykst tala meðlima
í norsku bændasamtökunum.
Meðlimafjöldinn hefur ekki verið
jafn mikill í 20 ár en alls eru 63
þúsund manns í Norges bondelag.
Þetta þakkar formaður samtak-
anna, Lars Petter Bartnes, fyrir í
norska bændablaðinu og minnir á
að rödd samtakanna sé mikilvæg
fyrir meðlimi hennar, sérstaklega á
þeim tímum þar sem stjórnvöld og
bændur vinna ekki alveg í takt. Á
meðan stjórnvöld vinna að stærri og
færri búum berjast samtökin fyrir því
að hinar dreifðu byggðir fái að halda
sér með þeim fjölbreytta landbúnaði
sem þar er stundaður.
Í Danmörku eykst einnig fjöldi
félagsmanna í samtökunum „Danish
Farmers Abroad“ eða danskir bænd-
ur erlendis. Þar eru skráðir Danir
sem eiga fyrirtæki í landbúnaði eða
starfa í greininni á erlendri grund.
Fyrir fimm árum voru 79 meðlimir
í samtökunum en nú eru þeir orðnir
181. Þannig eru 78 af meðlimun-
um fyrirtæki í landbúnaði en hinir
einstaklingar og meðlimir annarra
fyrirtækja sem tengjast landbúnaði.
Fyrirtækin samanstanda af 6.500
eigendum og hluthöfum í 40 löndum
en flestir eru með starfsemi í Austur-
Evrópu. Samtökin fá þó stöðugt inn
nýja félagsmenn sem eru áhugasamir
um starfsemi í landbúnaði á öðrum
svæðum en í Austur-Evrópu.
/ehg-Bondebladet
Aðild eykst að landbúnaðarsamtökum
Mynd / TB