Bændablaðið - 26.01.2017, Page 16

Bændablaðið - 26.01.2017, Page 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017 Í Glouchesterskíri á Englandi er haldinn heldur óvenjulegur viðburður vor hvert þar sem fólk keppist við að elta ost sem er látinn rúlla niður brekku. Viðburðurinn myndi líklegast útleggjast á íslensku sem osta- hlaup. Viðburðurinn fer ávallt fram á Cooper-hæð sem er í eigu sveitarfélagsins á svæðinu. Sveitarstjórnin á svæðinu hefur undanfarin ár sett upp skilti á leið áhorfenda og þátttakenda sem hvetja fólk til að hætta við þátttöku í viðburðinum sökum slysahættu. Takmarkið að ná ostinum Reglur leiksins eru ósköp einfald- ar. Þátttakendur taka sér stöðu efst á hæðinni, bíða þess að ræsir- inn rúlli um níu punda hringlaga osti af stað niður brekkuna. Því næst eru þátttakendur ræstir af stað og keppast þeir við að hlaupa niður brekkuna með það takmark að ná ostinum. Það gefur auga leið að líkurnar á því að ná ostinum eru hverfandi enda getur osturinn náð allt að 122 kílómetra hraða á klukkustund á leið sinni niður brekkuna. Sá sem er fyrstur í mark neðst í brekkunni er svo krýndur sigurvegari kapphlaups- ins. Fyrstu rituðu heimildir um þennan viðburð eru frá árinu 1826 en talið er skýrt út frá þeim gögn- um að hefðin er mun eldri en það. Sögur frá fjölskyldum sem hafa búið á svæðinu í gegnum aldanna rás telja sig geta rakið söguna allt til byrjun 17. aldar ef ekki lengra aftur í tímann. Ævaforn hefð Í raun er ekki vitað hvenær fyrstu leikar voru haldnir. Ein kenningin er sú að hefðin hafi skapast um 100 árum eftir Krist af landnem- um sem settust að á svæðinu. Ostahlaupið var áður hluti af stærri hátíð á svæðinu þar sem fleiri viðburðir áttu sér stað, það styður aðra kenningu sem segir að heiðnir menn á svæðinu hafi verið að heiðra guðina og biðja um frjósamt sumar. Cooper-hæð er brött og þýfð og slys eru tíð í hlaupinu. Til allrar hamingju eru áverkar yfirleitt minni háttar mar og hnjask þótt beinbrot komi fyrir. Flest meiðsli á einu ári voru árið 1997 þegar 33 þátttakend- ur meiddust og var leikum næsta árs þá aflýst. Vinsældir hlaupsins hafa aukist gríðarlega og flykkist fólk hvaðanæva að úr heiminum til að taka þátt eða einfaldlega bara til þess að fylgjast með. T.d er talið að 15.000 manns hafi verið á svæðinu árið 2009. Með auknum kröfum nútímans um öryggi og heilsu fólks hefur reynst erfitt að stýra þeim fjölda fólks sem sækist eftir að koma á viðburðinn. Hlaupinu hefur því nokkrum sinnum verið aflýst nú á seinni árum. Í nálægu þorpi, Shurdington, sem er í um 5 kílómetra fjarlægð frá Cooper-hæð er bar að nafni „The Cheese Rollers pub“. Hann dregur nafn sitt af þessum atburði og er vinsæll viðkomustaður þátt- takenda fyrir hlaupið. Þar safnast fólk saman til að ræða hvernig best er að haga hlaupinu til að auka vinningslíkur sínar og eflaust til að drekka í sig kjark fyrir verk- efnið sem fram undan er. / Jóhannes F. Halldórsson Merking orðsins borg hefur breyst í tímans rás samfara breyttri sam- félagsgerð. Upphaflega var það notað yfir klettahæð, þá virki á hæð, síðan kastala almennt og loks kaupstað eða bæ (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989). Þannig hefur merking orðsins færst frá ytri skil- greiningu yfir á innri gerð. Líkt og tungumálið þá er borgin sjálf lifandi form sem tekur stöðug- um breytingum í takt við samfélagið sem fóstrar hana. Til að byggt form geti staðið í gegnum aldirnar þarf það að hafa eitthvert hugmyndafræðilegt gildi fyrir samfélagið svo það kjósi að halda því þrátt fyrir breytingar í stjórnmálum, efnahag og samfé- lagsgerð. Finna má örfá slík dæmi í heiminum og er Pantheon-byggingin í Róm eitt þeirra. Pantheonið var byggt árið 27 f. Kr. og helgað öllum guðum. Það stendur enn þrátt fyrir breytt trúarbrögð, að ónefndum öðrum breytingaskeiðum sem borgin hefur gengið í gegnum. Borgarformfræði Borgarformfræði (e. urban morp- hology) er fræðigrein sem fjall- ar um form og mynstur byggðar. Borgarformfræði rannsakar flókn- ar og margslungnar formgerðir og birtingarmyndir hinna ólíku þátta sem mynda heildarsýn borgarinn- ar. Þannig skoðar hún innbyrðis tengsl forma og jafnframt tengingu formsins og heildarmyndarinnar, allt frá fyrstu byggð til dagsins í dag. Í borgum má oft greina mörg mynstur, mörkuð af íbúunum í tím- ans rás. Í raun má segja að borgar- mynstrið sé lagskipt, þar sem hver kynslóð markar nýtt lag í hið erfða búsetulandslag með breytingum og aðlögun án þess að eyða því sem fyrri kynslóðir byggðu. Til að öðl- ast skilning á borgarforminu eins og það kemur fyrir sjónir í dag, þá er nauðsynlegt að þekkja hvernig það myndaðist. Þetta er gert með því að greina mynstur hverrar kynslóðar. Þannig er hægt að öðlast skilning á því hvernig ástandið var í borginni á ólíkum tímum og hvers konar sam- félag það var sem myndaði tiltekið borgarform. Rannsóknum í borgar- formfræði má því í raun líkja við greiningu á yfirprentunarmunstrum (e. palimpsest). Rætur fræðigreinar- innar má rekja annars vegar til land- fræði í Bretlandi og Þýskalandi og hins vegar til arkitektúrs á Ítalíu og í Frakklandi. Þó svo að rekja megi rætur borgarformfræðinnar allt aftur til 19. aldar náði hún ekki almennri útbreiðslu fyrr en um 1960. Í raun- inni er hún hluti af stærri hreyfingu sem snýr að gagnrýni á móderníska byggingarlist og borgarskipulag. Aðal frumkvöðull í borgarform- fræðilegum rannsóknum innan landfræðinnar í Englandi var M.R.G. Conzen (1907–2000). Á Ítalíu eru sterk tengsl milli borgarformfræða og borgarhönnunar (e. urban des- ign). Þar kom borgarformfræði fram sem gagnrýni á módernískar kenningar innan byggingarlistar og skipulagsfræða. Arkitektinn Saverio Muratori (1910–1973) og Gianfranco Caniggia (1933–1987) voru leiðandi í kerfisbundnum rannsóknum á þróun ítalskra borga. Í framhaldinu fara Frakkar að rann- saka borgarformið en þar er hinn félagslegi þáttur alltaf í fyrsta sæti, sem rekja má til áhrifa frá franska félagsfræðingnum Henri Lefebvre. Þvefagleg grein Borgarformfræði er þverfagleg grein í örum vexti og rannsóknir fara fram um heim allan. International Seminar on Urban Form (ISUF) var formlega stofnað 1994. Þar með skapaðist alþjóðlegur vettvangur fyrir rann- sóknir í borgarformfræði. ISUF leitast við að efla rannsóknir tengdar hinu byggða formi og draga samtökin að sér þverfaglega félagsmenn, úr greinum eins og til dæmis arkitektúr, landfræði, sagnfræði, fornleifafræði, félagsfræði og skipulagsfræði. Samtökin gefa út ritrýnda tímaritið Urban Morphology og halda árlega ráðstefnur. Reykjavík Í doktorsritgerð minni frá 2007 greindi ég borgarformfræði Reykja- víkur. Ég byggi á hugmyndafræði þeirra Conzen og Caniggia og bý til módel til að greina vöxt samtíma borga (Sigríður Kristjánsdóttir 2001). Þar var rýnt í hvernig flókið samspil staðbundins landslags, sögu og menn- ingar leiðir til mismunandi borgar- forms. Jafnframt er skoðað hvernig fagurfræðilegt, lagalegt, pólitískt, hagrænt og félagslegt ástand í sam- félaginu endurspeglast í byggðamass- anum og rýmum borgarinnar. Ó borg, mín borg! − hvernig myndast borgarsamfélög? STEKKUR Sigríður Kristjánsdóttir lektor − auðlinda- og umhverfisdeild LbhÍ sigridur@lbhi.is SKIPULAGSMÁL Mynd / The M.R.G. Conzen Collection 2004 Bændasamtök Íslands eiga Hótel Sögu: Fjárfesting sem ætlað er að skila eiganda sínum arði – Tekjuaukning veruleg milli ára og framkvæmdir á næsta leiti Á nýliðnum bændafundum komu málefni Hótel Sögu til umræðu. Voru fundargestir áhugasamir um rekstur hótelsins sem er alfarið í eigu Bændasamtakanna. Í máli forystumanna bænda kom fram að á Búnaðarþingi 2015 hafi verið tekin stefnumarkandi ákvörðun um að eiga hótelið þegar tilboðum nokkurra áhugasamra kaupenda var hafnað. Síðan ákvörðun Búnaðarþings var tekin hafa þó nokkrar breytingar verið gerðar á rekstrinum. Sérstakt félag var stofnað um fasteignina, Bændahöllin ehf. Hótel Saga ehf. rekur hótelið eins og áður undir merkjum Radisson Blu og því stýrir Ingibjörg Ólafsdóttir. Góð tekjuaukning á milli ára Elías Blöndal Guðjónsson er fram- kvæmdastjóri Bændahallarinnar ehf. Hann segir að rekstur beggja félaga hafi í meginatriðum geng- ið samkvæmt áætlunum sem lagt var upp með í upphafi síðasta árs. Tekjuaukning hótelsins á milli ára er umtalsverð og nemur 18,5%. Heildartekjur Hótel Sögu voru tæpir tveir milljarðar á síðasta ári og Bændahallarinnar ehf. 384 millj- ónir króna, sem er 24,6% aukning milli ára. Tekjur Bændahallarinnar ehf. eru að meginuppistöðu leigu- tekjur. Herbergjanýting jókst um 2% á milli ára en á síðasta ári var hún 85,4%. Tekjur á hvert selt her- bergi hafa að sama skapi aukist um 13,6% á milli ára sem þýðir að hærra verð fæst fyrir nóttina en áður. Reiknar með arðgreiðslu „Uppskipting félaga hefur skerpt sýn stjórnenda á rekstur fasteignar annars vegar og rekstur hótels hins vegar. Tekjur hafa farið vaxandi þó styrking krónunnar hafi haft nei- kvæð áhrif á afkomu hótelsins,“ segir Elías en hann reiknar með því að bæði félög greiði eiganda sínum arð vegna rekstrarársins 2016. Sú upphæð skýrist á næstu vikum þegar lokauppgjör liggja fyrir. Viðhald og uppbygging Elías segir að umfangsmikið viðhald og endurnýjun sé fram undan á fast- eign og innviðum hennar. „Endurnýja á hótelherbergi, veitingarými og ýmis stoðrými. Markmiðið með því er að auka hagkvæmni í rekstri, auka veltu, fækka skrefum starfsmanna og gesta og nýta fermetrana betur.“ Skipt verður um glugga á fyrstu hæð og í tengi- byggingu ásamt því sem gestamóttöku og veitingarými verður gjörbreytt. Við endurbæturnar verður upprunaleg hönnun höfð að leiðarljósi að sögn Elíasar. Gömul húsgögn verða endur- smíðuð en þau voru sum hver sérstak- lega hönnuð fyrir hótelið á sínum tíma. Fasteigninni ætlað að skila arði til reksturs samtaka bænda Aðspurður um tilgang þess fyrir samtök bænda að eiga og reka Hótel Sögu segir Elías að ákvörðun Búnaðarþings 2015 hafi verið sú að selja ekki hótelið á þeim tíma hvað sem síðar verður. „Undirliggjandi markmið er að hámarka virði eigna Bændasamtaka Íslands og til lengri tíma er markmiðið að skila Bændasamtökum Íslands arði af þessum eignum til reksturs samtakanna,“ segir Elías Blöndal Guðjónsson, framkvæmdastjóri Bændahallarinnar ehf. /TB Mynd / Lothar Grund- Mynd / TB

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.