Bændablaðið - 26.01.2017, Qupperneq 17

Bændablaðið - 26.01.2017, Qupperneq 17
17Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017 Bókmenntafélag flytur í Bændahöllina Hið íslenska bókmenntafélag mun flytja starfsemi sína í Bændahöllina í maímánuði 2017. Forsvarsmenn Bændahallarinnar ehf. og Hins íslenska bókmenntafélags skrifuðu undir húsaleigusamning til 15 ára í síðustu viku. Bókmenntafélagið verður á jarðhæð í austurhluta sem snýr að Landsbókasafninu og lóð Húss íslenskra fræða. Húsnæðið er hannað af Hornsteinum arki- tektum og framkvæmdir við breytingar eru þegar hafnar. Þetta kom fram í sameiginlegri fréttatil- kynningu frá Bændahöllinni ehf. og Hinu íslenska bókmenntafélagi. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sagði í stuttri tölu þegar skrifað var undir leigu- samning að það væri ánægjulegt að fá Bókmenntafélagið í Bændahöllina og í nábýli við Bændasamtökin. Þau væru byggð á gömlum grunni, sam- tök bænda yrðu 180 ára í ár og væru því ekki á ósvipuðum aldri og Hið íslenska bókmenntafélag. Félagið stofnað til að vernda og efla íslenska tungu Hið íslenska bókmenntafélag var stofn að árið 1816 og hefur starfað óslitið síðan. Stofnun þess olli á sínum íslenskrar tungu og bókmennta síðari alda. Bókmenntafélagið hófst þegar á fyrsta starfsári handa um útgáfu bóka og tímarita og hefur sú starfsemi verið meginviðfangsefni þess síðan. Jón Sigurðsson, forseti Hins íslenska bókmenntafélags, segir að þessi nýja staðsetning á starfsstöð Bókmenntafélagsins sé einkar heppi- leg vegna nábýlis við Háskólann og ýmsar menningarstofnanir sem honum tengjast. „Þegar Bókmenntafélagið var stofnað fyrir 200 árum var íslenskan í hættu. Félagið var stofn- að til þess að vernda og efla íslenska tungu. Íslendingum hefur tekist vel að verja og efla tungu sína til þessa. Starf Bókmenntafélagsins hefur án efa skipt hér máli. Því starfi þarf að halda áfram,“ segir Jón. Góð viðbót við aðra starfsemi í húsinu Að sögn Elíasar Blöndal, fram- kvæmdastjóra Bændahallarinnar, er starfsemi Hins íslenska bókmennta- félags góð viðbót við aðra starfsemi í húsinu og styður við rekstur Hótel Sögu. „Fyrir er bankaútibú, rakari, hárgreiðslustofa, ferðaskipuleggj- andi, veitingastaðir og ráðstefnu- deild, skrifstofur Bændasamtaka Íslands, skrifstofur á vegum hins opinbera og annarra og 236 hótel- herbergi.“ Um 1.000 manns heimsækja Bændahöllina á hverjum degi Bændahöllin ehf. er félag í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændahöll- in var byggð af bændum árið 1962 og hefur alla tíð verið í eigu þeirra. Bændahöllin er um 18.500 fer- metrar að stærð og um 1.000 manns heimsækja húsið á degi hverjum í margvíslegum tilgangi. Þáttur Bændahallarinnar og Hótel Sögu - mennsku er mjög stór og Bænda- höllin hefur verið eitt af helstu kennileitum Reykjavíkurborgar síðastliðin 55 ár. Ýmsar menningarstofnanir eru í næsta nágrenni. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungu- horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu og Hús íslenskra fræða mun rísa þar sem Melavöllurinn var forðum. Þjóðarbókhlaðan, Þjóðminja- safnið og Háskóli Íslands eru allt rótgrónar stofnanir steinsnar frá Bændahöllinni. /TB Sala og ráðgjöf Sími 540 1100 www.lifland.is Reykjavík Lyngháls Akureyri Óseyri Borgarnes Borgarbraut Blönduós Efstubraut Hvolsvöllur Stórólfsvelli Kostur fæst í tveimur útfærslum með 16% eða 19% próteininnihaldi. Kostur er ríkur af fitusýrum og inniheldur gott hlutfall hæggerjanlegra hráefna sem hafa jákvæð áhrif á myndun mjólkurfitu og gefa af sér fitumyndandi gerjunarafurðir. Forsvarsmenn Hins íslenska bókmenntafélags handsala leigusamning við bændur. Frá vinstri: Eiríkur Blöndal, Sindri Sigurgeirsson, Jón Sigurðsson og Sverrir Kristinsson. Mynd / TB Hreindýrakvóti 2017: Fleiri kýr en færri tarfar Hreindýrakvóti fyrir árið 2017 hefur verið ákveðinn, það er umhverfis- og auðlindaráðherra sem ákveður kvótann að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Á þessu ári verður heimilt að veiða allt að 1.315 dýr, 922 kýr og 393 tarfa. Á liðnu ári, 2016 var kvótinn 1.300 dýr, 848 kýr og 452 tarfar. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar í auglýs- ingu sem birtist í Lögbirtingablaðinu. Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda. Veiðitími hefst 1. ágúst Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnun heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til 20. september. Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa. Óheimilt er að veiða kálfa. Verð fyrir veiðileyfin eru 140.000 kr. fyrir tarf, og nemur hækkun um 5.000 krónum og 80.000 kr. fyrir kú. Úthlutuð veiðileyfi skulu greiðast að fullu eigi síðar en 15.apríl. Frestur til að sækja um er til og með 15. febrúar. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.