Bændablaðið - 26.01.2017, Qupperneq 20

Bændablaðið - 26.01.2017, Qupperneq 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017 Vatnsnotkun í heiminum fer ört vaxandi og ljóst að maðurinn er víða farinn að ganga hressilega á grunnvatnsbirgðir sem til staðar eru. Þar sitja Íslendingar sannar- lega á gullkistu sem aðrar þjóðir munu örugglega fara að sýna mik- inn áhuga. Áætlað hefur verið að árleg úrkoma á jörðinni sem fellur á landi samsvari um 117.000 rúmkílómetr- um (km3) af vatni. Um 4% af þeirri úrkomu nýtist beint í landbúnaði og um 50% gufar ýmist upp aftur eða nýtist í vatnsupptöku skóga og gróð- urlendis utan ræktaðs lands. Þau 46% úrkomunnar sem eftir eru af útkomunni seytlar niður í jörðina sem grunnvatn og oft er talað um það sem hámarks upp- sprettu endurnýjanlegs neysluvatns. Það vatnsmagn hefur verið áætlað 52.579 km3. Þetta er það hámark yfirborðs og grunnvatns sem jarðar- búar geta mögulega notað við sínar athafnir. Á árinu 2007 var talið að 69% þessa nýtanlega vatns hafi verið notað í landbúnaði. Um 5,1% vatnsnotkunarinnar í landbúnaði er vegna vökvunar og oftar en ekki er þar um að ræða uppdælingu grunn- vatns. Um 19% af vatnsnotkuninni er síðan notað í margvíslegum iðnaði. Samkvæmt skýrslu sem McKinsey&Company gaf út í des- ember 2009 fóru þá 71% af heims- notkuninni á vatni til landbúnaðar- framleiðslu. Þar kom einnig fram að birgðir jarðar á hreinu vatni muni aðeins uppfylla 60% af eftirspurn- inni eftir vatni árið 2030 eða eftir aðeins 13 ár. Síðan þessi skýrsla var gerð hefur staðan bara versnað. Orkugeirinn og iðnaðurinn þurfa sitt Orkugeirinn og iðnaður nota gríðar- legt vatn við framleiðslu og til kæl- ingar. Var það talið nema um 16% af heildareftirspurninni árið 2009 og áætlað að hlutfallið færi í 22% árið 2030. Samkvæmt skýrslunni var talið að 40% af aukinni þörf í orkugeiranum og iðnaði verði til í Kína. Indland réð árið 2009 aðeins yfir helmingi þess vatns sem eftir- spurn er talin verða eftir árið 2030. Sömu sögu er að segja af Kína og löndum eins og Brasilíu. Í skýrslunni kemur fram að skipt geti sköpum að það takist að bæta vatnsnýtingu í landbúnaði og einnig að auka framleiðsluna á þeim stöð- um sem búa við næga úrkomu. Þá verði bankar líka að koma að málinu í auknum mæli og lána til vatnsverk- efna og ekki síst til að lagfæra lek vatnskerfi. Peter Brabeck-Letmathe, forstjóri stórfyrirtækisins Nestlé, varar við vatnskreppu. Grunnvatnsstaða lækki ört á svæðum þar sem landbúnaðar- framleiðsla fari á sama tíma vaxandi eins og á Indlandi. „Vatnskreppa, sem er mjög lík- leg á næstu 10 til 20 árum, mun að öllum líkindum valda umtalsverð- um samdrætti í kornframleiðslu. Það mun síðan leiða til gríðarlegrar matvælakreppu á heimsvísu.“ Hann segir einnig að líf eins þriðja jarðarbúa muni verða fyrir áhrifum af vatnsskorti þegar árið 2025. „Við gætum verið að horfa á árlegt uppskerutap á korni sem nemur allri framleiðslu Indlands og Bandaríkjanna til samans. Það yrði hræðileg niðurstaða. Slík heimskreppa myndi hafa áhrif á öll fyrirtæki, ekki bara þau sem starfa við matvælaframleiðslu,“ sagði Brabeck-Letmathe í svari við fyrir- spurn McKinsey um málið. Athyglisvert er að sjá þessi varnaðarorð frá yfirmanni fyrirtækis sem m.a. hefur verið gagnrýnt fyrir að ganga freklega á grunnvatns- brigðir í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Íslendingar enn í góðum vatnsmálum Ekki er ónýtt að vita til þess í þessu samhengi að meðalúrkoma á Íslandi sé ein sú mesta í Evrópu. Þannig var heildarúrkoman á landinu öllu 174.485 milljónir rúmmetra af vatni á árinu 2015. Séu vatnsauðlindir landsins skoðaðar árið 2015 var heildarúr- koma 174,485 milljón rúmmetrar. Þar af var regnvatn 75,934 milljón rúmmetrar, snjókoma 60,262, upp- gufun 12,396 og þurrgufun 1,886 milljón rúmmetrar. Vatnsnotkun árið 2015 var um 280 milljónir rúmmetra en var 275 milljónir rúmmetra árið 2014. Þar af var 92,8% af neysluvatni fengið úr grunnvatni en 6,8% voru yfirborðs- vatn. Vatnsnotkun fyrirtækja á Íslandi var um 198 milljónir rúmmetra árið 2015, eða um 71% af heildarvatns- notkuninni. Þar af voru hæstar notk- unartölur hjá fyrirtækjum í fiskeldi og hjá jarðvarmavirkjunum. Um 77 milljónir rúmmetra af vatni voru nýttar í þéttbýli árið 2015. Ljóst er að íslensk stjórnvöld verða að halda vöku sinni í þessum efnum og halda fast um eignarhaldið á þeim gríðarlega auð sem þjóðin á í vatni. Vatnsnotkun víða komin á hættulegt stig Gallinn á heildarmynd vatnsmálanna í heiminum er að vatnsnotkunin hefur aukist hröðum skrefum vegna athafna mannsins á liðnum árum og áratugum. Er svo komið að víða hefur verið gengið hættulega mikið á vatnsbirgðir, bæði yfirborðs- og grunnvatn. Í síðasta Bændablaði var m.a. fjallað um fréttir af hrikalegri stöðu vatnsmála í Íran. Íslendingar vart hálfdrættingar í vatnsnotkun miðað við íbúa ESB Sem dæmi um notkunina á Vesturlöndum, þá er áætlað að vatnsnotkunin á hvern íbúa Evrópusambandslandanna sé um 4.815 lítrar af vatni að meðaltali á dag. Þá er allt talið með, en 44% af þessari vatnsnotkun er vegna fram- leiðslu á orku, einkum með kolum og kjarnorku. Kostnaður vegna þurrka á síðustu 30 árum er af ESB metinn á 100 milljarða evra. Þó undarleg kunni að virðast er vatnsnotkun í ESB-löndunum mun meiri á hvern íbúa en á Íslandi. Ræðst það trúlega af gríðarlega vatnsfrekum þungaiðnaði og raf- orkuframleiðslu með kolum og kjarnorku í ESB-ríkjunum. Einnig er meiri vatnsnotkun í landbúnaði en hér þekkist. Samkvæmt framan- greindum tölum um vatnsnotkun hér á landi, nam meðaltalsnotkunin á mann að meðaltali 2.269 lítrum á dag á árinu 2015. Þá er notkunin í atvinnulífinu meðtalin. Er það innan við helmingur þess sem notað er á mann í ESB-löndunum. Samt höfum við gjarnan talið okkur fara mjög illa með vatn í venjulegu heimilis- haldi. Það vegur bara tiltölulega lítið í heildarsamhenginu. Samkvæmt vatnsþróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna sem gefin var út 2016 eru yfir milljarður starfa á jörðinni mjög háð aðgengi að vatni. Þau sem standa fyrir meira en 40% af störfum allra vinnufærra manna. Þessi störf eru m.a. í land- búnaði, skógariðnaði, fiskirækt á landi, í námuiðnaði, orkugeiranum og margvíslegri annarri starfsemi. Annar milljarður starfa er talsvert háður aðgengi að vatni. Samkvæmt skýrslunni er öllum þessum störfum hætta búin sökum minnkandi sjálf- bærni í vatnsbúskap jarðarinnar. Sjálfbærni í vatnsbúskap Fjöldi stofnana og fyrirtækja sem hafa hagsmuni af vatnsnotkun horfa æ meir á hvernig tryggja megi sjálf- bærni í vatnsnýtingu. Ein stofnunin sem einbeitir sér að þessu verkefni er Pacific Instuitute í Bandaríkjunum sem stofnuð var 1987. Þar hafa menn áhyggjur af því að of miklu grunn- vatni hefur verið dælt upp úr jarð- lögum til notkunar í landbúnaði og fyrir vatnsveitur borga, ekki síst í Kaliforníu á undanförnum árum. Er staðan þar komin á mjög hættulegt stig. Þar er Colorado-áin farin að láta mjög á sjá. Einnig er bent á Guluá í Kína. Staðan í báðum þessum ám er þannig að þær ná ekki lengur að renna alla leið til sjávar hluta af ári. Þá er grunnvatninu í Kaliforníu líka dælt upp til að tappa á drykkjarvatns- flöskur í stórum stíl. Fyrirtækin sem það gera kæra sig kollótt um að verið sé að ofnýta vatnasvæðið. Almenningur er farinn að reiða sig æ meir á vatn í flöskum. Sem dæmi drukku 50% Bandaríkjamanna flöskuvatn að staðaldri árið 2013. Það eru yfir 150 milljónir manna. Vatnið er í langflestum tilfellum keypt dýru verði í verslunum í plast- flöskum. Áætlað er að sala á vatni í plastflöskum velti árlega um 100 milljörðum dollara og fer ört vax- andi. Spurningin er hvort nýlegar áhyggjur um að efni í plastflöskun- um kunni að skýra aukningu ýmissa sjúkdóma kunni að slá á þessa eft- irspurn. Ef það gerist, hvað kemur þá í staðinn? Notkun á glerflöskum er ekki augljós lausn, sökum þunga glersins í flutningum. Eldsneytisframleiðsla Samkvæmt tölum International Energy Agency (IEA) frá 2012, þá fór um 15% af allri vatnsnotkun heimsins í að framleiða eldsneyti árið 2010 eða 583 milljarðar rúmmetra. Búist er við að sú vatnsnotkun aukist í 20% fyrir árið 1935 en heildareftir- spurnin eftir vatni aukist um 85%. Við framleiðslu á eldsneyti þarf mikið vatn. Einna minnst vatn þarf til að framleiða eldsneyti úr jarðolíu, en mest við vinnslu á gasi. Mikið vatn þarf líka til að framleiða metanól og etanól og kemur sú vatnsnotkun næst á eftir framleiðslunni á gasi. Megnið af metanóli heimsins er framleitt úr gasi og kolum, en etanól er að veru- legu leyti framleitt úr sykurreyr og korni. Á Íslandi er rekinn harður áróður fyrir að auka íblöndun á met- anóli sem framleitt er við Svartsengi í bensín og olíu. Metanól er alkóhól sem gjarnan er kallað tréspíri og Eftirspurn eftir fersku vatni í heiminum verður langt umfram framboð innan tiltölulega fárra ára: Heimsbyggðin gæti horft fram á hrikalega vatnskreppu á næstu 10 til 20 árum −Slík staða er talin geta leitt til stórfelldrar matvælakreppu og vopnaðra átaka – þekking bænda hefur aldrei verið mikilvægari Hörður Kristjánsson hk@bondi.is FRÉTTASKÝRING Sú athöfn að sækja sér drykkjarvatn úr krana, sem Íslendingum þykir sjálf- sagt, er víða orðinn fáheyrður munaður. Mynd / right2water.eu

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.