Bændablaðið - 26.01.2017, Qupperneq 22

Bændablaðið - 26.01.2017, Qupperneq 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017 „Ég hef fengið mjög jákvæð við- brögð, vefurinn hefur mikið verið skoðaður og ég vona að umferð eigi eftir að aukast þegar fram líða stundir og fleiri vita af honum,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, bóndi og ráðunautur í Víðidalstungu í Húnaþingi vestra, en hún hleypti af stokkunum nýjum vef, sveito.is, um áramót. Sigríður hyggst birta nýjan pistil sem tengist landbúnaði og daglegu lífi í sveitinni í hverri viku, á fimmtudögum. Sigríður býr ásamt foreldr- um sínum, Ólafi og Brynhildi, og Hallfríði, systur sinni, í Víði- dalstungu en þar er rekið sauðfjárbú með um 500 fjár, en að auki eru þar haldin 13 hross. Jörðin er um 300 hektarar að stærð af vel grónu landi auk um 300 hektara í sameign með Víðidalstungu 2. Jörðinni fylgir upp- rekstrarafréttur á Víðidalstunguheiði, bæði fyrir kindur og hross. Smávaxnar en fitusnauðar kindur Ærnar í Víðidalstungu eiga uppruna sinn að rekja til Snæfellsness, en þaðan kom fé eftir niðurskurð árið 1991. Eftir tvö ár frá niðurskurði, árið 1993, voru kindur aftur teknar á bæinn og segir Sigríður snæfellsku ærnar frekar smávaxnar, en vel gerð- ar, fitusnauðar og vöðvastæltar. Þær eigi það til stöku sinnum að vera frekar óþekkar. Sigríður starfar sem ráðu- nautur hjá RML og hefur aðsetur á Hvammstanga. Þá tekur hún þátt í störfum heima á búinu en einkum að sögn á álagstímum, við sauðburð, heyskap, göngur og réttir svo dæmi séu tekin. „Systir mín og faðir sjá að mestu um hin daglegu störf yfir vetr- artímann, en ég kem sterk inn þegar mest er um að vera,“ segir hún. Sigríður segir að tilgangurinn með því að opna vefsíðu og skrifa vikulega pistla sé einkum að koma á framfæri ýmsum staðreyndum og hugtökum um íslenskan landbúnað. „Mig langar líka að leitast við að veita þeim, sem ekki eru svo heppnir að hafa persónu- lega tengingu við sveitina, tækifæri til að kynnast daglegum störfum okkar sem þar vinnum og því hvernig lífið gengur fyrir sig á hefðbundnu fjöl- skyldubúi í meðalstærð á íslenskan mælikvarða,“ segir hún. Minni tengingar en áður var Sigríður kveðst hafa gengið með hug- myndina um skeið, en það að hún lætur til skarar skríða nú megi rekja til vinkonu sinnar, Aldísar Gunnarsdóttur á Svalbarði í Þistilfirði. „Það er eigin- lega hún sem kom mér af stað í þetta verkefni. Við höfum þekkst lengi og rætt um þessi mál fram og aftur, okkur hefur oft þótt vanta þónokkuð upp á að almenningur hafi næga þekkingu á landbúnaðarmálum, hvað verið er að gera dagsdaglega í sveitum landsins. Það kom t.d. berlega í ljós við miklar umræður um síðustu búvörusamn- inga þar sem menn tjáðu sig fram og aftur en virtust ekki alltaf hafa á hreinu um hvað þeir væru að tala. Tengingar þéttbýlisbúa við sveitina eru líka minni en áður var, það tíðkast vart lengur að börn séu send í sveit að sumarlagi og margir hafa aldrei komið heim á íslenskan bóndabæ,“ segir hún. Pistlar beint frá býli Pistlar Sigríðar verða á léttum nótum, en eru fyrst og fremst skrifaðir í því skyni að miðla upplýsingum, færa sveitina nær þéttbýlinu. Nú hafa birst á vefnum fjórir pistlar og fjölmargir væntanlegir enda af nógu að taka. „Þetta leggst bara vel í mig, mig hefur alltaf langað til að vera með í ein- hvers konar framleiðslu í tengslum við Beint frá býli en er ekki nægi- lega liðtæk í matargerð. Ég kann hins vegar að skrifa og hef mjög gaman af því. Þessir pistlar verða mitt framlag í beint frá býli,“ segir hún. Sigríður vill að lokum þakka Aldísi vinkonu sinni fyrir hug- myndina og Helgu Hinriksdóttur, skáfrænku og vinkonu, fyrir tækni- lega aðstoð. /MÞÞ Sigríður Ólafsdóttir, ráðunautur og bóndi í Víðidalstungu, opnar vefsíðuna sveito.is: Vill miðla sögum úr sveitinni ásamt léttum fróðleik Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Öryggisskór í vinnuna! Það getur verið þreytandi að reima. eð Bóa Hvernig væri að prufa öryggisskó m g losa snúrukerfi? Auðveldar að þrengja o um skóna. Verð: 19.988 kr. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Orðabókardæmi Eitt af því sem finna má á vefsíðunni eru orðskýringar, eins konar orðabók sem útskýrir ýmis orð sem tengjast sauðfjárbúskap. Hér eru nokkur dæmi: • Blæsma – kind með egglos, líka talað um að beiða • Einstaklingsnúmer – kennitala • Erfðaframfarir – þegar næsta kynslóð er betri en sú á undan • Fallþungi – skrokkþyngd þegar húð (gæra) og innyfli eru tekin frá • Fengitími – tilhugalíf sauðfjár, á sér yfirleitt stað á tímabilinu nóvember -febrúar • Fitusnautt – kjöt með litla fitu • Fjárhús – samastaður (heimili) kinda á veturna • Fjárvís – skýrsluhaldskerfi fyrir kindur • Frjóvga – koma á sambandi á milli eggs og sáðfrumu • Garði – matarborð kinda • Gæðastýring – kerfi sem er ætlað að tryggja gæði afurða og hámarks nýtingu aðfanga • Heimagangur – lamb sem missir móður sína og er fóstrað heima yfir sumarið • Heimaalningur – sama og heimagangur • Hólf – afmarkað pláss í fjárhúsum • Hrútur – karlkyns sauðfé • Hrútaskrá – listi yfir bestu hrúta landsins • Hvíta húsið – sláturhús • Kind – kvenkyns sauðfé Sigríður Ólafsdóttir, bóndi og ráðunautur í Víðidalstungu í Húnaþingi vestra, er mikill dýravinur og lætur sig málefni þeirra og landbúnaðarins varða. Pistlar Sigríðar verða á léttum nótum, en eru fyrst og fremst skrifaðir í því skyni að miðla upplýsingum, færa sveitina nær þéttbýlinu.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.