Bændablaðið - 26.01.2017, Side 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017
Bændurnir í Smjördölum í Flóa hafa náð góðum árangri í kúabúskapnum:
Byggðu lausagöngufjós og afurðir jukust hratt
– áhersla fyrst og fremst á mjólkurgæði og velferð kúnna
Á bænum Smjördölum í Flóa
búa bændurnir Anne B. Hansen
og Grétar Sigurjónsson ásamt
tveimur sonum sínum. Þau tóku í
notkun nýtt fjós með mjaltaþjóni
árið 2014 en afurðir búsins hafa
aukist um nálægt 1.400 kg á árskú
á tveimur árum. Anne og Grétar
fóru skynsamlega í fjósbyggingar-
framkvæmdirnar, keyptu kvóta og
juku framleiðslu í gamla fjósinu
eins og hægt var, söfnuðu eigið fé
og biðu þangað til þau sáu fram á
að ráða við verkefnið – vildu ekki
reisa sér hurðarás um öxl. Á sama
tíma skipulögðu þau framkvæmd-
ina í þaula, skoðuðu fjölda fjósa
og lærðu af reynslu annarra. Eftir
stendur vel heppnuð framkvæmd,
hamingjusamari kýr og bændur
með betri vinnuaðstöðu.
„Ég er fæddur hér og uppalinn,
sá sjötti í minni ætt í beinan karl-
legg sem býr hérna. Móðir mín var
frá Miklholtshelli, amma mín var frá
Þórleifskoti og langamma frá Vola í
Hraungerðishreppi þannig að það má
segja að ég sé ekta Flóamaður,“ segir
Grétar.
Anne er af dönsku bergi brotin en
fædd og alin upp í Sviss. „Ég kom
hingað til lands fyrir um 27 árum
síðan en þá var ég í atvinnuleit. Af
því að ég var með danskt vegabréf
þá var auðveldara að fá vinnu á
Norðurlöndunum. Ég millilenti hér
á leiðinni frá Bandaríkjunum, leitaði
til Bændasamtakanna þar sem mér var
boðið í kaffi og boðin velkomin til
landsins. Ég var hvött til að sækja um
vinnu í sveit og það endaði með því
að ég var ráðin í Syðstu-Mörk undir
Eyjafjöllum. Vann svo þar á sumrin
og í fríum í nokkur ár þegar ég var í
námi í arkitektúr úti í Sviss. Þegar ég
var búin með námið kom ég hingað
til lands og kynntist Grétari fljótlega
og fór að búa,“ segir Anne.
Tók ungur við búinu
Grétar hafði allnokkrum árum áður
tekið við búinu í Smjördölum en
örlögin höguðu því þannig að hann
var ekki nema 19 ára þegar hann axl-
aði þá ábyrgð. „Pabbi minn var með
parkinsonveiki og búið var á herð-
um móður minnar og okkar systk-
inanna að mestu leyti. Ég ákvað að
fara í Bændaskólann á Hvanneyri en
á sjálfan útskriftardaginn í maí 1988
deyr móðir mín í bílslysi á leiðinni
heim. Þar sem pabbi var það mikill
sjúklingur varð það úr að ég tók við.
Mér fannst ég nú fullorðinn þá, ekki
nema 19 ára, en svona var þetta. Í raun
stefndi hugurinn alltaf í það að fara að
búa en þetta var vissulega snemmt,“
segir Grétar.
Anne starfar sem arkitekt
Anne vinnur sjálfstætt sem arkitekt á
Selfossi og hefur nóg fyrir stafni að
eigin sögn. „Ég er í alls konar verk-
efnum, stórum og smáum. Þá kem ég
líka að skipulagsmálum og fleiru,“
segir Anne. Hún segist ekki vera í
100% starfi í arkitektúrnum því hún
sinni vissulega verkum á búinu með
Grétari. „Ég get leyft mér það af því
að ég vinn sjálfstætt, hætt snemma eða
sleppt dögum úr þegar þarf. Um helg-
ar er maður svo auðvitað heilmikið í
búskapnum.“
Anne og Grétar eiga tvo syni, þá
Niklas og Jónas sem eru 12 og 14 ára.
Þeir sækja skóla á Selfossi og fara með
skólabílnum dag hvern. Strákarnir eru
duglegir í búverkunum og eru drjúgir
vinnumenn, að sögn foreldra sinna.
Nafnið Smjördalir er aldagamalt
Nafnið á bænum, Smjördalir,
hefur verið með jörðinni svo langt
aftur sem skrifuð plögg ná, segir í
Sunnlenskum byggðum. Það kemur
spánskt fyrir sjónir í Flóanum þar
sem landslagið er nær marflatt en
smjör kemur við sögu fyrr á öldum.
„Það er að vísu hraunlendi hérna
norðan við bæinn og þegar maður
gengur um það eru nokkuð djúpar
lautir, svona mannhæðar djúpar. Það
er af sumum talið að nafnið komi
þaðan en alþýðuskýringin er sú að
þegar Skálholtsstóll átti flestar jarðir
á þessu svæði þá hafi leigan verið
greidd í smjöri sem þótti afburðagott
á þessum bæ,“ segir Grétar.
Jörðin bæði grýtt og blaut
Skilyrði til ræktunar í Smjördölum
eru að mörgu leyti erfið vegna grjóts.
Mest allt ræktunarland er framræst
og stutt niður á hraun. Jarðvegur er
fíngerður sem þolir frekar illa umferð
véla og veðst upp í vætutíð. „Jörðin
sjálf er 210 hektarar að stærð og þar
af eru tún um 60 hektarar,“ segir
Grétar. Anne segir Smjördali þó gras-
gefna og þar sem búið sé að rækta
og grjótið farið sé feiknauppskera
og gott gras. Þau hafa ekki ráðist í
kornrækt en keypt bygg af bónda sem
býr í nágrenninu. „Þar er sendnari
jarðvegur og auðveldara að vinna
flögin en hér,“ segir Grétar sem telur
að það fyrirkomulag henti þeim vel.
50 mjólkandi kýr
Í Smjördölum eru um 50 mjólkandi
kýr um þessar mundir. „Við erum
eingöngu með kýr. Hér var bland-
að bú þegar ég var krakki en smátt
og smátt hættum við með sauðféð,“
segir Grétar. Anne segir að þau séu
ekki með mikinn mannskap með
sér. „Ég á enga ættingja hér á landi
og fjölskyldan er ekki stór. Það
hefur e.t.v. einkennt svolítið okkar
búskap, á sumum bæjum eru margir
til þess að fara í fjós en hér erum
við fá og þá borgar sig ekki að vera
með of mikið umleikis,“ segir Anne.
Vinnumenningin í Smjördölum
markaðist líka af því að faðir Grétars
var sjúklingur og því þurfti að skipu-
leggja búskapinn vel. Anne segir að
hún hafi tekið eftir því þegar hún
fluttist í Smjördali að þar var gengið
hratt í verkin.
Grétar segir að þau noti ekki
verktaka nema þegar eitthvað bilar.
„Það er ekki um svo auðugan garð
að gresja hérna af verktökum. Það er
vélaverkstæði hér við hliðina á okkur
þar sem bílarnir fara í viðgerð en vél-
arnar fara inn á Selfoss. Anne segir
að ýmsa þjónustu kaupi þau annars
staðar frá. „Við kaupum ráðgjöf t.d.
hvað varðar áburðaráætlanir og bók-
haldsþjónustu. Það er ekki tími í að
sinna öllu ein.“
Hafa tvöfaldað
mjólkurframleiðsluna
Miklar breytingar urðu á búskap-
arháttum í Smjördölum þegar nýtt
fjós var tekið í notkun árið 2014.
Síðan 2011 hafa þau Anne og Grétar
tvöfaldað mjólkurframleiðsluna á
bænum. Á síðasta ári framleiddu þau
alls 366 þúsund lítra. „Við vorum
alltaf að kaupa örlítinn kvóta en
þorðum aldrei að byggja,“ segir
Grétar sem viðurkennir að gamla
fjósið, sem var byggt árið 1970, hafi
í raun og veru verið orðið sprungið.
„Þetta var orðið þannig að við vorum
með fjósið fullt af mjólkurkúm og
allar kvígur og geldkýr úti við opið.
Lengi vorum við búin að tala um að
byrja að byggja en frestuðum því af
ýmsum ástæðum.“
Fjósbygging átti langan
aðdraganda
Anne segir að þau hafi byrjað að
velta fjósbyggingu fyrir sér í kringum
árið 2000. „Það var svo ekki fyrr en
árið 2007 að við fórum í bankann. Þá
fóru vextir hækkandi og við ákváðum
að bíða í eitt ár. Vorið 2008 var ljóst
að það myndi ekki ganga að fara í
lántökur og við settum málið á ís.
Við vorum tilbúin í þetta að mörgu
leyti, búin að stækka túnin og kaupa
liðlétting og fleira. Árið 2011 fórum
við svo aftur af stað og gerðum nýja
rekstraráætlun. Þá var ljóst að við
gátum ekkert haldið áfram í gamla
fjósinu, við þurftum líka að létta
vinnuna fyrir okkur,“ segir Anne.
Hún segir helstu ástæðuna fyrir fram-
kvæmdunum að þau vildu breyta yfir
í lausagöngufjós til þess að losna við
að hafa kýrnar bundnar á bása.
Vönduð rekstrargreining skilaði
árangri
Bændurnir í Smjördölum tóku
þátt í Sunnuverkefninu sem
Búnaðarsamband Suðurlands
rak um árabil en það gekk út á að
ráðunautar gerðu vandaðar rekstr-
argreiningar um allt sem vék að
búinu. „Það munaði eiginlega öllu
fyrir okkur. Guðmundur Jóhannesson
ráðunautur var líka hvetjandi. Við
keyptum smávegis kvóta á hverju
ári í því augnamiði að auka veltuna.
Við værum ekki á þessum stað í
dag ef við hefðum ekki gert það,“
segir Anne og Grétar bætir við að
þau hefðu lært gríðarlega mikið
á því að gera áætlanir í samvinnu
við ráðunauta. „Í fyrstu áætlunum
okkar settum við upp þær forsendur
að byggja fjós fyrir 200 þúsund lítra
framleiðslu. Hvað myndi gerast ef
við myndum byggja eins lítið fjós og
Fjósið í Smjördölum er ekki ýkja stórt, tæpir 500 fermetrar og byggt á hag-
kvæman máta. Heildarkostnaður við framkvæmdina var 80 milljónir króna.
Anna B. Hansen og Grétar Sigurjónsson, bændur í Smjördölum, tóku þá ákvörðun árið 2012 að byggja nýtt fjós með mjaltaþjóni. Síðan þá hafa afurðir stóraukist á búinu og allur aðbúnaður
batnað. Þau segjast leggja höfuðáherslu á velferð kúnna og að framleiða góða vöru. Þau dreymir ekki um að stækka búið frekar heldur vilja þau ná betri árangri með þær kýr sem fyrir eru.
Myndir / TB