Bændablaðið - 26.01.2017, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017
hægt væri utan um einn róbot og vera
bara með 200 þúsund lítra? Runólfur
Sigursveinsson ráðunautur fann það
út hvað við máttum skulda mikið og
það slapp til þegar við vorum búin
að reikna dæmið fram og til baka í
Excel og gera teikningar sem miðuðu
við þessa framleiðslu,“ segir Anne.
Byggðu á hentugum tíma
Í fimm ára áætlun var ekki miðað
við neina framleiðsluaukningu en
reyndin átti eftir að verða önnur.
„Þá vantaði enga mjólk og við
gátum ekki séð fyrir okkur að hafa
efni á að kaupa meiri kvóta,“ segir
Grétar. Þau fóru með þetta veganesti
í bankastofnanir árið 2012 og var vel
tekið. „Bankarnir voru mjög jákvæð-
ir og sögðust vera til í að fara í þessar
framkvæmdir með okkur. Á þessum
tíma var nánast enginn að byggja.
Akkúrat þegar við tökum skóflu-
stunguna haustið 2013 þá kemur
krafa um að auka mjólkurframleiðsl-
una,“ segir Anne.
Anne teiknaði fjósið og Grétar sá
um eldamennskuna
Fjósið sjálft er teiknað af Anne en
verktakar sáu um bygginguna frá A
til Ö. „Við gerðum ekkert í fjósinu
sjálf og öll vinna var keypt. Hún
teiknaði fjósið og hélt utan um
byggingarframkvæmdirnar en ég
tók að mér að elda ofan í karlana,“
segir Grétar. Tré og straumur ehf.
tók að sér framkvæmdina og hrósa
þau bæði því fyrirtæki í hástert.
„Byggingameistarinn heitir Ólafur
F. Leifsson og býr í Björnskoti á
Skeiðum. Hann er alveg sérstaklega
þægilegur náungi og smiðirnir eru
allir eins og hann. Við vorum heppin
með þá,“ segir Grétar. Anne segir að
þau hafi byrjað á því að taka tilboði
frá þeim í haughúsið en samstarfið
hafi gengið svo vel að sami verktaki
hafi tekið að sér að reisa límtrésbit-
ana sem voru frá Límtré Vírneti á
Flúðum. „Límtréð var þá ódýrast
vegna þess að gengið var svo hátt á
þeim tíma. Við tókum það ódýrasta í
flestu og sniðum bygginguna þannig
að hún væri sem minnst í raun og
veru. Það er ekkert aukapláss sem
ekki er nýtt í fjósinu,“ segir Anne.
Nytin hækkaði hratt
En hvernig er hægt að framleiða 366
þúsund lítra í fjósi sem hannað er
fyrir 200 þúsund lítra framleiðslu?
Galdurinn á bakvið það er að hluta sá
að nytin í kúnum hefur aukist miklu
meira en þau gerðu ráð fyrir eftir að
þau tóku nýja fjósið og mjaltaþjóninn
í notkun í nóvember 2014. Í nýjum
skýrsluhaldsgögnum sést að Anne
og Grétar hafa aukið afurðir eftir
hverja árskú um 1.400 kg á aðeins
tveimur árum. Það er mikil aukning
og aðdáunarverður árangur. Í nýju
ársuppgjöri nautgriparæktarinnar
sést að Smjördalir eru í 24. sæti yfir
landið með mestar afurðir á árskú.
Vandvirkni og góður aðbúnaður
Grétar segir bygginguna fullnýtta í
dag og aukna nyt megi þakka betri
aðbúnaði. „Við erum ekki með
neinn fóðurblandara eða færibönd
eins og eru í tísku núna en gefum
vissulega þónokkuð af kjarnfóðri.
Aðbúnaðurinn spilar stærstan þátt
í þessu. Það er allt annað að sjá
skepnurnar svona í lausagöngu en
að vera bundnar á bás. Maður er að
sjá ótrúlegar dagstölur í mjöltunum.
Nýbærur sem eru mjólkaðar allt upp
í fjórum sinnum á sólarhring skila
mjög mikilli mjólk. Það er í raun allt
betra eftir þessar breytingar. Maður
sér það eftir á að það þyrfti að banna
gömlu básafjósin sem allra fyrst
miðað við hvað velferðin er miklu
meiri. Það er kannski 10 stiga frost
úti og skafrenningur og kýrnar eru
bara í rólegheitum á röltinu inni að
éta, drekka og leggja sig á eftir,“
segir Grétar.
Kýrnar fljótar að aðlagast
Anne segir að þau hafi pælt í ýmsum
smáatriðum sem skipti miklu máli.
T.d. hafi þau valið básadýnur sem
voru ögn dýrari en aðrar og inn-
réttingar sem gerðu gripunum auð-
veldara að standa upp og bakka út
úr legubásunum. „Það kom manni
á óvart hvað kýrnar voru fljótar að
venja sig við nýja fjósið. Þær gengu
inn og áttu fjósið frá fyrsta degi.
Gamlar kýr sem höfðu staðið í bása-
fjósinu í mörg ár gengu inn í róbotinn
eins og ekkert væri sjálfsagðara,“
sagði Anne og bætir við að þessar
sömu kýr hafi farið að mjólka meira
og frumutala lækkað.
Mjaltaþjónninn stórkostleg
breyting
Þau segja að heilt yfir sé reynslan
af mjaltaþjóninum góð. „Þetta er
stórkostleg breyting. Við myndum
aldrei fara í neitt annað í dag,“ segir
Anne. Grétar segir að í upphaflega
planinu hafi verið gert ráð fyrir því að
byggja hefðbundinn mjaltabás. „Við
ætluðum ekki að fá róbotinn vegna
þess að við töldum að hann þyrfti svo
mikla yfirlegu. En við vildum svo
losna við þetta líkamlega álag sem
fylgdi mjaltabásnum og hann kallaði
líka að stærra fjós,“ segir Anne. En
það var líka annað sem gerði útslagið
segir Grétar. „Við Flóamenn fórum í
bændaferð í uppsveitirnar og heim-
sóttum meðal annarra Reykjahlíð á
Skeiðum. Sveinn bóndi fór að ræða
við okkur um mjaltabása og róbota
og það var hans sannfæring að róbot-
inn færi betur með kýrnar en hefð-
bundnar mjaltir og þær entust lengur.
Heimsóknin var eftirminnileg og við
ákváðum fljótlega í kjölfarið að velja
róbotinn.“ Anne segir að í dag séu
þau ekta róbotabændur. „Mér finnst
svo gaman að grúska í tölvunni og
öllum gögnunum sem við fáum. Það
er mikið af upplýsingum að vinna
úr og það er áhugavert. Starfið úti í
fjósi verður meira einstaklingsmið-
að og maður er í miklum tengslum
við hvern grip sem gerir vinnuna
skemmtilegri.“
Vinnulagið er allt öðruvísi
Fóðrunin í fjósinu er eins einföld og
hægt er segir Grétar. „Við keyrum
rúllur inn á fóðurgang og kjarnfóðrið
er í sérstökum kjarnfóðurbás.“ Að
sögn þeirra beggja hefur tæknibún-
aðurinn í fjósinu í þessi tvö ár staðið
sig vel. Mjaltaþjónninn hefur ekki
stoppað og mykjuþjarkur sér um að
hreinsa gólfbitana. „Kýrnar voru
fljótar að venja sig við nýja fjósið
en í raun vorum við lengur að temja
okkur ný vinnubrögð. Í gamla fjósinu
fór maður út á morgnana, sópaði frá
og gaf hey og mjólkaði og þreif. Það
var rútína en þegar maður fer út í fjós
í dag veit maður ekki hvort maður
verður einn, tvo eða fleiri klukku-
tíma. Allur þessi mokstur á heyi og
moði hvarf bara. Nú er heyið gefið
með vélum og miklu minna líkam-
legt erfiði. Búverkin eru allt öðruvísi
og léttari,“ segir Grétar.
Nákvæm kostnaðaráætlun
Aðspurð um ráð sem þau myndu
gefa fólki sem hyggur á fjós-
byggingar í dag bendir Grétar á
Anne, hún sé fagmaðurinn. „Það sem
hentaði okkur var að gera nákvæmar
áætlanir og ana ekki að neinu. Við
vorum svolítið kvíðin í upphafi en
við vorum hvött duglega áfram af
ráðunautunum okkar. Við tókum líka
góðan tíma í verkið. Við fylltum inn í
áætlunina jafnóðum og kostnaðurinn
féll til og út frá þeim upplýsingum
gátum við tekið ákvarðanir um næstu
skref,“ segir Anne. Þau sögðust líka
hafa heyrt margar sögur um það sem
gat farið úrskeiðis við fjósbyggingar
og viðurkenna að þau hafi verið
stressuð þegar grafan kom og tók
grunninn. En svo fór allt mjög vel og
byggingartíminn var skemmtilegur
að þeirra sögn. „Ég var með iðnað-
armennina í hádegismat í heilt ár og
hlakkaði alltaf til að hitta karlana,“
segir Grétar.
Kostnaðurinn 80 milljónir króna
Aðspurð um kostnaðinn við
nýbygginguna og það hvort að
áætlanir hafi staðist þá segir Anne
að þær hafi staðist upp á krónu,
svo að segja. „Við áttum fimmtíu
þúsund eftir þegar allt var búið!
Heildarkostnaðurinn var 80 milljónir
með öllu, byggingu, innréttingum,
tækjum og allri vinnu. Gengið var
mjög hátt á þeim tíma og launin hafa
breyst þannig að það er e.t.v. erfitt að
bera þetta saman við daginn í dag.“
Hún segir að ef þau hefðu ekki verið
með nákvæma kostnaðaráætlun
hefði verkið sjálfsagt kostað meira
því þá séu ákvarðanir teknar með
öðrum hætti. Anne segir að fjósið
sé trúlega með minnstu mjaltaþjóna-
fjósum sem hafi verið byggð. „Það
er innan við 500 fermetrar að stærð
og með alls 58 bása.“
Greiðsla fyrir umframmjólk létti
róðurinn
Grétar segir að sú ákvörðun
Auðhumlu að greiða fullt verð fyrir
umframmjólk á sínum tíma hafi létt
þeim róðurinn mikið og gert þeim
kleift að halda ótrauð áfram. „Við
gerðum ráð fyrir því að fyrstu tvö
árin eftir framkvæmdirnar ættum
við vart til hnífs og skeiðar vegna
afborgana af lánum. En það bless-
aðist allt og í raun fór þetta betur
en við áttum von á. Ytri aðstæður
voru okkur hagstæðar og nú erum
við komin yfir erfiðasta hjallann.“
Vilja bæta umhverfið og leggja
áherslu á gæði og velferð
Aðspurð um framtíðaráætlanir þá
ætla þau að halda ótrauð áfram. „Við
vonum að nýr landbúnaðarráðherra
slátri ekki landbúnaðinum,“ segir
Grétar í léttum tón. Anne segist
ekkert fá hroll yfir breyttri stöðu
í pólitíkinni. „Þetta var smá áfall
fyrst en svo er maður fljótur að ná
sér!“ Grétar segir að hann þurfi ef
til vill að fara að munda plóginn
og fara í jarðræktina. Anne segir að
það séu nóg verkefni. „Okkur finnst
mikið atriði að hafa fallegt og gott
umhverfi og ætlum að bæta það í
kringum fjósið. Við erum nýbúin
að breyta gamla fjósinu í aðstöðu
fyrir kvígur og geldneyti. Það sem er
fram undan er að vinna með gæðin
á mjólkinni og ná betri árangri með
það sem við höfum. Okkar áhugi
liggur þar. Við stóðumst úttekt um
Fyrirmyndarbú í haust og árið 2015
fengum við viðurkenningu fyrir
úrvalsmjólk. Þetta er árangur sem
við viljum halda,“ segir Anne. „Við
ætlum ekki að byggja annað fjós
eða stækka þetta. Við viljum vanda
okkur og gera hlutina vel. Allt sem
byggir undir gæðin styrkir okkar
framleiðslu og ímynd kúabænda.
Velferðarmálin skipta gríðarlega
miklu máli. Þau eru númer eitt, tvö
og þrjú. Okkur þykir líka svo vænt
um þetta litla fjós okkar. Við ætlum
okkur að halda þessu svona og laga
frekar það sem hægt er að laga og
vinna með það,“ segir Anne.
En skyldu bændurnir í
Smjördölum nokkurn tímann fá frí?
„Við erum mjög heppin með það.
Það er fjölskylda sem leysir okkur
af einu sinni á ári í kringum pásk-
ana. Þetta eru hjón sem hafa mikinn
áhuga á búskap en hann var hér í
sveit á árum áður. Við förum yfirleitt
til Basel í Sviss á heimaslóðir Anne
og erum fullkomlega róleg þegar við
erum í burtu,“ segir Grétar að lokum.
/TB
Í hliðargluggunum er vindnet eins og víða tíðkast í nágrannalöndunum. Að
sögn Anne og Grétars hefur netið reynst frábærlega og það hefur þolað
vindálag og vetrarhörkur til þessa. Hlerar eru látnir upp þegar þarf.
Brynningarkarið í fjósinu er stórt og á góðum stað í byggingunni. Kýrnar liggja á mjúkum dýnum og
legubásarnir eru rúmir.
Fóðurgangurinn er hefðbundinn og
rúllum er ekið inn í enda fjóssins.
Fjölskyldan í Smjördölum er samhent í búskapnum. Frá vinstri: Jónas Grétarsson, Grétar Sigurjónsson, Niklas Þór
Grétarsson og Anne B. Hansen.
Það fer vel um kýrnar í nýja fjósinu. „Það er allt annað að sjá skepnurnar
svona í lausagöngu en að vera bundnar á bás,“ segir Grétar bóndi.