Bændablaðið - 26.01.2017, Side 30

Bændablaðið - 26.01.2017, Side 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017 Tveir garðar í Árósum Garðaheimsóknir eru mér þrá- hyggja og eitt það fyrsta sem ég skipulegg þegar ég fer utan. Við val á görðum reyni ég að velja gamla garða með sögu og skipt- ir ekki máli hvort um sé að ræða grasagarð, trjásafn eða hallargarð hefðarfólks. Síðastliðið sumar heimsótti ég ásamt fylgdarkonu minni, Guðrúnu Helgu Tómasdóttur, Aarhus á Jótlandi. Árósar er önnur fjölmenn- asta borg Danmerkur. Höfnin þar er stærsta gámahöfn í Skandinavíu og einn af 100 stærstu gámahöfnum í heimi. Meðan á dvöl okkar stóð heimsótt- um við meðal annars grasagarðinn og einnig annan garð, sem kallast Forstbotanisk have, í fylgd gestgjafa okkar, Guðjóns Guðmundssonar tón- listarmanns, trjásafn og ekki síður og að ýmsu leyti áhugaverðari en grasagarðurinn. Forn víkingabær Árhús byggðist upp í kringum gamla víkingabyggð og elsti fornleifafund- ur sem fundist hefur þar er frá lokum sjöundu aldar. Fornleifarannsóknir hafa leitt til fundar á hálfniður- gröfnum húsum sem hafa bæði verið notuð sem heimili og smiðja. Í jarðlögunum við húsin hafa meðal annars fundist greiða, skartgripir og munir sem benda til búsetu á svæð- inu á níundu öld. Á víkingatímanum var byggðin í Árósum umlukin varnargarði sem myndaði hálfhring utan um hana. Uppgröftur bendir til að varnargarð- urinn var byggður í miklum flýti um 934. Leiddar hafa verið að því líkur að garðurinn hafi verið reistur til varnar árásar Hinriks fuglafangara á Jótlandi á byggðina. Á seinni hluta níundu aldar var varnargarðurinn styrktur og í kring- um árið 1200 var hann styrktur aftur og stækkaður verulega og var þá um tuttugu metra breiður og sex til átta metra hár. Grasagarðurinn Grasagarðurinn í Árósum er stað- settur í norðurhluta gamla borg- arhlutans, ekki langt frá þeim stað sem víkingarnir settust fyrst að. Garðurinn var tekinn í ræktun 1875 og er 21,5 hektarar að stærð og er elsti og stærsti almenningsgarður- inn í borginni og jafnframt einn sá vinsælasti. Svæðið var upphaflega hugsað sem tilraunareitur í ávaxta- rækt en þróaðist sem grasagarður og hluti af Háskólanum í Árósum og ætlaður sem plöntusafn og til grasafræðirannsókna. Í dag er hann að mestu notaður sem skemmtigarð- ur og sem útivistarsvæði Gróðurhúsið í garðinum var upp- haflega reist árið 1970 en byggt var við það 2011 og aftur 2014. Í nýja hluta þess er kaffitería, stórt leik- svæði fyrir börn, sem ætlað er að vekja áhuga þeirra á náttúrunni og ekki síst plöntum. Í fræðslurými fyrir fullorðna stóð stóð síðastliðið sumar yfir áhugaverð sýning um nytjajurtir. Eldra gróðurhúsinu er skipt upp eftir gróðursvæðum og er þar hægt að skoða plöntur frá Ástralíu, Suður- Ameríku, Afríku og öllum hinum heimsálfunum. Garðinum sjálfum er einnig skipt eftir gróðri. Í einum hluta hans er danska flóran og öðrum skrautflóra danskra garða. Á sérsvæði er hægt að skoða sýnishorn af ólíkum nytjajurt- um og korntegundum og þar skammt frá er fallegt safn rósa. Mikið sjálfboðaliðastarf Undanfarna áratugi hefur rekstur garðsins verið borginni erfiður og þótt dýr. Skömmu eftir síðustu aldamót var viðhaldi á stórum hluta hans hætt og eins og gerist þegar lifandi útivistarsvæðum er ekki sinnt lagðist garðurinn í mikla órækt. Þar á meðal rósa- og trjásafnið. Fyrir vikið missti garðurinn stöðu sína sem viðurkenndur grasagarður til vísindastarfa. Árið 2010 stofnaði hópur borgar- Það er galdur í græna litnum í trjásafninu í Árósum. Mynd / Vilmundur Hansen Beyki sem varð fyrir eldingu. Mynd / GHT Mynd / VH Mynd / VH

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.