Bændablaðið - 26.01.2017, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017
John Froelich er einn
af fáum ef ekki eini
hönnuður dráttarvéla í
heiminum sem sveitar-
félag er nefnt í höfuðið
á. Froelich er fámennt
sveitafélag í Iowa-ríki í
Bandaríkjunum og þar
smíðaði John Froelich
fyrsta traktorinn sem
gekk fyrir bensíni og
steinolíu og var með
gíra sem gerðu honum
kleift að fara bæði aftur á bak
og áfram.
Í dag er atvinnuleysi mikið í
Froelich og búið að loka pósthús-
inu og það litla sem sveitarfélagið
getur státað af er safn til minn-
ingar um uppfinningamanninn
Froelich sem fæddist árið 1849 og
lést 1933. Hann var elstur af níu
systkinum þýskra innflytjenda.
Frumgerðin 16 hestöfl
Að loknu námi einsetti John
Froelich sér að hanna bensín-
eða steinolíuknúna drátt-
arvél með gírkassa sem
gerði henni að aka bæði
aftur á bak og áfram. Þetta
tókst honum árið 1892 með
frumgerð af traktor sem
var 16 hestöfl og með eins
strokka mótor. Næsta skref
var að gera samning við
fyrirtæki sem framleiddi
landbúnaðartæki og gera
breytingar á traktornum
þannig að hægt væri að
tengja hann við þreskivélar
og kornsíló.
Þungir og klunnalegir
traktorar
Árið 1893 stofnaði Froelich fyrir-
tækið Waterloo Gasoline Traction
Engine Company með stuðningi
fjölda fjárfesta sem höfðu mikla
trú á framtíð bensín- eða stein-
olíuknúinna dráttarvéla enda þóttu
þær ótrúleg framför í samanburði
við gufuknúnar dráttarvélar.
Eins og vill verða með nýj-
ungar voru móttökurnar á drátt-
arvél Froelich takmarkaðar og
ekki seldust nema tuttugu slíkar
frá því að framleiðsla þeirra hófst
1896 þar til því var endanlega
hætt 1914. Vélarnar þóttu þungar,
klunnalegar og bilanatíðnin var
há.
Árið 1914 setti fyrirtæki
Froelich, sem auk dráttarvéla
framleiddi ýmsar
gerðir jarðvinnslu-
tækja, á markað
minni traktor sem
kallaðist Waterloo
Boy Model R.
Viðtökurnar á
Waterloo Boy voru
framar vonum og
fyrsta árið seldust
118 slíkir traktorar.
Fyrirtækið gekk á
lagið og 1915 setti það á markað
nýja týpu af Waterloo Boy sem
fékk heitið Model N. Nýja týpan
hafði það fram yfir Model R að
vera þriggja gíra, tveir áfram
og einn aftur á bak. Viðtökur í
þetta sinn voru enn betri og vakti
hönnunin mikla athygli. Í fram-
haldinu kom svo Model LA.
Alls voru framleiddar 8.000
dráttarvélar af gerðinni Waterloo
Boy.
John Deere kaupir
framleiðsluréttinn
Í framhaldi af velgengni
Waterloo Boy dráttarvél-
anna keypti John Deere
framleiðsluréttinn á þeim
árið 1918 fyrir 2,3 millj-
ónir bandaríkjadali sem
var umtalsverð upphæð á
þeim tíma.
John Deere er einn
stærsti dráttarvélafram-
leiðandi í heiminum í dag.
Velgengni fyrirtækisins byggir
að hluta til á uppfinningu John
Froelich frá Iowa, sem markaði
tímamót í framleiðslu dráttar-
véla. /VH
Froelich – sveitarfélag nefnt
í höfuðið á hönnuðinum
UTAN ÚR HEIMI
Almannafé ausið enn og aftur í ítalska bankakerfið:
Tuttugir milljarða evra
ekki taldir duga
– forstjóri Bundesbank í Þýskalandi gagnrýnir aðgerðirnar
Ríkisstjórn Ítalíu samþykkti rétt
fyrir jól að veita sem nemur yfir
20 milljörðum evra af almannafé
til að bjarga bönkum landsins frá
falli. Þetta samsvarar nærri 2.380
milljörðum íslenskra króna.
Ákvörðunin kemur í kjölfar
þess að elsti banki heims, Banca
Monte dei Paschi di Siena SpA á
Ítalíu, tókst ekki að skrapa saman
á markaðnum 5 milljörðum evra
til að halda bankanum á floti.
Neyðaraðgerðir ríkisins fela í sér
í raun stærstu þjóðnýtingu banka á
Ítalíu síðan 1930, samkvæmt frétt
Bloomberg. Þetta er í þriðja sinn
sem ítalska ríkið kemur bankanum
til aðstoðar frá hruninu 2008 og er
ríkið í raun að kaupa upp að nýju
allt sem áður hefur tapast.
Skulda sem nemur yfir 41.500
milljörðum króna
Ítalskir bankar hafa verið í miklum
vandræðum vegna ónýtra lána sem
engar tryggingar eru fyrir. Nema
slík lán um 350 milljörðum evra
(yfir 41.500 milljarðar ísl. kr.) og
hafa grafið undan tiltrú fjárfesta á
að Ítalía geti staðið undir slíkum
ósköpum. Yfirtaka ríkisins á Monte
dei Paschi-bankanum dugar þó ekki
því fleiri bankar eru í kröggum
og búist er við að ríkið yfirtaki
einnig Veneto Banca SpA og Banca
Popolare di Venenzia.
Ekki nóg að gert
Þrátt fyrir um 20 milljarða inn-
spýtingu ítalska ríkisins inn í
bankakerfið telja ýmsir að sú
upphæð dugi engan veginn. Til
að laga stöðuna þurfi 52 milljarða
evra innspýtingu. Þá varaði Jens
Weidmann, forstjóri Bundesbank í
Þýskalandi, við aðgerðum ítalskra
stjórnvalda sem miðast einkum
við að bjarga Monte dei Paschi-
bankanum. Ríkisstjórnin ætt miklu
frekar að veita fé inn í banka sem
eru „heilbrigðir“ og láta þá verst
stöddu bankana falla.
Samtengt bankavandamál
Málið er mjög snúið þar sem mikl-
ar krosstengingar hafa verið í við-
skiptum með léleg lán í bankakerfi
Evrópu. Þannig afmarkast vandinn
ekki bara við Ítalíu því hann tengist
líka bönkum víðar um lönd, m.a.
stærstu bönkum Þýskalands. Þar
hefur Deutche Bank verið í mikl-
um vanda og neyddist m.a. fyrir
jólin til að samþykkja 12,5 millj-
arða dollara sekt vegna misferlis í
Bandaríkjunum. Þó þetta sé mikið
högg fyrir bankann þótti fjárfestum
það þó mun skárra en þeir 14 millj-
arðar sem bankinn átti upphaflega
að greiða. Því hækkuðu hlutabréf
í bankanum við þessi tíðindi, eins
undarlega og það kann að hljóma.
ESB veitti sem nemur 237
þúsund milljörðum inn í
bankana
Spurningin varðandi bankakerfi
Evrópu hlýtur einnig að snúast um
þolinmæði almennings gagnvart
því að skattfé sé notað til að bjarga
bönkum á meðan hagur almenn-
ings versnar en þeir ríku verða
stöðugt ríkari. Frá efnahagshrun-
inu 2008 til 2014 settu stjórnvöld
Evrópusambandsins nærri tvær
billjónir evra (2.000.000.000.000
evrur), eða sem svarar 237 þúsund
milljarða íslenskra króna, til að bjarga
evrópskum fjármálastofnunum.
/HKr.
Ítalska ríkið reynir nú að bjarga Monte dei Paschi di Siena-bankanum, elstu
fjármálastofnun heims, frá gjaldþroti.
Vísindamenn finna upp tækni sem gerir DVD-diskana áhugaverða á ný:
Gæti aukið geymslugetu
DVD-diska milljónfalt
Vísindamenn frá Kasan-
sambandsháskólanum (Kazan
Federal University) og sam-
starfsmenn þeirra í Imperial-
háskólanum í London hafa fundið
upp stafræna sjóntækni sem gerir
það mögulegt að auka geymslu-
getu DVD-diska miljónfalt.
Grein um þetta var birt í tímaritinu
Nanoscale og þar kemur fram að vís-
indamönnum hafi tekist að búa til
tækni sem aukið getur geymslugetu
DVD-diska upp í eitt „petabyte“
(PD), eða í 1000.000.000.000.000 =
1015, eða sem svarar 1.000 terabyte.
Þar kemur líka fram að DVD
og Bluray-diskarnir hafi vegna
takmarkaðrar geymslugetu horfið
í skuggann á öðrum möguleikum
við geymslu rafrænna gagna á
hörðum diskum. Harðir diskar eru
þó þeim annmörkum háðir að vera
ekki sérlega öruggir geymslumiðl-
ar og lítið þarf til að gögn glatist.
DVD-diskarnir geta geymt rafrænar
upplýsingar á mun varanlegri hátt.
Samkvæmt orðum vísinda-
mannanna hefur myndast gjá á milli
þessara miðla sökum eðlis þeirra.
Ómögulegt hefur reynst að auka
þéttleika gagna sem lesanleg eru
með lasergeisla. Sergei Kharintsev
hjá Kasan-háskóla og félagi hans
hjá London Imperial-háskólanum
hafa fundið leið út úr þessum vanda
með betri stýringu á lasergeisla með
notkun á því sem kallað er „nanoan-
tenna“ (sem kannski mætti útleggja á
íslensku sem öreindaloftnet). Þannig
megi þétta lesanlegt rafrænt upp-
lýsingamagn sem brennt er á diska
verulega. Telja þeir að með sömu
tækni megi líka margfalda þéttleika
rafræns efnis sem sent er út á alnetið.
Telja vísindamennirnir að hægt sé
að afrita 38 sinnum meira efni með
þessari tækni en mögulegt er að gera
á hörðum drifum í dag. Það þýði að
í framtíðinni muni verða hægt að
afrita milljón sinnum meira upplýs-
ingamagn inn á DVD-diska en hægt
er að skrifa í dag.
Í grein í rússneska blaðinu
PRAVDA um málið er bent á að
það hafi einmitt verið vísindamenn
hjá A. Rzhanov vísindastofnuninni
í Síberíu, sem fæst við rannsóknir
á hálfleiðara eðlisfræði, sem fundu
upp „flash-drifið“. Það er byggt
upp á möguleikum á að lesa upp-
lýsingar af marglaga geymslumiðli.
Talar Pravda um þessa nýju tækni
vísindamannanna í Kasan og London
sem hið „nýja flash drive“. /HKr.
Kannski mun tími DVD-diskanna renna upp aftur.