Bændablaðið - 26.01.2017, Qupperneq 36

Bændablaðið - 26.01.2017, Qupperneq 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017 Bleikja og regnbogasilungur eru fiskar af laxaætt og báðar tegund- ir eru í eldi hér á landi. Bleikja er upprunnin í sjó og vötnum á norðurslóðum en náttúru- leg heimkynni regnbogasilungs eru við vesturströnd Norður- Ameríku. Fiskeldi á sér mörg þúsund ára sögu víða um heim, ekki síst í Asíu þar sem þorri fiskeldis heimsins fer fram í dag. Það er ört vaxandi angi matvælaframleiðslu í heiminum og margar tegundir fiska í eldi í kvíum bæði í sjó og á landi. Má þar nefna tilapíu, lax, senegalflúru, lúðu, tún- fisk, sandhverfu, pangasíus, bleikju og regnbogasilung. Helmingur alls fisks úr eldi Fiskeldi er sá geiri matvælafram- leiðslu sem er í hvað mestum vexti í heiminum í dag. Tæplega helmingur alls fisks sem seldur er á heimsmarkaði er úr eldi og gera spár ráð fyrir að það hlutfall eigi eftir að aukast umtalsvert á næstu árum. Það má því með réttu kalla fiskeldi bláu matvælabyltinguna. Árlegur vöxtur greinarinnar á heimsvísu árin 2001 til 2010 var 5,6%. Samkvæmt spám OECD, Efnahagssamvinnu- og þró- unarstofnunar Evrópu, og FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, mun draga úr vexti greinarinnar á næsta áratug og er gert ráð fyrir 2,8% samdrætti á ári. Samkvæmt áætlun FAO nam heildarfiskeldi í heiminum um 170 milljón tonnum árið 2014. Lönd í Asíu eru stórtækust þegar kemur að fiskeldi og um 90% eldisfisks á markaði kemur þaðan. Kínverjar framleiða allra þjóða mest af eldisfiski og áætlað eldi þar árið 2014 var tæplega 60 milljón tonn, Indónesía var í öðru sæti með 14,4 milljón tonn. Í þriðja og fjórða sæti voru Indland og Víetnam með tæplega fimm og 3,8 milljón tonn. Í kjölfarið fylgdu Filippseyjar, Bangladess, Suður-Kórea, Noregur, Síle og Egyptaland með eldi upp á rúmar tvær og niður í eina milljón tonn. Bandaríki Norður-Ameríku framleiða rúmlega 500 þúsund tonn á ári. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Landssambands fiskeld- isstöðva var á árinu 2016 slátrað um 15.000 tonnum af eldisfiski hér á landi sem er aukning um 80% frá árinu 2015. Mest er framleitt af laxi, alls um 8.000 tonn, en bleikjan kemur þar á eftir með 4.000 tonn. Framleiðsla á regnbogasilungi hér á landi árið 2016 var um 2.500 tonn. Bleikja Heimskautableikja, eða bleikja, eins og tegundin er oftast kölluð, er laxfiskur sem finnst í sjó og vötn- um á norðurhveli og er útbreiðsla hennar nyrst allra ferskvatnsfiska. Útbreiðslusvæði bleikju er meðal annars á Íslandi, Grænlandi, Svalbarða, Skandinavíu, Lapplandi, Finnmörku og Bretlandi. Auk þess finnst bleikja í vötnum í Alpafjöllunum eins og latneska heitið Salvelinus alpinus bendir til. Bleikja er eina tegundin af ætt- kvíslinni Salvelinus. Nafnið bleikja á íslensku er dregið af rauðbleikum lit kviðarins. Þrátt fyrir að bleikjur geti orðið allt að tólf kíló að þyngd verða þær sjaldan meira en þrjú til fjögur kíló og algeng stærð er hálft til eitt kíló. Hausinn er lítill og með lítinn munn. Hreistrið er fíngert og sporð- urinn sýldur. Aðlögunarhæfni bleikju er mikil og geta þær hrygnt bæði í straum- vatni og stöðuvötnum. Að öllu jöfnu lifa seiði bleikju fyrstu árin í ferskvatni en ganga síðan í sjó á þriðja til fjórða ári og dvelja þar yfir veturinn og kallast sjóbleikja. Í sumum tilfellum elur bleikja allan Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is HELSTU NYTJADÝR HEIMSINS Oncorhynchus mykiss.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.