Bændablaðið - 26.01.2017, Qupperneq 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 12.janúar 2017
- Reykjavík | Sími 533 3500
- Akureyri | Sími 462 3504
Vogue
fyrir heimil ið
bíður uppá alhl iðalausn fyr i r
hótelherbergið eða gist iheimi l ið.
Mótorar og varahlutir á lager
Hröð og góð þjónusta
Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON
á ÍSLANDI
MHG VERSLUN EHF 544-4656 - MHG.IS
IS Hurðir I Sími 564 0013 I www.ishurdir.is I ishurdir@ishurdir.is
IÐNAÐARHURÐIR
BÍLSKÚRSHURÐIR
• Íslensk framleiðsla, smíði og samsetning.
• Allar hurðir smíðaðar samkvæmt máli.
• Áratuga reynsla starfsmanna í hurðum.
• Hágæða hráefni.
• Þolir íslenskt veðurfar.
• Sér meðhöndlaðar brautir gegn ryði og álagi.
• Stuttur afgreiðslutími.
Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing
og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020
eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is
Skipholt 50b, 105 Reykjavík
Vegna aukinnar eftirspurnar óskum
við eftir bújörðum á söluskrá
LESENDABÁS
Vandamál sem fjárbændur verða að taka fastari tökum
Á ferðum mínum á Vesturlandi um
síðustu helgi þar sem ég heimsótti á
annan tug fjárbúa blasti við augum
mínum vandamál sem sums staðar
hefur sprungið framan í menn í haust
vegna eindæma góðrar haustveðr-
áttu. Þetta eru einfaldlega heimtur
á fé af fjalli. Að heyra að það sé
umtalsverður fjöldi búa á þessu
svæði þar sem menn enn um miðjan
janúar eru að gera sér vonir um að
heimta enn yfir tvo tugi fjár af fjalli
gerir ekki annað að segja að vissir
hlutir eru í ólestri og úr þarf að bæta.
Meðan ég var að störfum hjá BÍ
var verkaskipting á milli starfsmanna
skýr eins og vera ber í öllum vel rekn-
um fyrirtækjum. Þessi málefni voru
á þeim tíma á hendi annars starfs-
manns. Ætíð reyndi ég samt á ferðum
mínum um landið að fylgjast með
þróun þessara mála og var ljós sú
öfugþróunin sem í gangi var. Eitthvað
í líkingu við þetta þekktist samt ekki
í þá tíð á stórum landsvæðum. Mér
var löngu ljóst að staða þessara mála
yfir landið var hvað brokkgengust
víða á Vesturlandi, einkum á svæðinu
frá Hvalfjarðarbotni í Suðurdali, og
því vart óeðlilegt að fyrst verði þar
við vart, þegar keyrt hefur verið fram
af bjargbrúninni. Þar sem landnýting
er orðin verulega köflótt eins og þar
þekkist víða hefur oft fylgt því öfug-
þróun í þessum málum.
Mál á forræði sveitarstjórna
Nú vita allir að þessi mál eru á for-
ræði sveitarstjórna þannig að eðlilegt
er að huga fyrst að vinnubrögðum
þar. Ég hef sterkan grun um að það
séu alltof mörg sveitarfélög sem ekki
starfa að þessum málum samkvæmt
lögum, jafnvel til sveitarfélög þar
sem þessum málum er ekkert sinnt.
Fengið hef ég einnig grun um að það
þekkist að í sambandi við skipan
fjallskilanefnda sem fjallskilareglu-
gerðir víðast gera ráð fyrir að skip-
aðar séu til að sinna framkvæmdar-
atriðum í þessum málum viðgangist
fast að því klíkuskapur og siðleysi
við skipan þessara nefnda. Líklega er
það frekast í þéttbýlissveitarfélögum
þar sem fjárbúskapur skiptir nánast
engu máli lengur.
Í tengslum við sameiningu
sveitarfélaga virðist einnig á sumum
stöðum hafa bæst við að stjórn
þessara mála hefur færst að meira
eða minna leyti í hendur fólks sem
hefur nær enga þekkingu á þessum
málefnum og slíkt kann yfirleitt ekki
góðum árangri að skila með fram-
kvæmd.
Í öllu falli er ljóst að hjá alltof
mörgum sveitarfélögum eru þessi
mál í ólestri. Það hlýtur að vera
ámælisvert fyrir þann aðila sem
annast á lagaframkvæmd.
Stór skattur hjá fjárbændum
Ekki er það samt þetta sem ýtti við
mér að setja línur á blað heldur
hitt hve þetta ástand er orðinn stór
skattur hjá mörgum fjárbændum.
Skattur sem mig grunar að einstaka
þeirra hafi engin efni á að greiða
eins og afkoma greinarinnar er í
dag.
Grunur minn er að jafnvel finn-
ist fjárbændur sem ekki viðurkenna
eða hið minnsta vilja ekki viður-
kenna hve gríðarlegur skattur þetta
er orðinn á þeim fjárbúum þar sem
staðan er verst.
Fyrst er eðlilegt að benda á það
beina fjárhagstjón sem bóndinn
verður fyrir vegna þess mikla
lambafjölda sem ekki skilar sér til
frálags á réttum tíma. Það getur hver
og einn reiknað fyrir eigin dæmi.
Einhverjir segja sem svo að
lömbin skili tekjum þegar þau skila
sér af fjalli. Þá horfa menn framhjá
stóra reikningnum. Alla jafnan eru
lömbin búin að tapa meira og minna
af haustholdum, það tap er beint tap
bóndans sé þeim slátrað strax þegar
lambið heimtist. Séu lömbin bötuð
áður en til frálags kemur hlýtur allt
fóður og vinna við féð fram til að
lömbin ná haustholdum að reiknast
sem beinn útlagður kostaður, þ.e.
tap. Hluti þess sem lömbin leggja
mögulega síðar á sig til viðbótar
getur einnig orðið beinn kostaður til
viðbótar. Gleymið þá ekki húskost-
aði, geldingu hrútlamba sem eiga að
fara í páskaslátrum og þannig má
áfram telja liði.
Hár kostnaður og tapað fé
Ekki má gleyma hinum neikvæða
fjármagnskostnaði sem kemur af
því að innleggið skilaði sér ekki í
sláturhús á réttum tíma.
Þá er eftir að líta á reikninginn
með að ná fjallafálunum til byggða.
Bæði er það ómældur tími leitar-
manna og stundum einnig við
fararskjóta í slíkum leitum. Sumir
virðast fá einhverja upplifun við að
elta gripi á þennan hátt í fjallasöl-
um á björtum haustdögum og koma
gripum undan myrkri til húsa og
mega að sjálfsögðu reikna það sér
til tekna. Líklega vegur samt þyngra
ófærð og illviðri á þessum árstímum
sem enn auka á tíma fólks í þessu
stússi. Tölum ekki um þau tilvik
þar sem kalla þarf til viðbótarmann-
skap, jafnvel björgunarsveitir, þá er
hinn raunverulegi kostaður fljótur
að hækka.
Rétt er einnig að muna að allt
þetta bjástur er ekki jákvætt út frá
dýraverndarsjónarmiðun og þess
vegna síst til að styrkja ímynd
íslensks landbúnaðar.
Öllum má því ljóst vera að víða
er kominn í fjárbúskapinn kostnað-
arliður sem ekki er eðlilegt að grein-
in geti staðið undir, hvað þá þeir
sem harðast verða úti í ósköpunum.
Menn hafa sofnað á verðinum
Þessu verður að breyta. Greinilega
hafa hagsmunasamtök sem telja sig
hag bænda einhverju varða, eins og
BÍ, LS og RML, sofnað á verðinum
að leyfa þessum málum að þróast í
þetta óefni. Stundum þegar slíkir
aðilar vakna af værum blundi reyna
þeir að taka hendur úr vösum að
laga stöðu mála.
Í þessu máli er áreiðanlega orðin
full þörf á slíku, jafnvel þó að fyrr
hefði verið. Rétt er að benda á þá
samviskufriðun margra félaga og
stofnana að senda frá sér snoturlega
orðaðan fagurgala sem þeir kalla
ályktanir. Sjaldnast eru þær virði
pappírsins sem þær eru prentaðar á.
Í þessum málum þarf aðgerðir. Þar
er ljóst að hlutur sveitarfélaganna
er mestur. Bændur sjálfir og þær
stofnanir sem nefndar hafa verið
þurfa einnig að hugsa sína stöðu.
/ Jón Viðar Jónmundsson
Mynd / BBL
Niðurskurður við riðu nær ekki þeim árangri
sem við viljum sjá
Þegar riðan var hvað skæðust í
Fljótum og víðar í Skagafirði á
árum áður, kom riðan aldrei á
suma bæi þótt hún herjaði hjá
nágrannanum hinum megin við
girðinguna. Hvernig stóð á því ef
þetta er bráðsmitandi sjúkdómur?
Riðan er ekki eins smitandi og
margir halda nema í vissum tilfellum
og við vissar aðstæður, eins og um
sauðburð eða af hræjum sem bændur
trassa að fjarlægja. Það þarf að hafa
varan á. En hvað gerðu bændur sem
sluppu við riðuna? Sumir settu aldrei
á líflömb nema undan eldri ánum,
sem orðnar voru 4ra vetra og eldri
og töldu þá að þær væru komnar yfir
veikina. Ég rengi þetta ekki; yfirleitt
fóru ekki fullorðnar kindur úr riðu-
veiki, þeim var hættast á 3-4ra vetri
og fé sem kemst yfir 4ra vetra aldur
er hólpið og því ætti ekki að slátra
því fé, heldur sjá hvernig því reiðir
af. Það verður að gera eitthvað annað
en að skera allt niður, það er búið að
gera allt fg mikið af því og glapræði
að skera niður allan stofninn þegar
riðan er ekki nema í hluta af fénu.
Fyrst þarf að finna út hvað ærnar
eru gamlar sem farast. Eru þær 4ra
vetra eða eldri eða allar innan við
4ra vetra, þá þarf að athuga undan
hvaða hrút þær eru og séu þær undan
sama hrútnum þá þarf að farga öllu
undan honum. Sé um sæðishrút að
ræða þarf að farga öllu undan honum
þar sem hann hefur verið notaður.
Það sama gildir um ærnar; undan
hvaða ám eru þessar kindur sem eru
að farast.
Árið 1949 fóru fram fjár-
skipti í Skagafirði. Í frampart
Seyluhrepps, framan Grófargilsár,
og í Lýtingsstaðahrepp komu lömb
af Vesturlandi og á þessu svæði hefur
mikið verið skorið niður vegna riðu.
Fyrir utan Grófargilsá komu lömb af
Norðausturlandi utan 30 lömb sem
urðu eftir af því sem fór í frampart-
inn og var þeim skipt niður á bæina
hér á Langholti og í Staðarhreppi en
þar hefur verið mikið minna skorið
niður vegna riðu. Þá fékk faðir minn
30 gimbrar og 2 hrúta og af því var
1 gimbur og 1 hrútur af Vesturlandi
hitt af Norðausturlandi. Ég fékk það
embætti að hirða lömbin um vetur-
inn og gefa þeim öllum nafn. Þegar
þessar kindur eru 5-6 vetra þá sé ég
að ein kindin mín er veik og fer til
föður míns og bið hann að líta á hana,
hann sagði að þetta væri riðan og
það yrði að slátra henni á morgun
og grafa haus og innyfli. Svo leið
fram á veturinn og þá fór önnur og
mig minnir að það hafi farið 4-5 ær
um veturinn. Þá fór ég að skoða bók-
haldið og kom þá í ljós að þær voru
allar undan sama hrútnum. Hrúturinn
hét Húni og hafði komið að vestan.
Ég sagði föður mínum hvers kyns var
og ákvað hann að lóga hrútnum og
öllu sem undan honum var. Eftir það
bar aldrei á riðu í þessum fjárstofni.
/Páll M. Jónsson