Bændablaðið - 26.01.2017, Qupperneq 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017
Um árabil hefur bæði einkorna- og
fjölkorna áburður verið fáanleg-
ur á markaði hér á landi. Í ein-
korna áburði eru öll næringarefni
í sama korninu á meðan fjölkorna
áburðurinn er blanda áburðar-
korna með ólíkt efnainnihald.
Fjölkorna áburður er oftast nær
ódýrari í framleiðslu og að auki
er auðveldara að stilla af hlutföll
næringarefna við framleiðslu á
fjölkorna áburði. Gallin er hins
vegar sá að dreifigæði áburðarins
geta verið misjöfn og gjarnan er
meira ryk í honum en í einkorna
áburði.
Hvernig tekst til við dreifingu
áburðar er samspil margra þátta.
Eiginleikar áburðarins skipta hér
miklu máli en ekki síður áburðar-
dreifarinn, veðurfar og sjálft verk-
lagið við dreifinguna. Gæði áburðar-
dreifingar eru metin með svokölluðu
bakkaprófi, sem gefur mynd af því
hvernig áburðurinn dreifist. Út frá
niðurstöðum bakkaprófsins er reikn-
aður út fráviksstuðull (CV). Hann
segir okkur hversu mikið hvert mælt
gildi víkur frá meðaltalinu. Þannig
er dreifing sem hefur CV 5 mjög
góð en dreifing sem hefur CV 30
mjög léleg. Hægt er að mæla áhrif
fráviksstuðuls á uppskeru. Dæmi
um samspil fráviksstuðuls og upp-
skerutaps má sjá á mynd 1.
Grafið sýnir samhengi á milli gæða
áburðardreifingar, uppskerutaps og
mats á verðmæti uppskerutaps. Til
að gefa dæmi um mögulegt tap
vegna ójafnrar áburðardreifingar er
stuðst við heimildir um uppskerutap
úr skýrslunni Anvendelse av mek-
anisk blandet gødning. Við verðmat
á uppskerutapi er miðað við að við
fullkomna áburðardreifingu og ekk-
ert uppskerutap sé uppskera 4.500
kg þe./ha og verðmæti uppskeru sé
40 kr/kg þe. Það má áætla að við
áburðardreifingu sé fráviksstuðull að
jafnaði á milli 15-30. Í rannsóknum á
dreifigæðum mælist fráviksstuðulinn
við verstu aðstæður 60.
Dreifigæðin misjöfn
Dreifigæði eru yfirleitt aðeins metin
með því að skoða hvernig áburðurinn
sjálfur dreifist. Þannig getur fjöl-
korna áburður dreifst vel en þegar
dreifing einstakra næringarefna eru
skoðuð þá getur önnur mynd komið
í ljós. Það varð raunin hjá dönsku
ráðgjafaþjónustunni SEGES þegar
skoðuð var dreifigæði fjölkorna
áburðar í rannsókn árið 2015.
Niðurstaðan vakti mikla athygli
þegar skýrslan var gefin út enda
hafði sambærileg rannsókn ekki
verið gerð um áraraðir. Fjölkorna
áburður sem sýndi jafna dreifingu
áburðar reyndist hafa mjög ójafna
dreifingu næringarefna. Þessi áhrif
koma mjög skýrt fram þegar unnið er
með mikla vinnslubreidd séstaklega
þegar komið er yfir 24 m vinnslu-
breidd. Ástæðan er sú að eðlisþyngd
áburðarkorna með mismunandi nær-
ingarefni er ekki sú sama og því fá
kornin mismunandi hröðun þegar
þeim er kastað af dreifiskífu áburðar-
dreifarans.
Óbeinn kostnaður í formi
uppskerutaps
Til að tryggja sem best dreifigæði
þegar borinn er á fjölkorna áburður
þarf að stilla vinnslubreidd í hóf.
Söluaðilar hafa gjarnan upplýsingar
um eiginleika áburðarins og hvernig
best er að stilla mismunandi dreifara.
Gæði fjölkorna áburðar eru misjöfn.
Í mörgum tilfellum er hægt að ná
viðunandi dreifigæðum. Hins vegar
jafnast dreifigæðin seint við það sem
næst með dreifingu einkorna áburð-
ar. Það er mikilvægt að huga vel að
dreifigæðum áburðar þegar valið er á
milli einkorna eða fjölkorna áburðar
og gæta að því að ójafnri áburðar-
dreifingu fylgir óbeinn kostnaður í
formi uppskerutaps.
/Unnsteinn Snorri Snorrason,
ráðgjafi.
Heimildir:
Anvendelse af mekanisk blandede
gødning. 2015. Farmtest maskiner
og plantalv nr. 140. SEGES.
Val á áburði
– einkorna eða fjölkorna?
TIL SÖLU
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
Eignirnar seljast í því ástandi sem þær eru í en bjóðendur eru hvattir til
að kynna sér ástand þeirra vel. Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá Rík-
iskaupum ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði.
Gögnin eru aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 10:00 þann 14. febrúar 2017
þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska.
20296 – Bjarkarbraut 2 (Hlíð),
Laugarvatni.
Um er að ræða fyrrum kennaraí-
búð og heimavist Héraðsskólans
á Laugarvatni, samtals 341,0 m²,
byggð árið 1940, vel staðsett.
20297 – Bjarkarbraut 1 (Björk),
Laugarvatni.
Um er að ræða fyrrum heimavist
Héraðsskólans á Laugarvatni,
samtals 284,0 m², byggð árið
1950, stílhreint hús á fallegum
útsýnisstað.
20298 – Bjarkarbraut 4 (Mörk),
Laugarvatni.
Um er að ræða fyrrum kennaraí-
búð og heimavist Héraðsskólans
á Laugarvatni, samtals 435,2 m²,
byggð árið 1940, vel staðsett.
20473 – Strandgata 55, Fjarða-
byggð, Eskifirði, eigandi Ís-
landspóstur ohf.
Um er að ræða eignarhluta Ís-
landspósts samtals 174,0 m²,
neðri hæð, í steinsteyptu húsi.
Eignin samanstendur af af-
greiðslusal, kaffistofu, snyrtingu
og starfsmannarými.
20480 – Miðás 1, Egilsstöðum,
húsnæði Vinnumálastofnunar.
Um er að ræða 120 m² efri hæð
í vel staðsettu húsnæði á Egils-
stöðum, tvær skrifstofur, fundar-
salur fyrir 16 – 18 manns, rúmgóð
afgreiðsla og lítil eldhúsaðstaða.
20192 - Kríunes II, Hrísey til
sölu eða leigu
Um er að ræða hús sem talið er
vera 749,6 m2 að stærð. Skráð
sem fjórar einingar. Landnr.
222439, fastanr. 215-6367. Húsið
var byggt árið 1974 undir naut-
gripaeldi og rannsóknir. Heimilt
er að skila inn kauptilboðum og/
eða tilboðum í leigu á öllu hús-
næðinu eða hluta þess.
Njarðarnesi 1 sími 460 4350
Hjólbarðaþjónusta - Smurþjónusta - Þrif á bílum - vönduð handverkfæri og fl.
Úrval hjólbarða á betra verði
Fólksbíla-, traktora-, vinnuvéla-, vagna-,
jeppa,- og vörubíladekk í úrvali.
Smurþjónusta
(Jason ehf.)
20%
afsláttur af öllum dekkjum
til . 201
Ármann sími 896 8462 og Tryggvi 896 4126
Jeppadekk
35x12,5x15
Double Star
vörbíladekk
Double Star
Vinnu- og
dráttarvéladekk
Mynd / ÁÞ
S: 5272600 - www.velavit.is
Varahlutir - Viðgerðir
Vélavit
Sala Þjónusta
Við sérhæfum okkur í JCB, Hydrema, Iveco,
New Holland, Case og nú: