Bændablaðið - 26.01.2017, Blaðsíða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017
Gerðar voru upp afkvæmarann-
sóknir á 82 búum sem uppfylla
skilyrði fagráðs í sauðfjárrækt sem
styrkhæfar afkvæmarannsóknir.
Alls eru 844 hrútar prófaðir og
þar af 518 veturgamlir. Markmiðið
með þessari vinnu er, eins og flestir
bændur þekkja, að stuðla almennt
að nákvæmara úrvali fyrir skrokk-
gæðum, að stuðla að því að vetur-
gamlir hrútar séu metnir út frá
afkvæmadómi og að auka notkun
á lambhrútum.
Þá eru ómmælingarnar besta
leiðin í dag til að bæta raunveruleg
skrokkgæði með mælingu á einum
dýrmætasta vöðva skrokksins og
styrkurinn fyrst og fremst til að koma
á móts við vinnu sem það felur í sér.
Þátttakan í ár er næstum helmingi
meiri en í fyrra og skýrist það að hluta
af breyttum skilyrðum um lágmarks-
fjölda veturgamalla hrúta, en þau
voru lækkuð úr 5 hrútum í 4 og síðan
aukinni eftirfylgni ráðunauta gagnvart
því að rannsóknirnar séu unnar. Mest
þátttaka í afkvæmarannsóknum var í
Strandasýslu, Dalasýslu og Skagafirði
þar sem 9 til 10 bú ná að uppfylla skil-
yrðin.
Yfirburðahrútar eru mjög
verðmætir
Í meðfylgjandi töflu eru listaðir upp
þeir hrútar sem ná 120 stigum eða hærra
í heildareinkunn. Heildareinkunnin
er meðaltal einkunna fyrir þá þrjá
þætti, en þær byggja á fallþunga, líf-
lambamati og kjötmatsniðurstöðum.
Einkunnir byggja á frávikum hrútanna
frá meðaltali afkvæmarannsóknar á
viðkomandi búi og því er hæpið að
bera heildareinkunn þeirra saman milli
búa. Hrútar sem sýna mikla yfirburði
eru að sjálfsögðu mjög verðmætir fyrir
viðkomandi bú og oft eru þetta hrút-
ar sem jafnframt gætu átt erindi sem
sæðingastöðvahrútar. Gjarnan er þá
reynt að prófa hrútana frekar í sér-
stökum afkvæmarannsóknum fyrir
úrvalshrúta á viðkomandi svæði. Mjög
jafnar niðurstöður geta þýtt að enginn
hrútur sé afgerandi góður eða enginn
afgerandi slæmur. Því má t.d. ætla að
ólíklegra sé að hrútar sýni mikið útslag
í rannsókn þar sem úrvalshrútum hefur
verið safnað saman.
Saumur á flesta hrúta í
afkvæmarannsóknum
Sá hrútur sem á langflesta (38) hrúta
í afkvæmarannsóknum er Saumur
12-915 frá Ytri-Skógum. Þá er allstór
hópur undan Hvata 13-926, Sprota
12-936, Bósa 08-901, Bekra 12-911,
Kölska 10-920 og Tjaldi 11-922. Sé
hinsvegar skoðaðir feður hrúta sem
ná 110 eða hærra í heildareinkunn eru
þeir Saumur 12-915 og Hvati 13-926
atkvæðamestir.
Sá hrútur sem mest útslag gerði í
haust heitir Dúddi 14-699 til heim-
ils að Hlíð í Hörðudal. Hrútur þessi
var fenginn frá Ósi við Akranes,
en er í móðurætt frá Oddstöðum í
Lundarreykjardal og í föðurætt rekur
hann sig til Kvists 07-866 frá Klifmýri.
Dúddi sýnir geysilega yfirburð á búinu
hvað varðar holdfyllingu og þroska
lamba sem skilar honum þessari háu
einkunn. Í þessum samanburði eru 12
hrútar og ríflegur fjöldi lamba að baki
hverjum þeirra, sem styrkir þennan
dóm. Á Ketilseyri í Dýrafirði voru
9 hrútar í samanburði. Þar er einnig
tveggja vetra hrútur sem stendur á
toppnum, Frosti 14-052. Hann var líka
afgerandi hæstur á Ketilseyri haustið
2015 og sannar því aftur yfirburði sýna
sem felast í geysilega góðri holdfyll-
ingu, þykkum bakvöðva og hóflegri
fitu. Frosti er sonur Guðna 09-902 frá
Mýrum 2 og í móðurætt má rekja ættir
í Tengil 05-830 frá Brekku og Bifur
06-994 frá Hesti. Þriðji efsti hrúturinn
á listanum er frá Hróðnýjarstöðum í
Laxárdal, Ylur 14-522. Ylur er út af
Svala 10-862 frá Melum í föðurætt og
Spak 03-976 frá Broddanesi í móður-
ætt. Á síðasta ári skipaði Ylur annað
sætið í afkvæmarannsókn búsins en
þá stóð faðir hans Illur 12-532 efstur.
Nánari umfjöllun um niðurstöður
afkvæmarannsókna verður aðgengi-
leg inni á www.rml.is þar sem undir-
ritaður, ásamt Árna B. Bragasyni,
gera niðurstöðum frá hverju búi skil.
Afkvæmarannsóknir
í sauðfjárrækt 2016
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarinsEyþór Einarsson
ábyrgðarmaður
í sauðfjárrækt
ee@rml.is
Mestu afurðir á hverju svæði 2016
Uppgjörssvæði Bú - árslok 2016
Skýrsluhal-
darar
Fjöldi
árskúa
Af-
urðir
kg/
árskú
Kjalarnesþing 260121 Káranes Káranes ehf 74,7 6.566
Borgarfjörður 350513 Hvanneyri
Hvanneyrar-
búið ehf.
68,8 7.859
Snæfellsnes 370179 Hraunháls
Guðlaug og
Eyberg
28,1 8.173
Dalasýsla 380184 Lyngbrekka
Sigrún og
Ármann Lyng-
brekku 2
31,9 7.665
Vestfirðir 480204 Botn 2
Björn og
Svavar
71,3 7.187
Húnavatnssýslur
og Strandir
560112 Brúsastaðir Brúsi ehf 50,9 8.990
Skagafjörður 570925 Garðakot
Pálmi Rag-
narsson
65,2 8.029
Bsb. Eyjafjarðar 650926 Moldhaugar
Þröstur
Þorsteinsson,
Moldhaugum
60,8 8.274
Bsb. Suður-
Þingeyinga
660519 Stóru-Tjarnir
Stóru-Tjarnir
ehf
51,8 7.981
Austurland 761412 Núpur
Björgvin Rúnar
Gunnarsson
83,9 7.950
Austur-Skafta-
fellssýsla
770116 Seljavellir
Eiríkur
Egilsson
67,0 7.072
Vestur-Skafta-
fellssýsla
850319 Austurhlíð
Bergur Sigfús-
son
25,0 6.877
Rangárvallasýsla 860326 Skíðbakki
Rútur og
Guðbjörg -
Skíðbakka 1
59,8 7.925
Árnessýsla 870909 Skáldabúðir Gunnbjörn ehf 58,4 7.923
Nína 676 á Brúsastöðum í
Vatnsdal mjólkaði mest og setti
nýtt Íslandsmet
Nythæsta kýrin á skýrsluhaldsbúun-
um árið 2016 var Nína 676, undan
Ófeigi 02016, en hún mjólkaði
13.833 kg með 4,02% fitu og 3,95%
prótein og sló þar með tíu ára gamalt
Íslandsmet Blúndu 468 á Helluvaði
á Rangárvöllum sem var 13.327 kg.
Burðartími Nínu féll ágætlega að
almanaksárinu en hún bar sínum
þriðja kálfi 7. febrúar 2016. Það þarf
ekki að orðlengja að Nína er gríðar-
mikil mjólkurkýr og sýndi það strax
á sínu fyrsta mjólkurskeiði er hún
fór hæst í 32 kg dagsnyt. Á nýliðnu
ári fór hún hæst í 55,0 kg dagsnyt
og var enn í 28 kg nyt í desember
s.l. Skráðar æviafurðir hennar voru
31.387 kg um síðustu áramót en sinn
fyrsta kálf átti hún 25. janúar 2014,
þá 24 mán. að aldri.
Önnur í röðinni árið 2016 og
skammt á hæla Nínu 676 var Hrísa
336 í Austurhlíð í Skaftártungu,
undan Skurði 02012, en hún mjólk-
aði 13.779 kg með 4,20% fitu og
3,33% prótein. Þessi kýr bar sínum
fimmta kálfi 17. desember 2015 og
fór hæst í 43,8 kg dagsnyt á árinu
2016. Skráðar æviafurðir hennar eru
43.160 kg. Þriðja nythæsta kýrin var
Stebba Dýra 684 á Brúsastöðum í
Vatnsdal, undan Salómon 04009, en
nyt hennar á árinu var 13.621 kg
með 3,59% fitu og 3,84% prótein.
Hún bar sínum öðrum kálfi 12.
desember 2015, fór hæst í 50 kg
dagsnyt og skráðar æviafurðir
hennar eru 25.504 kg. Fjórða nyt-
hæsta kýrin var Skvís 1161 á Gili
í Skagafirði, sonardóttir Víðkunns
06034, en hún mjólkaði 13.594 kg
með 4,17% fitu og 3,82% prótein.
Hún bar sínum öðrum kálfi 2. des-
ember 2015, fór hæst í 46 kg dags-
nyt á árinu og skráðar æviafurðir
eru 22.915 kg. Fimmta í röðinni var
Króna 131 í Ásgarði í Reykholtsdal,
fædd á Gunnlaugsstöðum í
Stafholtstungum. Króna sem er
sonardóttir Stígs 97010, bar sínum
sjöunda kálfi 26. nóvember 2015
og fór hæst í 51 kg dagsnyt en hún
skilaði 13.400 kg á árinu með 3,78%
fitu og 3,22% prótein. Skráðar ævi-
afurðir Krónu eru 69.769 kg.
Rétt er að vekja athygli á þeirri
kú sem skipar sjöunda sæti listans að
þessu sinni. Þar fer hin gamalkunna
Urður 1229, dóttir Laska 00010, á
Hvanneyri en hún mjólkaði 13.148
kg á árinu með 2,84% fitu og 2,86
prótein. Hún var felld núna 11. jan-
úar s.l. vegna elli og var þá búin að
skila sínu og vel það. Skráðar ævi-
afurðir hennar á sjö mjólkurskeiðum
eru 77.468 kg. Hún bar 1. kálfi 22.
des. 2009 og mjólkaði í 7,0 ár að
meðaltali 11.020 kg á ári. Þessu til
viðbótar skilaði hún kynbótanaut-
inu Úranusi 10081, en faðir hans
er Síríus 02032. Úranus kom nú á
haustdögum úr afkvæmaprófun og
stendur meðal efstu nauta í heildar-
einkunn. Annar sonur Urðar, Plútó
14074, bíður nú afkvæmadóms en
faðir hans er Toppur 07046. Að auki
er hún móðurmóðir Bagga 14043 frá
Hvanneyri sem sömuleiðis bíður nú
niðurstöðu afkvæmadóms.
Alls skilaði 71 kýr afurðum yfir
11.000 kg og þar af 20 yfir 12.000
kg. Árið 2015 náðu 44 kýr nyt yfir
11.000 kg.
M j ó l k u r f r a m l e i ð e n d u m
öllum, en ekki síst ábúendum á
Brúsastöðum, óskum við til ham-
ingju með glæsilegan árangur og
þökkum samstarfið á liðnu ári.
Nafn Númer Bú
Faðir
Nafn
Faðir
Númer
Eink.
Fallþ.
Eink.
kjötmat
Eink.
líflömb
Eink.
Heild
Dúddi 14-699 Hlíð, Hörðudal Sproti 12-685 117,2 138,1 173,6 142,9
Frosti 14-052
Ketilseyri,
Dýrafirði
Guðni 09-902 108,8 144,6 161,3 138,2
Ylur 14-522
Hróðnýjarstaðir,
Laxárdal
Illur 12-532 109,7 136,8 153,5 133,3
14-608
Þorvaldsstaðir,
Breiðdal
Steri 07-855 126,9 128,5 138,4 131,2
Glaumur 11-041
Smyrlabjörg,
Suðursveit
Gosi 09-850 113,7 130,1 147,9 130,5
Fannar 15-790
Burstafell,
Vopnafirði
Danni 12-923 105,5 131,3 144,7 127,2
Botni 14-002 Árholt, Tjörnesi Grámann 10-884 105,3 139,3 135,6 126,7
Nagli 15-028
Brúnastaðir,
Fljótum
Saumur 12-915 112,7 108,9 157,7 126,4
Lárus 15-567
Grænahlíð,
Ketildölum
Gutti 12-030 106,7 147,5 123,3 125,8
Flotti 14-309
Innri-Múli,
Barðaströnd
Hreggur 09-315 104,3 148,2 122,5 125,0
Gosi 15-411
Hauksstaðir,
Vopnafirði
Glókollur 14-403 101,7 127,9 145,5 125,0
Hnokki 15-667
Sámsstaðir,
Hvítársíðu
Hvati 13-926 101,6 128,7 144,6 125,0
Bjartur 15-543
Ytri-Skógar,
A-Eyjafjöllum
Drumbur 10-918 101,4 112,9 157,0 123,8
Toppur 15-231
Skerðingsstaðir,
Hvammssveit
Saumur 12-915 94,4 135,6 139,7 123,2
15-515
Svarfhóll,
Laxárdal
Saumur 12-915 95,0 120,9 152,1 122,7
Seðill 15-244 Ríp, Hegranesi Arður 14-248 99,1 130,1 137,7 122,3
Moli 15-798
Hjarðarfell,
Miklaholtshreppi
Saumur 12-915 95,5 143,7 126,8 122,0
Goði 13-342
Forsæludalur,
Vatnsdal
Mjaldur 11-551 118,0 126,3 120,7 121,7
Frami 11-250 Ríp, Hegranesi Kubbur 10-243 96,2 138,3 128,6 121,1
Jón H 15-021
Syðri-Sandhólar,
Tjörnesi
Guðni 09-902 99,0 144,8 119,3 121,0
Dagur 13-109 Hof 2, Fellum Dagur 11-034 109,4 114,1 138,5 120,7
Tungu-
Kjarkur
14-705
Miðdalur, Svar-
tárdal Skagaf.
Kjarkur 08-840 107,0 113,0 141,9 120,6
Gunni 15-739 Melar, Hrútafirði Þristur 14-018 95,4 135,3 131,3 120,6
Tjaldur 15-111
Tunga, Gön-
guskörðum
Tjaldur 11-922 102,0 113,2 146,2 120,5