Bændablaðið - 26.01.2017, Qupperneq 46

Bændablaðið - 26.01.2017, Qupperneq 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017 Í byrjun hvers árs keppast inn- flutningsaðilar nýrra bíla við að auglýsa frumsýningar á nýjasta trompi hvers umboðs. Úrvalið er töluvert og erfitt getur verið að velja úr mörgum kostum. Í ár byrjaði ég á að fara í Hyundai- umboðið. Þar varð fyrir valinu Hyundai Tucson eindrifsbíll sem hingað til hefur eingöngu verið í boði sem fjórhjóladrifinn jepp- lingur. Aukin þægindi Eins og áður sagði er Hyundai Tucson bíllinn eindrifs bíll og er fyrir vikið verðið á honum um 800.000 kr. lægra en á fjórhjóladrifsbílnum. Í boði eru þrjár mismunandi bifreiðar af Hyundai Tucson og er verðið frá 3.890.000 á þeim ódýrasta, en bíll- inn sem prófaður var heitir Hyundai Tucson Comfort og er með 141 hest- afli 1,7 lítra dísilvél, sjálfskiptur með 7 þrepa skiptingu. Strax og ég settist inn í bílinn var ég hrifinn af sætunum sem eru afar þægileg með stillanlegan bakstuðningi. Hitarinn er fljótur að hita sætið sem er kostur. Fótapláss er gott fyrir bæði ökumann og farþega í framsætum. Í stýrinu er hitari sem mér er farið að finnast að ætti að vera staðalbúnaður í inn- fluttum bílum á Íslandi (þetta er svo þægilegt í vetrarkuldanum). Sparneytin vél og nánast stiglaus skipting Það verður ekki annað sagt en að það er afar þægilegt að keyra Hyundai Tucson Comfort. Sjö þrepa skipt- ingin er það mjúk að maður finn- ur ekkert fyrir skiptingum, hvorki þegar bíllinn skiptir sér upp eða niður. Eyðslan á 1,7 lítra vélinni er afar lítil, en rétt fyrst á meðan vélin er að hitna er maður að sjá háar eyðslutölur í aksturstölvu bílsins. Eftir um þriggja til fimm mínútna akstur er vélin búin að ná kjörhita og eyðslan er komin niður undir fimm lítra á hundraðið í blönduðum akstri. Uppgefin eyðsla á bílnum er 4,9 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri. Í prufuakstrinum hjá mér var mín eyðsla 7,1 lítri að meðaltali, en þess ber að geta að allan tímann var hávaðarok og ausandi rigning. Ég er mjög sáttur við eyðsluna miðað við að bíllinn var prófaður við verstu hugsanlegu aðstæður gagnvart eyðslu. Mikið farangursrými og aðgengilegt Flestir nýir bílar eru með ljósabúnað þar sem bara eru ledljós framan á bílnum, en ekki er löglegt að vera þannig „ljósaður“ í umferð. Á Hyundai Tucson þarf að kveikja ljósin til að fá afturljósin á og mæli ég með því til þeirra sem eiga svona bíl að hafa alltaf ljósatakkann, á þar sem að þegar drepið er á bílnum og honum læst slokkna öll ljós eftir 7–10 sek. Ekki er hægt að skilja við umræðuna um ljós á þessum bíl án þess að hæla góðum og velsjá- anlegum afturljósum sem eru bæði stór og skær. Þau sjást mjög vel í slæmu skyggni. Farangursrýmið er stórt, 513 lítra með sætin uppi og 1.503 lítrar með sætin niðri. Undir farangursrýminu er fullbú- ið varadekk sem er ekki sjálfgef- ið í mörgum öðrum nýjum bílum (margir án varadekks eða með það sem ég kalla „aumingja“). Hyundai hefur skapað sér traust vegna lágrar bilanatíðni Þessi bíll er nánast óaðfinnanleg- ur sem eindrifsbíll (sjálfur vil ég helst hafa fjórhjóladrif). Allir Hyundai eru með 5 ára ábyrgð enda hefur Hyundai verið sá bíll sem hefur einna lægstu bilanatíðni af öllum bílum samkvæmt erlend- um vefmiðlum um bilanatíðni bíla undanfarin ár. Kaup á Hyundai Tucson eindrifsbílnum miðað við verð og þægindi eru góð kaup að mínu mati. Allar nánari upplýs- ingar um bílinn veita sölumenn hjá Hyundai eða á vefsíðunni www.hyundai.is. Hyundai Tucson Comfort 2wd, 1,7 dísil. Myndir / HLJ Hæð 1.645 mm Breidd 1.850 mm Lengd 4.475 mm liklegur@internet.is Hjörtur L. JónssonVÉLABÁSINN Eindrifs Hyundai Tucson með 141 hestafla vél: Fólksbíll sem lítur út eins og jepplingur Ljósin slokkna sjálfkrafa eftir 7–10 sek. ef ljósatakkinn er alltaf svona þegar skilið er við bílinn. Hátt undir bílinn sem hentar vel til aksturs á malarvegum og í snjó. Stór og björt afturljós er mikill kostur við aðstæður sem oft skapast á ís- lenskum vegum. Fullbúið varadekk á álfelgu undir stóru farangursrýminu. Framsætin eru góð og óvenju mikið fótarými. Helstu mál

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.