Bændablaðið - 26.01.2017, Qupperneq 47

Bændablaðið - 26.01.2017, Qupperneq 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 26. janúar 2017 Systurnar og bændurnir Thrine Bye Heggum og Ine Bye Rossetnes frá Grong í Norður-Þrændarlögum í Noregi búa nánast hlið við hlið og sinna fjósastörfum og fleiru á sínum bæjum en fannst skorta vinnufatnað fyrir konur svo úr varð fyrirtækið Traktorpikene fyrir nokkrum árum. Nú hanna þær og selja litríkan og klæðilegan vinnufatnað fyrir konur og börn. „Þetta ævintýri byrjaði fyrir rúmum þremur árum þegar ég var í fæðingarorlofi með annað barn mitt. Ég var ekki með vinnu fyrir utan búið eftir orlofið og hugsaði mikið hvað ég gæti gert. Við erum með smá „hobbí“-búskap á bænum með til dæmis hænur, kalkúna, fasana, hesta og fleira og ég var að stússast í kringum það og sinnti mismunandi störfum utandyra. Einnig fáum við grunnskólanemendur í heimsókn á bæinn á vorin og haustin sem læra um mismunandi framleiðslu í land- búnaði,“ útskýrir Thrine og bætir við: „Ine systir hafði verið með í Opnum landbúnaði og vann þar heil- mikið úti við í tengslum við dýrin og viðhald á bænum en að auki búa laxveiðimenn allt sumarið hjá þeim. Við upplifðum oft að okkur fannst við ekki líta nógu vel út í þeim vinnu- fötum sem við höfðum og snið og efni gerðu manni oft þungt og erfitt fyrir að vinna í og svo gátu þau líka orðið of hlý. Okkur fannst við ekki geta sýnt okkur í þeim gagnvart öðru fólki, svo langt gekk það. Þannig gerðist það og var minnisstætt að Ine laumaðist baka til að skipta um föt þegar veiðimennirnir komu. Upp frá þessu fórum við að leita á Netinu að kvenlegri vinnufatnaði en það var ekki auðvelt að finna.“ Hugmyndir settar á blað Nú voru systurnar komnar með hug- mynd og þor til að fara enn lengra og bæta úr þeim vinnufatnaði sem til var á markaðnum. „Við hugsuðum að þarna væri komið kjörið tækifæri til að byrja á einhverju sjálfar svo við settumst niður og skrifuðum niður hugmynd- ir og kröfur sem okkur fannst þurfa að hafa varðandi snið, liti og fleira. Því næst leituðum við til Innovasjon Norge sem styður við nýsköpun og frumkvöðla og spurðum hreint út hvort okkar hugmynd væri nógu góð til að styrkja og sem betur fer var okkur svarað játandi. Fjölskyldurnar okkar hafa styrkt okkur gríðarlega vel í þessu ævintýri og hjálpað okkur mikið með ýmislegt,“ segir Thrine, sem er yngst fjögurra barna og er innanhússarkitekt að mennt. Ine er elst og menntuð sem félags- ráðgjafi. Systurnar ólust upp á bænum Heggum þar sem fyrirtækið Traktorpikene er í dag. Thrine býr enn á Heggum með foreldrum sínum sem sjá enn um rekstur sveitabæjar- ins en sjálf hefur hún óðalsrétt hans. Rétt norðar, steinsnar frá, býr Ine með sinni fjölskyldu á öðrum bæ. Ekki eingöngu fyrir bændur Systurnar og fyrirtækið voru til- nefndar í landskeppni í Noregi fyrir bestu þróun fyrirtækis og einnig hafa þær verið sýnilegar á ýmsum bændahátíðum og sýningum og verið vel tekið. „Vörunum hefur verið gríðarlega vel tekið og við höfum fengið mikinn stuðning. Fólk er mjög jákvætt gagn- vart vörunum og finnst hugmyndin okkar góð ásamt því að tími hafi verið kominn til að konur gætu valið sér góð og fín vinnuföt. Körlunum finnst þetta líka mjög skemmtilegt og taka fullir áhuga þátt í þessu,“ segir Thrine og bætir við: „Þetta er ekki eingöngu fyrir bændur þó að við finnum fyrir því að stærsti markaðurinn sé hjá þessum hóp. Við hugsum þetta fyrir alla sem vinna utandyra og þurfa vinnuföt, hvort sem um er að ræða konur og börn í garðyrkjustörfum, bifvéla- virkja, leikskólakennara, hesta- og hundafólk og svo framvegis. Það eru engar takmarkanir, meira að segja er þetta fínt fyrir konur sem þurfa að sinna garðskikanum heima hjá sér. Enn sem komið er seljum við aðal- lega í Noregi en höfum einnig selt til Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands en markmið okkar er auðvitað að komast á alþjóðamarkað og út í heim- inn. Þetta er þó enn lítið fyrirtæki og það tekur tíma að vaxa frá því að vera lítið fjölskyldufyrirtæki og yfir í eitthvað stærra. Við fáum hugmyndir og óskir frá viðskiptavinum sem er okkur mikilvægt og við erum í stöð- ugri þróunarvinnu sem gerir þetta svo skemmtilegt og við höldum ótrauðar áfram.“ /ehg Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði HNUPLA KÚLU GNÍPA TEMJA LÁRVIÐAR-RÓS DÓTARÍ STUNDA ÓÞURR S P E N N A N D I SVIÐLAG T E F GRAFTAR- BÓLGA GNÆFA Í G E R Ð KKIRNA E R S P A R A K L L S K A KLAKABLÖKK Í S A ÖSLA ÞJÓTA SPIL ÁTT L A U M A MÁL T A L SJÓR VAFIVANSKILA IVONSKA HLÍFA FARÐI H V Æ S A STEFNA BLÓÐSUGAVITLAUST I G L A AÐFALL SKÓLI MFNÆSA R A Ð A ÓSKAFJANDI Á R N A VEIKJAYFIRHÖFN L A M AFLOKKA I Ð A EINING TIL- FUNDINN S T A K SEINNA SKRAMBI S Í Ð A RSVELGUR N A LÖGUR ÚA OG GRÚA V A T N ASI KÝRAUGA F L A S SKIPA-STÓLL BORÁTT G GILDINGKVÖRTUN M A T GLANSA G L J Á ÓNNÖRVERPI O F N S K O L A SEGJAHÁÐ T J Á FUGL U G L AÞVO N Æ R I N G ÓKYRRTVEIR EINS Ó R Ó R ÚR HÓFIPOT O FFÆÐA Ú A R A A EFTIR- FARANDI N N ÚTVORTIS Æ Y S T T R I I STEFNUR PIKKA Á P T O T T I A R MÁLMUR SAMTÖK 52 ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Systur og bændur og hanna öðruvísi vinnufatnað MÖGLA EINSKÆR KVIÐUR LÆRIR FENGUR YNDIS ELDHÚS-ÁHALD STRAUM- ROF DVÍNA UPPFYLLA ALLTAF GRÖM FAG PLANTA FUGL SJÁVAR- MÁL FYRIR HÖND Í RÖÐ BOGI ÁTT FISKINET Í RÖÐHRISTA TEKJUHLIÐ ASI PÖSSUN BLÓM LÖNG ALÞÝÐA HORNSKÓR FLÍS TVEIRRÆNA SKÆR RÍKI Í AFRÍKU TÖNG RÁNFUGL STORKA SKRIFA GENGI LIÐAMÓT SPÍRA TVEIR EINS SPREIA SKOLLANS OTA VERKFÆRI DRYKKJAR- ÍLÁTDRAUP BLESSUN UMKRINGJA YNDI FJALLSBRÚN LOFT- TEGUND SPOR MÁL MERGÐ ÞJÁLFA NEFNI HVÆS LEYFIST Í RÖÐ SKÓLIAFSTYRMI STJÖRNU- ÁR ANGRA LÖGUNAR SVARA SEFUN SAMTÖK 53 Systurnar og bændurnir Thrine Bye Heggum og Ine Bye Rossetnes frá Grong í Norður-Þrændarlögum í Noregi. Byrjað var að þróa og hanna vinnufatnað fyrir konur undir merkjum Traktorpikene fyrir rúmum þremur árum. Vinnufatnaðurinn er nú einnig til fyrir börn og ungmenni í ólíkum útfærslum og hefur verið vel tekið. Myndir / Traktorpikene Nú geta ófrískar konur einnig fengið þægilegan vinnufatnað.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.