Bændablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Framleiðsla á kindakjöti er stórlega umfram innanlandsneyslu: Nauðsynlegt að bregðast við Í viðtali við Árna Bragason í nýútkomnu tímariti Bændablaðsins segir hann okkur verða að nota erfðatæknina. Í upphafi viðtals segir hann að erfðatæknin valdi stökkbreytingum í plöntum. Það er gott að sjá að hann skuli viðurkenna að myndun erfðabreyttra lífvera hafi mikil stökkbreytandi áhrif, þar sem erfðabreytingar geta valdið tjóni á DNA röðum og breytt erfðaupplýsingum í erfðamengi plöntunnar. En Árni tekur síðan til varna fyrir stökkbreytingar sem erfðatæknin veldur með því að segja að vísindamenn hafi um langan aldur framkallað stökkbreytingar í plöntum með því að nota geislun og efnafræðiferli – plöntukynbótatækni sem nefnd er framköllun stökkbreytinga (mutagenesis). Sú tækni þróaðist úr kjarnorkuiðnaðinum á fjórða áratug síðustu aldar en er að mestu aflögð vegna þess hve lítinn árangur hún ber. Flestar plöntur sem þannig eru myndaðar deyja, eru vanskapaðar eða ófrjóar, og það tekur mikinn tíma, fjármagn og sérþekkingu að fá fram lífvænlegan einstakling. Erfðatæknin á það sammerkt með þessari aðferð að báðar framleiða plöntur sem ekki gætu orðið til í náttúrunni, auk þess að stökkbreytingar sem báðar aðferðir valda geta leitt af sér óvæntar breytingar í genamengi plantna sem skapað geta áhættu fyrir umhverfi og heilsufar. Ef framköllunaraðferðin hefði náð einhverjum marktækum árangri hefði sú aðferð orðið jafn umdeild og erfðatæknin, og hefði með sama hætti kallað á öflugt opinbert regluverk til að stýra því. Árni heldur því fram að megin andstaðan við erfðabreyttar plöntur sé sú skoðun að þær auki notkun eiturefna. En hvorki hann né líftæknifyrirtækin treysta sér til að viðurkenna að ferlið sjálft – tæknin sem notuð er til að erfðabreyta plöntum – getur haft jafn mikla hættu í för með sér fyrir heilsufar eins og aukin eiturefnanotkun. Margar rannsóknir, t.d. þær sem J.R. Latham og A.K. Wilson birtu 2006, hafa bent á afleiðingar stökkbreytinga sem erfðatæknin hefur í för með sér. Í lok síðasta árs birtist síðan merkileg rannsókn sem gerð var af nokkrum leiðandi sameindalíffræðingum undir forystu Dr. Michael Antoniou, allt sjálfstæðir vísindamenn. Hún sýnir fram á með skýrum hætti að erfðatæknin felur í sér heilsufarsáhættu sem ekki hefur skikkanlega verið lagt mat á. Þar er beitt nýjustu greiningaraðferðum sem sýna m.a. að í Monsanto maísyrkinu NK603 veldur erfðabreytingaferlið auknu magni efna sem hugsanlega eru eitrandi. Mikilvægi þessarar rannsóknar verður seint ofmetið. Í fyrsta lagi varpar hún ljósi á hve veikum vísindagrunni leyfisferli Evrópu og Bandaríkjanna standa, en á báðum svæðum var NK603- maísyrkið tilgreint verulega jafngilt (substantially equivalent) venjulegum maís. Í öðru lagi afhjúpar rannsóknin hve gölluð erfðatæknin er – nokkuð sem líftækniiðnaðurinn afneitar með öllu. Nú kynnir iðnaðurinn nýjar aðferðir við genabreytingar (CRISPR cas9, Talens, Zinc fingers) og lætur sem þær séu svo öruggar að ekki sé þörf á að setja um þær reglugerðir. Sannleikurinn er hinsvegar sá að þessar aðferðir auðvelda erfðabreytingar, gera þær ódýrari og gróðavænlegri, - en ekki öruggari. Árni reynir að bjarga orðspori Monsanto með því að benda á að fyrirtækið stundi rannsóknir á hefðbundnum kynbótum, auk erfðabreytinga. En ástæða þess er sú að Monsanto veit að allar helstu framfarir í þróun nytjaplantna (hvort sem um er að ræða aukna næringu, aukna uppskeru, þol gegn þurrki, frosti eða flóðum) hafa orðið með hefðbundnum kynbótum, - ekki erfðabreytingum. Í tvo áratugi hefur líftæknifyrirtækjum mistekist að framkalla flókna eiginleika í erfðabreyttum plöntum sem t.d. auka uppskeru, og hafa fundið sig knúin til að beita þjófabrögðum (sn. bio-piracy). Þau virka þannig að líftæknifyrirtæki á borð við Monsanto nota plöntu sem kynbætt var til uppskeruauka og setja í hana gen sem tjáir þol gegn einhverju eiturefni sem það framleiðir (yfirleitt glýfosat eða Bt-eitur). Síðan er einkaleyfi sett á fræ hins nýja erfðabreytta yrkis, sem svo er selt bændum á tvö- eða þreföldu verði hefðbundins fræs, en uppskeruaukningin er þökkuð erfðabreytingunni. Árni tekur undir yfirdrifinn kórsöng líftæknifyrirtækja um að brauðfæða heiminn og fullyrðir að auka verði matvælaframleiðslu um 70% næstu 50 árin. Það er goðsögn. Gögn Sameinuðu þjóðanna sýna að um miðja þessa öld muni fólksfjöldinn ná jafnvægi við 9 milljarða – og þar sem landbúnaðurinn framleiðir nú næga fæðu fyrir 14 milljarða er erfitt að sjá hversvegna fæðuframboð er vandamál. Hungur meðal mannkynsins stafar ekki af matarskorti heldur vegna þess að þeir sem svelta hafa ekki efni á að kaupa sér mat. Aukning framleiðslu mun ekki seðja hina hungruðu frekar en aukin bílaframleiðsla geri öllum kleift að eignast bifreið. Fátækt er vandinn sem við blasir, en erfðabreytt matvæli eru engu ódýrari en venjuleg matvæli. Með því að hvetja til aukinnar framleiðslu erfðabreyttra matvæla sem vísindin sýna í vaxandi mæli að séu áhættusöm fyrir heilsufar okkar, sýna líftæknifyrirtækin að þau hafa meiri áhuga á að fóðra eigin bankareikninga en að brauðfæða heiminn. Staðhæfingar Árna um að erfðatækni gæti komið lífrænni ræktun til góða eru hugarburður. Nær sanni væri að segja erfðabreyttan landbúnað geta haft gagn af lífrænum aðferðum. Reglur um lífræna framleiðslu eru settar á alþjóðlegum vettvangi og bændur rækta í samræmi við þær vegna þess að afraksturinn tryggir neytendum náttúrulegri og öruggari matvæli sem þeir sækjast æ meir eftir. Notkun eiturefna og tilbúins áburðar er bönnuð í lífrænni ræktun, sem byggir aftur á móti á sáðskiptum og niturbindandi plöntum til að auðga jarðveginn og hámarka næringargildi afurðanna. Lífrænn landbúnaður útheimtir meiri vinnu og því þurfa bændur hærra verð fyrir afurðir sínar. Hví skyldu þeir bregðast trausti neytenda og vinna gegn sívaxandi hlutdeild sinni í matvælamarkaðnum (11% aukning í Bandaríkjunum 2014-2015) með því að nota tækni sem skaða mundi tiltrú á afurðum þeirra? Reglur um lífræna ræktun banna notkun erfðabreyttra lífvera, og af gildum ástæðum mun svo verða framvegis. Sandra B. Jónsdóttir, sjálfstæður ráðgjafi. Erfðatækni – áhættusöm og ónauðsynleg LESENDABÁS Sandra B. Jónsdóttir. Fyrir rúmum 30 árum var Landssamband sauðfjárbænda (LS) stofnað vegna offramleiðslu á kindakjöti miðað við að ekki var sölumöguleiki innanlands á því öllu. Hvað þá að verðið á útflutningnum væri ásættan- legt. Framleiðendur komust að samkomulagi um að takmarka framleiðsluna við rúma innan- landsneyslu. Þetta var ekki átakalaust og gekk nokkuð nærri sumum. Í dag blasir það við að framleiðslan er stórlega umfram innanlandsneyslu. Þetta var augljóst í fyrra og jafnvel fyrr þegar sláturleyfishafar skertu verð á innleggi um ca 10%. Miðað við þær birgðir sem til voru haustið 2016 af framleiðslu 2015 og framleiðsla ársins 2016 undir sláturtíðarlok, hefðu þeir sem besta aðstöðu höfðu og aðgang að öllum magntölum og markaðshorfum erlendis átt að hvetja sauðfjárbændur til að draga úr framleiðslu. Þessa aðstöðu hafði stjórn LS. Reynsla undanfarinna margra ára sýnir að kjöt selst ekki í stórum stíl á viðunandi verði (t.d. 2000 tonn). Starfsmaður LS hefur verið að kynna lambakjötið og orðið tölu- vert ágengt eins og í Japan, 1.000 tonn á nokkrum árum. Í dag eru miklar líkur á að það verði aðeins staðgreidd 70% af innlögðu kjöti haust 2017 og afgangurinn verði tekinn í umboðssölu með greiðslu jafnvel ekki fyrr en haustið 2018. Það mun ganga nærri mörgum að verða fyrir 25% til 30% tekju- skerðingu á þeim tíma sem allar stærstu greiðslur eru miðaðar við fljótlega eftir innlögn afurða, bæði hjá bönkum og öðrum viðskiptaað- ilum. Þetta mál verður vonandi tekið fyrir á aðalfundi LS nú í lok mars. Vegna reynslu minnar af vandræðun- um kringum 1980 get ég ekki orða bundist. 16/3. 2017 Gunnar Þórisson. Í dag blasir það við að framleiðs- lan er stórlega umfram innanland- sneyslu. Veröld hefur gefið út bókina Hulduþjóðir Evrópu eftir Þorleif Friðriksson. Evrópa er samfélag fjölda þjóða sem margar hverjar búa í sambýli við stærri og voldugri þjóðir. Sumar af þessum þjóðum þekkja flestir, t.d. Sama. Færri vita um tilvist margra þeirra, eins og t.d. Rútena, Husula og Bojka. Í gegnum aldirnar hafa landamæri færst til á meðan þessar þjóðir hafa lifað áfram, oft í skugga fjandsamlegra yfirvalda eins og óhreinu börnin hennar Evu. Hér er lesendum boðið í heillandi ferðalag um Evrópu þar sem hátt í fjörutíu hulduþjóðir eru heimsóttar og fjallað á aðgengilegan og lifandi hátt um sögu þeirra, sem oft og tíðum er allt að því reyfarakennd, og menningu sem stundum er gjörólík því sem ríkir í viðkomandi löndum. Yfir og allt um kring er svo átakamikil saga Evrópu. Þorleifur Friðriksson er doktor í sagnfræði og eftir hann liggja ýmis rit, m.a. saga Verkmannafélagsins Dagsbrúnar. Þorleifur hefur í áraraðir ferðast um slóðir hulduþjóða í Evrópu og kynnst menningu þeirra og sögu. Hulduþjóðir Evrópu er 405 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson sá um umbrot og hönnun innsíðna, Jón Ásgeir hannaði kápuna. Bókin er prentuð hjá ScandBook, Svíþjóð. Starfsemi Byggðasaf Skagfirðinga er fjölbrey en útgáfa fræðirita er ein þáttur í henni. Þrif og þvotta í torfbæjum er heiti á riti sem Byggðasafn Skagfirðing hefur nýverið gefið ú Höfundur er Sigríðu Sigurðardóttir og er þetta rit númer 2 í ritröð safnsins Ritið fjallar um þrifnaðarhætti þegar fólk bjó í torfbæjum og spannar tíma frá miðöldum til nútíma. Kastljósinu er þó einkum beint að síðustu öldum. Í ritinu er fjallað um húsþrif, fataþvotta, líkamshirðingu, áhöld og efni til þrifa og þvotta, aðbúnað í bæjunum og hvernig þeir höfðu bein áhrif á þrifnaðarhætti. Fyrsta ritið kom út árið 2012 en í því var fjallað um skagfirsku kirkjurannsóknina og þær elstu kirkjur í Skagafirði sem fundust í ritheimildum. Ritið heitir Skagfirska kirkjurannsóknin. Miðaldakirkjur 1000-1300. Bæði þessi rit fást í safnbúð safnsins í Gilsstofunni við Glaumbæ og hægt er að panta þau í gegnum bsk@skagafjordur.is. Þrif og þvottar í torfbæjum MENNING&LISTIR ns tt, n r a t. r . Baðstofan í gamla bænum. Ferð um framandi samfélög Bændablaðið Með yfirburðalestur á landsbyggðinni (Samkvæmt lestrarkönnun Capacent) Kemur næst út 6. apríl Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.