Bændablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 2. hluti Niðurstöður tilraunar Tilraunin var gerð til að kom- ast að því hvort áhrifin af því að gefa fituviðbót á formi pálmasýru (16:0) væru svipuð og í Ameríku þrátt fyrir ólíkan gróffóðurgrunn. Metin voru áhrif af tvenns konar fituviðbót í fóðri á át, nyt, og efna- hlutföll mjólkur. Annars vegar í gegnum kjarnfóðurblöndu (Feitur Róbot) og hins vegar með íblöndun (Bergafat) í heilfóður. Fóður í tilraun Grunnfóður í tilrauninni var gróf- fóður ásamt byggi ræktuðu á Stóra- Ármóti. Þær kjarnfóðurtegundir sem not- aðar voru í tilraunina eru: Bergafat þurrfita og kjarnfóðurblöndurnar Feitur Róbót 20 og Róbót 20, sem eru próteinríkar blöndur líkar að samsetningu, nema hvað sú síð- arnefnda inniheldur viðbót af fitu sem einmitt kemur úr Bergafat þurrfitu, og er að stærstum hluta (85%) pálmasýra (16:0). Róbót 20 var notað sem við- miðunarfóður til að átta sig á hvern- ig niðurstöður væru þegar ekki er fituviðbót eins og í Bergafati og Feitum Róbót 20. Ástæðan fyrir að þessar kjarnfóðurtegundir voru valdar var að tilraunabúið er í við- skiptum við kjarnfóðurfyrirtæk- ið sem selur umræddar tegundir. Önnur kjarnfóðurfyrirtæki á mark- aðnum á Íslandi selja vörur sem hafa líka eiginleika og samsetn- ingu. Tilraunaskipulag 37 íslenskar kýr á Stóra-Ármóti komu til uppgjörs í tilrauninni; 15 fyrsta kálfs kvígur, 11 kýr á öðru mjaltaskeiði og 11 kýr á þriðja mjaltaskeiði og eldri. Allar 37 kýrnar prófuðu allar 3 tilraunameð- ferðirnar í Latin- square skipulagi með þremur tímabilum.Í uppgjör- inu var hægt að einangra áhrif meðferða, tímalengdar frá burði (tímabil) og einstakra gripa. Niðurstöðurnar eru í samræmi við erlendar rannsóknir: • Fituviðbót í fóðri á formi pálmasýru (C16:0) hækkaði hlutfall fitu á móti próteini í mjólk um ca. 5% • Án marktækra áhrifa á heildar- át en framleiðsla (OLM) var 0,8 lítrum hærri með fituríkum kögglum (Feitur Róbót) held- ur en í hinum meðferðunum • Pálmasýran skilar sér að ein- hverju leyti beint í mjólkina • Fituviðbót hækkar hlutfall frjálsra fitusýra og lækkar hlutfall kaseins • Það hafði fremur lítil áhrif á niðurstöðurnar hvort við- bótarfitan var á formi beinn- ar íblöndunar í heilfóður (Bergafat) eða í gegnum kjarn- fóðurblöndu (Feitur Róbót), en fóðurnýting var þó betri með síðarnefndu aðferðinni: Einn mælikvarði á fóðurnýtingu er framleiðsla orkuleiðréttrar mjólkur (OLM) á hvert kg meltanlegra líf- rænna efna sem í gegnum gripina fara. Fituviðbótin gefur ávinning út frá þessum mælikvarða, og Feitur Róbót þá ívið meiri ávinn- ing. Munurinn í fóðurnýtingu skýrist tæplega af muni í holda- og þungabreytingum skv. meðfylgj- andi tölum. Vægi fitu og próteins í mjólk- urverði er jafnt, þannig að það skiptir pyngju bóndans ekki máli frá degi til dags hvort hlutfallið fita/prótein hækkar eða lækkar. Hins vegar skiptir máli ef OLM hækkar. Ef við metum þau jákvæðu áhrif á OLM sem Feitur Róbót gaf: 0,8 kg/dag x 87,40 kr/ltr = 70 kr/dag meiri verðmæti hjá þeim sem fengu Feitan Róbót heldur en hinum. Í mars 2017 munar um 8 kr/kg á verði Robot 20 og Feitur Robot 20. Miðað við 8 kg gjöf á dag (skv. fóðuráætlun í tilrauninni) er kostnaðaraukninginn af því að hafa Robotinn „feitan“ því 8 x 8 = 64 kr/dag. Kostnaður við Bergafat gjöfina var 0,26 kg/dag x 308 kr/ kg = 80 kr/dag. Ávinninginn verður að meta út frá óskum markaðarins til lengri og skemmri tíma Skammtímaáhrif af fituviðbót í fóðri á hagkvæmni búa er ekki endilega mikil en hins vegar eru langtímaáhrifin af því að geta haft einhverja stjórn á efnahlutföllum í mjólk afar mikil. Langtímaáhrifin ráða úrslitum um hversu mikla mjólk er hægt að selja á góðu verði á hverjum tíma. Þau geta einnig komið í veg fyrir vöntun á annað hvort fitu- eða próteinríkum mjólkurvörum og þar með innflutningspressu (sbr. írska smjörið). Vert er að hafa í huga að fituviðbót á formi pálmasýru (C-16) er sums staðar umdeild vegna umhverfisáhrifa framleiðslu á pálmaolíu, sem er ein helsta uppspretta pálmasýru. Með fituviðbótinni varð lækkun á hlut- falli kaseins og hækkun á hlutfalli frjálsra fitusýra sem er líka nokkuð sem þarf að taka með í reikninginn og mjólkuriðnaðurinn þarf að taka afstöðu til. Þakkir Framleiðnisjóður landbúnaðarins (Þróunarsjóður nautgriparæktar) og samtök afurðastöðva í mjólkur- iðnaði styrktu verkefnið myndar- lega. Búnaðarsamband Suðurlands lagði til aðstöðuna á Stóra-Ármóti og hluta viðbótarkostnaðar vegna kjarnfóðurkaupa til verkefnisins, en þar að auki vann Baldur Sveinsson starfsmaður BSSL að fram- kvæmd tilraunarinnar. Bústjórar á Stóra-Ármóti, Hilda Pálmadóttir og Höskuldur Gunnarsson, sáu einnig um hluta framkvæmdar- innar. Öllum þessum aðilum er þakkað þeirra framlag, einnig Landbúnaðarháskóla Íslands og samstarfsfólki þar fyrir stuðning við verkefnið. Þeir sem vilja kynna sér verk- efnið nánar er bent á LbhÍ-rit nr. 77 sem gerir verkefninu mun ítarlegri skil. Það verður að finna undir flip- anum útgefið efni á heimasíðu LbhÍ. Hrafnhildur Baldursdóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson, LbhÍ Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is VIÐ TÖKUM TIL... Gramsdagar hjá Jötunn Selfossi. Á næstu dögum ætlum við að grisja nokkra gamla lagera hjá okkur og erum í prúttstuði. Kíkjið við og gerið frábær kaup. Sjá nánar á jotunn.is og facebook síðu okkar facebook.com/jotunnvelar IH Furukawa / Niemeyer / Robin / Fermec Vogel & Noot / Vermeer / Ofl. Fuglafælurnar frá Scarecrow eru mannúðleg og vistvæn lausn sem halda starra varanlega frá. Búnaðinn er hægt að kaupa eða fá leigðan á hagstæðum kjörum í langtímaleigu. Nánari upplýsingar www.fuglavarnir.is sala@fuglavarnir.is Sími 896 1013 Þarftu að halda starra frá? Hentar ei nnig á gæsir, álftir og máva
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.