Bændablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017
2. hluti
Niðurstöður tilraunar
Tilraunin var gerð til að kom-
ast að því hvort áhrifin af því að
gefa fituviðbót á formi pálmasýru
(16:0) væru svipuð og í Ameríku
þrátt fyrir ólíkan gróffóðurgrunn.
Metin voru áhrif af tvenns konar
fituviðbót í fóðri á át, nyt, og efna-
hlutföll mjólkur. Annars vegar í
gegnum kjarnfóðurblöndu (Feitur
Róbot) og hins vegar með íblöndun
(Bergafat) í heilfóður.
Fóður í tilraun
Grunnfóður í tilrauninni var gróf-
fóður ásamt byggi ræktuðu á Stóra-
Ármóti.
Þær kjarnfóðurtegundir sem not-
aðar voru í tilraunina eru: Bergafat
þurrfita og kjarnfóðurblöndurnar
Feitur Róbót 20 og Róbót 20, sem
eru próteinríkar blöndur líkar að
samsetningu, nema hvað sú síð-
arnefnda inniheldur viðbót af fitu
sem einmitt kemur úr Bergafat
þurrfitu, og er að stærstum hluta
(85%) pálmasýra (16:0).
Róbót 20 var notað sem við-
miðunarfóður til að átta sig á hvern-
ig niðurstöður væru þegar ekki er
fituviðbót eins og í Bergafati og
Feitum Róbót 20. Ástæðan fyrir
að þessar kjarnfóðurtegundir voru
valdar var að tilraunabúið er í við-
skiptum við kjarnfóðurfyrirtæk-
ið sem selur umræddar tegundir.
Önnur kjarnfóðurfyrirtæki á mark-
aðnum á Íslandi selja vörur sem
hafa líka eiginleika og samsetn-
ingu.
Tilraunaskipulag
37 íslenskar kýr á Stóra-Ármóti
komu til uppgjörs í tilrauninni; 15
fyrsta kálfs kvígur, 11 kýr á öðru
mjaltaskeiði og 11 kýr á þriðja
mjaltaskeiði og eldri. Allar 37
kýrnar prófuðu allar 3 tilraunameð-
ferðirnar í Latin- square skipulagi
með þremur tímabilum.Í uppgjör-
inu var hægt að einangra áhrif
meðferða, tímalengdar frá burði
(tímabil) og einstakra gripa.
Niðurstöðurnar eru í samræmi
við erlendar rannsóknir:
• Fituviðbót í fóðri á formi
pálmasýru (C16:0) hækkaði
hlutfall fitu á móti próteini í
mjólk um ca. 5%
• Án marktækra áhrifa á heildar-
át en framleiðsla (OLM) var
0,8 lítrum hærri með fituríkum
kögglum (Feitur Róbót) held-
ur en í hinum meðferðunum
• Pálmasýran skilar sér að ein-
hverju leyti beint í mjólkina
• Fituviðbót hækkar hlutfall
frjálsra fitusýra og lækkar
hlutfall kaseins
• Það hafði fremur lítil áhrif
á niðurstöðurnar hvort við-
bótarfitan var á formi beinn-
ar íblöndunar í heilfóður
(Bergafat) eða í gegnum kjarn-
fóðurblöndu (Feitur Róbót),
en fóðurnýting var þó betri
með síðarnefndu aðferðinni:
Einn mælikvarði á fóðurnýtingu er
framleiðsla orkuleiðréttrar mjólkur
(OLM) á hvert kg meltanlegra líf-
rænna efna sem í gegnum gripina
fara. Fituviðbótin gefur ávinning
út frá þessum mælikvarða, og
Feitur Róbót þá ívið meiri ávinn-
ing. Munurinn í fóðurnýtingu
skýrist tæplega af muni í holda- og
þungabreytingum skv. meðfylgj-
andi tölum.
Vægi fitu og próteins í mjólk-
urverði er jafnt, þannig að það
skiptir pyngju bóndans ekki máli
frá degi til dags hvort hlutfallið
fita/prótein hækkar eða lækkar.
Hins vegar skiptir máli ef OLM
hækkar. Ef við metum þau jákvæðu
áhrif á OLM sem Feitur Róbót
gaf: 0,8 kg/dag x 87,40 kr/ltr = 70
kr/dag meiri verðmæti hjá þeim
sem fengu Feitan Róbót heldur en
hinum. Í mars 2017 munar um 8
kr/kg á verði Robot 20 og Feitur
Robot 20. Miðað við 8 kg gjöf á
dag (skv. fóðuráætlun í tilrauninni)
er kostnaðaraukninginn af því að
hafa Robotinn „feitan“ því 8 x 8 =
64 kr/dag. Kostnaður við Bergafat
gjöfina var 0,26 kg/dag x 308 kr/
kg = 80 kr/dag.
Ávinninginn verður að meta
út frá óskum markaðarins til
lengri og skemmri tíma
Skammtímaáhrif af fituviðbót í
fóðri á hagkvæmni búa er ekki
endilega mikil en hins vegar eru
langtímaáhrifin af því að geta haft
einhverja stjórn á efnahlutföllum í
mjólk afar mikil.
Langtímaáhrifin ráða úrslitum
um hversu mikla mjólk er hægt
að selja á góðu verði á hverjum
tíma. Þau geta einnig komið í veg
fyrir vöntun á annað hvort fitu-
eða próteinríkum mjólkurvörum
og þar með innflutningspressu
(sbr. írska smjörið). Vert er að
hafa í huga að fituviðbót á formi
pálmasýru (C-16) er sums staðar
umdeild vegna umhverfisáhrifa
framleiðslu á pálmaolíu, sem er ein
helsta uppspretta pálmasýru. Með
fituviðbótinni varð lækkun á hlut-
falli kaseins og hækkun á hlutfalli
frjálsra fitusýra sem er líka nokkuð
sem þarf að taka með í reikninginn
og mjólkuriðnaðurinn þarf að taka
afstöðu til.
Þakkir
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
(Þróunarsjóður nautgriparæktar)
og samtök afurðastöðva í mjólkur-
iðnaði styrktu verkefnið myndar-
lega.
Búnaðarsamband Suðurlands
lagði til aðstöðuna á Stóra-Ármóti
og hluta viðbótarkostnaðar vegna
kjarnfóðurkaupa til verkefnisins, en
þar að auki vann Baldur Sveinsson
starfsmaður BSSL að fram-
kvæmd tilraunarinnar. Bústjórar á
Stóra-Ármóti, Hilda Pálmadóttir
og Höskuldur Gunnarsson, sáu
einnig um hluta framkvæmdar-
innar. Öllum þessum aðilum er
þakkað þeirra framlag, einnig
Landbúnaðarháskóla Íslands og
samstarfsfólki þar fyrir stuðning
við verkefnið.
Þeir sem vilja kynna sér verk-
efnið nánar er bent á LbhÍ-rit nr. 77
sem gerir verkefninu mun ítarlegri
skil. Það verður að finna undir flip-
anum útgefið efni á heimasíðu LbhÍ.
Hrafnhildur Baldursdóttir og
Jóhannes Sveinbjörnsson, LbhÍ
Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
VIÐ TÖKUM TIL...
Gramsdagar hjá Jötunn Selfossi.
Á næstu dögum ætlum við að grisja nokkra gamla
lagera hjá okkur og erum í prúttstuði.
Kíkjið við og gerið frábær kaup.
Sjá nánar á jotunn.is og facebook síðu okkar facebook.com/jotunnvelar
IH Furukawa / Niemeyer / Robin / Fermec
Vogel & Noot / Vermeer / Ofl.
Fuglafælurnar frá Scarecrow eru
mannúðleg og vistvæn lausn sem
halda starra varanlega frá.
Búnaðinn er hægt að kaupa eða fá leigðan
á hagstæðum kjörum í langtímaleigu.
Nánari upplýsingar
www.fuglavarnir.is
sala@fuglavarnir.is
Sími 896 1013
Þarftu að
halda starra frá?
Hentar ei
nnig
á gæsir,
álftir
og máva