Bændablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 HROSS&HESTAMENNSKA Fagráð í hrossarækt samþykkti drög að áætlun kynbótasýninga hrossa árið 2017 á fundi sínum á dögunum. Sýningaráætlunin er með líku sniði og undanfarin ár. Þó byrja sýningar viku seinna en í fyrra og verður því dæmt lengra fram í júní í ár. Heimsmeistaramót íslenska hestsins mun fara fram í Hollandi dagana 7.–13. ágúst og eru því síð- sumarssýningarnar heldur seinna í ágúst miðað við árið í fyrra. Opnað verður fyrir skráningar á vorsýn- ingar í apríl en frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu RML. Fjórðungsmót á Vesturlandi Fjórðungsmót verður haldið á Vesturlandi í ár, nánar tiltekið í Borgarnesi, daganna 28. júní–2. júlí. Hross sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum eða Skagafirði eiga þátttökurétt á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut, að því er fram kemur í tilkynningu frá RML. „Ákveðin fjöldi efstu hrossa í hverjum flokki eiga þátttökurétt á mótinu og er því ekki um einkunnalágmörk að ræða (sjá fjölda í meðfylgjandi töflu). Miðað er við að 68 kyn- bótahross verði á mótinu. Til að auðvelda bestu klárhrossum með tölti að komast inn á mótið verður 10 stigum bætt við aðaleinkunn klárhrossa í sætisröðun hrossa inn á mótið. Þetta er sama leið og var farin fyrir síðasta landsmót hvað klárhrossin varðar. Þegar kynbóta- sýningar byrja næsta vor verður birtur stöðulisti í WorldFeng sem sýnir hvaða hross eru inni á mótinu hverju sinni. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu. Eins verða eigendur hrossa sem vinna sér þátttökurétt á mótinu en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum beðnir um að láta vita fyrir ákveðna dagsetn- ingu, þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu,“ segir í tilkynn- ingu RML. Sara frá Stóra-Vatnsskarði á Landsmóti 2016, knapi er Sara Rut Heimisdóttir. Ný keppnisgrein í hestamennsku ryður sér til rúms hér á landi: TREC í takt við íslenska reiðmennsku Innleiðing nýrrar keppnis- greinar stendur nú yfir hjá Landssambandi hestamanna- félaga. Um er að ræða þrauta- og víðavangshlaup, svokallað TREC, sem hefur verið að breið- ast út um Evrópu. Greinin svarar eftirspurn eftir nýrri nálgun og fjölbreyttari keppn- isgreinum á íslenskum hestum en hún hentar vönum sem óvönum reiðmönnum. TREC kallar einnig fram það besta í góðum reiðhesti, að sögn Sigurðar Ævarssonar, því hesti sem vegnar vel í greininni sé frábær hestur fyrir alla. Rík hefð er fyrir ferðamennsku á hestum á Íslandi. Reyndar fer sú grein vaxandi með auknum straumi erlendra ferðamanna sem vilja upp- lifa náttúru og víðerni landsins á baki fótvissum, þjálum og traustum íslenskum fáki. Þá er ekki ýkja langt síðan hesturinn var aðal samgöngu- tæki þjóðarinnar og okkar þarfasti þjónn. Þótt öldin sé nú önnur og hestamennska sé stunduð í gjör- breyttri mynd er reynt að halda í hefðir og aðferðir með ýmsu móti. Ein birtingarmynd þess er keppn- isgreinin TREC sem virðist vera að ryðja sér til rúms í íslenskri hesta- mennsku. TREC, sem er stytting á franska heitinu „Techniques de Randonnée Équestre de Compétition“, er keppnisgrein í reiðmennsku sem kannar færni og samspil hests og manns. Greinin er upprunnin í Frakklandi og er til þess fallin að efla færni í almennum útreiðum. Þrjár tegundir þrauta Samkvæmt opinberu regluverki samanstendur TREC af þrenns konar þrautum; gangtegundastjórn- un á um 150 m braut, þrautabraut sem nemur 1,5–5 km langri leið og ratleikur sem er um 25–35 km víðavangshlaup. Enn sem komið er hefur aðeins verið keppt í þrauta- braut og gangtegundastjórnun hér á landi. Verkefnin sem þátttakendur taka að sér eiga sér stað í náttúruleg- um aðstæðum í víðavangshlaupinu og býður íslensk náttúra þar upp á fjölbreytta möguleika. Í þrauta- braut þurfa þátttakendur að takast á við ýmis verkefni, bæði á baki og í hendi, s.s. að fara yfir brú, stökkva yfir hindrun, ríða gegnum hlið án þess að sleppa af því hendinni. Í gangtegundastjórn reynir á aga og þjálfun hests sem og gott samspil en þar er þátttakendum ætlað að sýna snerpu og stjórnun á hægum og hröðum útfærslum af gangtegund. Góð reiðmennska og vel taminn hestur njóta sín vel í TREC, þar sem keppnin reynir á útsjónarsemi og ratvísi knapans ásamt þjálni hests og, upp að vissu marki, gæði gang- tegunda án þess þó að gera kröfu um yfirburða ganghæfileika. „TREC er keppnisgrein sem hentar öllum sem hafa áhuga á hestamennsku og er í raun keppni í alhliða hestamennsku,“ segir Sigurður Ævarsson, en hann situr í TREC-nefnd hjá Landssambandi hestamannafélaga. „Það að hestur sé traustur, mjúk- ur, þjáll og að knapinn höndli verk- efni eru mjög í takt við íslenska reið- mennsku, hvort sem um er að ræða smalamennsku, ferðalög, bústörf og heilt yfir okkar náttúrulegu og frjálslegu frístundahestamennsku,“ segir Valur Ásmundsson, sem einnig situr í nefndinni. Íslenski hesturinn sniðinn að TREC Sigurður segir að fyrir um áratug hafi þáverandi sendiherra Íslands í Frakklandi, Tomas Ingi Olrich, vakið athygli Landssambands hestamannafélaga á greininni, en þá var mikil gróska í TREC þar í landi. „Í framhaldi sendi Lands- sambandið nokkur ungmenni til Frakklands til að keppa Í greininni en um leið kynntu fulltrúar frá stjórn LH sér greinina. Fyrir um 4 árum gekk LH svo í FITE, sem eru alþjóðasamtök hestaferðamennsku og hafa fulltrúar frá LH og nokkrum hestamannafélögum haldið hróðri TREC á lofti síðan þá.“ Eitt þeirra er hestamannafélagið Funi í Eyjafirði sem heldur TREC- keppni á Melgerðismelum ár hvert. „Þetta hefur verið rauður þráð- ur í æskulýðsstarfinu og árið 2013 og 2014 vorum við einnig með æfingar og keppnir fyrir fullorðna. Á Melgerðismelum höfum við tekið fallegt svæði upp á hól í útjaðri skógræktarinnar undir þrautabraut. Þar er t.d. hlið, tröppur, brú, hindr- anir, skurður og brautin fer að hluta til inn á milli trjáa,“ segir Valur. Fjölhæfni og geðslag íslenska hestinn eru vel til þess fallin að nota í TREC. „Okkar íslenski hestur er frábær í þetta verkefni og reiðhefð okkar er byggð á sama grunni, þ.e. ferða- og vinnuverkefnum með hestinum í gegnum aldirnar. Geðslagið og vinnusemi þessa einstaka kyns er sniðin í þetta verkefni,“ segir Valur. „Til þess að farnast vel í TREC þarf Á Melgerðismelum má finna skemmtilega TREC-þrautabraut í útjaðri skógræktarinnar. Þar er t.d. hlið, tröppur, brú, hindranir, skurður og brautin fer að hluta til inn á milli trjáa. Hestamannafélagið Sprettur stóð fyrir TREC-keppni árið 2013 þar sem keppendur þurftu að leysa ýmis verkefni í þrautabraut. Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrun.hulda.palsdottir@gmail.com Kynbótasýningar hrossa sumarið 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.