Bændablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Óður til kindarinnar – Maja Siska sýnir í Grafíksalnum í Reykjavík Maja Siska á bænum Skinnhúfu í Holta- og Landsveit opnar sýn- ingu á verkum sínum sem hún kallar „Óður til kindarinnar“ fimmtudaginn 23. mars kl. 18.30 í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17 í Reykjavík. Við opnunina mun Bára Grímsdóttir kveða nokkrar rímur og kindabjúgu og hangikjöt verða í boði. Sýningin er opin til 9. apríl. Verkin á sýningunni eru öll unnin úr ull eða gæru, ullin er ýmist þæfð eða ofin. Hún er spunnin, toguð og mótuð en þannig er látið reyna á fjölbreytileika hennar. „Með notkun fornra hefða í handverkinu næ ég að að tengjast fortíðinni, fjárbú- skapnum og ekki síst þjóðarsálinni. Sýningin „Óður til kindarinnar“ miðlar þakklæti fyrir afurðir henn- ar, fegurð og hugrekki,“ segir Maja Siska. /MHH Fréttir Sunnlendingar ekki sáttir við framlög til vegamála Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með að dregið verði úr fjárframlögum til vegamála á landsbyggðinni. Stjórnin furðar sig enn fremur á að samgönguáætlun, sem fjöl- mörgum var send til umsagnar og samþykkt var samhljóða á Alþingi í október 2016, skuli meðhöndluð sem alger markleysa. „Hvað varð um samráðið og samtalið sem sífellt er boðað?“ spyr stjórnin sig um leið og hún hefur sent frá sér eftirfarandi bókun. „Stjórn SASS telur að ráðherra og ríkisstjórn fari fram í fullkomnu heimildarleysi með breytingu á forgangsröðun samgönguáætlunar án þinglegrar meðferðar. Við þetta munu Sunnlendingar ekki una.“ /MHH Fimmta ráðstefna Matvælalandsins Íslands stendur fyrir dyrum: Þekking og færni innan matvælagreina Maja Siska. Verkin á sýningunni eru öll unnin úr ull eða gæru. Mynd / Maja Siska. Mikil umferð er um Suðurland allt árið um kring, ekki síst í gegnum Selfoss þar sem þúsundir bíla aka þjóðveg 1 á hverjum degi. Mynd / MHH Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri Matís, mun halda erindi um það hvernig tæknin er að bylta matvælaiðnaði. Hér er Hörður á ráðstefnu Matvælalandsins sem haldin var í fyrra en þá gegndi hann hlutverki fundarstjóra. Mynd / smh Samstarfsvettvangur um Matvæla- landið Ísland efnir til opinnar ráð- stefnu á Hótel Sögu fimmtudaginn 6. apríl þar sem fjallað verður um leiðir til þess að efla þekkingu og færni innan matvælagreina. Þetta er fimmta ráðstefnan sem haldin er á jafn mörgum árum en að hópnum standa helstu hagsmuna- aðilar í matvælageiranum. Þekking og hugvit er grundvöllur aukinnar verðmætasköpunar Einn af lykilþáttum í að auka verð- mætasköpun, byggða á mat og matarmenningu, er að starfsfólk í greininni búi yfir viðeigandi þekk- ingu og færni. Á ráðstefnu Matvælalandsins verður fjallað um það hvernig fyr- irtæki byggja upp og viðhalda þekk- ingu hjá sínu starfsfólki og hvaða tæki og aðferðir eru fyrir hendi. Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri Matís, heldur erindi um það hvernig tæknin er að bylta matvælaiðnaði og þá verður sagt frá ýmsum leiðum til þess að miðla fræðslu til starfsmanna. Meðal annars mun Hlíf Böðvarsdóttir hjá Securitas fjalla um þjálfun starfs- fólks á þenslutímum og Hróbjartur Árnason, lektor við HÍ, mun ræða um nýjar leiðir við miðlun kennsluefnis. Sagðar verða reynslusögur úr fyrirtækjum þar sem meðal annars koma fram Bára Eyfjörð Heimisdóttir, gæðastjóri Norðlenska, og Vignir Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Ungt fólk úr matvælagreinum í pallborði Eftir erindin, sem verða öll í styttri kantinum, verða pallborðsumræður þar sem ungt fólk úr ýmsum greinum matvælageirans tekur þátt. Meðal annarra þau Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Dominos, Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistari og Einar Freyr Elínarson, formaður Samtaka ungra bænda. Kynnir og ráðstefnustjóri er Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis. Allir velkomnir Ráðstefnan verður sem fyrr segir haldin á Hótel Sögu fimmtu- daginn 6. apríl. Hún hefst með hádegis- hressingu kl. 11.30 þar sem meistarakokkar Grillsins láta ljós sitt skína. Áætlað er að ráðstefnunni ljúki kl. 16.00 en aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Matvælalandið Ísland er sam- starfshópur Bændasamtaka Íslands, Háskóla Íslands, Íslandsstofu, Matís, Samtaka ferðaþjónustunn- ar, Samtaka fyrirtækja í sjávarút- vegi, Samtaka iðnaðarins og fyrir- tækja innan viðkomandi samtaka. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið á einnig fulltrúa í hópnum. Allir aðstandendur hafa áratuga reynslu í að starfa að málefnum matvæla og tengdra greina. /TB Bændasamtök á Norðurlöndunum taka höndum saman: Ný matarverðlaun sem hampa hinu norræna eldhúsi Í sumarlok verða í fyrsta sinn veitt samnorræn matarverðlaun en öll bændasamtök á Norðurlöndunum standa að framkvæmdinni. Verðlaunin hafa hlotið nafnið Embla og nú þegar er byrjað að safna tilnefningum á vefnum emblafoodaward.com. Emblu er ætlað að efla samnor- ræna matarmenningu og einkenni hennar ásamt því að auka áhuga á norrænum mat utan Norðurlandanna. Verðlaunin njóta styrks Norrænu ráð- herranefndarinnar en Bændasamtök Íslands halda utan um þátttöku Íslands í keppninni. Verðlaununum er ætlað að hampa því sem skarar fram úr í hinu norræna eldhúsi: hráefnum, matvælum, framleiðslu- aðferðum og fólkinu sem stendur á bak við allt saman. Markmiðið með verðlaununum er að deila þekkingu og reynslu og vekja athygli á nor- rænum mat. „Við höfum svo margt gott á Norðurlöndum. Bragðgott hráefni og öfluga nýsköpun á meðal fagfólks í matvælaiðnaði. Við njótum öll góðs af því að deila þessum sögum hvert með öðru,“ segir Andreas Buchhave, ráðgjafi hjá dönsku bændasamtök- unum Landbrug & fødevarer og verkefnisstjóri hinna nýju, norrænu matvælaverðlauna. Embla skiptist í sjö flokka þar sem einn er tilnefndur í hvern þeirra frá hverju landi á Norðurlöndunum. Þriggja manna dómnefnd kemur frá hverju landi sem velur keppendur og einnig verður sameiginleg dómnefnd sem sker úr um hver hinna tilnefndu vinnur til verðlaunanna. Verðlaunaflokkarnir sjö Á vefsíðunni emblafoodaward.com er tekið við tilnefningum í sjö flokka sem eru: • Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda • Hráefnisframleiðandi Norðurlanda • Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir marga • Matarblaðamaður Norðurlanda • Mataráfangastaður Norðurlanda • Matvælafrumkvöðull Norðurlanda • Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir börn og ungmenni. Verðlaunin afhent annað hvert ár Embla verður afhent annað hvert ár, í fyrsta sinn í Kaupmannahöfn 24. ágúst 2017 í boði Landbrug & fødevarer. Við athöfnina verður til- kynnt hvar Embla verður afhent næst, árið 2019. Verðlaunaafhendingin verður í samstarfi við ráðstefnu danska umhverfis- og matvæla- ráðuneytisins, „Better Food for More People“ á matarhátíðinni Copenhagen Cooking. Frestur rennur út 17. apríl Hægt er að tilnefna til Emblu- verðlaunanna til hádegis 17. apríl 2017. Skráningareyðublöð á íslensku fyrir flokkana sjö er að finna á www. emblafoodaward.com, en þar má einnig fræðast betur um verðlaunin og tilurð þeirra. /TB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.