Bændablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Strútaeldi er stundað í um fimmtíu löndum og vinsældir strútakjöts hafa aukist mikið undanfarin ár. Strútar eru ófleygir en sprettharðir. Sótt var um leyfi fyrir innflutningi og eldi á strútum hér á landi í lok síðustu aldar. Heimsframleiðsla á strútakjöti er milli 12 og 15 þúsund tonn á ári og langt frá því að framleiðslan standi undir eftirspurn. Vegna mikillar eftirspurnar á strútakjöti er talið að framleiðslan eigi eftir að aukast mikið á næstu árum og áratugum. Suður-Afríka er stærsti fram- leiðandi strútakjöts í heiminum með um 60% heimsframleiðslunn- ar. Strútaeldi er þekkt í fimmtíu löndum. Talsverð strútakjötfram- leiðsla er í Bandaríkjum Norður- Ameríku, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Strútabúgarðar finnast einnig á Spáni, í Mið-Austurlöndum, Póllandi, Svíþjóð og Finnlandi svo dæmi séu nefnd. Árið 1996 var veitt heimild til að flytja strútakjöt til Íslands meðal annars til að kanna viðtökur mark- aðarins en komið höfðu upp hug- myndir um að hefja strútaeldi hér á landi. Strútar eru ekki bara strútar Strútar eru stórir, ófleygir og ósyndir fuglar. Villtum strútum hefur fækkað mikið undanfarna áratugi og í dag finnast þeir aðallega villtir í þjóð- görðum og friðlýstu runnalendi og gresjum Afríku. Hitasveiflur dags og nætur á búsvæði strúta geta verið allt að 40° á Celsíus. Allir strútar eru af tegundinni Struthio camelus og allir strútar í eldi tilheyra henni. Fimm undirtegundir af S. camelus sem finnast villtar eru viðurkenndar. S. c. australis finnst á afmörk- uðum svæðum í Suður-Afríku. S. c. camelus er bundinn við norðan- verða Afríku, Eþíópíu, Súdan og allt til Egyptalands og Marokkó. Stundum kallaður norðurstrútur eða strúturinn með rauða hálsinn. S. c. massaicus stundum kallaður Masaístrútur finnst í Afríku austan- verðri, Keníu og Tansaníu og ólík- ur öðrum undirtegundum að því leyti að hann hefur appelsínugular fjaðrir á höfði og hálsi. S. c. syr- iacus fannst í Mið-Austurlöndum, Arabíuskaga, Sýrlandi og Írak og var kallaður Arabíustrúturinn. Tegundin dó út um miðjan sjöunda áratug síð- ustu aldar. Sómalíustrúturinn, S. c. molybdophanes, einkennist af blá- gráum hálsi og lærum um fengitím- ann og finnast þeir strútar helst í Sómalíu, Eþíópíu og Keníu. Ólíkt öðrum strútum er Sómalíustrúturinn ekki hópdýr og lifa pör eða einstak- lingar ein og sér. Fjöldi annarra tegunda sem nú eru útdauðar eru þekktar af steingerv- ingum. Þar á meðal eru strútar sem lifðu í Rússlandi, Kína, Mongólíu, Indlandi og um nánast alla Afríku. Forfeður strúta Fundist hafa hátt í 170 milljón ára gamlir steingervingar í Norður- Ameríku og Evrópu af mögulegum forferðum strúta. Áttatíu milljón ára gamlir steingervingar af sléttum Afríku sýna ófleyga forfeður nútíma strúta en fyrstu eiginlegu steingerv- ingar strúta eru um 20 milljón ára gamlir. Fyrir um 12 milljónum ára tóku forfeður strúta að stækka mikið og um tíma voru til strútar talsvert stærri en þeir strútar sem við þekkj- um í dag. Fornleifar sýna að menn í Suður- Afríku notuðu strútaegg sem ílát og eggjabrot sem skrautmuni fyrir um 60 þúsund árum. Fyrstu rituðu heimildir um strúta eru frá Kína og ritaðar á fyrstu öld okkar tímatals. Skrautmunir sem sýna strúta fundust í grafhýsi egypska faraósins Tutankhamun sem var jarðsettur 1323 fyrir Krist enda strútar í mikl- um metum meðal Egypta til forna. Heimildir frá Róm á þriðju öld segja að keisarinn Elegabalus, sem var krýndur fjórtán ára gamall, hafi haft 600 strútaheila í boði í einni af veislum sínum. Elegabalus var tals- vert skrautlegur karakter. Hann var að minnsta kosti þríkvæntur á fjórum árum, opinberlega tvíkynhneigður og klæðskiptingur. Nafnafræði Heitið strútur er líklega hingað komið úr gamalli norrænu, strútr. Svipuð strútsheiti finnast í ger- Útlit og atferli Fullorðnir hanar strúta af tegundinni S. camelus eru hvítir og gráir að lit en hænur og unghanar brúnir eða grábrúnleitir. Strútar geta náð góðri tveggja metra hæð enda hálsinn á þeim langur. Þeir eru 100 til 160 kíló að þyngd og geta orðið 30 til 40 ára gamlir í náttúrulegum heimkynnum sínum. Stærsti fugl sem vitað er til að hafi lifað á jörðinni var af tegundinni HELSTU NYTJADÝR HEIMSINS Strútar þola vel þurrka og geta lifað talsvert lengi án vatns en þeim þykkir gott að baða sig sé aðgangur að vatni nægur. Til að ná athygli kvendýrsins um fengitímann dansar karldýrið og mjakar sér hægt í áttina að því. Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.