Bændablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 23.03.2017, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2017 Eftirherman og „orginalinn“ ríða um héruð – Fyrrverandi landbúnaðarráðherra og síðasti innfæddi Ingjaldssandsbúinn á faraldsfæti „Það má nú deila um hver er meira orginal,“ segir búfræðingur- inn, stjórnmálafræðingurinn, lífskúnstnerinn og eftirhermi- sérfræðingurinn Jóhannes Kristjánsson í samtali við tíðinda- mann Bændablaðsins. Hann er nú að hefja yfirreið um héruð ásamt félaga sínum, Guðna Ágústsyni, sem eitt sinn sat í stóli ráðherra landbúnaðarmála. Munu þeir í sameiningu og báðir í hóp reyna að fá fólk sem til þeirra kemur að hætta þeim ósið að halda niðri í sér hlátrinum. Segir Jóhannes að með góðum hlátri létti menn bæði á sál og líkama sem spari þjóðarbúinu gríðarlega fjármuni. Jóhannes og Guðni hófu yfir- reið sína í Grindavík en verða í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum föstudagskvöldið 24. mars og verður húsið opnað klukkan 20.00. Þá verða þeir í Midgard á Hvolsvelli laugardaginn 25. mars. Þann 31. mars og 7. apríl verða þeir félagar í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Síðan verða þeir í Salnum í Kópavogi 8. og 12. apríl. Allar þessar samkomur hefjast klukkan 20.00. Guðni var í sóknarnefnd með Hallgerði langbrók „Þetta eru eins konar sagnakvöld, enda hæg heimatökin þar sem annar okkar er með um eða yfir tvö þúsund ára lífaldur. Við erum svo heppin að með mér verður eini núlifandi maðurinn sem var við- staddur þegar kristni var lögtekin hér á landi. Hann getur því staðfest að allt sem þar fór fram hefur farið fram síðan. Hann var til að mynda með Hallgerði Höskuldsdóttur lang- brók í sóknarnefnd að mér skilst og var í hreppsnefnd með Skarphéðni,“ segir Jóhannes. Hann segir því lítið vandamál að fletta upp í þeim sögu- lega gagnabanka sem Guðni er. „Nú, svo segjum við sögur af líð- andi stund og lífinu sjálfu. Sumir kalla slíkt uppistand, en held að þetta verði allavega eitthvert ástand.“ Jóhannes segir að það hafi verið óskað eftir því lengi að þeir félagar riðu saman um héruð til að gleðja fólk. Síðasta barnið sem fæddist á Ingjaldssandi Eins og allir eiga að vita þá er Jóhannes borinn og barnfæddur á Ingjaldssandi, en hann er einn tólf systkina. Snemma á síðustu öld bjuggu þar vel á annað hundrað manns, en í Mýrarhreppi, sem nær yfir í Dýrafjörð, bjuggu 502 árið 1901 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. „Ég var síðasta barnið sem fæddist á Ingjaldssandi, en þeir Igjaldssandsbúar, sem síðar komu í heiminn, fæddust allir utan sveit- arinnar. Þegar ég fæddist þótti ekki ástæða til að fara með móður mína til læknis á Flateyri og þaðan af síður suður. Enda myndi ég bara koma í heiminn þegar ég væri tilbúinn – og ég gerði það.“ Jóhannes segist enn eiga athvarf á Ingjaldssandi þar sem hann reynir að dveljast eins mikið og hann getur á sumrin. Þó fátt sé orðið um fasta ábú- endur allt árið þá dvelst fjöldi fólks á Ingjaldssandi á sumrin og sækjast brottfluttir þá eftir að heimsækja æskustöðvarnar með fjölskyldum sínum. Af og til á sumrin en alla daga í huganum „Ég er þarna af og til á sumrin en alla daga í huganum,“ segir Jóhannes. „Mitt líf snýst mikið um tilveruna á Ingjaldssandi. Ég miða t.d. allar vegalengdir út frá vegalengdum þarna fyrir vestan. „Ég var einu sinni spurður að því af sveitunga mínum hvað Ramblan í Barcelona væri löng. (La Rambla, er aðaltúristagatan í borginni). Ég sagði honum að það væri frá Sæbóli og alveg fram að Álfadalshliði. Eins og menn vita þá er algengt í fjölmiðlum að miða hæð við Hallgrímskirkjuturn. Hjá mér er það svipað, nema hvað ég nota þá staðhætti á Ingjaldssandi sem mér eru tamastir og allir eiga að sjálfsögðu að þekkja.“ Ingjaldssandur „er“ nafli alheimsins „Þegar ég miða við loftlínu frá heimili mínu fyrir vestan fram í Hraun á Ingjaldssandi þá er það um einn kílómetri. Eitt sinn var ég úti að ganga og var spurður hvað ég hafi gengið langt. Ég svaraði um hæl; … ja, það er nú bara svona eins og niður í samkomuhús. Eðlilega eiga menn þá að vita hvað við er átt. Allavega rengir mig enginn og ég geng út frá því að það þekki allir staðhætti á Ingjaldssandi. Þegar ég segi að eitthvað sé jafn hátt og kirkjan, þá á ég að sjálf- sögðu við kirkjuna á Sæbóli, eins og allir vita. Ég nota þetta líka þegar útlendingar spyrja mig til vegar og um fjarlægðir til ólíkra staða. Einn spurði mig hvað það væri langt úr vesturbænum í Reykjavík inn í Laugardal. Ég sagði að það væri líklega svipað og að Sæbóli. Annar spurði hvað það væri langt frá mið- borginni og út á flugvöll. Ég svaraði því til að það væri svona álíka og upp að Hálsi. Viðkomandi gerði engar athugasemdir við það svo það er greinilegt að flestir skilja þetta. Enda er Ingjaldssandur í mínum huga nafli alheimsins og hefur alltaf verið. Þar af leiðandi hlýtur hann einnig að vera það í huga annarra.“ Byrjaði formlega að skemmta 14. febrúar 1976 klukkan hálf ellefu – Nú ert þú búinn að starfa lengi sem skemmtikraftur, manstu nákvæmlega hvenær þú byrjaðir? „Já, ég byrjaði formlega 14. febr- úar klukkan hálf ellefu árið 1976 í Fóstbræðraheimilinu. Síðan hef ég ekki stoppað, en ætlaði að hætta 1982 þegar ég fór í Háskólann en ekkert varð úr því. Það sama ár varð þetta aðalatvinnan mín og er enn þó ég hafi auðvitað unnið við margt annað líka. Þetta er svona dæmi um það að maður ræður ekki sínum næturstað. Eða eins og sagt er; kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða.“ Nú eru allir mótaðir í sama form Nú hefur eflaust verið gaman að fást við að herma eftir mörgum lit- ríkum pólitíkusum í gegnum tíðina. Finnst þér þessi þjóðflokkur ekki vera orðinn fremur litlaus í dag? „Það er meiri bragur á því að þeir séu aldir upp á sama hátt og mótaðir í sama form á leikskólum frá unga aldri, öðruvísi en áður var. Ég held að það séu til sérstakir einstaklingar, en þeir ná bara ekki að skína í gegn- um þetta sameiginlega eldi. Allt er alið upp á því sama og ef einhver er öðruvísi, þá er hann litinn hálfgerðu hornauga. Allir eiga að vera eins. Ég held samt að sérstöku einstak- lingarnir séu enn til, en þeir eru bara ekki dregnir fram á sjónarsviðið. Auðvitað er svo misjafnt á hverjum tíma hvaða persónur og Markmið styrkveitinganna er að efla markaðssókn og ræktun íslenska hestsins. Styrkhæf eru hvers konar verkefni er lúta að: a) Kynbótum hrossa, fóðrun þeirra eða meðferð. b) Tamningum og þjálfun hrossa sem stuðla að auknum árangri og ávinningi. c) Markaðs-, kynningar- og nýsköpunarstarfi. Lögð er megin áhersla á að styrkja átaks- og nýsköpunarverkefni sem geta orðið sjálfbær eftir að þróunartímabili þeirra lýkur, útgáfu- og kynningarstarfsemi og hagnýtar rann sóknir. Sjóðurinn hefur til ráðstöfunar 5,6 milljónir króna. Í umsóknum skal gerð skýr grein fyrir verkefninu sem í hlut á, markmiði þess, fram kvæmda - áætlun og ávinningi. Hverri umsókn skal fylgja greinargóð kostnaðaráætlun. Ráðuneytið metur styrkhæfi umsókna og ákveður afgreiðslu þeirra. Umsóknir skulu berast atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Skúlagötu 4, 101 Reyk- javík eða á netfangið postur@anr.is. Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl 2017. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hreinsson í síma 545 9700. Einnig má senda fyrirspurnir með tölvupósti á netfangið postur@anr.is. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr þróunarfjárframlagi til hrossaræktar Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið „Svona er þetta bara,“ segir búfræðingurinn Jóhannes Kristjánsson. „Upphaf og endir alls er íslenskur landbúnaður og eins og allir vita er na i alheimsins á Ingjaldssandi.“ Mynd / HKr. Ramblan í Barcelona La Rambla, eða Laugavegur þeirra Barselónabúa . Á Ingjaldssandi 1996. Jóhannes að kenna Vöku, þriggja ára dóttur sinni, á traktorinn, enda ekki seinna vænna. Sjálfur var Jóhannes farinn að vinna á dráttarvél í heyskapnum 7 ára. Hann mátti þó ekki fara akandi y r Sands- heiðina fyrr en við tólf ára aldurinn og þá helst ekki mikið lengra en að Núpi á jeppa föður síns. Þá var reglufargan ekki mikið að vefjast fyrir mönnum. Það þarf nú líka að heyja þó enginn sé bústofninn, þó ekki til annars en að halda sér við í fræðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.