Bændablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018 Mikill frostakafli í Ameríku og á Íslandi undanfarnar vikur virðist ekki beint vísbending um hlýnandi loftslag. Eigi að síður sýna hafísmælingar vísindamanna hjá NASA á norðurhveli að ísbreiðan þakti aðeins 4,64 milljónir ferkílómetra þann 13. september síðastliðinn. Það er þó ekki met eins og búast hefði mátt við eftir met hvað varðar litla ísmyndun á síðasta vetri. Eigi að síður er það áttunda minnsta ísþekja sem sést hefur frá því mælingar hófust. Ísþekjan á norðurslóðum hefur farið ört minnkandi frá því hún var mest 1970. Er það talið merki um hlýnun loftslags sem í það minnsta að hluta til er talin stafa af aukningu á CO2 í andrúmsloftinu af mannavöldum. Samkvæmt gervihnattamyndum sem teknar voru í haust þegar sumarbráðnun á hafís hafði náð hámarki var ísbreiðan 1,58 ferkílómetrum minni en að meðaltali á árinu 1980 til 2010. Í hverjum einasta mánuði frá janúar og fram í ágúst 2017 var ísmyndun sú minnsta sem sést hefur á norðurslóðum frá því mælingar hófust. Sumrabráðnunin frá ágúst og fram í september, hefði því átt að skila meti í þá áttina líka, en það varð ekki raunin. Hvort miklir kuldar í árslok og byrjun janúar á nýju ári breyti þróuninni eitthvað verður svo að koma í ljós. Sumir spá kólnandi veðurfari næstu áratugina Kólnun á norðurpólnum um þessar mundir er þó í takt við kenningar sumra vísindamanna, eins og Páls Bergþórssonar veðurfræðings, sem spáð hefur mikilli kólnun á næstu áratugum í takt við náttúrulegar sveiflur. Þá hafa aðrir vísindamenn bent á litla virkni sólar um þessar mundir sem muni skila sér í kólnandi veðurfari á norðurhveli næstu áratugina. Hugsanlegt er talið að hátt gildi svonefndra gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum vegi þó á móti þeirri kólnun. Stórviðri höfðu áhrif á ísbráðnun Mest hefur ísbráðnunin á norðurhveli mælst á árunum 2007, 2012 og 2016. Þessi ár áttu það líka sammerkt að miklir öfgar voru í veðurfari samkvæmt upplýsingum NASA Goddard geimferðastofnunarinnar í Greenbelt í Maryland. Eru stórviðri með hlýindum á norðurslóðum talin hafa haft mikil áhrif á ísbráðnunina á þessum árum. Óveðri af þeim toga var ekki til að dreifa á norðurslóðum á síðastliðnu sumri. Segja vísindamenn stofnunarinnar að ólíklegt sé að óveður af þessum toga hefði haft mikil áhrif á ísbráðnunina fyrir þrem áratugum. Ástæðan er að þá var ísþekjan mun þykkri og samfelldari og síður hætta á að hún brotnaði upp. Ísbreiðan á suðurhveli jókst þvert á kenningar um hlýnun loftslags Það hefur hins vegar vakið athygli vísindamanna að á sama tíma og ísbreiðan á norðurhveli hefur farið minnkandi á síðustu þrem áratugum, þá jókst ísinn að meðaltali á suðurhvelinu á árunum frá 1979 til 2015. Hvernig það fer saman við kenningar um meðaltals hlýnun loftslags hefur ekki verið útskýrt með sannfærandi hætti. Síðustu tvö ár hafa þó skorið sig úr á suðurhvelinu með meiri ísbráðnun yfir sumartímann en venjulega. Vísindamenn telja þó enn of snemmt að fullyrða að þróunin þar sé að snúast við á svipaðan veg og menn hafa orðið vitni að á norðurhveli jarðar. /HKr. Heimur í helvegi? Mjölrætur í vanda Umhverfis- og auðlindaráðuneytið lagði til við Norðurþing og Skútustaðahrepp undir lok síðasta árs að framlengja gildistíma samnings umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og sveitarfélaganna um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands um eitt ár, eða til ársloka 2018. Byggðarráð Norðurþings samþykkti fyrir sitt leyti að rekstrarsamningur Náttúrustofu Norðausturlands verði framlengdur með þeim hætti sem ráðuneytið gerir ráð fyrir. Sveitarfélögin taka jafnframt vel í að árið 2018 verði nýtt til að fara yfir stöðu og verkefni náttúrustofa í ljósi reynslu af starfsemi þeirra og framtíðarsýn. Rétt er að sú vinna taki mið af tillögu til þingsályktunar um náttúrustofur sem lögð var fram á 145. löggjafarþingi 2015–2016. Sveitarfélögin benda á að auk rekstrarsamings er í gildi samningur milli umhverfisráðherra og Náttúrustofu Norðausturlands um fuglavöktun í Þingeyjarsýslum, dags. 12. mars 2009. Samningurinn byggir á sérstakri fjárheimild sem ætlað er að efla atvinnu og byggð á svæðinu og gildir svo lengi sem fjárheimildin sem hann byggir á er veitt á fjárlögum. Í bréfi ráðuneytisins til náttúrustofa þann 22. september sl. kom fram að umhverfis- og auðlindaráðherra hefði gert tillögu, sem birtist í frumvarpi til fjárlaga 2018, sem felur í sér að þessi tiltekna fjárveiting, sem nú nemur 10,7 milljónum króna verði felld niður. Byggðarráð Norðurþings mótmælir þessari tillögu harðlega og lítur svo á að ráðherra sé bundinn af þeim samningi sem í gildi er um fuglavöktun í Þingeyjarsýslum, svo lengi sem fjárheimildin sem hann byggir á sé ekki felld út að frumkvæði fjárveitingavaldsins. Sveitarfélögin fara því fram á að umhverfis- og auðlindaráðherra virði gildandi verkefnissamning við Náttúrustofu Norðausturlands, leiðrétti sína tillögu og komi því á framfæri við fjárlaganefnd Alþingis við afgreiðslu fjárlaga 2018. /MÞÞ Tölvugerð mynd af hafísnum á norðurhveli 13. september 2017. Myndir / NASA Ísbreiðan á norðurhveli jarðar minnkaði minna 2017 en við mátti búast Eins og sjá má var staða hafíssins á norðurslóðum með þeim hætti að fært var um siglingaleið fyrir norðan Rússland. Appelsínugula línan sýnir meðaltal ísþekjunnar á 30 ára tímabili frá 1981. Kjarnorkuknúinn rússneskur ísbrjótur brýtur sér leið í gegnum ísbreiðuna á norðurslóðum. Samningur um Náttúrustofu Norðurlands framlengdur Fyrir skömmu kom út nýjasta útgáfa af IUCN Red List sem er listi yfir dýr og plöntur í útrýmingarhættu. Í listanum að þessu sinni er að finna lista yfir 41 tegund planta sem tilheyra ættkvíslinni Dioscorea sem stundum eru kallaðar mjölrætur á íslensku. Þekktasta tegundin innan ættkvíslarinnar er líklega yam-rótin. Plöntur af ættkvíslinni Dioscorea eru ríflega 600 og vaxa í hitabeltinu. Þrátt fyrir að vera breytilegar að útliti eiga allar plöntur ættkvíslarinnar það sameiginlegt að mynda stóra og mjölmikla forðarót eða rótarstöngul. Innan ættkvíslarinnar eru nokkrar tegundir sem eru dagleg fæða hundruð milljóna manna og kallast yam og nýttar vegna rótarinnar. Rætur ólíkra tegunda eru frá því að vera svipaðar stórum kartöflum að stærð upp í að vera einn og hálfur metri að lengd og allt að 70 kíló að þyngd. Tegundirnar í útrýmingarhættu sem um ræðir er eingöngu að finna á eyjunni Madagaskar og í Suður- Afríku. Ofnýting villtra mjölróta Þrátt fyrir að yam sé þriðja mest ræktaða nytjaplanta í heimi er mikið um að aðrar tegundir mjölróta séu grafnar upp í náttúrunni og nú er svo komið að fjöldi villtra tegunda er ofnýttur. Á eyjunni Madagaskar finnast 30 tegundir mjölróta villtar og eru margar þeirra á lista Kew- grasagarðsins yfir plöntur í útrýmingarhættu. Í Suður-Afríku láta menn sér yfirleitt nægja að borða ræktaðar mjölrætur og minna um að villtar tegundir séu nýttar til matar. Suður- afrísku tegundirnar eru þar á móti margar hverjar mjög sjaldgæfar og sérstakar hvað þróun varðar og margar tegundirnar einstakar að lögun. Mjölrætur í Suður-Afríku eiga til, ólíkt öðrum ættingjum sínum, að mynda myndarlega stöngulrót sem vex ofanjarðar. Talið er að villtar mjöl- rótartegundir í Suður-Afríku séu í engu minni og jafnvel meiri útrýmingarhættu en á Madagaskar vegna breytinga á landnotkun. Efni í getnaðarvarnarpillunni Auk þess að hafa verð nýttar sem fæða voru hormónar sem notaðir voru í getnaðarvarnarpilluna og aðrar lyfjagerðir upphaflega unnir úr mjölrót. Útrýming tegundar er alltaf sorgleg og eins og orðið gefur til kynna endanleg því eftir að búið er að útrýma tegund er hún útdauð og of seint að grípa til verndunaraðgerða. /VH Fílsfótur Dioscorea elephantipes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.