Bændablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018 Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra ákvað 30. desember síðastliðinn að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á árinu 2018. Í þessu felst að þær reglugerðir sem gilda um heimildir færeyskra fiskiskipa til veiða innan íslenskrar lögsögu voru felldar úr gildi frá og með 1. janúar 2018. Kristján Þór Júlíusson sjávar- útvegsráðherra segir að ekkert nýtt sé að frétta um stöðu málsins. „Staðan sem við okkur blasir er að íslensk skip fá ekki að veiða kolmunnakvótann sinn í færeyskri lögsögu og því hafa færeysk skip ekki heldur veiðiheimildir í okkar lögsögu. Þegar Færeyingar ákváðu að loka á veiðar Íslendinga á kolmunna í færeyskri lögsögu lokuðust ákveðnar dyr sem verður að opna á ný. Að mínu mati eru þetta ákveðin vonbrigði en engu að síður staða sem við þurfum að takast á við og ég bíð næstu viðbragða frá Færeyingum. Samkomulag náðist ekki Aðdragandi málsins er að á árlegum fundi sjávarútvegsráðherra Íslands og Færeyja í Þórshöfn í Færeyjum 12. til 13. desember síðastliðinn náðist ekki samkomulag um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld árið 2018. Á vef sjávarútvegsráðuneytisins segir að á fundinum hafi Ísland boðið óbreyttan samning frá fyrra ári en Færeyjar krafist aukinna heimilda til veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu ásamt afléttingu takmarkana á manneldisvinnslu á loðnu. /VH Tegund N P2O5 P Vatnsl. P K2O K Ca Mg S B Se Fyrirframgr. 15. mars Greitt fyrir 15. maí Greiðslu- dreifing LÍF 27 27,0 4,3 2,4 48.796 kr. 50.387 kr. 53.039 kr. LÍF 27-6-6 27,0 6,0 2,5 76% 6,0 5,0 2,3 59.760 kr. 61.709 kr. 64.957 kr. LÍF 27-6-6+Se 26,6 5,9 2,5 76% 5,9 4,9 2,3 0,0015 66.669 kr. 68.843 kr. 72.466 kr. LÍF 24-13 24,0 13,0 5,7 89% 2,4 1,4 2,0 57.251 kr. 59.118 kr. 62.229 kr. LÍF 24-13+Se 24,0 13,0 5,7 89% 2,4 1,3 2,0 0,0015 60.968 kr. 62.957 kr. 66.270 kr. LÍF 24-5+Se 24,0 5,0 2,2 91% 2,7 1,5 2,8 0,0015 53.909 kr. 55.667 kr. 58.597 kr. LÍF 20-12-8+Se 20,0 12,0 5,2 90% 8,0 6,7 1,7 1,0 2,5 0,0015 60.452 kr. 62.424 kr. 65.709 kr. LÍF 20-10-10 20,0 10,0 4,3 91% 10,0 8,3 2,0 1,1 2,0 56.746 kr. 58.596 kr. 61.680 kr. LÍF 20-10-10+Se 20,0 10,0 4,3 91% 10,0 8,3 2,0 1,1 2,0 0,0015 60.175 kr. 62.138 kr. 65.408 kr. LÍF 20-6-10+Se 20,0 6,0 2,6 92% 10,0 8,3 2,2 1,2 2,0 0,0015 57.860 kr. 59.746 kr. 62.891 kr. LÍF 20-5-12+Se 20,0 5,0 2,2 91% 12,0 10,0 2,1 1,2 2,5 0,0015 58.253 kr. 60.152 kr. 63.318 kr. LÍF 19-15-10 19,0 15,0 6,6 90% 10,0 8,3 1,5 0,8 2,0 0,0015 63.905 kr. 65.989 kr. 69.462 kr. LÍF 19-11-13+Se 18,5 11,0 4,8 90% 13,0 10,8 1,7 1,0 2,0 0,0015 62.178 kr. 64.206 kr. 67.585 kr. LÍF 17-15-12 17,0 15,0 6,5 91% 12,0 10,0 1,5 0,8 2,2 0,22 60.560 kr. 62.535 kr. 65.826 kr. LÍF DAP - 18,0 46,0 20,0 90% 72.865 kr. 75.241 kr. 79.201 kr. LÍF Kornað kalk 35,0 1,5 32.868 kr. 33.940 kr. 35.726 kr. Sala og ráðgjöf Sími 540 1100 www.lifland.is lifland@lifland.is Reykjavík Lyngháls Borgarnes Borgarbraut Akureyri Óseyri Blönduós Efstubraut Hvolsvöllur Ormsvöllur Fjölkorna gæðaáburður frá Grassland Agro á Írlandi Fáðu LÍF í tún og akra Birt verð eru pr. tonn án virðisaukaskatts og miðuð við gengi evru 8. janúar 2018. Lífland áskilur sér rétt til verðbreytinga ef til kemur vegna gengisþróunar. Flutningstilboð á áburði Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 540 1138 eða á aburdur@lifland.is og fáðu nánari upplýsingar um áburðarúrvalið Svona hljóða tilboðin A ) Fyrirframgreiðsla með greiðslu fyrir 15. mars 8% afsláttur B ) Greiðsla fyrir 15. maí 5% afsláttur C ) Greiðsludreifing. Ein vaxtalaus greiðsla með gjal daga 1. október Sjö mánaðarlegar, vaxtalausar greiðslur 1. hvers mánaðar frá maí til og með nóvember. Söluráðgjafar okkar bjóða sérkjör á flutningi víða um land ef tekin eru 6 tonn (10 stórsekkir) eða meira af áburði. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar um tilhögun flutninga. HLUNNINDI&VEIÐI Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Ósættir milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar Frá höfninni í Þórshöfn í Færeyjum. Mynd /HKr. Fyrsta grásleppa ársins Sigurður Kristjánsson á Ósk ÞH veiddi fyrir skömmu fyrstu grásleppu ársins 2018. Sigurður var á þorskveiðum í Skjálfanda og lagði nokkur net í austanverðan Flóann. Á vef Landssambands smábáta- eigenda er haft eftir Sigurði að grásleppan hafi verið vel haldin og komin í hana hrogn en hann sagði líka að hann hefði aldrei séð jafn lúsuga grásleppu. Sigurður segist hafa sleppt grásleppunni með þeim orðum að hún væri velkomin aftur í netið hjá sér eftir að vertíðin hefst um 20. mars á þeim slóðum sem hann leggur. /VH Meðferð hrogna Í byrjun hrognavertíðar vill Matvælastofnun minna á mikilvægi góðrar meðhöndlunar fisks og fiskafurða. Við meðhöndlun hrogna er mikilvægast að rétt sé staðið að meðferð og frágangi við slægingu um borð í skipum eða slægingarstöð. Halda skal mismunandi tegundum aðskildum ef selja á hrogn undir fisktegundaheiti. Ef hrogn eru seld sem þorskhrogn eiga það að vera hrogn úr þorski. Ef tegundum er blandað saman skal merkja þau sem blönduð hrogn og tilgreina tegundir. Annað er blekkjandi fyrir kaupendur. Skv. 11. grein laga nr. 93/1995 um matvæli er óheimilt að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu, magn, eðli eða áhrif. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.