Bændablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. janúar 2018 LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Á Núpi III undir Vestur-Eyja- fjöllum búa Guðmundur Guðmundsson og Berglind Hilmarsdóttir. Býli: Núpur 3. Staðsett í sveit: Vestur- Eyjafjöllum. Ábúendur: Guðmundur Guðmundsson og Berglind Hilmars dóttir ásamt erfða- prinsinum Sverri Guðmundssyni og Ástu Þorsteinsdóttur frá Fróðastöðum í Borgarfirði. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Ættarhöfðinginn Guðmundur og kona hans, Berglind, eiga saman þrjá krakka; Hilmar Hauk, 35 ára, Unu Björgu, 30 ára og ættarlaukinn Sverri, 28 ára. Einnig eru á bænum hundurinn Skotta, hvolparnir Tása og Aamundsen og tveir fjósakettir sem hafa aldrei komið inn í fjós. Stærð jarðar? Um 220 hektarar af undirlendi og tæpir 3000 ha af heiðarlöndum. Gerð bús? Kúabú með sauðfjár- áhugamál. Fjöldi búfjár og tegundir? 60 mjólkurkýr plús uppeldi. Um 200 nautgripir í heildina, 80 ær, hrútarnir Bergur og Halldór og fimm hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Vaknað um hálf sjö og mjólkað, fjósið skúrað, gefið eftir þörfum og sinnt því sem þarf að sinna þess á milli, jafn misjafnt og dagarnir eru margir. Endað á kvöldmjöltum og almennu eftirliti í hús og haga. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt skemmtilegt nema þegar eitthvað er bilað. En sumum finnst mjög leiðinlegt að valsa bygg. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Búið að stækka gamla fjósið um helming fyrir uppeldi, byggja vélageymslu, íbúðarhús, hesthús, kjötvinnslu og endurnýja gamla Zetorinn. Gefum þessu sex ár. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Bændur sjálfir mættu vera duglegri við að hafa áhrif á sín hagsmunasamtök. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef fólk spáir í það hvaðan maturinn kemur. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Ætli það verði ekki að vera lambakjötið og einhverjar mjólkurafurðir. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, smjör, ostur, laukur, gulrætur og mjólk. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Allt sem fæst úr moldinni í heimabyggð, kjöt og grænmeti. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við fluttum kýrnar yfir í nýja fjósið í apríl 2015 og vorið 2010 þegar eldfjallið í bakgarðinum gaus. Léttsaltaður íslenskur þorskur og pönnusteiktur humar Eftir þungu máltíðirnar um jól og áramót er vel við hæfi á nýju ári – með nýjum heilsuheitum – að létta aðeins á mataræðinu. Hér gefur Bjarni Gunnar uppskrift að veislumáltíð sem hægt er að nýta sér við gott tilefni í byrjun ársins; úrvals íslenskt sjávarfang, rósakálssalat og bakaðar eplarósir. Fyrir humarinn › 500 kg humar (8 halar) › 30 g salt › 15 g sykur › 5 g sítrónubörkur › 2 hvítlauksrif › 100 g smjör til steikingar Aðferð: Skerið humar í tvennt, takið úr svarta görn. Blandið saman salti, sykri og sítrónubörk. Kryddið humarinn. Látið liggja í um 20 mínútur, skolið síðan í köldu vatni og þerrið. Fyrir þorskinn › 500 g þorskur › 50 g salt › 500 g af vatni › 100 g sítrónusafi og börkur › 300 g rjómi Aðferð: Byrjið með saltvatninu. Setjið salt í vatn, alls um tíu prósent af þyngd vatnsins. Setjið sítrónubörkinn og -safann út í vatnið. Hreinsið b e i n l a u s a þorskinn (bein og roð tekið frá). Setjið þorskinn í s a l t v a t n i ð í e i n a klukkustund. Skolið svo, þurrkið og kælið þangað til þarf að nota. Steikið svo þorskinn ásamt humrinum með hvítlauk og smjöri, bætið svo fínt sneiddum gulrótum og rjóma við, ásamt þunnskornu selleríi og steikið í 2–3 mínútur á hvorri hlið. Framreiðið með kartöflum. Hrár kúrbítur og rósakálssalat með spergli › 100 g rósakál › 1/2 bolli valhnetur eða aðrar hnetur › 1/4 bolli jómfrúarólífuolía › 2 msk. eplaedik › 1 msk. ferskur sítrónusafi › 2 matskeiðar sinnep › 3 msk. kókos-sykur › Sjávarsalt › Svartur pipar eftir smekk › 2 græn epli › Nokkrir stilkar spergill › Kúrbítur eftir smekk Blandið ólífuolíu, eplaediki, sítrónusafa, sinnepi og kókossykri í krukku. S m a k k i ð t i l með salti og svörtum pipar. Hristið eða hrærið þar til allt er vel blandað saman. Geymið í kæli. Fjarlægðu endana af sperglinum og rósakálinu og hentu þeim. Skerið rósakálið þunnt ásamt kúrbítnum. Settu þetta í stóra skál. Bætið valhnetum, eplum, og þunnskornum aspas við. Takið dressinguna úr kæli og setjið helminginn yfir salatið. Kryddið til eftir smekk, geymið í kæli og látið það standa í að minnsta kosti 20–30 mínútur áður en það er borið fram. Bakaðar eplarósir Þessar glæsilegu og afar ljúffengu eplarósir er auðvelt að gera og njóta. › 1 stórt rautt epli, fræhreinsað og skorið mjög þunnt í sneiðar › 1/4 bolli hvítur sykur eða hrásykur › 1 tsk. kanilduft til að blanda í sykurinn › 1 pakkning smjördeig › 1 egg › 2 tsk. sítrónusafi › 1 tsk. hindberjasulta (valfrjálst) Hitið ofninn að 200 gráðum. Setjið eplasneiðar á disk eða í skál með ögn af vatni og sítrónusafa. Hitið í örbylgjuofni á hæstu stillingu í um 45 sekúndur, eða þangað til sneiðarnar hafa örlítið meiri sveigjanleika (brotna ekki ef þær eru sveigðar). Plastfilma sett yfir eða viskastykki. Blandið saman sykri og kanil í skál. Rúllið smjördeiginu út með smá hveiti í passlega þykkt. Notið pitsuskera og skerið tvær lengjur með bili á milli. Dreifið sultu yfir deigið; setjið svo örlítið af kanilsykri yfir. Setjið eplasneiðar á efri hlutann af deiginu og látið skarast aðeins yfir brúnina af deiginu. Brjótið neðri hlutann af deiginu yfir eplasneiðarnar og myndið þannig langt „samlokudeig“ með eplasneiðum sem verða fyrir utan brúnina. Blandið eggi og smá sítrónuvatni saman í skál til að pensla yfirborð deigsins með. Stráið meira af kanil- sykri yfir eftir smekk. Byrjið frá einum enda og rúllið deigið ekki of þétt til að mynda rósalaga sætabrauð. Kremjið endana saman svo það myndist snúður. Flytjið rósirnar í muffins-form. Stráið aðeins meira af kanilsykri yfir. Bakið þar til það er brúnt, eða í um 45 mínútur. Látið kólna í fimm til tíu mínútur. Fjarlægiððu eplarósirnar úr forminu og látið kólna áður en borið er fram með ís eða rjóma. Neðanmálsgreinar Skýringar kokks: • Ef þú ert ekki með örbylgjuofn skaltu láta eplasneiðarnar krauma í smá smjöri á miðlungs hita í um það bil hálfa mínútu á hvorri hlið, eða þar til þær eru orðnar sveigjanlegar en þó ekki mjúkar. • Ef þú notar málm muffins-pönnu í stað ramekin, myndi ég draga úr hitanum, niður í 375 gráður F (190 gráður C) og elda í um 45 mínútur, eða þar til sætabrauðið er brúnt. • Hægt er að fylgjast með því hvernig Bjarni Gunnar gerir eplarósirnar á YouTube-rás hans: https://youtu.be/WmZJR-1mhBw. MATARKRÓKURINN Bjarni Gunnar Kristinsson Matreiðslumeistari Núpur III Fjölskyldan á Núpi.Eyjafjallajökull byrjaður að gjósa í bakgarðinum vorið 2010. Garð-gámur húsmóðurinnar að ofan og afurðir út heimaræktuninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.