Bændablaðið - 24.05.2018, Page 4

Bændablaðið - 24.05.2018, Page 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. maí 2018 Samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir markaðsstofuna Icelandic Lamb í lok síðasta árs keyptu erlendir ferðamenn sem hingað komu í fyrra um 207 þúsund íslenskar lopapeysur fyrir nær fjóra milljarða króna. Þar af fékk ríkissjóður 750 milljónir í virðisaukaskatt. Engum dylst að Ísland er orðið að vinsælum áningarstað erlendra ferðamanna. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu sóttu rúmlega tvær milljónir okkur heim í fyrra. Þetta er margföldun á örfáum árum. Ástæður vinsældanna eru eflaust margar en ímynd hreinleika og sjálfbærni, alþjóðleg velgengni íþróttafólks og listamanna og land- læg gestrisni okkar Íslendinga hefur án efa hjálpað mikið til. Öflugt markaðsstarf Íslandsstofu og ýmissa íslenskra fyrirtækja skiptir líka verulegu máli. Ferðamenn koma sterkir inn Markaðsstofan Icelandic Lamb hóf starfsemi fyrir rúmu ári. Helsta verkefni hennar er að kynna íslenskt lambakjöt og aðrar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum. Þetta er m.a. gert með öflugri markaðsherferð á samfélagsmiðlum og samstarfi við um 150 aðila í verslun, veitingarekstri, framleiðslu, nýsköpun og hönnun. Árangurinn hefur verið framar björtustu vonum. Innanlandssala á lambakjöti hefur vaxið síðustu misseri og kannanir sýna okkur að stór hluti þess vaxtar er vegna aukinnar neyslu erlendra ferðamanna. Ferðamenn borða eina og hálfa milljón lambakjötsmáltíða Samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir markaðsstofuna Icelandic Lamb í lok síðasta árs borðaði rúmur helmingur erlendu f e r ð a m a n n a n n a lambakjöt í Íslands- ferðinni. Sumir borðuðu eingöngu lambakjöt á veitinga- stöðum en aðrir keyptu það úti í búð. Sumir gerðu hvort tveggja. Samtals borðuðu erlendu ferðamennirnir um eina og hálfa milljón skammta af íslensku lambakjöti. Í upphafi þessa árs spurði Gallup líka út í kaup ferðamanna á ull, gærum og ullarvörum. Fjórir milljarðar króna fyrir sölu á lopapeysum Um þriðjungur þeirra nærri 2.500 erlendu ferðamanna sem svöruðu sögðust hafa keypti einhverjar vörur úr ull, beinum, gærum eða öðrum afurðum sauðkindarinnar. Þegar rýnt er í tölurnar sést einnig að 9,4% þeirra keyptu íslenska lopapeysu í ferðinni. Þetta gera samanlagt um 207 þúsund peysur. Andvirði þeirra út úr búð er öðru hvorum megin við fjóra milljarða króna. Virðisaukaskattur til ríkis ins af þessum kaupum nemur um 750 milljónum króna. Bændur þakka handverksfólki, verslunar- eigendum og ferðaþjónustunni samstarfið. /HKr./SH Erlendir ferðamenn sækjast eftir vörum sem unnar eru úr hráefni af íslensku sauðkindinni: Keyptu um 200.000 lopapeysur fyrir um fjóra milljarða króna FRÉTTIR Hross landsmanna teljast nú vera 64.792 og hefur fækkað nokkuð á milli ára samkvæmt tölum Búnaðarstofu MAST: Hrossflesta sveitarfélagið á landinu er Skagafjörður – Húnvetningar eiga þó landshlutavinninginn, eða 8.346 hross, en minnst hrossaeign er hjá Suðurnesjamönnum, eða 362 hross Fjöldi hrossa á Íslandi hefur yfirleitt verið talinn vera nálægt 70 þúsund að teknu tilliti til skekkjumarka samkvæmt tölum Búnaðarstofu MAST. Flest voru þau 80.5782 árið 1996 en nú eru þau talin vera 64.792. Verulega hefur verið bætt úr skýrsluhaldi og skráningu hrossa á landinu, en í nokkur ár gat þar að líta verulegt misræmi. Sem dæmi voru einungis 53.021 hross í landinu samkvæmt tölum MAST árið 2013 en voru árið 2012 talin vera 77.380. Tölurnar nú, eftir að Búnaðarstofa MAST kom til sögunnar, benda til að skráningin sé mun raunhæfari en áður þótt kunnugir telji að nokkuð vanti upp á að hrossaeigendur, einkum í þéttbýli, geri grein fyrir allri sinni hrossaeign. Því geti hugsanlega skeikað um nokkur þúsund hross. Hins vegar gefi tölur í fyrra og nú tilefni til að ætla að komið sé nokkuð gott samræmi í hlutina þannig að greina megi þróunina í greininni. Rétt skráning mikilvæg sem og skil á skýrslum Líkt og með skráningu á hrossa- eign landsmanna, þá skipta allar búfjártölur miklu máli í hagtölum landsins. Þá er það líka hreint og klárt fjárhagsspursmál fyrir bænd- ur að þeir skili inn skýrslum um búfjáreign sína ella detta þeir út úr kerfinu og missa tilkall til stuðn- ingsgreiðslna. Flest hross sveitarfélaga eru í Skagafirði Þegar skoðaður er fjöldi hrossa sem skráður er í einstökum sveitarfélögum, þá skera þrjú sveitarfélög sig algjörlega úr. Þar trónir Skagafjörður efst með 6.963 hross og hefur þar fjölgað um 127 hross frá birtingu talna í fyrravor. Næst kemur Rangárþing eystra með 6.000 hross en þar hefur fækkað um 251 hross. Í þriðja sæti er Borgarbyggð með 5.106 hross en þar hefur fækkað um 143 hross. Húnvetningar með mestu samanlagða hrossaeignina Húnvetningar sem heild eiga þó sameiginlega landshlutametið með samtals 8.346 hross. Þar af eru 4.344 hross í Húnavatnshreppi og hafði fjölgað þar um 178 hross. Húnaþing vestra er svo með 4.002 hross, en þar hefur fækkað um 30 hross. Á eftir Húnvetningum í sjötta sæti kemur Flóahreppur með 2.680 hross. Þar hefur fækkað um 182 hross á milli ára. Skeiða- og Gnúpverjahreppur er eins og áður í sjöunda sæti með 1960 hross, en þar hefur fækkað um 51 hross. Í áttunda sæti kemur Bláskógabyggð, eins og í fyrra, með 1.680 hross og hefur þar einnig fækkað, eða um 213 hross. Í níunda sæti kemur svo Ásahreppur með 1.370 hross. Þar hefur hrossum fjölgað um 50 og skýst Ásahreppur þar með upp fyrir Árborg þar sem töluverð fækkun hefur orðið í hrossastofninum. Þannig er Árborg nú í tíunda sæti með 1.332 hross eftir fækkun frá fyrra ári um 295 hross. Akureyri með 1.083 og Reykjavík með 682 hross Næst kemur svo Ölfus með 1.285 hross, Hrunamannahreppur með 1.236 (var með1.450), Dalabyggð með 1.198 (var með1.279), Akureyri með 1.083 (voru með 1.278), Fljótsdalshérað með 1.044 (var með 1.116), Hörgársveit með 1.037 (var með 1.033) og Akrahreppur með 1.007 (var með 984), en önnur sveitarfélög voru með færri hross. Í Reykjavík eru hross nú skráð 682 en voru 700 í fyrra. Fæst hross á Suðurnesjum og á Vestfjörðum Ef skoðuð eru sveitarfélög sem hafa fæst skráð hross þá eru einungis 9 hross skráð í Tálknafjarðarhreppi, 10 í Vesturbyggð og 21 í Kaldrananeshreppi. Á Vestfjörðum í heild eru einungis skráð 774 hross og hlutfallslega flest þeirra í Ísafjarðarbæ, eða 240. Á Suðurnesjum eru skráð 362 hross. Þar af flest í Reykjanesbæ, eða 221, en fæst í Sandgerði, eða 12 og 17 í Garði (sveitarfélög sem bráð- um heita líklega eitthvað annað, Garðskagabær). /HKr. – Sjá nánar um búfjáreign á bls. 2 Suðurnes; 362; 1% Höfuðborgarsvæðið; 2.824; 4% Vesturland; 10.617; 17% Vestfirðir; 774; 1% Norðurland; 22.764; 35% Austfirðir; 2.001; 3% Suðurland; 25.450; 39% Bændablaðið / HKr. Heimild: Búnaðarstofa MAST Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga í samstarfi við KPMG heldur vinnufundi á næstu vikum vegna sviðsmynda- vinnu um framtíð landbúnaðar á Íslandi. Markmið fundanna er að laða fram skoðanir frá aðilum um land allt á þeim þáttum sem munu skipta landbúnaðinn mestu máli á kom- andi árum. Þar er horft til þátta eins og byggðaþróunar, sjálfbærni og tengsla bænda við neytendur. Á fundunum munu gestir fá tæki- færi til að velta upp mikilvægustu áhrifaþáttum sem geta haft áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar. Í tilkynningu frá samráðshópi um endurskoðun búvörusamninga segir að fundirnir séu öllum opnir sem láta sig málefni íslensks landbún- aðar varða. Fundirnir verða haldnir á eft- irfarandi stöðum: Hvanneyri, Ársalir 3. hæð í Ásgarði Þri 29. maí kl. 13–15 Egilsstaðir, Icelandair Hótel Hérað Mið 30. maí kl. 13–15 Laugarbakki Hótel Laugarbakki Mán. 4. júní kl. 13–15 Akureyri, Hótel KEA Þri 5. júní kl. 13–15 Reykjavík, Hótel Saga, 2. hæð Mið 6. júní kl. 13–15 Hella, Árhús Fim. 7. júní kl. 13–15 Hver er framtíð landbúnaðar?

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.