Bændablaðið - 24.05.2018, Page 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 24. maí 2018
Fjölskyldan á Stóra-Hálsi í Grímsnes- og
Grafningshreppi mun opna „Sveitagarðinn“,
sem verður afþreyingargarður fyrir
alla fjölskylduna, laugardaginn 2. júní
næstkomandi.
Garðurinn er byggður upp sem dýragarður
með flottum leiktækjum. Í dýragarðinum verða
hestar, kindur, geitur, kálfar, grísir, kettlingar,
kanínur, endur, hænur, dúfur, yrðlingar og svo
bætist eitthvað af dýrum við. „Við verðum líka
með flott leiktæki fyrir breiðan aldurshóp þar
sem allir krakkar eiga að finna eitthvað við
sitt hæfi, t.d. sandkassa, kastala fyrir yngri
börnin með rólum, lítið krakkahús, kastala fyrir
eldri börnin, snúningspallur, svifbretti og risa
hoppukastali sem kemur í sumar. Það verður
lítil veitingasala þar sem verður hægt að fá
kaffi og eitthvað með því, kjötsúpu, íspinna,
vcandy floss og eitthvað nammi,“ segir Sigrún
Jóna Jónsdóttir, sem mun reka garðinn með
Elvari Páli Sævarssyni, eiginmanni sínum og
börnum þeirra. Hugmyndin að stofnun garðsins
kom í gegnum daginn „Borg í sveit“ sem er
á hverju ári í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Fjárhúsið á Stóra-Hálsi hefur verið opið þann
dag og þá sáu þau Sigrún og Elvar hvað fólk
hefur mikinn áhuga á dýrunum og sveitinni.
Rúmt um gestina
Sveitagarðurinn er á stóru svæði og því verður
mjög rúmt um gestina og aðbúnaður fyrir dýrin
verður einstaklega góður. Þá verður leiksvæðið
mjög stórt og bekkir um allan garð til að setjast
og njóta útsýnisins. Garðurinn verður opinn
alla daga í júní, júlí og ágúst frá 12.00 til 18.00.
Verðskráin er 0–2 ára frítt, 3–14 ára 800 kr. og
fullorðnir 1.200 kr. Allar nánari upplýsingar er
að fá á heimasíðunni www.sveitagardurinn.is
og það er líka hægt að fylgjast með á Facebook
– „Sveitagarðurinn - Familypark“ og Instagram
og snapchapt – „sveitagardurinn“. /MHH
Ásdís með Bellu Söru, kindina sína, sem mun
gleðja gesti Sveitagarðsins.
LÍF&STARF
Elvar Páll og geitin Karfa eru mikli félagar. Karfa
verður í Sveitagarðinum.
mikla athygli hjá gestum Sveitagarðsins.
Sveitagarðurinn verður opnaður formlega
á bænum Stóra-Hálsi í Grímsnes- og Grafn-
ingshreppi laugardaginn 2. júní 2018.
Krakkarnir á Stóra-Hálsi á trampólíninu, en þau heita Valdís Bylgja, Ásdís Rún, Gunnar Páll og Sara Huld.
Sveitagarðurinn á Stóra-Hálsi
í Grafningi opnaður 2. júní
– Afþreyingargarður fyrir fólk á öllum aldri
Það verður kuldablær á þættinum þetta sinn, enda sannkallað „vorhret á glugga“ þegar þetta er skráð. Samt
er ögn hlýnandi tónn í veðurspánni, og því
gæti birt til þegar líður á vísnaþáttinn. Pétur
Stefánsson orti svo þann 20. maí:
Trén þau sveiflast tvist og bast.
Tryllir veðrið sæinn.
Það er mjög í hviðum hvasst
hvítasunnudaginn.
Öldur freyða um allan sæ.
Oss það lítið gleður.
Upp til heiða og ofan í bæ
er nú skítaveður.
Dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði orti næstu
tvær vísur í vorharðindum:
Heyri ég yfir höfði þyt
af Heljar vængjum þöndum.
Verkin dreymd og vonaglit
verð ég að láta af höndum.
Það er hart að hverfa um vor
sem hrím á fjörusandi.
Engin minning, ekkert spor
eftir í föðurlandi.
Rakel Bessadóttir vaknaði einn morgun í
byrjun sumars við alhvíta jörð:
Bágt er að sjá um víðan völl
varmi frá er snúinn.
Nú eru stráin iðgræn öll
ísagljáa búin.
Jónas Jónsson í Hróarsdal orti í
vorharðindum:
Bágt á ég með barnakind,
bjargarsmátt er hreysi.
Send þú, Drottinn, sunnan vind
svo að Vötnin leysi.
Guðmundur skáld Frímann orti er hret
gekk yfir á miðju vori:
Blöð og strá með storku á kinn,
stirnir bláan ósinn,
yfir skjáinn skefur minn,
skýrist gráa rósin.
Páll Guðmundsson frá Holti í Ásum orti
í harðindatíð á vori:
Nesjasporða brimin börðu.
Bakka hurð lá utan fjarða.
Herjuðu norðan hríðar jörðu.
Hjarðir urðu að standa á garða.
Eftir að hlýða á veðurspá kvöldsins virðist
ætla að svía þegar líður á vikuna. Pétur
Stefánsson lifnar allur við þegar hlýnar og
endurspeglast það berlega í vísum dagsins
í dag:
Veðrið leitt er liðið hjá,
loks við fagna hljótum.
Blíðutíð er brostin á,
best við dagsins njótum.
Ólína Jónasdóttir kveður á blíðu vori:
Þegar snjallar vorsins vættir
vakna í fjallageim,
mér finnst allir eðlisþættir
á mig kalli heim.
Þorsteinn Kristleifsson frá Stóra-Kroppi
orti á blíðu vori:
Vorið blíða við mér hlær
um vanga líður sunnanblær
bala skrýðir blóm sem grær
bakkafríð er lindin tær.
Jón Þorsteinsson á Arnarvatni orti vorvísu:
Vorið dregur eitthvað út
undan frosnum bakka,
hefir geymt þar grænan kút
gef mér nú að smakka.
Guðmundur E. Geirdal á þessa vorvísu:
Vorsins dýrð á dularmál
djúpt og ríkt af óði.
Er því von að vökusál
verði margt að ljóði
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggð1@gmail.com
MÆLT AF
MUNNI FRAM