Bændablaðið - 24.05.2018, Page 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. maí 2018
Íslenska kokkalandsliðið
undirbýr sig nú af krafti fyrir
Heimsmeistarakeppnina í
matreiðslu (HM) sem verður
haldin í Lúxemborg dagana 23.–
28. nóvember næstkomandi. Þar
mætast 40 þjóðir – og meira en
700 af færustu kokkum heims – og
keppa um medalíurnar gull, silfur
og brons. Íslenska liðið hefur valið
sígilt íslenskt hráefni til að vinna úr
þriggja rétta heita máltíð og mun á
næstu mánuðum fínpússa rétti þar
sem þorskur, lamb og skyr verða í
aðalhlutverkum.
Íslenska landsliðið hefur verið
í fremstu röð á undanförnum
keppnum; á HM 2010 náði það 7.
sæti og gerði enn betur á HM 2014
þegar það varð í 5. sæti.
Besta íslenska hráefnið
Hvert lið er skipað um 15 kokkum
auk aðstoðarmanna. Keppt er
annars vegar í heitum mat og hins
vegar köldu borði – og það lið sem
hlýtur flest stig stendur uppi sem
heimsmeistari. Hafliði Halldórsson er
framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins.
„Við sýnum allt það besta úr íslensku
hráefnakörfunni í fiski, kjöti,
grænmeti og mjólkurvörum. Hluti
keppninnar nefnist „Restaurant of
Nations“ og þar keppum við í ár með
íslenskan þorsk, íslenskt lambakjöt og
Ísey Skyr sem okkar grunnhráefni.
Við keppum innan strangs alþjóðlegs
regluverks og vinnum samkvæmt því
og þurfum að fylla í öll boxin sem
keppnisreglur leggja fyrir um.“
Æfingatímabilið fyrir HM hefst
18 mánuðum fyrir mót – og á því
tímabili eru haldnar nokkrar æfingar
þar sem líkt er eftir keppninni sjálfri
og látið reyna á keppnismatseðilinn.
Slík æfing fór fram á dögunum í
húsnæði Matvís og þóttu réttirnir
lofa góðu hjá þeim málsmetandi
matreiðslumönnum sem voru mættir.
Gert ráð fyrir 110 manns í mat
Í reglum um heita matinn kemur fram
að elda skuli þriggja rétta málsverð
sem hægt sé að bera fram fyrir 110
gesti á veitingastað. Réttina þarf að
laga frá grunni og bera fram á diskum
í keppniseldhúsi á keppnisstað.
Liðið fær sex klukkustundir til að
gera forrétt, aðalrétt og eftirrétt.
Á keppnisstað er settur upp
veitingastaður sem er opnaður á
tilteknum tíma og gestirnir setjast
til borðs. Dómararnir fylgjast með
keppendum að störfum í eldhúsinu.
Þeir velja síðan af handahófi 10 diska
af hverjum rétti til að dæma, því er
mikilvægt að allir diskarnir séu af
sömu gæðum. Dómararnir dæma
allt frá hagkvæmni og handbragði
kokkanna til skipulags og hvernig
liðið vinnur saman í eldhúsinu.
Það sem gildir þó hæst er bragð og
framsetning.
Kalt borð samanstendur af
sýningarmat, en hann þarf ekki að
vera að öllu leyti ætur. Lagt er upp úr
glæsileika, faglegum vinnubrögðum
og framsetningu.
Á sýningarborðinu er einnig allt að
100 sentimetra há sýningarstytta gerð
úr súkkulaði eða sykri.
Dómgæslan tekur mið af
útliti, nýjungum í framsetningu,
samsetningu, faglegum undirbúningi
og hvernig maturinn er borinn fram.
Hafliði segir að Klúbbur
matreiðslumeistara eigi og reki
Kokkalandsliðið og fyrsta verkefni
hans, þegar línur eru lagðar fyrir
stórmót, sé að velja stjórnendur
og þjálfara. „Stjórnendur liðsins
auglýsa síðan lausar stöður til
umsóknar í liðið og úr þeim er
valið – auk þess sem einhverjir
liðsmenn eru handvaldir. Þetta er
mjög svipað og í hópíþróttum og
það á einnig við að hér er leitað
eftir ólíkum einstaklingum; ólíkri
færni og hæfileikum til að mynda
sem sterkasta liðið.“
Hafliði segir að stefnan sé sett á
að vera áfram meðal þeirra tíu bestu
í heiminum. /smh
Kokkalandsliðið æfir fyrir Heimsmeistarakeppnina:
Unnið með þorsk, lamb og skyr
– Áfram stefnt að því að vera meðal þeirra tíu bestu
Samkvæmt tilkynningu frá
Matvælastofnun fannst mítla-
eyðirinn fipronil hvorki í
íslenskum eggjum né kjúklingi.
Sumarið 2017 komst upp um
óleyfilega notkun á þessum
mítlaeyði við svokölluðum rauðum
mítli (Dermanyssus gallinae) á
varphænum í Evrópu.
Í kjölfarið á miklum innköllunum
á eggjum og eggjavörum á Evrópska
efnahagssvæðinu (EES) skipulagði
Matvælaöryggisstofnun Evrópu
(EFSA) sérstakar sýnatökur til að
kanna stöðuna varðandi leifar af
mítlaeyðum í kjúklingaafurðum,
varphænum, eggjum og
eggjavörum. Sýnatökur voru gerðar
frá 1. september til loka nóvember
2017, alls 5.439 sýni í flestum
löndum EES. Sýni voru bæði valin
tilviljanakennt og einnig voru
vörur og býli valin vegna gruns um
vandamál eða lyfjanotkun.
Matvælastofnun tók þátt í
verkefninu og voru tekin tíu
sýni til greiningar af eggjum og
kjúklingakjöti til greiningar á
fipronil og öðrum efnum sem hægt
er að nota gegn rauðum hænsnamítli.
Þar sem enginn grunur um slíka
notkun var hér var sýnatökum dreift
tilviljunarkennt á búin hér á landi.
Fibronil fannst í níu löndum EES
Í tilkynningu Matvælastofnunar
kemur fram að í yfirliti EFSA
um sýnatökurnar komi fram
hvar fipronil hafi verið notað.
„Niðurstöður EFSA sýna að 742
sýni (13%) innihéldu leifar yfir
hámarksgildi. Í þessum sýnum var
mengun af völdum mítlaeyða yfir
hámarksgildum næstum eingöngu
vegna notkunar fipronils. Aðeins eitt
sýni af eggjum reyndist innihalda
leifar af mítlaeyðinum amitraz
yfir hámarksgildum. Sýnin sem
innihéldu leifar yfir hámarksgildum
voru frá níu löndum EES og voru
upprunnin í átta löndum; Hollandi,
Ítalíu, Þýskalandi, Póllandi,
Ungverjalandi, Frakklandi, Slóveníu
og Grikklandi.
Sýnin sem tekin voru af
Matvælastofnun af íslenskri
framleiðslu voru öll laus við leifar af
fipronili og öðru skordýraeitri. Fyrr
á árinu 2017 hafði Matvælastofnun
tekið sýni af sendingu af innfluttu
eggjarauðudufti sem í reyndust
vera leifar fipronils. Sendingin
var endursend en varð til þess
að framleiðslufyrirtæki sem
hafði flutt inn sömu lotu fyrr um
sumarið innkallaði framleiðsluvörur
sem það hafði verið notað í.
Innflutningseftirlit með eggjavörum
var hert í kjölfarið og var krafist
vottorðs um greiningar á leifum
áður en eggjavörum var hleypt inn
í landið.
Fipronil er notað bæði sem
mítlaeyðir á gæludýr og sem
skordýraeitur í og við byggingar og á
einstaka káltegundir. Ekki er leyfilegt
að nota lyfið til að meðhöndla dýr sem
alin eru til manneldis. Leifar af fipronil
geta fundist í eggjum/eggjaafurðum
í mjög litlu magni vegna þess að
ekki er hægt að útiloka að það berist
í þau úr umhverfi. Hámarksgildi
fyrir leyfilegt magn leifa eru sett
í reglugerð um varnarefnaleifar í
matvælum og fóðri nr. 672/2008 (EB
396/2005),“ segir í tilkynningunni.
/smh
Kristín Björg Albertsdóttir er nýr
framkvæmdastjóri Sólheima
FRÉTTIR
Kokkalandslið Íslands
Staða Nafn Vinnustaður
Þjálfari Ylfa Helgadóttir Kopar
Aðstoðarþjálfari Jóhannes S. Jóhannesson Jamie´s Italian
Liðsmaður
Snædís Xyza Jónsdóttir
Ocampo
Hótel Saga
Liðsmaður Sigurjón Bragi Geirsson Garri
Liðsmaður Snorri Victor Gylfason Vox Hilton hótel
Liðsmaður Þorsteinn Geir Kristinsson Fiskfélagið
Liðsmaður
Fanney Dóra Sigurjóns-
dóttir
Skál
Liðsmaður Kara Guðmundsdóttir Fiskfélagið
Liðsmaður Denis Grbic Grillið
Liðsmaður Ari Þór Gunnarsson Fiskfélagið
Liðsmaður Garðar Kári Garðarsson Deplar Farm
Liðsmaður Maria Shramko Sjálfstætt starfandi
Liðsmaður Hinrik Lárusson Grillið
Forseti KM Björn Bragi Bragason Síminn
Framkvæmda-stjóri Hafliði Halldórsson Icelandic Lamb
Bakland og ráðgjöf Georg Halldórsson Sumac Grill + Drinks /ÓX
Bakland og ráðgjöf Viktor Örn Andrésson Sjálfstætt starfandi
Bakland og ráðgjöf Þráinn Freyr Vigfússon Sumac Grill+ Drinks/ ÓX
Hluti landsliðshópsins: Ari Þór Gunnarsson, Jóhannes S. Jóhannesson, Kara
Guðmundsdóttir, Snorri Victor Gylfason og Ylfa Helgadóttir.
Mynd / Kokkalandsliðið
Mynd / smh
Rafn Heiðar Ingólfsson. Mynd / smh
Mítlaeyðirinn fipronil fannst hvorki
í íslenskum eggjum né kjúklingi
Kristín Björg
Albertsdóttir
h e f u r
verið ráðin
framkvæmda-
stjóri Sólheima
í Grímsnes- og
G r a f n i n g s -
hreppi.
Kristín er
f r á f a r a n d i
for stjóri Heilbrigðis stofnunar
Vest fjarða, en hún hefur gegnt
því starfi frá árinu 2016. Þar
áður sinnti hún sama starfi við
Heilbrigðisstofnun Austurlands til
þriggja ára. Kristín Björg er með
MA í lögfræði frá Háskóla Íslands,
og einnig Bsc. í hjúkrunarfræði frá
sama skóla. Hún hefur starfað hjá
Biskupsstofu, Sýslumanninum í
Reykjavík og við hjúkrun og
hjúkrunarstjórnun víða um land.
Kristín Björg hefur jafnframt
réttindi sem héraðsdómslögmaður,
jógakennari og nuddari, og hefur
verið með eigin rekstur.
Á heimasíðu Sólheima kemur
fram að Kristín Björg var ein af
rösklega þrjátíu umsækjendum
um starf framkvæmdastjóra
Sólheima. Kristín Björg mun
setjast að á Sólheimum á komandi
hausti, um leið og hún tekur
við starfi framkvæmdastjóra
Sólheima. /MHH
AÖUND SJ