Bændablaðið - 24.05.2018, Side 11
11Bændablaðið | Fimmtudagur 24. maí 2018
SAH Afurðir ehf. á Blönduósi
hafa ákveðið að greiða bændum
3% uppbætur á innlegg fyrir
árið 2017. Stefnt er því að greiða
uppbótina út 25. maí.
Rekstur SAH Afurða gekk
betur á liðnu ári en undanfarin ár,
hagnaður upp á 5,5 milljónir króna
varð af rekstrinum, en félagið
hefur verið rekið með tapi frá árinu
2013. „Þessi viðsnúningur kemur
til vegna lækkunar afurðaverðs og
mikils aðhalds og sparnaðar í rekstri
félagsins sem tókst með miklum
ágætum,“ segir Eiður Gunnlaugsson,
stjórnarformaður Kjarnafæðis,
eigenda SAH Afurða.
Bókfært eigið fé félagsins í árslok
var neikvætt um 153,2 milljónir.
Velta síðasta árs nam um tveimur
milljörðum króna. Gert er ráð fyrir
að tap verði á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs. Ársverk á reikningsárinu
voru 52 að því er fram kom á
aðalfundi félagsins sem haldinn var
fyrr í þessum mánuði.
Verð á lambakjöti innanlands
fer lækkandi
Það sem af er ári hefur SAH Afurðir
flutt út rúm 320 tonn af kindaafurðum
og allar gærur og aukaafurðir eru
seldar. Gengi krónunnar hefur ekki
verið hagstætt fyrir útflytjendur og
verðið óviðunandi. Verð á lambakjöti
innanlands hefur farið lækkandi.
„Ástæður þess eru offramboð þar
sem menn eru alltaf að ýta á undan
sér birgðavanda ár frá ári og myndast
þar af leiðandi gríðarleg samkeppni,“
segir Eiður.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um verð á komandi sláturtíð í haust,
en slátrun hefst 5. september og
stendur út október. /MÞÞ
Sala og ráðgjöf
Sími 540 1100
www.lifland.is
lifland@lifland.is
Reykjavík
Lyngháls
Borgarnes
Borgarbraut
Akureyri
Óseyri
Blönduós
Efstubraut
Hvolsvöllur
Ormsvöllur
Rúlluplast og girðingarefni
frá Líflandi
Kíktu á vefverslun okkar á www.lifland.is
og skoðaðu úrvalið
TréstaurarSpennarRafmagnsþræðir
Frá kr. 238Frá kr. 17.490Frá kr. 1.690 Kr. 8.290 Frá kr. 70
Þanvír W-einangrari
Gormahlið Rafhlöður
Frá kr. 1.590 Frá kr. 690Kr. 13.990 Frá kr. 325 Frá kr. 670
StaurasleggjaGripple tengi Plaststaurar
Sólarorkuspennar
Spennar sem geta
nýtt sólarorku
sem orkugjafa
Járnstaurar
Kr. 1.690 Speglar frá kr. 24.990
Spennar frá kr. 27.990
Frá kr. 390Frá kr. 10.290
KambstálGirðinganet
NÝTT
Megastretch 5 laga rúlluplast
Megastretch Ultra 7 laga rúlluplast
Unterland Xtra rúlluplast
Vörunúmer Breidd Þykkt Lengd m. Litur Verð kr.
VHPLAST75GR 75 cm 25 μm 1.500 Dökkgrænt 9.100
VHPLAST75HV 75 cm 25 μm 1.500 Hvítt 9.100
VHPLAST75SV 75 cm 25 μm 1.500 Svart 8.900
VHPLAST50GR 50 cm 25 μm 1.800 Ljósgrænt 7.550
Vörunúmer Breidd Þykkt Lengd m. Litur Verð kr.
VHULTRA75PLASTGR 75 cm 22 μm 1.800 Ljósgrænt 10.290*
Vörunúmer Breidd Þykkt Lengd m. Litur Verð kr.
VHUNTERLAND75 75 cm 25 μm 1.500 Hvítt 8.900
VHUNTERLAND50 50 cm 25 μm 1.800 Hvítt 7.350
NÝTT
Takma
rkað
magn!
Meira á rú
llunni!
Fleiri lög!
*Megastretch Ultra kemur í heilum brettum án pappakassa. Lágmarksmagn til afgreiðslu er 20 stk á bretti.
án vsk.
án vsk.
án vsk.
SAH Afurðir ehf. á Blönduósi:
Bændum greidd 3%
uppbót á innlegg
Menningarveisla
Sólheima 2018
Formleg opnun menningarveislu
Sólheima verður laugardaginn
2. júní klukkan 13.00 við Grænu
könnuna með opnun á nýju og
fallegu húsi í hjarta staðarins.
Þar verður samsýning vinnustofa
Sólheima skoðuð.
Þá verður komið við í Sesseljuhúsi
þar sem afleiðingar og mögulegar
lausnir gegn hnattrænni hlýnun
verða skoðaðar. Hægt er að fara á
tónleika í Sólheimakirkju þar sem
fyrstu tónleikar sumarsins hefjast
klukkan 14.00. Að venju verða
það íbúar Sólheima sem taka lagið
með gestum. Hallbjörn Rúnarsson,
sem leikur úlfinn, sýnir hvernig
lag við leikrit verður til. Leikritið
og leikarar í Úlfar ævintýranna
verða í forgrunni. Klukkan 15.00
tekur Gylfi Ægisson lagið við nýja
kaffihúsið.
Þrettánda Menningarveislan
„Þetta verður í þrettánda skiptið
sem Menningarveisla Sólheima er
haldin. Þá bjóðum við gestum að
koma heim og kynnast okkur og
þeim gildum sem við stöndum fyrir
og störfum eftir: Kærleikur, virðing,
sköpunargleði og fagmennska. Við
leggjum metnað í að sem flestir finni
sig hjá okkur og njóti með okkur.
Verslun, kaffihús og sýningar
verða opin frá klukkan 12.00–19.30
alla daga í sumar.
Laugardaginn 9. júní: Tónleikar
í Sólheimakirkju kl.14.00.
Tunglið og Ég: Heiða Árnadóttir
söngur og Gunnar Gunnarsson
píanó flytja falleg lög eftir franska
jazztónskáldið Michel Legrand
(1932), en hann er helst þekktur fyrir
að semja söngleiki og tónlist fyrir
kvikmyndir. Þetta er mjög falleg og
ljúf tónlist.
Laugardaginn 16 júní: Tónleikar
í Sólheimakirkju klukkan 14:00.
Sumarper lur : Magnea
Tómasdóttir sópran og Sólveig Anna
Jónsdóttir píanó flytja nokkrar af
okkar þekktu söngperlum sem eiga
vel við daginn fyrir þjóðhátíðardag
Íslendinga.“