Bændablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. maí 2018 Um langt árabil var úthafskarfi mikilvæg tekjulind fyrir íslenskt þjóðarbú. Þegar best lét veiddu Íslendingar 62 þúsund tonn af úthafskarfa á einu ári sem gáfu um 13 milljarða króna á núvirði lauslega reiknað. Síðustu árin hefur kvóti okkar verið rúmlega 2 þúsund tonn og verðmætið liðlega hálfur milljarður. Hvað kom eiginlega fyrir? Upphaf úthafskarfaveiða í atvinnuskyni á Reykjaneshrygg má rekja til ársins 1982 þegar Sovétmenn hófu þar veiðar. Raunar höfðu vísindamenn vitað um tilvist karfa á þessu svæði í langan tíma, en Sovétmenn, sem um þetta leyti gerðu út tilraunaleiðangra víða í úthafinu til þess að leita að nýjum veiðimöguleikum, fundu karfaslóðir sem taldar voru geta gefið vænlegan afla. Á þessu fyrsta ári, 1982, veiddust 61.000 tonn af karfa. Á næstu árum bættust skip frá Austur- Þýskalandi og Búlgaríu í hópinn og ársaflinn fram til 1988 var á bilinu 60.000–105.000 tonn. Íslenskir útgerðarmenn vissu af þessum veiðum erlendra skipa utan við lögsögumörk okkar suðvestur af landinu en höfðu fyrst í stað ekki mikinn áhuga á að nýta sér þetta veiðitækifæri. „Það hefur nú sennilega verið kvótaleysið sem varð til þess að við ákváðum að fara á Reykjaneshrygginn,“ sagði Páll Eyjólfsson, þá skipstjóri á togaranum Haraldi Kristjánssyni HF frá Hafnarfirði í samtali við Morgunblaðið síðar, en hann var einn af fyrstu íslensku skipstjórunum til að hefja þessar veiðar árið 1989. „Reyndar var ég stýrimaður á Karlsefni sem fór á úthafskarfa í kringum 1983 ásamt fleiri skipum en veiðunum var fljótlega hætt vegna þess að karfinn þótti of smár auk þess sem veiðarfærin voru ekki nógu góð.“ Gloría skal það heita Sumarið 1989 voru 5–7 íslensk skip á úthafskarfaveiðunum. Veiðarnar gengu heldur erfiðlega í byrjun enda voru skipin ekki með heppileg veiðarfæri miðað við aðstæður. Það átti fljótlega eftir að breytast eftir að Hampiðjan þróaði nýtt troll í nánu samstarfi við skipstjóra. Þetta var risatroll af áður óþekktri stærð í íslenska flotanum. Því til skýringar má nefna að algengustu trollin sem íslenskir togarar drógu, svokölluð Engel troll, voru með trollop á stærð við vítateig á knattspyrnuvelli en opið á nýja úthafskarfatrollinu var álíka stórt og þrír knattspyrnuvellir. Eins og að líkum var ekki vandræðalaust að fá þessi risastóru veiðarfæri til að virka rétt og í upphafi þurfti oft að fara í land til að greiða úr flækjum og breyta hönnun. Þetta gat tekið á taugarnar og við eitt slíkt tækifæri varð áðurnefndum Páli skipstjóra að orði: ,,Þið í Hampiðjunni hafið nú gert meiriháttar gloríur með þetta troll ykkar!“ Guðmundur Gunnarsson, nýr þróunarstjóri fyrirtækisins, greip þessi ummæli á lofti og sagði við Pál: ,,Þetta er nafnið sem við munum nota á úthafskarfatrollið. Gloría skal það heita.“ Gloríutrollin eru nú ein þekktasta framleiðsluvara Hampiðjunnar og flest eða öll úthafskarfaskipin, jafnt erlend sem innlend, nota það með góðum árangri. Efri og neðri stofn Í upphafi fóru úthafskarfaveiðarnar á Reykjanshrygg og í Grænlandshafi eingöngu fram ofan við 500 metra dýpi úr stofni sem seinna var kall- aður efri stofn. Það var ekki fyrr en á árunum 1993-1994 þegar flotinn var kominn með öflugri veiðarfæri að menn áttuðu sig á því að annar karfastofn héldi sig neðar í hafinu. Sá var því kallaður neðri stofn. Þegar hér var komið sögu fóru skipin að sækja fremur í karfann í neðri stofn- inum enda er hann stærri og verð- mætari en hinn sem markaðsvara. Eins og áður sagði nam árlegur heildarafli allra þjóða á úthafskarfamiðunum á bilinu 60-105 þúsund tonnum fyrstu fimm árin áður en Íslendingar hófu veiðar. Á árunum 1989-1992 minnkaði hann niður í 28-38 þúsund tonn árlega vegna minni sóknar, ekki síst vegna falls Sovétríkjanna sem kippti fótunum tímabundið undan allri athafnasemi þar eystra. Árlegur afli jókst síðan aftur, ekki síst vegna tilkomu íslensku skipanna, og náði hámarki árið 1996 þegar rúmlega 180 þúsund tonn veiddust. Á árunum 1997-2004 var ársaflinn í heild á bilinu 100-150 þúsund tonn en eftir það tók að halla undan fæti og nú síðustu árin hefur hann verið á milli 30 og 40 þúsund tonn árlega eða aðeins einn fimmti af því sem var þegar mest veiddist. Afli Íslendinga Frá því að Íslendingar hófu úthafskarfaveiðarnar árið 1989 jókst aflinn ár frá ári, fór úr 4 þúsund tonnum fyrsta árið í 15 þúsund tonn það næsta, síðan í 23 þúsund tonn og svo í 56 þúsund tonn. Hámarki náði aflinn árið 1996 þegar íslensk skip veiddu 62 þúsund tonn. Lauslega áætlað verðmæti þess afla er um 13 milljarðar króna á núvirði. Það sýnir að úthafskarfinn var drjúg búbót fyrir sjávarútveginn og þjóðarbú- ið þegar mest veiddist. Heildarafli Íslendinga af úthafskarfa frá upphafi veiða til ársins 2016 nam 686 þús- und tonnum sem gerir 145 milljarða króna á núvirði, gróft áætlað. Frá árinu 2005 til dagsins í dag hefur afli Íslendinga dalað jafnt og þétt og síðustu árin hefur hann verið rétt rúmlega 2 þúsund tonn að verð- mæti rétt yfir hálfan milljarð króna ár hvert. Hver er skýringin? En hver er skýringin á þessari dapur- legu þróun? Þar er fyrst til að nefna að úthafskarfinn er á alþjóðlegu haf- svæði þar sem engin veiðistjórnun ríkti lengst af. Að auki dreifðist karfinn yfir gríðarlega stórt svæði og því reyndist vísindamönnum erfitt að ná áreiðanlegri mælingu á stærð stofnsins. Árið 1994 var efri stofninn mældur 2,2 milljónir tonna og því mikil bjartsýni ríkjandi, en tveimur árum seinna mældist stofn- inn aðeins 600 þúsund tonn. Ekki verður ofveiði kennt um þennan mismun og því nærtækast að fyrri mælingin hafi verið röng. Hin síð- ari ár hefur efri stofninn mælst enn minni og vísindamenn ráðlagt bann við veiði úr honum. Veiðiálag á neðri stofninn var einnig of mikið strax frá upphafi. Enda þótt Alþjóðahafrannasóknaráðið hafi varað við ofveiði á úthafskarfan- um í mörg ár gerðist ekkert þar til árið 2011 að flestar veiðiþjóðirnar komu sér loks saman um áætlun til að minnka veiðarnar úr neðri stofninum í áföngum og banna veiðar úr efri stofninum. Aðilar að samkomulaginu eru Ísland, Færeyjar, Grænland, Noregur og ESB. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að Rússar neita að vera með og hafna auk þess þeirri vísindalegu niður- stöðu að karfastofnarnir séu tveir og að ástand beggja stofnanna sé afleitt. Þeir hafa ákveðið sér einhliða um eða yfir 25 þúsund tonna kvóta ár hvert en hinar þjóðirnar skipta með sér rúmum 6 þúsund tonna kvóta. Þrátt fyrir að Rússar þráist við og virði samkomulagið að vettugi hafa þeir fengið fulla þjónustu á Íslandi vegna veiðanna. Hvað nú? Saga úthafskarfaveiðanna er skólabókardæmi um það sem gerist ef ekki er hægt að hafa stjórn á veiðum úr fiskistofnum. Sú spurning vaknar hvort úthafskarfastofninn eigi sér viðreisnar von. Karfinn er langlífur fiskur sem verður ekki kynþroska fyrr en um 10 ára aldur. Það tekur því langan tíma að byggja stofninn upp. Uppvaxtarsvæði karfans eru við Austur-Grænland og á landgrunninu við Grænland. Þar hefur ekki orðið vart við neinn smákarfa í seinni tíð. Ekkert bendir því til annars en að ástandið verði áfram slæmt. Hákarl hefur verið nefndur ýmsum nöfnum á íslensku, bæði gælunöfnum og svonefndum feluorðum. Meðal þeirra eru axskeri, blágot, blápískur, brettingur, deli, got, grágot, gráni, hafkerling, háskerðingur, hvolpur, raddali, rauðgot, skauli, skerill, skufsi. Hákarl hefur einnig gengið undir nöfnum eins og bauni, háki, háksi, láki og sá grái. Nafngiftir hákarls fóru oft eftir stærð hans og útliti. Deli var haft um stutta digra hákarla, dusi um stóran hákarl, gotungur um feitan hákarl, lopi um miðlungsstóran, níðingur um hákarl sem var styttri en fimm álnir, hundur, raddali, skauli og snókur um lítinn hákarl og ælingi var haft um hákarl sem var á mörkum þess að vera talinn nýtur. Svarta röndin á ýsunni Einu sinni ætlaði djöfullinn að veiða fisk úr sjó. Hann þreifaði í sjónum og fann ýsu. Hann tók undir eyruggana og síðan þá hafa ýsur haft svarta bletti eftir fingraför djöfulsins. Ýsan tók þá mikið viðbragð og rann úr klóm kölska og því eru svartar rákir eftir ýsum þar sem klær kölska strukust eftir báðum hliðum. Mývetningar í hákarlsmaga Í þjóðsögum Ólafs Davíðssonar segir að eitt sinn hafi maður sem hét Tómas sett í svo gríðarlegan hákarl að engin tök voru á að drepa hann. Dró hann því hákarlinn lifandi að landi og smalaði þar saman mörgum mönnum til að vinna á skepnunni. Þegar farið að skera hann í sundur heyrði Tómas hljóð í hákarlsmaganum. Risti hann á magann og kom þá í ljós heil skemma. Þaðan heyrðist greinilegt mannamál og út komu tveir Mývetningar. Um veturinn hafði hákarlinn synt alla leið upp í Mývatn um undirgöng og notað tækifærið til að gleypa skemmu sem stóð þar á bakkanum. Mývetningarnir höfðu verið að eta magála og drekka brennivín í skemmunni og höfðu lifað góðu lífi innan í hákarlinum á því sem þeir áttu eftir af þessu dýrindi þegar hákarlinn gleypti þá. Burður og fæðingartíðni hvala Kálfar hvala fæðast með sporðinn á undan. Kálfarnir eru þannig lengur tengdir legkökunni og fá súrefnisríkt blóð frá móður sinni eins lengi og mögulegt er til að koma í veg fyrir súrefnisskort og köfnun eða drukknun. Fæðingartíðni hvala er fremur lág. Meðganga þeirra er 11 til 16 mánuðir og oftast fæðist einn kálfur á tveggja til fimm ára fresti. Fleirburafæðingar eru sjaldgæfar. Kálfadauði á fyrsta ári er fremur algengur, oft yfir 50%. Silfur hafsins Þjóðsagan segir að fiskar hafdjúpanna hafi kosið síldina sem konung sinn. Var það fyrir sundfimi hennar og fegurð því að hún er að sjá sem sindrandi silfur eða glitrandi demantur. Í samræmi við það og verðgildi hennar hafa Íslendingar gefið henni nöfn eins og silfur hafsins, demantssíld og gull Íslands. Álsroð við bakaverk Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir í Íslenskum þjóðháttum að gott hafi þótt að leggja álsroð á bakið við bakverkjum. „... sumir segja roð af bjartál, snúa holdrosunni að og láta sitja í 9 eða 11 nætur.“ /VH Gælunöfn hákarls STEKKUR HLUNNINDI&VEIÐI Guðjón Einarsson gudjone3@gmail.com Karfinn sem hvarf Stórt úthafskarfahol. Saga úthafskarfaveiðanna er skólabókardæmi um það sem gerist ef ekki er hægt að hafa H eildarafli Íslendinga af úthafskarfa frá upphafi veiða til ársins 2016 nam 686 þúsund tonnum sem gerir 145 milljarða króna á núvirði, gróft áætlað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.