Bændablaðið - 24.05.2018, Síða 26

Bændablaðið - 24.05.2018, Síða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. maí 2018 Í byrjun mars var haldin ráð- stefna í Hörpu um milliliðalaus viðskipti með matvörur undir yfirskriftinni „Gerðu þér mat úr Facebook“. Matarauður Íslands og Bændasamtökin tóku höndum saman og stóðu fyrir viðburðinum þar sem finnski bóndinn og frum- kvöðullinn Thomas Snellman var aðalfyrirlesari. Eftir fyrirlestra var haldin vinnustofa þar sem fundargestir veltu því fyrir sér hvað skipti mestu máli til þess að milliliðalaus viðskipti með mat geti þrifist hér á landi. Thomas Snellman er lesendum Bændablaðsins að góðu kunnur en hann hefur skipulagt svokallaða REKO-hringi á Facebook. Þeir ganga í stuttu máli út á að miðla matvörum á milli framleiðenda og neytenda. REKO er skammstöfun fyrir orðasambandið „Rejäl kons- umtion“ sem þýða má sem „heiðar- leg neysla“. Í Finnlandi hefur sölu- aðferðin slegið í gegn og nú eru ríflega 300 þúsund manns sem nýta sér milliliðalaus samskipti við bændur og aðra smáframleið- endur í gegnum Facebook til þess að verða sér úti um fjölbreyttar matvörur, kjöt, grænmeti, osta, egg og fleira. Kaupendur panta og seljandi afhendir á einum stað Salan gengur þannig fyrir sig að seljendur auglýsa hvað er í boði á sameiginlegri Facebook-síðu seljenda. Hverju sinni er auglýstur afhendingarstaður og tímasetning sem stjórnandi REKO-síðunnar ákveður í samráði við framleiðendur. Kaupendur leggja inn pantanir og framleiðandinn mætir svo á afhendingarstaðinn með vöruna. Þannig geta t.d. 5–15 framleiðendur tekið sig saman og komið fjölbreyttum vörum til neytenda á sama stað og sama tíma. Samkoman á ekki að taka meira en klukkutíma þannig að framleiðandinn þarf ekki að eyða dýrmætum tíma sínum við söluborð eins og ef um hefðbundinn matarmarkað væri að ræða. Möguleiki til veltuaukningar Í Finnlandi og víðar hafa bændur náð að auka veltuna umtalsvert með þátt- töku í REKO-sölusíðunum. Thomas sagði frá því að á milli áranna 2013 og 2016 hafi framleiðendum fjölgað hratt, úr 15 í 3.700 manns og kaup- endum úr 400 í 250.000 manns. Veltan á þessum þremur árum fór úr 80.000 evrum, (um 10 milljónum íslenskra króna) í 30 milljónir evra (um 3,7 milljarðar króna). Lykillinn að þessum hraða vexti var meðal annars gríðarlegur áhugi finnskra fjölmiðla og greindi Thomas frá því að eitt árið hafi verið tekið viðtal við hann að meðaltali þriðja hvern dag. Eins hafa finnsk stjórnvöld stutt við þetta fyrirkomulag með því að aðlaga regluverkið að því. Sóknarfæri fyrir íslenska bændur og smáframleiðendur? Aðrir fyrirlesarar á ráðstefnunni voru Brynja Laxdal frá Matarauðnum sem fjallaði um reynslu af matarmarkaði á Facebook hérlendis og Arnar Gísli Hinriksson sem ræddi um markaðssetningu á Netinu. Í máli þeirra kom meðal annars fram hversu mörg sóknarfæri felast í markaðssetningu og kynningu á mat á Netinu. Erindin eru aðgengileg á vefsíðunni bondi.is. Eftir ráðstefnudagskrána var haldin vinnustofa þar sem þátttakend- ur veltu þeirri spurningu fyrir sér hvað skiptir mestu máli svo milliliðalaus viðskipti með matvörur geti átt sér stað. Fólk úr ýmsum áttum tók þátt; bændur, smáframleiðendur, verslun- arfólk, hönnuðir, kokkar, ráðgjafar, almennir kaupendur og fleiri. Samvinna og einfaldara regluverk þarf að koma til Vinnustofan fór þannig fram að fundargestum var skipt upp í nokkra hópa. Á öllum borðum var skipst á skoðunum og tillögur og hugmyndir skrifaðar niður á litla miða. Þeir voru síðan hengdir upp á vegg og loks var kosið um bestu hugmyndirnar. Þegar niðurstöður voru dregnar saman í lokin kom í ljós að enginn skortur er á hugmyndum eða tillög- um til umbóta. Fólki er tíðrætt um flókið regluverk og starfsumhverfi þeirra sem selja vörur milliliðalaust til neytenda. Helstu niðurstöður vinnustofunnar 1) Stofna sameiginlega REKO- sölusíðu smáframleiðenda fyrir hvert svæði. 2) Efla samvinnu svæðis bundinna smáframleiðenda með áherslu á vöruþróun og gæði. 3) Styrkja markvissa markaðs- setningu innan svæða þannig að bæði kaupendur (neytendur, veitingamenn, kjötiðnaðarmenn, hótel, heildsalar) og seljendur (bændur, sjávarfang/ fisksalar, smáframleiðendur) viti af og nýti sölusíðuna. 4) Skoða þarf regluverk- ið í kringum smáframleiðendur. Hérlendis kvarta smáframleiðendur yfir því meðal annars að nýja reglu- gerðin um lítil matvælafyrirtæki hafi breytt litlu. Þeir gagnrýna að hún miði við framleiðslu á viku í stað meðaltals á viku yfir árið og að hámarksmagn sé of lítið. Rúmlega 2.000 meðlimir í íslenska REKO-hópnum Fyrir ári síðan var stofnaður íslenskur REKO-hópur á Facebook með heitinu „Matarmarkaður á Facebook – REKO.“ Hópnum var stjórnað af Inga Birni Sigurðssyni frumkvöðli eftir hugarflugsfund veitingamanna, frumframleiðenda og matarfrumkvöðla sem haldinn var með stuðningi og samvinnu við Matarauð Íslands. Tilgangurinn var að sameina smáframleiðendur undir einn hatt, auka aðgengi og sýnileika og færa framleiðendur ofar í virðiskeðjuna. Brynja Laxdal hjá Matarauðnum fór yfir það á ráðstefnunni í Hörpu hvernig reynslan var af hópnum. Í máli hennar kom fram að hópurinn hafi verið lítið auglýstur nema rétt í upphafi og því ekki allir smáframleiðendur sem vissu af honum. „Ástæðan er m.a. sú að ákveðið var að prófa hvernig svona hópur gengi áður en fyrirkomulagið yrði auglýst innan svæða,“ sagði hún. Þegar farið var yfir hópinn í mars síðastliðnum kom í ljós að seljendur voru alls 46, 22 bændur, 17 smáframleiðendur og 7 með fisk eða annað sjávarfang. Kaupendurnir voru þá tæplega 1.900, þar af 49 veitingamenn, 3 kjötiðnaðarmenn, 6 hótel og 7 heildsalar og rúmlega 1.800 almennir neytendur. „Í upphafi var sent bréf á framleiðendur en um 10% þeirra vildu upphaflega vera með. Þeir sem ekki vildu vera með sögðu að þeir vildu ekki baka sér óvinsældir hjá smásölum eða birgjum, höfðu ekki tíma og einn hætti við þegar hann fékk hótun frá smásala. Nánast allir hafa verið samþykktir í hópinn, enginn klagaður og viðskiptin alfarið á ábyrgð seljanda og kaupanda og ef gæðin standast ekki væntingar verður ekki frekari sala,“ sagði Brynja. Hún útskýrði að salan færi fram í gegnum Netið eða heimabanka og allir kaupendur gætu krafist reiknings. Næstu skref REKO á Íslandi Brynja tók saman í lokin á sínu erindi nokkrar ábendingar sem hafa safnast saman frá því að REKO-hópurinn var stofnaður. Áhugi virðist vera á því að fjölga Facebook-hópum og horfa þá til nærsamfélagsins. „Til gamans má geta að í Finnlandi þjóna 25 Facebook-hringir 330.000 manns. eða því sem samsvarar Íslendingum í heild. Það þarf að huga að föstum afhendingarstöðum, mögulegu frysti- eða geymsluplássi og jafnvel að nokkrir aðilar tækju sig saman og skiptust á að afhenda vörur fyrir hver annan. Það mætti líka kanna samstarf við verslanir um afhendingar,“ sagði Brynja. Um þessar mundir er leitað að fleiri bændum og öðrum smáframleiðendum til þess að styrkja net framleiðenda í sölu á Facebook. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Brynju Laxdal hjá Matarauð Íslands í mataraudur@ mataraudur.is. Eins og áður sagði voru það Bændasamtökin og Matarauður Íslands sem stóðu fyrir ráðstefnunni í Hörpu. Til samráðs voru Klúbbur matreiðslumeistara, Neytendasamtökin, Eirný Sigurðardóttir í Búrinu og samtökin Beint frá býli. /TB Hópur áhugafólks og hagsmunaaðila hittist í Hörpu: Hvernig á að auka milliliðalaus viðskipti með matvörur? Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Markmið okkar er að spara viðskiptavinum tíma, fyrirhöfn og fjármuni. VA N TA R Þ I G STA R FS F Ó L K Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum jafnt stór sem smá fyrirtæki. Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk. | SÍMI 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is Myndir / TB Dögg Blöndal og Þóri Hrafnsson.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.