Bændablaðið - 24.05.2018, Qupperneq 37

Bændablaðið - 24.05.2018, Qupperneq 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 24. maí 2018 og fjölbreytni lífríkis á svæðinu almennt.“ Bláin var ræst fram fyrir margt löngu og eins og um önnur svæði átti þar að vinna og rækta land til grasnytja. Það var þó aldrei stund- aður heyskapur á þessu svæði sem neinu nam því það náðist satt best að segja aldrei að þurrka það nægi- lega vel upp. Andrés segir að þessi framræsing hafi verið mikil mistök á sínum tíma. „Ég álasa mönnum ekkert sem þetta gerðu. Fólk vissi bara ekki betur á þeim tíma.“ Allir eiga að leggja sitt af mörkum – Má segja að þessi framkvæmd sé framlag Djúpavogshrepps til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda? Sannarlega má segja að svo sé og að mínu mati er þetta bara upphafið að frekari endurheimt í sveitarfélaginu, ég að minnsta kosti vona að haldið verði áfram á sömu braut því árangurinn er ótvíræður.“ – Er það ekki dálítið magnað að lítið sveitarfélag norður á hjara veraldar sé að gera meira í endurheimt votlendis en stór sveitarfélög? „Jú, sannarlega, mér finnst það vera góður vitnisburður fyrir okkar fámenna en landstóra sveitarfélag að við skulum takast á hendur svo stórt verkefni. Við viljum að hver og einn – þótt lítill sé – leggi sitt af mörkum til að sporna við hlýnun jarðar. Okkur ber skylda til að hugsa um komandi kynslóðir og sýna metnað með því að leggja lóð á vogarskálarnar inn í framtíðina í þessum efnum.“ Jákvæð viðbrögð íbúa Djúpavogshrepps – Ég þykist vita að fuglarnir séu hæstánægðir með endurheimt votlendis hjá Djúpavogshrepp – en hvað segja samborgarar þínir? Fólkið sem býr í hreppnum? „Jú, víst fékk ég spurningar til hvers væri verið að þessu. En ég finn ekki annað en bara mjög jákvæðar undirtektir hjá íbúunum þegar fólk sér hvernig svæðið tekur sig út eftir endurheimtina. Fólk skilur þegar það sér breytinguna hvað þetta hefur gríðarlega skjótvirk og jákvæð áhrif m.a. á fuglalífið og þarna hafa auk þess myndast fallegar tjarnir. Það er efalaust um þetta eins og margt annað að fólk hefur skiptar skoðanir en þó finn ég ekkert annað en stuðning við endurheimtina, ekki síst frá eldra fólki, sem hafði sumt hvert reyndar hvatt mig til að ganga fram í þessum málum löngu áður en þetta átak um endurheimtina átti sér stað.“ – Eru einhverjar áætlanir um framhald eða meiri endurheimt í sveitarfélaginu? Það verður nýrrar sveitarstjórnar að taka ákvörðun um það en ég vil trúa því að þegar ávinningurinn er svona augljós að það hljóti að vera ríkur vilji að halda áfram á sömu braut.“ Sveitarstjórnarfólk og landeigendur – hugsið til framtíðar – Hvers vegna ættu sveitarfélög – lítil og stór – að hefja endurheimt votlendis? Hvað viltu segja við allt það góða fólk sem innan skamms sest í nýjar umhverfisnefndir og sveitarstjórnir? „Það sem ég vil segja við nýtt sveitarstjórnarfólk sem og landeigendur almennt úti um hinar dreifðu byggðir landsins, þar sem jarðir hafa fengið nýtt hlutverk t.d. í ferðaþjónustutengdri starfsemi. Hugsið til framtíðar og látið taka út t.d. aflagt framræst land sem sýnt er að ekki verði nytjað frekar til ræktunar og látið endurheimta og leggið þannig ykkar af mörkum. Aðilar í ferðaþjónustu geta einnig laðað að sér fjölda ferðamanna með því að endurheimta votlendi og auka þannig fuglalíf sem margir hafa áhuga á, auk þess eru menn um leið í tilfellum að bæta stórlega ásýnd svæða. Það verður því hver og einn að skoða túngarðinn heima í þessum efnum og huga að því hvernig þeir ætla að skilja eftir sig jákvætt vistspor inn í framtíðina.“ – Væri ráð að gera úttekt á landi í sveitarfélaginu og athuga hvar mætti endurheimta votlendi? „Já, það ættu í raun öll sveitarfélög að láta gera úttekt í þessum efnum í góðu samstarfi við landeigendur og gera svo áætlun um endurheimt votlendis í kjölfarið í takti við umfangið.“ Fólk getur ekki beðið eftir að aðrir bjargi heiminum – Hefur almenningur – kjósendur – meiri áhuga nú en áður á umhverfismálum, landgræðslu, skógrækt og loftslagsmálum en áður? „Það er mín tilfinning að fólk sé mun meðvitaðra í dag en áður. Það eru ekki svo ýkja mörg ár að menn afneituðu loftslagsbreytingunum og afleiðingum ýmissa mengandi efna. Nú vita menn betur og mótrökin fokin út í veður og vind. Helsta áhyggjuefnið er að margir virðast ætla að treysta því að það verði bara einhverjir aðrir sem taki að sér að bjarga heim- inum í þessum efnum. Við náum ekki árangri í þessum málum nema að heimurinn taki allur höndum saman – og þeir sem nú lifa verða að hugsa hlýrra til afkomenda sinna en svo að þeir ætli bara að eftirláta öðrum að vinna á vandan- um, sem hefur orðið til á ótrúlega skömmum tíma. Ég hef stundum sagt að okkar kynslóð sé bara eins og eitt sand- korn í jarðsögunni, samt hefur þessari kynslóð nánast einni tek- ist að kollvarpa jarðkringlunni með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um á örtíma í þessu samhengi. Það er því eiginlega ótrúlegt að eins vel og almenningur á að vera upplýstur skuli hann ennþá sýna jafn mikið skeytingarleysi gagnvart móður jörð og raun ber vitni. Mengunin er yfirgengileg og afleiðingar hennar gríðarlegar og það er fullkomlega ábyrgðarlaust að skila jarðkringlunni svona af sér til afkomenda okkar og ætla þeim að vinna úr vanda sem við höfum kallað yfir þau. Við erum ekkert of góð að byrja strax að taka ærlega til í garðinum okkar. Vandi afkomenda verður nú nægur samt að takast á við þær áskoranir sem bíða þeirra,“ segir Andrés Skúlason. /ÁÞ Votlendið í Teigarhorni verður að veruleika. SG vélar á Djúpavogi sáu um verkið þar og í Blánni. Mynd / GG. Jaðrakan í endurheimtu landi. Mynd / AO Gæsin kunni vel við sig í Blánni. Mynd / AO Mynd / AO Verndarsvæði í byggð Djúpavogshreppur náði þeim áfanga að gerast fyrst sveitarfélaga aðili að verkefninu Verndarsvæði í byggð með staðfestingu ráðherra. En hvað er Verndarsvæði í byggð? Markmiðið með Verndarsvæði í byggð er að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi sem ástæða þykir að varðveita. Við þessa vinnu er lagt mat á varðveislugildi viðkomandi svæða og á Djúpavogi má segja að sagan sé við hvert fótmál. Andrés sagði að heimamenn hefðu séð í því mikil tækifæri að gerast aðilar að þessu verkefni með það fyrir augum að vinna með söguna, og t.d. gömlu húsin sem verið er að endurgera. „Við viljum blanda saman fortíð og framtíð með því að nýta gömlu húsin með fjölbreyttum og nýstárlegum hætti. Við afmörkuðum miðbæjarsvæðið hér í kringum voginn og skilgreindum sem Verndarsvæði í byggð og á grunni vinnunnar við verndarsvæðið erum við svo að vinna deiliskipulag hér á miðbæjarsvæðinu og þannig tryggjum við þessa órjúfanlegu og mikilvægu samþættingu, fortíðar og framtíðar. Þau sveitarfélög sem hafa rutt gömlu húsunum og öðrum merkum menningar minjum í burtu eru að rýra framtíð sína og sérstöðu. Fulltrúar sveitarfélaga almennt ættu í mun meira mæli að sjá tækifærin sem felast í að varðveita menningarminjar og nýta þau miklu tækifæri sem felast í því. Fornleifaskráningar og varðveisla á minjasvæðum eru því gríðarlega mikilvægar og það er að mínu mati besta leiðin til að varðveita menningar- arfinn sem að öðrum kosti kann að glatast með öllu.“ Lómur á „nýrri“ tjörn. Mynd / AO Vesturhrauni 3 - 210 Garðabær 480-0000 - sala@aflvelar.is - www.aflvelar.is i-vac 6 ryksugan er fyrir mikla notkun. Hún er hönnuð með fagfólki sem gerir þessa ryksugu að frábæru vinnutæki i-mop XL gólfþvottavélin auðveldar þrif, sparar tíma og léttir lífið. Hentar fyrir fyrirtæki og stofnanir www.i- Bylting í hreinlæti!

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.