Bændablaðið - 24.05.2018, Qupperneq 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. maí 2018
KIA er eini bíllinn sem seldur er
hér á landi og er með 7 ára ábyrgð
sem segir mikið um áreiðanleika
KIA bíla. Nýjasti bíllinn er KIA
Stonic og er fáanlegur bæði með
dísil og bensínvél.
Ég kaus að prófa beinskipta
dísilbílinn sem er með 1,6 lítra
dísilvél og á að skila 110 hestöflum
(bensínbíllinn er með 1,0 lítra vél
sem skilar 120 hestöflum).
Þægilegur í akstri, hljóðlátur og
vel útbúinn bíll
Að keyra bílinn er þægilegt, sæti
góð og ágætis fótapláss. Eins og í
mörgum beinskiptum bílum segir
mælaborðið manni hvenær bíllinn
vill að skipt sé upp eða niður um
gír og í KIA Stonic er beðið um
gírskiptingu á mjög lágum snúningi.
Svo lágum að maður heyrir varla í
vélinni því hljóðeinangrun á milli
vélar og innrýmis í bílnum virðist
vera afar góð að framanverðu í
bílnum.
Við akstur á malarvegi
heyrist svolítið steinahljóð frá
afturdekkjunum (nánast ekkert frá
framhjólunum). Á bundnu slitlagi
er því afar hljóðlátt inni í bílnum og
eina aukahljóðið sem maður heyrir
kemur frá afturhjólunum.
Mikið lagt upp úr
þægindum og öryggi
KIA hafa samkvæmt minni reynslu
alltaf verið fljótir að setja í bíla
sína mikið af öryggisbúnaði s.s.
blindhornsvara sem sýnir ljós í
hliðarspeglum ef ökutæki er á þeim
stað sem kallast blindhorn og er
illsjáanlegt í hliðarspeglunum. Hita
í stýrinu sem hentar vel á köldum
vetrarmorgnum. Akreinalesara sem
lætur vita með hljóðmerki ef farið
er yfir punktalínu á vegi án þess að
gefið er stefnuljós. Í KIA virðist
akreinavarinn lesa ágætlega illa
málaðar vegmerkingar, en þrátt fyrir
það má Vegagerðin verulega bæta
akreinamerkingar sem eru vægast
sagt ekki landi og þjóð til sóma.
Ýmislegt annað er gott í
bílnum s.s. velti og aðdráttarstýri,
bakkskynjarar, árekstrarvörn,
búnaður sem bremsar sjálfkrafa ef
farið er of nálægt næsta bíl fyrir
framan.
Prufuaksturinn og eyðsla
Ég ók bílnum alls 108 km og
var mín meðaleyðsla samkvæmt
aksturstölvunni 5,5 lítrar af dísil,
en uppgefin meðaleyðsla í bæklingi
er 4,2.
Fyrstu 40 km voru innan-
bæjarakstur og eftir þá km sagði
tölvan að ég hefði verið að eyða
5,6 lítrum. Þess ber að geta að
í þau skipti sem ég hef prófað
KIA bíla hef ég alltaf verið frekar
nálægt uppgefinni eyðslu á þeim
bílum þrátt fyrir að ég er ekkert að
reyna að spara eldsneyti í þessum
prufukeyrslum. Í lokin tók ég 16
km á um 80 km hraða og sýndi þá
eyðslumælirinn að ég hefði verið
að eyða 4,9 l á hundraðið. Á malar-
veginum sem ég nota mikið við
prufuakstur var ég ánægður með
bílinn, stöðugur, fjöðrun góð og
sáralítið malarhljóð. Á malbiki er
bíllinn ósköp svipaður og að keyra
rafmagnsbíl, nánast ekkert hljóð frá
dísilvélinni og veghljóð lítið.
Kostir margfalt fleiri en ókostir
Í umferðinni er mikið af KIA bílum
ljóslausir að aftan (næstum því
áberandi margir KIA bílar). Þetta
er sennilega vandamál þess sem
ekur bílnum þar sem að KIA bílar
eru með ljósatakka sem er með
möguleikann „AUTO“ en með
þessa stillingu eru engin afturljós
nema í myrkri. Nýju sektarákvæð-
in eru 20.000 fyrir að vera ekki
með afturljós í umferð. Þeir KIA
bílar sem ég hef prófað slökkva öll
ljós sjálfkrafa þegar bílnum er læst
þó að ljósatakkinn sé stilltur á full
ljós og því óþarfi að slökkva ljósin
þó að mælaborðið segi manni að
slökkva ljósin að loknum bíltúr.
Eini ókosturinn sem ég sá við bíl-
inn er að varadekkið er það sem ég
kalla „aumingja“. Hins vegar eru
kostirnir svo margir að aumingja
varadekkið fellur í skuggann við
hluti eins og; akreinavarann, hit-
ann í stýrinu, blindhornsvarann,
árekstrarvörnina og vel hljóð-
einangraðan bíl, svo eitthvað sé
nefnt.
Verð og val á KIA Stonic
Ódýrasti KIA Stonic er beinskipti
120 hestafla bensínbíllinn sem
kostar 3.140.777, en dýrasti bíllinn
er bíllinn sem ég prófaði sem er með
110 hestafla dísilvélinni og kostar
3.690.777 krónur. Flest umboð eru
með þrjár síðustu tölurnar í verðinu
000, en með tilvísun í 7 ára ábyrgð
enda allir KIA bílar á tölunum
777. KIA Stonic er bara í boði
beinskiptur með 6 gíra kassa. Allar
nánari upplýsingar um bílinn er hægt
að nálgast hjá sölumönnum KIA í
Öskju eða á vefsíðunni www.kia.is.
É ÁV LAB SINN
Hjörtur L. Jónsson
liklegur@internet.is
KIA Stonic dísil. Myndir / HLJl
Til að fá afturljósin á í akstri þarf að kveikja ljósin og best er að hafa takkann
alltaf svoleiðis svo ekki gleymist að kveikja.
Nokkuð sáttur við lokatölurnar 5,5 lítra eyðsla ekki mikið.
Allan tímann sem ég var með bílinn
var ég með ljósatakkann stilltan svona
svo að ég fengi ekki 20.000 sekt.
Ágætis hæð undir lægsta punkt.
Hliðarspeglarnir mættu alveg vera
stærri, en góðir samt.
Varadekkið er það sem ég kalla
aumingi, en betra að vera með
aumingja en ekkert varadekk eins
og er í mörgum bílum.
Allt innrými er gott og sætin þægileg.
Þyngd 1.157 kg
Hæð 1.520 mm
Breidd 1.760 mm
Lengd 4.140 mm
Helstu mál og upplýsingar