Bændablaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 201840
„Við erum ánægð með viðtökurnar
og þetta er ótrúlega gaman,“
segir Hólmfríður Bóasdóttir,
sem ásamt eiginmanni, Kristjáni
Óskari Ásvaldssyni, og foreldrum
hans, þeim Ásvaldi Magnússyni
og Helgu Dóru Kristjánsdóttur,
hafa opnað nýtt hótel í Holti í
Önundarfirði, það heitir Holt Inn.
Þau gjörbreyttu gamla
barnaskólanum í Holti og reka þar
nú hótel.
Tókst að opna á réttum tíma
„Við hófumst handa við þetta
verkefni þegar leið að páskum en
af fullum krafti í byrjun maí. Við
gerðum heilmiklar endurbætur á
húsnæðinu og lagfæringar, m.a.
voru sett baðherbergi inn á öll 11
herbergin sem til reiðu eru,“ segir
Hólmfríður. Hún segir að menn hafi
heldur betur látið hendur standa
fram úr ermum, því von var á fyrsta
hópnum í gistingu 18. júní. „Það
voru nú ekki allir jafn bjartsýnir á
að þetta tækist og sumir höfðu á orði
að við yrðum heppin ef okkur tækist
að opna fyrir verslunarmannahelgi.
En þetta tókst fyrir tilsettan tíma og
allt hefur gengið samkvæmt áætlun
fram til þessa,“ segir hún.
Hólmfríður segir að reksturinn
hafi gengið að óskum, einkum í
ljósi þess að um er að ræða nýjan
gistimöguleika í fjórðungnum. „Við
erum bara að stíga fyrstu skrefin
og höfum ekki enn farið á fullt í
markaðssetningu, það er í nógu
öðru að snúast svona fyrsta kastið,“
segir hún. Viðtökur gesta hafi verið
framar vonum, meðaleinkunn á
bókunarvefnum booking.com sé
góð og það sé ánægjulegt. Gestir á
Holt Inn eru í bland Íslendingar og
erlendir ferðamenn.
Samgöngur setja strik í
vetrarferðamennskuna
„Fólk hér um slóðir talar um að
lausaumferðin sé heldur minni
en undanfarin ár, en við erum
nýgræðingar í ferðaþjónustunni og
höfum ekki viðmið við fyrri ár,“
segir Hólmfríður. Ferðaþjónusta
á Vestfjörðum sé þó enn með
þeim hætti að hún er mest yfir
sumarmánuðina og detti alveg
niður þegar vetur gengur í garð.
Dynjandisheiði loki við fyrstu snjóa
og sé ekki opnuð fyrr en vori á ný,
en hótelhaldarar að Holti binda
vonir við ný Dýrafjarðargöng sem
nú er unnið að og opni eftir eitt til
tvö ár. Það muni bæta samgöngur
til mikilla muna. „En við hér í Holti
erum vel í sveit sett, miðsvæðis í
Vestfjarðarhringnum og þannig í
alfaraleið.“
Margt forvitnilegt að sjá og skoða
Skólahaldi var hætt í Holti árið
1999, en sjálfseignarstofnunin
Holt-Friðarsetur keypti skólahúsið
og hefur rekið í því gisti- og
félagsheimili auk kirkjumiðstöðvar.
„Það er ýmislegt áhugavert að
sjá og skoða hér í næsta nágrenni,“
segir Hólmfríður og nefnir m.a.
mikið og áhugavert fuglalíf, falleg
fjara dragi ferðalanga að og þá eru
margar og fjölbreyttar gönguleiðir
í nágrenninu. Kirkja hefur verið í
Holti frá því um 1200 og var talið
gott prestakall á árum áður. Margir
sögufrægir prestar hafa sett svip
sinn á mannlífið um tíðina, en nefna
má að Brynjólfur Sveinsson biskup
fæddist í Holti og þar er minnismerki
um hann.
FERÐAÞJÓNUSTA
Hólmfríður Bóasdóttir og Kristján Óskar Ásvaldsson ásamt börnum sínum, en
Leigja gamla barnaskólann í Holti í Önundarfirði:
Góðar viðtökur við nýju hóteli
á sögufrægum stað
– Miklar endurbætur á húsnæði og gestir eru ánægðir
Margrét Þóra Þórsdóttir
mth@bondi.is
Heilmiklar endurbætur voru gerðar
baðherbergi inn á öll 11 herbergin
Reksturinn hefur gengið
að óskum, en Holt Inn
er nýr gistimöguleiki
fyrir ferðalanga á
Vestfjörðum.