Bændablaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 201832 LÍF&STARF Á LANDSBYGGÐINNI Dýragarðurinn Slakki í Laugarási í Biskupstungum 25 ára: Yfir 25 þúsund manns hafa heimsótt dýra- og skemmtigarðinn á afmælissumrinu Helgi Sveinbjörnsson og fjölskylda ákváðu að stofna dýra- og skemmtigarð árið 1993 í garðyrkjustöðinni Slakka sem þau stofnuðu 1985 en var síðar úrelt. Þar höfðu þau ræktað gúrkur og annað grænmeti, en þeirri starfsemi var hætt 2002. Nú eru liðin 25 ár frá stofnun dýra- og skemmtigarðsins og 2016 tóku börnin og tengdabarn við rekstrinum og hafa verið öflug í uppbyggingunni. Helgi segir að í garðyrkjustöðinni hafi þau verið með tvær endur til gamans sem hann byggði lítið hús fyrir. Þá tóku þau að sér refayrðling sem nefnd var Rósa. Fólk sem leið átti í gróðrarstöðina til að kaupa grænmeti hafði gaman af að skoða dýrin og það vatt smám saman upp á sig. Í framhaldi af þessu var Slakki stofnaður sem dýra- og skemmtigarður 1993. Var hann strax mikið sóttur af fjölskyldum sem leið áttu um Suðurland. Enginn aðgangseyrir var rukkaður fyrst í stað, en fólki gafst þó kostur á að setja aura í fóðursjóð fyrir dýrin. Ýmsar hugmyndir um að breyta gróðrarstöðinni „Við hjónin höfðum rætt að ef við kæmumst út úr garðyrkjunni að gera eitthvað annað á staðnum. Setja upp heita potta í gróðurhúsinu eða annað í þeim dúr sem aldrei varð reyndar af, en dýrin voru alltaf til staðar. Síðan missti ég konuna (Hólmfríði Björgu Ólafsdóttur) árið 2002 og þá varð vendipunktur í mínu lífi. Þá ákvað ég að fara að breyta gróðurhúsunum. Það sama ár var ákveðið að veita fjármagni til úreldingar á gróðurhúsum til að auðvelda fólki að hætta í greininni. Ég sótti um strax sama haust og fékk úreldingarstyrk gegn því skilyrði að ég ræktaði ekkert í húsunum næstu 10 ár. Ég mátti hins vegar nýta þau í eitthvað annað. Þessir peningar gerðu svo sem ekki mikið en ég fór þó í að setja upp golfvöll í einu húsinu.“ Fjölbreytt úrval framandi dýra Frá 2002 hefur starfsemin hægt og rólega undið upp á sig. Fyrir utan fjölmörg forvitnileg og framandi dýr, þá er þar boðið upp á veitingar og mínígolf undir þaki sem nýtur mikilla vinsælda, púttvöll og pool- eða billjardstofu þar sem hægt er að horfa á íþróttaviðburði í sjónvarpinu. Það skiptir því ekki máli hvort það er sól á lofti eða nokkrir dropar að falla af himnum ofan, Slakki klikkar ekki. Börnin tekin við Helgi segir að reksturinn hafi gengið upp og ofan en þessu frumkvöðlastarfi hafi eðlilega fylgt mikil vinna. „Ég er nú kominn út úr þessu og börnin hafa tekið við. Þar eru nú skráðir eigendur Gunnur Ösp Jónsdóttir, elsta barnið sem er framkvæmdastjóri. Svo eru Egill Óli Helgason, yngri sonur minn, og Rannveig Góa Helgadóttir, yngri dóttir mín.“ 25 þúsund gestir á 25 ára afmælissumrinu Gunnur Ösp segir að í sumar hafi komið yfir 25 þúsund manns í Slakka og ekki annað að heyra en gestirnir séu ánægðir með það sem þarna er að finna. Margir komi svo þangað aftur og aftur og ár eftir ár. Hún segir að í júnímánuði hafi verið frekar rólegt, enda hafi margir á suðvesturhorni landsins frestað því að fara í einhver frí vegna stöðugra rigninga. „Í júlí gat fólk ekki geymt það lengur að fara í frí og þá var stefnan oft tekin á Slakka. Enda hægt að gera sér ýmislegt þar til skemmtunar innanhúss með börnunum þótt úti væri rigning,“ segir Gunnur. Erlendum gestum hefur líka fjölgað mikið og erlendir starfsmenn sem starfa í garðyrkjustöðvum á svæðinu í kring hittast líka oft í Slakka til að gera sér glaðan dag. Miklar endurbætur Slakki hefur tekið verulegum breytingum á síðustu tveim Stofnandi ásamt núverandi eigendum Slakka, barnabörnum og tengdasyni. Talið frá vinstri: Matthías Líndal Jónsson, Baltasar Breki Matthíasson, Sigurrós Birta Matthíasdóttir, Gunnur Ösp Jónsdóttir, Egill Óli Helgason, Helgi Sveinbjörnsson og Rannveig Góa Helgadóttir. Slakki, sem hér sést í forgrunni, er vel í sveit settur á einu veðurblíðasta svæði landsins í Laugarási umlukinn trjágróðri á allar hliðar. Skammt frá liðast Hvítá í átt til sjávar. Myndir / HKr. Í gömlu gróðurhúsunum sem nú þjóna hlutverki dýragarðs er margt að sjá. Páfagaukurinn Fáfnir. Í billjardstofunni í Slakka geta menn líka skemmt sér við að horfa á fótbolta. Seifur veit sannarlega hvað hann þarf að gera til að ná athygli gesta. Kálfarnir í Slakka búa við gott atlæti. vatnaskjaldbökur. Hörður Kristjánsson hk@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.