Bændablaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 6. september 2018 43 Þegar metið er hvaða vottun hentar fyrir afurð, þarf að kynna sér þann staðal sem vottað er eftir. Sífellt fleiri fyrirtæki velta því fyrir sér hvers konar staðli, einum eða fleirum, þau ættu að fá vottun samkvæmt til að höfða til þeirra sístækkandi hópa neytenda sem leita að vottunarmerkjum á umbúðum (t.d. lífrænni vottun, siðgæðisvottun og GMO-free vottun). Eins til að auka virði afurðanna og auka eða hreinlega hafa aðgang að hágæða mörkuðum. Upptaka skilvirks stjórnunarkerfis leiðir einnig jafnan til bætts reksturs, stjórnunar og aukinna gæða afurðanna. Til upprifjunar er staðall sem vottað er samkvæmt kröfulýsing á ferli, aðferð eða afurð - vöru eða þjónustu - sem unnt er að sannprófa á grundvelli formlegrar úttektar. Í staðli er að finna skilgreiningar, skýringar og reglur sem tilgreina nánar hvað þurfi að gera til þess að uppfylla kröfur á tilgreindu sviði. Vottunin felst í því að vottunarstofa staðfesti skriflega að kröfur staðalsins (eða löggjafarinnar) séu uppfylltar. Að því loknu er hægt að öðlast heimild til að nota vottunarmerki á umbúðir og við markaðssetningu. Skipta má stöðlum gróflega upp í stjórnunar- kerfisstaðla, sjálfbærni- og umhverfisstaðla í fiskveiðum og fiskeldi og svo almenna vörustaðla. Undir stjórnunar kerfisstaðla falla almennir gæðakerfis- og umhverfisstaðlar eins og ISO 9001 og 14001 sem og matvælaöryggis- og gæðastaðlar eins og BRC, IFS, Global GAP og FSSC22000 sem æ fleiri fyrirtæki vinna eftir. Þeir byggja á HACCAP og eru allir viðurkenndir af samtökunum GFSI (Global Food Safety Initiative). Undir sjálfbærni- og umhverfisstaðla fyrir fiskveiðar og fiskeldi falla staðlar eins og IRF (Iceland Responsible Fisheries) og MSC (Marine Stewardship Council) fyrir sjálfbærar fiskveiðar, og ASC (Aquaculture Stewardship Council) og BAP (Best Aquaculture Practice) fyrir umhverfisvænt fiskeldi. Þeir eru allir viðurkenndir af samtökunum GSSI (Global Seafood Sustain- able Initiatives). Staðl- arnir eru bæði notaðir í viðskiptum milli fyrirtækja og á umbúðir til að höfða til ábyrgra neytenda þó alls ekki allar vottaðar afurðir hafi vottunarmerkið á umbúðum. Undir svonefnda vörustaðla falla m.a. reglur um lífræna framleiðslu, siðgæðisstaðlar (fair trade), trúartengdir staðlar (Halal og Kosher) og svonefndir „free-from“ staðlar (án GMO, glútens, dýraafurða o.s.frv.) sem verða sífellt algengari. Þegar tegund vottunar er ljós, t.d. siðgæðisvottun, þarf að velja á milli þeirra siðgæðisstaðla sem í boði eru. Þá ber að hafa í huga hverjir hafi náð mestri útbreiðslu, því mikilvægt er að vottunarmerkið sé vel þekkt og njóti trausts meðal neytenda/markhópa fyrirtækisins. Rétt er að hafa í huga að ólíkt er eftir mörkuðum, hvaða vottanir og vottunarmerki eru vel þekkt. Sum eru t.d. einkum þekkt í Evrópu, en önnur í Bandaríkjunum. Í þeim tilfellum gæti verið nauðsynlegt að fá vottun samkvæmt fleiri en einum staðli (t.d. bæði Fair Trade International, sem er öflugt í Evrópu og Fair Trade USA sem er sterkt innan Bandaríkjanna). Til eru kannanir sem gefa gagnlegar upplýsingar um útbreiðslu og traust til vottunarmerkja á viðkomandi mörkuðum sem finna má á netinu. Oft er valið einfalt, sérstaklega þegar kemur að matvælaöryggis- og gæðastöðlum annars vegar og sjálfbærni- og umhverfisstöðlum í fiskveiðum og fiskeldi hins vegar; einfaldlega krafa frá mikilvægum viðskiptavini/vinum. Þá getur sú staða komið upp að mikilvægur viðskiptavinur, t.d. í Bretlandi, krefjist vottunar samkvæmt matvælaöryggis- og gæðastaðlinum BRC, en viðskiptavinur í Þýskalandi samkvæmt IFS. Þá má byrja á að spyrja annan þeirra hvort hann sætti sig við vottun samkvæmt öðrum staðli sem talinn er sambærilegur af GFSI, eða innleitt og fengið vottun samkvæmt báðum. Það þarf ekki að vera flókið þar sem staðlarnir eru að megninu til sambærilegir og oft hægt að láta gera úttekt á þeim báðum á sama tíma. Þegar ákveðið hefur verið hvaða vottun skuli sækja um, þarf að komast að því hvaða vottunaraðilar eru faggildir til að votta skv. viðkomandi staðli, en um val á vottunaraðila var fjallað í síðustu grein. – Oddný Anna Björnsdóttir er bóndi og sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Greinar í Bændablaðinu um vottanir og upprunamerkingar byggjast á verkefni sem hún vann fyrir Íslandsstofu veturinn 2018. GRÆNT ALLA LEIÐ Oddný Anna Björnsdóttir objornsdottir@gmail.com VOTTANIR & UPPRUNAMERKINGAR MATVÆLA Val á vottun Sums staðar erlendis fá kúa- bændur núorðið umbun fyrir að vera með góða aðstöðu og eru Danir líklega leiðandi á þessu sviði. Þannig borgar danska sláturfélagið Danish Crown hærra verð ef sláturgripirnir eru tilbúnir til afhendingar þegar sláturbíllinn kemur. Gripirnir eiga þá að vera þegar komnir í sérstakar afhendingarstíur eða á sérstaka flutningavagna og þurfa bílstjórarnir þá ekki að gera annað en að opna eitt hlið og hleypa sláturgripunum um borð. Þá borgar afurðafélagið Arla hærra verð fyrir mjólkina ef tankbíllinn getur sótt hana óháð mjaltatíma viðkomandi fjóss, þ.e. fjósið þarf að vera með svokallaðan varatank sem hægt er að skipta yfir í ef tankbíllinn kemur á mjaltatíma. Ennfremur þarf að vera hægt að sækja mjólkina á dráttar-bílum sem eru búnir stórum 36-38 þúsund lítra tönkum og auk þess þurfa mjólkurtankarnir að vera með 3ja tommu tankstúta svo dælingartíminn verði sem stystur. Séu þessar forsendur til staðar stoppar mjólkurbíllinn einungis í stutta stund hverju sinni og fær bóndinn sparnaðinn í vasann! Afköst vinnustundarinnar Eins og áður segir leiðir góð hönnun fjósa til aukinnar hagræðingar við vinnu á kúabúum og með vaxandi bústærð skiptir vinnuframlagið og nýting vinnuafls verulegu máli þegar horft er til rekstrarafkomu. Það eru til margar aðferðir til þess að meta vinnuafköst á kúabúum en oftast er þó horft til annað hvort þess hve miklu hver vinnustund skilar eða hvert ársverk skilar. Sé horft til vinnustundarinnar sem slíkrar þá gera samtök evrópskra kúabænda (EDF) árlega skýrslu þar sem vinnuframlag á mismunandi kúabúum og í mismunandi löndum er metið sérstaklega. Í þessum út- reikningum samtakanna er innvegið magn mjólkur vegið upp á móti þeim vinnustundum sem búa að baki framleiðslunni. Í nýjustu skýrslunni kemur fram að danskir kúabændur standa öðrum framar þegar vinnuframlagið er metið með þessum hætti og að jafnaði skilar hver vinnustund á dönsku kúabúi 392 kg orkuleiðréttrar mjólkur og er þá allt talið sem tilheyrir mjólkurframleiðslunni. Þessi niðurstaða kemur etv. ekki sérlega mikið á óvart, enda hafa danskir kúabændur lagt á það áherslu í áratugi að ná fram hagkvæmni og draga úr vinnuframlagi eins og hægt er. Þá eru dönsk kúabú með afurðahæstu kýr í Evrópu og raunar einungis Ísrael með afurðahærri kýr í heiminum. Auk þess er bústærðin í Danmörku einnig sú mesta í Evrópusambandinu og er nú um 210 árskýr og nemur vinnuframlagið á hverja árskú í dönskum fjósum, samkvæmt uppgjöri EDF, um 27 klukkustundum á ári. Þess má geta til samanburðar að hver vinnustund á sænskum kúabúum skilar að jafnaði 243 kílóum orkuleiðréttrar mjólkur og í Þýskalandi er þetta magn 226 kg. Mjaltirnar Tímafrekasti vinnuþáttur á hefðbundnum kúabúum eru mjaltirnar og þá er búnaður til mjalta bæði dýr í innkaupum og rekstri og því þarf að horfa vel á þennan þátt í rekstri búa. Víða, þar sem hefðbundin mjaltatækni er í notkun, má spara með því að bæta vinnubrögð við mjaltir og spara þannig mjaltatíma sem skilar sparnaði við notkun búnaðar og raforkusparnaði. Þá eru til mörg dæmi um að hægt sé að spara með réttri notkun á spenadýfu auk þess sem á stærri búum má ná fram verulega bættri nýtingu á búnaði með því að fækka tækjum en nýta búnaðinn í lengri tíma. Þessi lausn er þó ekki raunhæf fyrr en búin eru orðin verulega stór og mannfrek og á slíkum búum er þekkt að mjaltir standi í allt að 21 klukkustund á dag! Bændur sem nýta mjaltaþjóna við mjaltirnar hafa flestir upplifað það að nyt kúnna eykst töluvert við að taka þá tækni í notkun en skýringin er alþekkt og felst oft í því að þegar skipt er um mjaltabúnað er oft einnig skipt um aðbúnað gripanna vegna annarra breytinga í fjósi. Þá leiðir sjálfvirk mjaltatækni með sér bætta bú-stjórn vegna tölvutækninnar og auk þess eykst nyt kúnna þar sem mjaltaþjónar mjólka að jafnaði kýrnar upp undir þrisvar sinnum á sólarhring. Víða í heiminum þekkist það ekki að mjólka kýr einungis tvisvar á dag og þrisvar eða fjórum sinnum er því mun algengara. Hins vegar er það einnig til að bændur mjólki bara einu sinni á dag séu kýrnar lágnytja eða þrisvar á tveimur dögum. Mjaltatíðnin sjálf hefur því mikil áhrif á reksturinn og hvaða mjaltatíðni er valin fer algerlega eftir því verði sem fæst fyrir mjólkina hverju sinni og geta flestir ráðunautar einfaldlega reiknað út hvað borgar sig að gera hverju sinni. Rétt er að taka fram að ekki er um tæmandi upptalningu að ræða á duldum kostnaðarþáttum í þessum tveimur greinum og hæglega mætti tína til marga fleiri. Allar heimildir, sem notaðar voru við skrif þessara greina, má nálgast hjá greinarhöfundi og rétt er að taka fram að þær eru erlendar og hafa þarf það í huga þegar þessi atriði eru skoðuð fyrir hérlendar aðstæður. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.